Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 C 3
FRÉTTIR
Morgunbjaðið/Golli
Fyrirtæki frá Norðurlöndunum kynntu vörur sínar og þjónustu í sérstökum þjóðarbásum á íslensku
sjávarútvegssýningunni. Hér sést hluti af norska þjóðarbásnum.
Hefð fyrir þátttöku
norrænna fyrirtækja
Olía 28-50 aurum
ódýrari í Færeyjum
SKIPAOLÍA í Færeyjum er tals-
vert ódýrari en á Islandi og hafa
Færeyingar hvatt íslenskar út-
gerðir til að landa afla í Færeyjum
og kaupa þar bæði olíu og vistir á
hagstæðara verði en á íslandi. Skipafélag Færeyja auglýsti þannig nýverið
m.a. ódýrari olíu og birgðir, gott fiskverð og sanngjöm farmgjöld fyrir út-
gerðir sem landa afla sínum í Færeyjum.
Islensk skip sækja
lítið til Færeyja
Ámi Dam, deildarstjóri hjá
Skipafélagi Færeyja, segir olíu
löngum hafa verið ódýrari í Færeyj-
um og talsvert geti munað á lítra-
verðinu. Hann segir íslenskar út-
gerðir hins vegar lítið hafa nýtt sér
verðmuninn tU þessa. „Olía hefur
vanalega verið mun ódýrari í
Færeyjum en á Islandi. A síðasta
ári var olían allt frá 28 aurum og
upp í 50 aurum ódýrari í Pórshöfn
en í Reykjavík, en reyndar 5 aunim
dýrari en í Kaupmannahöfn. Hins
vegar hafa íslensk skip ekki lagt sig
eftir því að koma til Færeyja en
fjölmörg grænlensk, norsk og þýsk
skip sækja í þessa þjónustu. Pau fá
ágætt verð fyrir fiskinn en honum
er landað í Færeyjum og síðan siglt
með hann og hann seldur út um all-
an heim, til dæmis í Bandaríkjun-
um, Bretlandi, Japan og Danmörku.
En við viljum ólmir auka tengsl og
samvinnu við Islendinga,“ sagði
Arni. i
Samkvæmt uppiýsingum Morg-
unblaðsins er listaverð á gasolíu á
skip nú um 15.98 krónur án virðis-
aukaskatts. Það hins vegar segir
ekki alla söguna því olíufélögin
bjóða viðskiptaútgerðum sínum olí-
um oft á ýmiskonar afsláttarkjör-
um. Einn viðmælenda blaðsins
benti ennfremur á að því fylgdi tals-
verður kostnaður að sigla til
Færeyja, auk þess sem það væri
væntanlega í flestum tilfellum kraf-
ist staðgreiðslu fyrir olíuna. Þessi
verðmunur á olíunni væri því vænt-
anlega of lítill til að freistandi væri
fyrir íslenskar útgerðir að landa
afla sínum í Færeyjum.
FLESTAR Norður-
landaþjóðimar voru að
venju með myndarlega
þjóðarbása á Islensku
sj ávarútvegssýning-
unni. Forsvarsmenn þjóðarbásanna voru mjög ánægðir með sýninguna og
sögðu þátttöku í henni mikilvæga. Á hana kæmu sífellt fleiri erlendir gestir,
auk þess sem Island væri mikilvægt markaðssvæði fyrir mörg fyrirtæki á
Norðurlöndum.
Ánægja með sýninguna
á þjóðarbásunum
„Yið erum mjög ánægð með sýn-
inguna og til okkar hafa komið fjöl-
margir gestir," sagði Gunhild G.
Kjörstad, hjá norska útflutnings-
ráðinu og forstöðumaður norska
þjóðarbássins á íslensku sjávarút-
vegssýningunni. Alls kynntu 17
norsk fyrirtæki framleiðslu sína og
þjónustu í básnum og sagði Gunhild
samstarf fyrirtækjanna á sýningum
sem þessari mjög náið. „Mörg fyrir-
tækjanna hafa starfað lengi á Is-
landi og þekkja vel til markaðarins,
til að mynda skipasmíðastöðvar og
tækjaframleiðendur. Fyrir sum
þessara fyrh-tækja hefur Island
verið nokkurs konar heimamarkað-
ur og því er nauðsynlegt fyrir þau
að taka þátt í sýningunni, bæði til
•að hitta viðskiptavini sína og auðvit-
að einnig til að afla nýrra.“
Norðmenn hafa stillt upp þjóðar-
bás á fimm sjávarútvegssýningum
hérlendis og sagði Gunhild sýning-
una greinilega vera í örum vexti.
