Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ
.10 C MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MARKAÐIR
wm Fiskverð heima i
Kr./kg
150
140
Fiskmarkaður
Hafnarfjarðar
Faxamarkaður
Fiskmarkaður
Suðurnesja
Um fiskmarkaðina þrjá hér syðra fóru alls 91,2 tonn af þorski í
síðustu viku. Um Fiskmarkaðinn hf. í Hafnarfirði fóru 43,6 tonn
og var meðalverðið 102,68 kr./kg., um Faxamarkað fóru 36,5 tonn
á 111,67 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 11,0 tonn á
175,78 kr./kg. Af karfa voru seld 29,3 tonn. I Hafnarfirði 6,0 tonn á
154,94 kr./kg., á Faxamarkaði á 68,55 kr/kg (0,81) og á Fiskmarkaði
Suðurnesja á 49,80 kr./kg (22,51). Af ufsa voru seld 24,0 tonn. í
Hafnarfirði á 65,98 kr./kg (4,41), á Faxamarkaði á 50,46 kr./kg (5,0
t), en á 61,58 kr./kg (14,61) á Fiskmarkaði Suðurnesja. Af ýsu voru
alls seld 41,7 tonn. Á Fiskmarkaðnum hf. í Hafnarfirði á 109,26
kr./kg (3,41), á Faxamarkaði á 116,58 kr./kg (18,51) og á 139,69
kr./kg (19,81) að meðaltali á Fiskmarkaði Suðurnesja.
Ufsi
Kr./kg
-80
-70
Fiskverð ytra
Þorskurs
Karfi
UfSÍSMMMMT
Ysaa
Skarkoli*
Kr./kg
240
220
200
180
160
140
120
100
AIIs voru seld 173 tonn af fiski í Bremerhafen í síðustu viku.
Þar af voru 156 tonn af karfa á 137,92 kr. hvert kíló að meðaltali.
Alls voru seld
670,0 tonn af fiski
á fiskmörkuðum í
Grimsby í 35. viku.
Meðalverð á þorski
var 257,25 kr./kg,
171,50 kr./kg áýsu
og 184,00 kr./kg á
kola. Fiskverðvar
sem hér segir...
Lægsta Hæsta
Þorskur ^ kr/k9
Stór 312
Meðal 276
Lítill 184
Ýsa
Stór 220
Meðal 165
Lftil 129
Koli
Stór
Meðal Lítill 184
Miklir sóknarmöguleikar
eru á breska markaðnum
Bandaríski markaðurinn
ólíkur þeim evrópska
MIKLIR sóknar-
möguleikar eru fyrir
íslenskan fisk á
breska markaðnum,
að sögn Pauls Gentles
hjá breska markaðsfyrirtækinu Taylor Nelson Sofres, sem er eitt af þrem-
ur stærstu markaðsfyrirtækjum heims og starfar í 31 landi. í tengslum við
íslensku sjávarútvegssýninguna héldu Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins málþingið „From Catch to Consumers",
frá veiðum tii viðskiptavina, og flutti Gentles þar fyririestur sem hann
nefndi „Seafood and the Consumers", sjávarafurðir og neytendur.
MIKLIR sóknarmöguleikar eru fyr-
ir íslenskan fisk á breska markaðn-
um, að sögn Pauls Gentles hjá
breska markaðsfyrirtækinu Taylor
Nelson Sofres, sem er eitt af þremur
stærstu markaðsfyrirtækjum heims
f)g starfar í 31 landi. í tengslum við
Islensku sjávarútvegssýninguna
héldu Rannsóknastofnun fiskiðnað-
arins og Nýsköpunarsjóður atvinnu-
lífsins málþingið „From Catch to
Consumers", frá veiðum til við-
skiptavina, og flutti Gentles þar fyr-
irlestur sem hann nefndi „Seafood
and the Consumers", sjávarafurðir
og neytendur.
I máli Bretans kom fram að mikil
breyting hefði orðið á neytendahóp-
um á Bretiandi undanfarin 20 til 30
'ár. Öldruðum hefði fjölgað, fjölskyld-
ur einstæðra foreldra væru fleiri en
áður, einhleypum mönnum hefði
fjölgað, meira væri um skilnaði, fleiri
konur ynnu úti en áður og fjölskyld-
ur væru fámennari. Hann sagði að í
62% tilvika væru einn eða tveir í
heimili og því væru áherslur í inn-
kaupum breyttar, en þar hefðu þætt-
ir eins og bragð, ferskleiki, heil-
næmi, þægindi, matseld og stærð
skammta áhrif. Þessar upplýsingar
væru niðurstaða viðamikillar könn-
unar sem fyrirtækið hefði staðið fyr-
ir en það ynni með stórum framleið-
endum og verslunarkeðjum.
