Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 C 9.
Fiskverkunin Hamrafell í Hafnarfirði kaupir allan físk til vinnslu á mörkuðum
Höfum verið réttum
megin við strikið
Hjónin Laufey Sigurþórsdóttir og Björgvin Kjartansson
eiga og reka saman fískverkunina Hamrafell í Hafnarfirði. Þau
byggja vinnsluna á fískkaupum á mörkuðum og senda afurðirnar
út ferskar, frystar eða saltaðar. „Þrátt fyrir að keypt sé á
mörkuðum,“ segir Björgvin í samtali við Hjört Gíslason,
„höfum við verið réttum megin við strikið enda höfum við ekki
bakland til að standa í taprekstri.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjónin Björgvin Kjartansson og Laufey Sigurþórsdótlir hafa rekið fiskverkunina Hamrafell í um áratug.
Þau byrjuðu í ferskum fiski, en frysta og salta líka. Reksturinn hefur gengið vel og þau hafa náð að byggja
fyrirtækið myndarlega upp.
„Við byi’juðum með þennan rekstur
ái-ið 1990,“ segir Björgvin í samtali
við Verið. „Vorum bara tvö fyrsta
veturinn og eingöngu í ferskum
fiski. Síðan hefur þetta undið upp á
sig og við erum nú með um 15
manns í vinnu. Fyrstu árin vorum
við eingöngu í ferskfiski, en rákum
okkur fljótt á að illmögulegt er að
vera eingöngu í ferskum fiski og
framleiða upp í pantanir. Til þess
eru sveiflumar of miklar, annað-
hvort þarf þá að vinna allan sólar-
hringinn eða ekki neitt.
Við fórum því smám saman að
bæta við frystingu og svo nú síðasta
árið höfum við farið út í söltun og
þurrkun, aðallega á ufsa. Með þessu
reynum við að auka fjölbreytnina í
vinnslunni, en við kaupum allan
okkar fisk á mörkuðum. Það gefur
okkur því mun meiri stöðugleika í
vinnslunni að geta valið úr fiskteg-
undum eftir því hvort við erum að
setja í flug, frysta eða salta.
Það er mjög mismunandi hvernig
vinnslunni er háttað, það fer eftir
aðstæðum hverju sinni. Það er eitt
uppboð klukkan 11 að morgni og
síðan annað upp úr hádeginu og þar
ræður verð og framboð því hvemig
vinnslan verður daginn eftir, hvaða
fisktegund verður unnin og í hvaða
pakkningar. Saltfiskurinn gerir
okkur kleift að vera með sveigjan-
leika. Ef ég næ ekki í fisk einhvern
daginn getum við snúið okkur að
saltfiskinum til að hafa eitthvað að
gera fyrir mannskapinn. Þetta er
helzti kosturinn við saltfiskinn
miklu frekar en hagnaðai’vonin, sem
er afar lítil að mér sýnist."
Svíður samkeppnismismununin
Hvernig gengur að reka fisk-
vinnslu undir þessum kringumstæð-
um?
„Eins og staðan er í dag er mjög
erfitt að byggja fiskvinnslu á kaup-
um á mörkuðum, en þetta gæti ver-
ið miklu betra. Það sem okkur svíð-
ur mest er þessi samkeppnismis-
munun sem við búum við. Við fáum
ekki tækifæri til að bjóða í fisk, þótt
við getum gert úr honum miklu
meiri verðmæti en sá sem hefur í
rauninni hendur á honum.
Mér dettur oft í hug yfirlýsingar
frá Arnari Sigurmundssyni, for-
manni Samtaka fiskvinnslustöðva,
þegar hann er að segja að afkoma
frystingar og landvinnslu almennt
sé slæm vegna þess að hráefnisverð
sé of hátt. Hráefnisverð sé komið
upp í 60% sem hlutfall af verði
seldra afurða. Við erum rosalega
hamingjusamir ef við komumst nið-
ur í 70%. Hinir tala um að hlutfallið
megi ekki vera hærra en 55%. Við,
sem erum að kaupa á mörkuðum,
erum hins vegar að tala um á milli
70 og 80%. Við verðum því að reka
okkar fyrirtæki allt öðruvísi og við
eigum að geta skilað hagnaði á
þessu. Málið er bara að ná í fisk.