„Aðstaðan er mjög góð og staðsetn-
ingin frábær. Reyndar verða menn
að geta sín þegar sýningin er orðin
svo stór, að hafa upplýsingar að-
gengilegar þannig að fólk viti hver
er hvar og hvert það á að fara,“
sagði hún.
Kjartan Kristiansen var forstöðu-
maður í færeyska þjóðarbásnum en
þar kynntu 12 fyrirtæki framleiðslu
og þjónustu. „Við höfum reynt að
vinna saman í básnum og höfum því
lítið skipt honum niður fyrir einstök
fyrirtæki. Básinn verður þannig
miðstöð færeysks sjávarútvegs á Is-
iandi á meðan á sýningunni stendur.
Þetta fyrirkomulag hefur reynst
mjög vel að mínu mati og fulltrúar
færeysku fyrirtækjanna almennt
ánægðir með það. Reyndar hefur
veðrið verið þannig að sumir veigra
sér við að ganga úr tjöldunum hing-
að yfir í Tennishöllina en sýningin
hefur engu að síður verið góð fyrir
okkur og við fengið ótal marga góða
gesti í básinn," sagði Kjartan.
Alltaf jafn áhugavert
að koma til íslands
Jan Fiirt Andersen hjá útflutn-
ingsráði Danmerkur veitti danska
þjóðarbásnum forstöðu en hann
sótti íslensku sjávarútvegssýning-
una nú í sjötta sinn. Um 20 dönsk
fyrirtæki voru nú í básnum. Jan
Furt sagði ailtaf jafn áhugavert að
sækja sýninguna á Islandi. „Hingað
koma mjög margir frá Norðurlönd-
um og þannig kynnast menn því
sem um er að vera í sjávarútvegi
nágrannaþjóðanna. Fiskimenningin
8,5% minni afli Rússa
er víða ólík en hér kynnast menn og
hér hafa orðið til traust og góð við-
skiptasambönd. Við teljum samt
betra að hafa dönsku fyrirtækin
saman í einum bás því þannig vekj-
um við á okkur meiri athygli. Að
mínu mati hefur tekist vel til með
flutninginn á sýningunni frá Laug-
ardalshöll og um leið opnast auknir
möguleikar á stækkun hennar. Sýn-
ingin er hins vegar nærri því orðin
stærri en gistirými á höfuðborgar-
svæðinu leyfir," sagði hann.
RÚSSNESKIR sjómenn veiddu nær
2,5 milljónir tonna af fiski fyrstu sjö
mánuði ársins og er það 8,5% minni
afli en á sama tíma í fyrra. Um 70%
eða 1,7 milljónir tonna veiddust við
austurströndina og er um 22% sam-
drátt að ræða á milli ára. 529.000
tonn veiddust á hafsvæðinu fyrir
norðan Rússland og er það 6% meira
en í fyrra.
Sjómenn frá Sakhalineyju í Ok-
hotskahafi veiddu 192.057 tonn af
fiski fyrstu sex mánuði ársins og er
það liðlega 89.000 tonnum minna en á
sama tíma í fyrra. Ástæðan er fyrst
og fremst mikill samdráttur í veiðum
á lýr sem fóru úr 241.000 tonnum í
150.000 tonn. Þorskaflinn minnkaði
um 4.800 tonn en aflaaukning varð á
öðrum tegundum.
Jl ,.4.Mtiá
, j, -
Þokkum coÐjm >mnrfoKVR /
SjÁvarvtVecssyninc vnni
bindrci-stat ht. • boryuitum 31 • lUb Reykjuvík • Simi 57b U0UU • Biefusnni bVb UOIU • Metfany sindruoJsimJri.is • www.sindri.is