48% aukning fisksölu
- • Gentles sagði að í Bretlandi hefði
sala á fiski aukist um 48% undanfar-
in tíu ár. Saia á ávöxtum hefði aukist
um 60%, mjólkurvörum um 50%,
frosnum matvörum um 41%, fugla-
kjöti um 33%, grænmeti um 20% og
brauðvörum um 10%. Aðeins 5,7
milljónum punda hefði verið eytt í
auglýsingar á ferskum og frosnum
fiski 1998 og hefðu þær skilað um-
talsverðri sölu. Því væri ljóst að ís-
lendingar þyrftu ekki að auglýsa
mikið á Bretlandi til að koma aukn-
um fiskafurðum þar á markað.
Að sögn Gentles hefur orðið 37%
aukning á sölu á kældri tilbúinni
matvöru frá 1997 til 1999. í því sam-
bandi nefndi hann að aukningin á
fiskafurðum væri 28%. 86% sölunnar
færu fram í stórmörkuðum og því
væri mikilvægt að ná til kaupenda
þar, ekki síst þeirra yngri. Til að ná
sem bestum árangri þyrfti annars
vegar að vinna með stórmörkuðun-
um, t.d. varðandi kynningu á vör-
unni, og hins vegar með viðskipta-
vinum, finna út hvað þeir vilja og
taka mið af þvi.
Áhersla á ferskan fisk
Norðmaðurinn Roger Richardsen
einblíndi á þarfir neytenda í sínu er-
indi. Hann sagði matarvenjur byggj-
ast á hefð og þótt þær breyttust
breyttust þær hægt. A undanförnum
tuttugu árum væri pizza eina nýja
tegundin sem hefði komist á lista yf-
ir tíu söluhæstu tegundir. Þarfir
fólks væru misjafnar og ekki væri
nein ein lausn. Órbylgjuofninn hefði
átt að auðvelda alla eldamennsku á
níunda áratugnum en nú væri hann
viðast einna helst notaður til að
poppa poppkorn.
Richardsen sagði að gæði hefðu
mikið að segja og vitnaði í norræna
rannsókn þar sem ferskur fiskur var
metinn í samanburði við frosinn fisk.
í niðurstöðum hefði komið fram að
ferskur fiskur væri góður, náttúru-
legur, safaríkur, meyr og sérstakur
matur. Frosinn fiskur væri bragð-
laus, einhæfur, með aukabragði,
þurr, vatnsmikill og hversdagslegur
matur. Þriðjungur heimila sætti sig
við frosinn fisk í aðalmáltíð dagsins
en flest vildu leggja meira á sig við
að undirbúa ferskfiskrétt. Ennfrem-
ur kom fram að mörg heimili litu á
frosinn fisk sem uppfyllingu.
Að sögn Richardsens er æ meira
lagt upp úr náttúrulegum vörum og
gildi þeirra á Norðurlöndum. Neyt-
endur vilji örugga vöru og taki ekki
áhættu þegar keypt er í matinn. 75%
Norðmanna eigi í erfiðleikum með að
meta gæði frosins fisks og aðeins
15% telji að hann sé jafn holl vara og
ferskur fiskur.
Hann sagði að 2/3 kysu að gera öll
innkaup á sama stað og skortur á
ferskum fiski væri meiri hindrun en
tíminn sem færi í eldamennskuna.
10% neytenda vildu meira úrval af til-
búnum réttum en 50% söknuðu þess
að fá ekki ferskan fisk í neytenda-
pakkningum. Önnur atriði sem hefðu
áhrif á sölu væru að fólk hefði ekki
tíma, áhuga eða þekkingu á elda-
mennskunni, framboð skyndibita-
staða og aukin neysla á matstöðum.
Meiri menntun - meiri
fiskneysla
Cathy R. Wessells frá Rhode Is-
land í Bandaríkjunum sagði að
Bandaríkjamenn borðuðu ekki mik-
inn fisk og þá helst á veitingastöðum.
Hins vegai- hefðu umhverfismerk-
ingar mikið að segja, ekki síst opin-
berar merkingar. Fólk greiddi
hærra verð fyrir umhverfismerktar
vörur og útlit vörunnar hefði mikið
að segja. Neytendur væru til dæmis
tilbúnir að greiða hærra verð fyrir
lax en þorsk.
Hún vitnaði í bandaríska síma-
könnun þar sem 1.640 fiskneytendur
svöruðu spurningum um neyslu á
laxi, þorski og rækju. Niðurstaðan
var sú að fiskneytendur eru með
meira en skyldunám að baki, eru
með hærri laun og 65% eru konur,
en þær sjá einkum um matarinn-
kaupin. Rækja var vinsælasta teg-
undin, en síðan lax og þorskur. I ljós
kom að 34% borðuðu fisk heima einu
sinni í viku hverri, 31% á tveggja
vikna fresti, 22% einu sinni í mánuði,
9% á tveggja mánaða fresti og 3% á
hálfs árs fresti en aðrir sjaldnar.
