Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 6
6 C FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Næringar-
rík og lítið
eitruð mjólk
MATARÆÐI íslenskra kvenna
með börn á brjósti er almennt
gott og næringargildi íslenskrar
brjóstamjójkur mikið, samkvæmt
rannsókn Onnu Sigríðar Olafs-
dóttur næringarfræðings á
mataræði og tengslum þess við
samsetningu bijóstamjólkur.
„Næg vítamín voru í flestum til-
fellum í fæðu kvenna með börn á
brjósti, með fáum undantekning-
um á borð við D- og E-vítamín og
fólasín. Einnig eru stein- og
snefilefni í talsverðu magni í
fæðunni en járn, joð og selen
undir þeim mörkum sem ráðlögð
eru,“ segir hún. Fram kemur sér-
staða íslensks mataræðis vegna
mikillar neyslu á fiski og lýsi.
Samkvæmt rannsókninni taka
44% mæðra með börn á brjósti
lýsi en 22% mæðra eldri barna.
Þá kemur í Ijós að hlutfall kol-
vetna í móðurmjólk hérlendis sé
of lítið miðað við það sem mælt
sé með og að magn fitu sé helst
til hátt, sérstaklega mettaðrar
fítu. Loks er bent á skaðleg áhrif
reykinga á samsetningu brjósta-
mjólkur.
Eiturefni í bijóstamjólk eru
öðru hverju til umræðu og segir
dr. Kristín Ólafsdóttir sérfræð-
ingur í umhverfíseiturfræði við
HI að þrávirk, lífræn klórefni
mælist nú í n\jólk manna og dýra
alls staðar. „Yíðast hvar er magn
efnanna þó það lítið að kostir
móðurmjólkur eru taldir yfir-
gnæfa mögulega hættu af þeirra
völdum. Helstu heilsufarslegu
áhrif sem rakin eru til mikils
magns eiturefna í móðurnyólk
eni neikvæð áhrif á greind barna,
áhrif á fijósemi, skert starfsemi
ónæmiskerfís og hugsanlega
myndun krabbameina. Á Islandi
hafa fundist ýmis þrávirk, lffræn
klórefni í svipuðu eða heldur
meira magni en finnst á öðrum
Norðurlöndum. Magnið er hins
vegar að meðaltali 50-100 sinnum
lægra en það sem talið er skaða
þroska ungbarna," segir hún.
Kristín segir að í raun og veru
sé engin lífvera jarðarinnar óhult
fyrir þrávirkum, lífrænum klór-
efnum, sem oft séu í 10.000 sinn-
um meira magni í líkama þeirrar
sem efst er í fæðukeðjunni miðað
' við þá sem neðst er. Fyrir ofan
þá efstu trónir síðan bijóstmylk-
ingurinn og því full ástæða fyrir
vísindamenn að fylgjast með
magni þessara efna í umhverf-
inu.
Eiturefni losuð
með móðurmjólk
Þrávirk, lífræn efni eru bæði
stöðug og fítuleysin og safnast
fyrir í lífverum. „Flest önnur fitu-
leysin efni sem berast í líkamann
tekst okkur að Iosna við, því þeim
er breytt í vatnsleysanleg efni
sem losuð eru út með þvagi. En
þar sem þessi efni hafa ákveðna
jbyggingu og innihalda mikið af
klórefnum tekst líkamanum ekki
að bijóta þau niður svo þau safn-
ast smátt og smátt fyrir í fituvef.
Hjá karlmönnum og karldýrum
gerist þetta smátt og smátt alla
ævi en konur geta hins vegar los-
að sig við hluta þessara efna með
móðurmjólkinni. Urtur hafa til
dæmis mjög feita móðurinjólk og
losna nánast alveg við þessi líf-
rænu klóríð meðan kóparnir eru
á spena,“ segir hún.
Loks segir Kristín að lífræn
klóríð séu með örfáum undan-
'tekningum, svo sem díoxíni, ekki
bráðeitruð og því þurfi tiltölu-
lega mikið af þeim til þess að
drepa. „Hins vegar höfum við
áhyggjur af langtímaáhrifum
þeirra því við erum í snertingu
við efnin alla ævi, allt frá fóstur-
skeiði til dauðadags."
Móðurmjólk er besta næring
sem hægt er að gefa barni
með tilliti til vaxtar og þrbska '
og vilja samtök barnalækna
víða um heim að barn
Km| sé á brjósti eingöngu í
hálft ár og fái móðurmjólk
til jafns við aðra næringu
í ár. Helga Kristín
Einarsdóttir hlustaði á
tíu erindi um brjóstagjöf, JA
mataræði, tengslamyndun XjjSTp
og næringu ungbarna á
afmælisráðstefnu
Ljósmyndir/Presslink
Þótt mælt sé með reglufestu við umönnun ungbarna eiga þau sjálf að ráða ferðinni, en ekki amma, „tengdó" eða klukkan.
SAMTÖK bamalækna víða
um lönd hafa mótað heildar-
stefnu til þess að vinna að
aukinni brjóstagjöf, mæla
með henni einni saman
fyrstu sex mánuðina og að henni sé
haldið áfram með annarri næringu
að minnsta kosti sex mánuði til við-
bótar, segir Magnús Jóhannsson
læknir, sérfræðingur í líflyfjafræði
og prófessor við HI.