Vísað frá samkeppnisstofnun
Fyrir nokkrum árum voru stofn-
uð Samtök fiskvinnslu án útgerðar,
SFÁÚ. Eitt af meginmarkmiðum
félagsins var að berjast gegn þeirri
grófu samkeppnismismunun sem er
á milli fiskvinnslu, sem hefur yfir
kvóta að ráða, og hinna sem engan
kvóta hafa. Við kærðum þessa sam-
keppnismismunun til Samkeppnis-
stofnunar, það að fyrirtæki með út-
gerð og fiskvinnslu gátu verið að
fénýta úthlutaðar aflahéimildir út-
gerðarinnar og nota það fé til fisk-
kaupa inni á markaði í samkeppni
við okkur. Þessu var bara hreinlega
vísað frá hjá Samkeppnisstofnun.
Mér sýnist nú að þetta mál sé í eng-
um grundvallaratriðum frábrugðið
því þegar Póstur og sími var skikk-
aður til að vera með aðskilinn rekst-
ur, annars vegar á einkaleyfis-
bundna hlutanum og hins vegar því
sem var á almennum samkeppnis-
markaði.
Við erum að berjast í þessum
málum og bindum miklar vonir við
nýjan sjávarútvegsráðherra, Árna
Mathiesen. Við áttum fund með
honum fyrir nokkru og virtist hann
hafa skilning á okkar málum. Þetta
eru svo margir þættir sem koma að
þessari samkeppnismismunun. Þar
má nefna vigtarmál. Fiskistofa hef-
ur sett reglur um það að ekki megi
vigta með yfirvigt á hafnarvogum.
Ef um dagróðrabáta er að ræða, má
ekki gera ráð fyrir meiru en 3% ís.
Sé um að ræða ker með 500 kílóum
af fiski, eru þar aðeins 15 kfló af ís,
sem er alltof lítið. Fyrir vikið forð-
ast menn það að ísa aflann.
Rýrnun og yfirvigt
Annað dæmi er að þegar nýjum
fiski er landað að kvöldi til er hann
vigtaður, en þegar við kaupum fisk-
inn að morgni, samkvæmt vigtun
kvöldsins áður, hefur rýmunin yfir
nóttina verið 3 til 5%. Þá rýmun
verðum við að taka á okkur. Við verð-
um því að taka þessa rýmun með í
dæmið, þegar við metum á hvaða
verði við getum keypt fiskinn. Þegar
þessi sami bátur sendir afla sinn á
markað í Bretlandi eða Þýzkalandi
getur kaupandinn verið ömggur um
3 til 4% yfirvigt. Það sagði einu sinni
fiskkaupandi í Grimsby að yfirvigtin
borgaði vinnulaunin í hans vinnslu.
Þetta er enn ein mismununin.
Þessi stærri hús sem hafa heima-
vigtunarleyfi og em að taka fisk af
eigin bátum, sýna allt að 50% nýt-
ingu í þorski, þegar þeir sem kaupa á
markaði em bara með 40 til 42%. Þá
er allt talið, flök og mamingur. Þetta
segir sitt um yfirvigtina annars vegar
og „undirvigtina“ hins vegar.
Alfarið seljendamarkaður
Ástæðan fyrir því að við fáum
litlu breytt með markaðina, bæði
þessi vigtarmál, gæðamál og að fá
leiðréttingar, er sú að þetta er alfar-
ið seljendamarkaður. Það fer allur
fiskur á háu verði og verðmunur á
góðum fiski og lélegum er alltof lítill.
Það er veruleg samkeppni á milli
markaðsblokkanna tveggja, ís-
landsmarkaðar og Reiknistofu fisk-
markaða. Það em til dæmis tveir
markaðir í Þorlákshöfn, Grindavík,
Sandgerði, fyrir vestan og í Ólafsvík
og sitthvor blokkin í Reykjavík og
Hafnarfírði. Þegar starfsmenn
markaðanna hafa ætlað að sækja
einhverjar leiðréttingai' fyrir okkur
til útgerðarmanna, hefur viðkvæðið
oft verið þannig að útgerðarmaður-
inn segii’ einfaldlega: „Heyrðu, ef
þú ætlar að koma svona aftan að
mér, fer ég bara með fiskinn á hinn
markaðinn og sel þar.“
Breyta verður reglum
Við vildum gjaman að mark-
aðslögmálin réðu meira og þessir
markaðir myndu sameinast. Það
yrði bara einn markaður í hverri
höfn. Við þurfum einhverja vemd,
þegar þessi seljendamarkaður ríkir.