Þegar spurt var um þorskneyslu
voru svörin á þann veg að 6% borð-
uðu þorsk einu sinni í viku, 16% á
hálfs mánaðar fresti, 33% einu sinni í
mánuði, 23% á tveggja mánaða
fresti, 15% á sex mánaða fresti og
aðrir sjaldnar.
Þegar litið var á einstakar tegundir
kom í ljós að 70% borðuðu ekki þorsk,
45% ekki lax og 22% ekki rækju. 31%
aðspurðra greiddu minna en 5 doll-
ara, um 350 kr., fyrir fisk á viku, 35%
eyddu milli 6 og 10 dollurum í fisk
vikulega, 18% borguðu 11 til 16 doll-
ara, 9% 16 til 20 dollara og 7% 20 doll-
ara eða meira.
58% sögðust kaupa fiskinn í versl-
unarmiðstöðvum, 24% í fiskbúðum og
18% á báðum stöðum. í 58% tilvika
var keyptur ferskur fiskur, 24% var
þíddur frosinn fiskur, 15% var fros-
inn, innpakkaður fiskur og 3% áður
matreiddur fiskur. Þegar valið stóð á
milli viðurkenndrar merktrar vöru og
annarrar ómerktrar án vottunar
völdu 65 til 80% viðurkenndu vöruna.
Wessels sagði að Bandaríkjamenn
væru yfirhöfuð ekki mjög meðvitaðir
um rányrkju. 70% voru ekki viss um
hvort þorskur væri ofveiddur í Atl-
antshafinu og 62% voru sömu skoð-
unar varðandi hugsanlega ofveiði á
laxi í Kyrrahafinu. 11% töldu mikla
rányrkju á þorski og 14% á laxi en
17% héldu að þorskur væri eitthvað
ofveiddur og 21% svöruðu á þann
veg varðandi laxinn.
Hún sagði í samantekt sinni að
bandaríski markaðurinn væri ólíkur
þeim evrópska að því leyti að Banda-
ríkjamenn treystu hinu opinbera
varðandi til dæmis umhverfismerk-
ingar og þeir væru ekki miklir fisk-
neytendur.
Innflutningur á
fiskafurðum til
Bretlands í
hverjum mánuði
árin 1997-1999
Verðmæti
milljón pund
200
175
150
125
100
75
50
25
1997
1998
1999
sssss^^L-— Skelfiskur
ferskur og frosinn
1 L Ferskar afurðir
I- Frystar afurðir Niðursoðnar afurðir-.
M A
Ferskflskur
Útflutningur á ferskum
flski frá Bretlandi
janúar-apríl 1999
Holland [
Frakkland [
tonn
10.146 l
15.468
Spánn | | 2.499
Þýskaland [] 638
Belgía [] 508
Önnur Iðnd [ 11.745
Samtals: 21.004 tonn
Bretar selja mest
til Frakklands
MIKILL samdráttur hefur orðið á
útflutningi Breta á fei-skum og
kældum sjávaraurðum á fyrri
hluta þessa árs. Fyrstu fjóra mán-
uði ársins fluttu þeir út um 21.000
tonn, en á sama tíma í fyrra nam
útflutningurinn 32.500 tonnum.
Mest munar um gífurlegan sam-
drátt á útflutningi til Frakklands.
A umræddu tímabili í ár nam þessi
útflutningur um 5.500 tonn en
15.000 tonnum í fyrra. Á hinn bóg-
inn hefur útflutningur til Hollands
nær fjórfaldazt, farið úr 2.900
tonn í fyrra í 10.150 tonn nú.
Spánn er þriðja landið í röðinni
með um 2.500 tonn, sem er mjög
svipað magn og árið áður. Af öðr-
um löndum, sem kaupa ferskt fisk-
meti af Bretum má nefna Italíu,
Belgíu, Lúxemborg, Sviss, Þýzka-
land, Kanada og írland.
Útflutningup á freðflski
frá BreUandi
janúar-apríl 1999
tonn
Frakkland
Holland
Þýskaland
Egyptaland
Malasía
Önnur lönd
Samtals: 44.134 tonn
NOKKUR aukning hefur á hinn
bóginn orðið á útflutningi á fryst-
um fiski og fiskafurðum. Umrætt
tfmabil var þessi útflutningur í ár
um 44.100 tonn, en 38.000 tonn á
sama tíma í fyrra. Frakkar kaupa
mest af freðfiskinum af Bretum,
kaupa nú alls um 8.300 tonn, sem
er nokkur aukning frá árinu áður.
Næstir koma Hollendingar með
6.300 tonn og auka þeir hlut sinn
verulega milli tfmabila eða fjór-
falda hann. Loks koma Þjóðveijar
með 5.200 tonn og er það 25%
aukning frá árinu áður.