Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 C 11, FRÉTTIR Olís leggur áherslu á alhliða þjónustu Hafa selt hátt í 200 háþrýstiþvottavélar I OLÍS hefur á undan- förnum árum lagt meiri áherslu á alhliða þjónustu við sjávarút- veg. Einn liður í þeirri þróun voru kaup félagsins á Vélsleðaþjónustunni en samfara þeim kaupum hóf félagið að þróa háþrýstiþvottavél sem byggist á íslensku hugviti. Há- þrýstiþvottavélarnar heita IceClean og hafa notið mikilla vinsælda í landi og úti á sjó. í dag er búnaðurinn notaður í hátt í 200 fískvinnslufyrirtækjum og frystitogurum víða um heim. Thomas Möller, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Olís, segir að háþrýstiþvottavélarnar séu ekki einungis notaðar við sjávarútveg heldur hafí aðrir matvælageirar tekið tækið í sína þjónustu. „Við seldum til að mynda nýlega nokkur tæki til kjötvinnslu í Hollandi. Petta tæki er gott dæmi um þróunarverkefni sem er að skila sér. Þetta sýnir að íslenskt hugvit er gott hugvit sem er samkeppnis- fært á öllum mörkuðum." Á íslensku sjávarútvegssýning- unni sýndi Olís karaþvottavél sem tengist IceClean háþrýstiþvottavél- unum. Thomas segir að hún hafí verið í þróun undanfarna mánuði og vinnan hafi verið unnin í samstarfi við fískvinnslufyrirtæki í landinu. „Pessi vél er afsgrengi háþrýsti- þvottavélarinnar. I stað þess að handþvo körin eru þau send á færi- bandi í vélina sem sér um þetta. Vélin afkastar um 25 körum á klukkustund og skilar mjög hreinum körum af sér.“ Thomas segir að það sé nýtt fyrir Olís að sinna öðru en olíusölu. „Þetta er hins vegar sjálfsögð þróun fyrir fé- lagið. Þetta er að skila sér og við ætl- um að halda áfram á þessari braut.“ Morgunblaðið/Golli Hendrik Berndsen og Thomas Möller hjá Olís standa vígreifir í stærstu trekt landsins og þótt víðar væri leitað. , Morgunblaðið/Golli Mikill fjöldi gesta skoðaði sýningarbás Marels hf. á Islensku sjávarútvegssýningunni. „Sýningin gæti vaxið enn“ MAREL hf. og Góð aðsókn á bás Marels á sjávarútvegssýningunni ° J » Islensku sjavarut- vegssýningunni, mesta áherslu á bitavinnslu og sýndu m.a. lausfrysti, sjálf- virka innmötun á flokkara, flokkun, skurðarvél og vogir. „Þessi búnaður hefur vakið mikla athygli,“ sagði Lárus Ásgeirsson, sölu- og markaðsstjóri Marels hf., í samtali við Verið, „enda er iðnaðurinn sífellt að þróast meira og meira í átt að bitavinnslu." Lárus sagðist mjög ánægður með sýninguna. Allt fyrirkomulag og umgjörð væri til fyrirmyndar og metnaður sýnenda sjálfra væri sömuleiðis greinilega mun meiri en á fyrri sýningum. „Þetta er ein besta sýning sem ég hef tekið þátt í. Hún er mjög fjölsótt, á básinn til okkar hafa komið fulltrúar fyrir- tækja víða að úr heiminum, svo sem Ástralíu, Brasilíu, Chile og víðsveg- ar frá Asíu. Eins hefur aðsókn frá Evrópu verið góð. Sýningin er enn- fremur mun fjölbreyttari en fyrir þremur árum. Þannig eru hugbún- aðarfyrirtækin mun meira áberandi núna og gaman að sjá hve fyrir- tækjunum sem koma að þessum iðnaði hefur fjölgað. Ég vil sérstak- lega nefna í því sambandi Tel- eMedlce og fjarlækningabúnaðinn þeiiTa." Nauðsynlegt að taka þátt í sýningum Lárus telur ekkert því til fyrir- stöðu að Islenska sjávarútsvegssýn- ingin gæti vaxið enn frekar. „Hélsta vandamálið sem hér er við að etja er takmarkað hótelpláss og margir hafa lent í talsverðum vandræðum vegna þess. Það er því ljóst að ef er- lendum gestum á að fjölga þarf að gera ráðstafanir vegna þessa.“ Lárus sagði nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að taka þátt í sýningum af þessu tagi. „Við tökum þátt í sýn- ingum til að kynna nýjungar, koma á nýjum tengslum, hitta viðskipta- vini, fylgjast með straumum og ’’ stefnum í iðnaðinum og hvað keppi- nautarnir eru að gera. Á þessum dögum hittum við langflesta sem koma að þessum iðnaði. Kostnaður- inn við að fara og heimsækja þessa aðila yrði gríðarlegur og mun meiri en kostnaðurinn við þátttöku í sýn- ingunni. Hér er einnig hægt að sýna tæki og búnað í vinnslu og ná þannig athygli sem ekki væri hægt að gera í styttri heimsóknum. Við tökum þátt í hátt í 30 sýningum á ári, bæði stórum alþjóðlegum sýn- ingum en einnig svæðisbundnum sýningum. Við erum því sannfærð- ir um að þátttaka borgar sig, svo framarlega sem gestir koma á sýningarnar," sagði Lárus Ás- geirsson. ATVIMIMA Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfö ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveginn. Útvegum gott starfsfólk til sjós og lands. Símar 562 3518 og 898 3518 (Friðjón). Vélstjóri óskar eftir starfi 1500 KW réttindi VS1. Ýmislegt kemurtil greina. Áhugasamir leggi inn nafn og síma á af- greiðslu Mbl., merktan: „Traustur — 3703". I KVÓTI 1 S ^ón xzAsbjSznsson kfi. ,—, 1 kvAtabankinnI Þorskaflahámark til sölu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. • Sigurnaglalína — ábót — beita • Sími 551 1747. TIL SOLU I Flatningsvél Til sölu Baader 440 flatningsvél ásamt Odd- geirs hausara með slítara. Lán geta fylgt. Einnig Marel flaka-flokkari. Tækin eru í góðu ásigkomulagi. Upplýsingar í síma 893 6060. Saltfiskvinnsla Saltfiskvinnsla til sölu á einum besta stað á Suðvesturhorninu. Frábært tækifæri fyrir áhugasama aðila. Upplýsingar í síma 564 3749 alla daga. BÁTAR/SKIP Þessir bátar eru til sölu ít IN 't\ •; .... ... ■ ■■■ ■■ ■ ■■ }\ , ^ .V*-“ — — —- • —— ibiií'ií ~ v'~r ".1: íSl 51 brúttótonna eikarbátur, útbúinn á línu, net og troll. Smíðaður í Stykkishólmi árið 1970, lengd 18,4m. vél 408 hp. Caterpillar, árg. 1985. Báturinn selst kvótalaus en með veiðiheimild. 20 brúttótonna eikarbátur, útbúinn á rækju o.fl. Smíðaður á Skagaströnd árið 1972, lengd 13,68 m. Vél 300 hp. Cummins, árg. 1998. Innfjarðarrækjukvóti geturfylgt, 31 tonn. snurvoð. Smíðaður á Akureyri árið 1972, lengd 14,10 m. Vél 153 hp. Skania, árg. 1983. Öll tæki nýleg. Báturinn selst kvótalaus en með veiðiheimild. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554, fax 552 6726. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.