Það gengur ekki að það sé alltaf
verið að halda seljandanum góðum
á kostnað kaupendanna. Fiskistofa
verður ennfremur að breyta þess-
um reglum sínum um vigtun afla, að
markaðimir fái alfarið vigtunarleyfi
og fái að selja fískinn með það mik-
illi yfirvigt að hún standi rétt er
kaupandi fær fiskinn í hendur. Það
vora settar reglur um að vigta
skyldi allan gámafisk áður en hann
færi úr landi, en gildistöku þeirra
hefur verið frestað. Það væri mikil
hagsbót yrðu þær reglur látnar
gilda.“
Aðskilja þarf rekstur útgerðar
og fiskvinnslu
Hvemig viljið þið hafa þetta?
„Draumsýn okkar fiskkaupenda
án útgerðar er að allur fiskur fan á
markaði. Við geram okkur grein
fyrir því að tæpast verði sett lög
þess efnis að skylda verði að setja
allan fisk á markað. Við bindum
meiri vonir við að aðskilinn verði
rekstur útgerðar og fiskvinnslu. Þá
væri allt annað uppi á borðinu. Þá
fengjum við sjómannaforystuna um
allt land með okkur í því að þessi
fiskur færi á markað eða yrði mark-
aðstengdur. Þá þyrfti vinnslan sem
í dag er að tapa á því að borga sjó-
mönnum sínum 80 krónur fyrir
þorskinn að meðaltali, meðan við
kaupum hann á 130 krónur, að gera
betur. Þá kæmu allar upplýsingar
upp á borðið og það myndi ýta meiri
fiski inn á markaðina.
Viljum fá að bjóða í gámafiskinn
Það er annað sem vert er að
nefna. Það kemur stundum fyrir að
búið er að tilkynna að bátur sé á leið
í land með afla til löndunar á fisk-
markaði. Við mætum á markaðinn
fullir bjartsýni um gott framboð,
búnir að láta umbjóðendur okkar
hér vita og þeir kaupendur úti. Þá
kemur bara í ljós að allt hefur farið í
gám og við ekki fengið tækifæri til
að bjóða í afíann. Okkur finnst að
við ættum að fá að bjóða í þann fisk
sem ætlunin er að setja í gáma, en í
raun ætti allur þessi fiskur að fara á
markaðina hér heima.
Útlendingarnir gætu þá komið og
boðið í hann á móti okkur. Þeir eru
velkomnir hingað. Eg hef enga trú á
því að þeir séu tilbúnir að kaupa
fiskinn hérna á sama verði og við,
setja hann í gám og flytja hann út
og taka á sig þá vigtarrýrnun og
gæðarýmun sem óhjákvæmilega
verður. Við gætum á hinn bóginn
keypt fiskinn á þriðjudegi til dæmis,
hann væri kominn út á flugvöll á
miðvikudagsmorgni og kominn til
kaupanda síðdegis. Það skipti miklu
máli að við fengjum tækifæri til að
bjóða í „gámafiskinn".
Vigta verður aflann
fyrir útflutning
Nú eru hugmyndir uppi um að af-
nema þetta svokallaða kvótaálag,
sem er á útflutningi á ferskum,
óunnum fiski. Við komum því á
framfæri meðal annars við sjávarút-
vegsráðherra að við endurskoðun
þessara reglna þætti okkur það mjög
mikilvægt að allur afli yrði vigtaður
hér heima áður en hann færi út og
við fáum tækifæri tfl að bjóða í hann.
Þegar steinbítsvertíðin hefst á
vorin safna margar minni útgerðir í
gám og senda út á erlenda uppboðs-
markaði. Sjómennimir fá svo verðið
gefið upp og miða við það, þegar
verið er að bera saman verð á fisk-
mörkuðum hér heima og ytra. Það
kemur auðvitað kvótafrádráttur á
steinbítinn við útflutninginn, þann
frádrátt taka þeir ekki alltaf með í
reikninginn. Ekki vigtarrýrnunina á
leiðinni og ekki yfirvigtina. Gámur
sem skilar kannski 15 tonnum í
Bretlandi, hefði líklega skilað 17
tonnum hér, þegar allt er tekið með
í reikninginn. Þetta skekkir allt
myndina verulega og því er nauð-
synlegt að vigta gámafiskinn áður
en hann fer utan.
Lokaður klúbbur
Það er þessi lokaði klúbbur sem
fær úthlutað ókeypis veiðiheimild-
um sem gerir okkur svolítið erfitt
fyrir. Eg get nefnt þér eitt dæmi
um hvernig þetta hefur virkað.
Einn félagi okkar í Samtökum fisk-
kaupenda án útgerðar var frum-
kvöðull í því að skera flökin niður í
bita og lausfrysta fyrir markaðinn í
Bretlandi. Hann hefur gert þetta í
langan tíma, allt að 15 ár, og hefur
náð mjög góðum árangri þrátt fyrir
að kaupa allan sinn fisk af óskyldum
aðilum, mest á mörkuðum. Svo fara
þessi stóra fyrirtæki, ÚA og Snæ-
fell, að bylta rekstrinum og fara í
þessa bitavinnslu, bjóða þessa fram-
leiðslu inn á sama markað, en þá
kemur í ljós að þessir stóra bjóða
kfló af bitum á verði sem er einu
pundi, um 120 ki’ónum, lægra en
frumkvöðullinn hafði verið að fá.
Þetta gætu þeir ekki gert án ókeyp-
is aflaheimilda og borgað sínum sjó-
mönnum 80 krónur fyrir kflóið af
þorskinum. Hinn aðilinn hefur keypt
þorskinn á mörkuðum á að meðaltali
um 130 krónur kflóið fyrstu 6 mán-
uði þessa árs og skilað hagnaði.
Þetta sýnir vel hve sérkennilegar
þessar aðstæður era. Þeir sem geta
gert mest úr fiskinum fá hann ekki
nema vera eins og útspýtt hund-
skinn um allt land og fá reyndar alls .
ekkert í sumum tilfellum. Þetta er
lýsandi dæmi um stöðuna hjá okkur.
Misjafnar aðstæður
Við fiskkaupendur án útgerðar
fóram á fund hjá sjávarútvegsnefnd
Alþingis í fyrra til bera okkar mál
upp þar. Við vildum að settar yrðu
einhverjar reglur, sem ekki endi-
lega skylduðu allan fisk inn á mark-
að, heldur yrði það fýsilegur kostur.
Jafnvel mætti hugsa sér út frá þjóð-
hagslegri hagkvæmni að komið yrði
á einhverri kvótaívilnun til þeirra
sem lönduðu fiski til vinnslu innan-
lands, enda yrði virðisaukinn við
vinnsluna eftir í landinu, en ekki
fluttur út. Nefndarmenn töldu
hættu á því að ef skylda ætti út-
gerðarmenn til að landa á innlend-
um fiskmörkuðum myndu þeir
flytja vinnsluna út á sjó. Við bentum
á að ef samkeppnismununinni milli
sjó- og landvinnslu yrði eytt, kvið-
um við ekki þeim valkosti.
Ég heyrði það reyndar eftir
kaupanda í Bretlandi að algengt
væri að verð á sjófrystum afurðum
væri um 10% hærra en verð á land-
frystum afurðum. Vissulega er sjó-
frystur fiskur ferskari, um það efast
enginn, en stærsti kosturinn sem.
brezki kaupandinn sá við að kaupa
sjófrystan fisk var að hann var að fá
svo góða yfírvigt. Kvótinn reiknað-
ist bara af lönduðum afla, það er án
yfirvigtar. Nú er reyndar komið
eitthvert eftirlit um borð í skipin, en
þeir sjá um það sjálfir.
Við getum líka tekið dæmi um að
ég sé að kaupa fisk af ormaslóð,
sem frystitogararnir era líka á.
Flak úr ormafiski kostar mig
kannski 300 krónur. Ég myndi
aldrei horfa upp á það að stúlkurnar
í snyrtingunni hentu því í afskurð.
Þær yrðu heldur að eyða miklum
tíma í að snyrta það. Það þarf eng-
inn að segja okkur hvað er gert úti
á sjó, þetta flak fer beint í afskurð-
eða í hafið aftur. Enda er afskurður
frá frystitoguram talinn kjarakaup,
þar era oft heilu flökin. Ef við gæt-
um skilað okkar fiski, sem er svona,
myndum við auðvitað gera það.“
Hvernig lízt þér þá á framtíðina?
„Ég held að fyrirtæki eins og
Hamrafell eigi framtíð íyrir sér, þar
sem sveigjanleiki er mikill og yfir-
bygging í lágmarki, en til þess þarf
samhentan stai’fsmannahóp og hann
höfum við góðan. Útlitið gæti hins
vegar verið mun bjartara ef meiri
fiskur kæmi á markaðina og við
fengjum til dæmis að bjóða í harní
fisk sem sendur er óunninn á mark-
aði ytra. Það er ýmis mismunun í
gildi samkvæmt lögum, sem gerir
okkur erfitt fyrir. Það eru einkum
vigtunar- og gæðamálin sem þarf að
lagafæra ásamt fleiri þáttum. Við
hljótum að búast við því að mismun-
un verði útrýmt og þá er framtíðin
björt,“ segir Björgvin Kjartansson. *