Ahugafélagið Barnamál hélt 15
ára afmælisráðstefnu á dögunum og
var Magnús einn flytjenda tíu erinda
um ýmiss konar áhrif brjóstagjafar.
Hann segir rannsóknir á brjóstagjöf
mæðra í þróunarlöndunum sýna
greinilegt samband á milli brjósta-
gjafar annars vegar og minni hættu
á niðurgangi vegna sýkinga, lungna-
bólgu, barkabólgu, _ eyrnabólgu og
heilahimnubólgu. ,Á síðustu árum
hefur jafnframt verið sýnt fram á
samskonar samband milli brjósta-
gjafar og minni sýkingarhættu í
Bandaríkjunum, Kanada,
Evrópu og Ástralíu.
Einnig eru vissar vís-
bendingar um að böm
sem fá fulla brjóstagjöf í
tiltekinn tíma séu i minni
hættu að fá ofnæmi og
hafi hærri greindarvísi-
tölu. Þetta er að vísu afar umdeilt,"
segir hann.
I einstaka sjaldgæfum tilvikum er
brjóstagjöf talin óráðleg og er það
helst ef móðirin er smituð af alnæmi
eða berklum, eða ef hún þarf að taka
lyf sem eru heilsu hennar nauðsyn-
leg en geta skaðað barnið. I öðrum
tilfellum er brjóstagjöf talin það
besta fyrir heilsu og þroska barns-
ins, að Magnúsar sögn.
„Brjóstagjöf á að byrja eins fljótt
og hægt er eftir fæðingu, að öllu
jöfnu innan klukkutíma. Nýbura á að
setja á brjóst eins oft og þeir sýna
merki um hungur, allt að því 8-12
sinnum á sólarhring til þess að byrja
með. Fyrstu sex mánuði þarf enga
viðbót við brjóstamjólkina, hvorki
vatn né annan vökva, um það eiga
allir að geta verið sammála sem
skoða staðreyndir málsins. Brjósta-
mjólk er ekki bara nærandi heldur
hið besta sem hægt er að gefa með
Ábót ó brjósta
mjólk óþörf
fyrstu 6
mónuðina
tilliti til vaxtar og þroska barnsins,"
segir hann.
Dregið úr líkum
á vöggudauða
Magnús segir samþykktir barna-
læknanna um æskilega lengd
brjóstagjafar byggja á niðurstöðum
fjölmargra rannsókna. Vöggudauði
hefur lengi verið læknum ráðgáta og
minnist Magnús til dæmis á ráðlegg-
ingar kanadískra lækna hvað hann
varðar. „Þar hefur verið bent á ferns
konar ráðstafanir sem dregið geta úr
líkum á vöggudauða. í fyrsta lagi að
láta barnið sofa á baki eða hlið, ekki
á maganum, í öðru lagi að ekki sé
reykt í námunda við barnið, í þriðja
lagi að herbergishiti sé ekki of hár
og miðaður við það sem fullorðnum
þykir þægilegt, en sumir hafa til-
hneigingu til þess að hækka hitann
þegar lítið barn er komið á heimilið.
Síðast en ekki síst er mælt með
brjóstagjöf, en menn telja sannað að
__________ með því að fara eftir
þessum ábendingum
megi draga úr líkum á
vöggudauða," segir hann.
Bæði er hægt að meta
áhrif brjóstagjafar á
heilsu ungbarnsins til
““““““““ langs og skamms tíma og
segir Magnús alveg klárt að sýking-
ar séu færri hjá brjóstmylkingum en
pelabörnum, sama hvert litið sé í
heiminum. „Síðastliðin tíu ár hafa
þónokkuð margar rannsóknir verið
gerðar, sem sýna ótvírætt að hið
sama gildi í okkar heimshluta. I þró-
unarlöndunum dregur brjóstagjöf
sjö- til tífalt úr líkunum á því að barn
deyi fyrstu fjóra mánuðina,“ segir
hann og bætir við að þótt heilbrigðis-
ástand sé auðvitað allt annað í okkar
heimshluta séu jákvæð áhrif brjósta-
gjafar ótvú'æð, að minnsta kosti til
skamms tíma.
Tíu ára sjúkdómsvörn?
Meiri vafí leikur á langtímaáhrif-
unum segir Magnús en vitnar í „til-
tölulega stóra og mjög vandaða
sænska rannsókn" sem sýnt hafí að
brjóstagjöf veiti barni nokkra vörn
gegn sýkingum í allt að því tíu ár, en
ónæmiskerfi þess nær ekki fullum
þroska fyrr en við 4-5 ára aldur.
„Aðrar rannsóknir hafa ekki verið
gerðar til þess að skoða þetta sér-
staklega þannig að vísindamenn
treysta sér ekki til þess að fullyrða
nokkuð. Margt bendir þó til þess að
vörnin geti varað í þónokkurn tíma
eftir að brjóstagjöf lýkur. Einnig
sjást þess sterklega merki að börn
sem hafa verið á brjósti taki betur
við bólusetningum. Ástmi hefur ver-
ið vaxandi vandamál í heiminum,
ásamt ofnæmi, sem sumir vilja rekja
til aukinnar mengunar, en þau teikn
eru á lofti að brjóstagjöf veiti vissa
vernd hvað það varðar, þó að það sé
ekki fullsannað. Brjóstagjöf er talin
geta dregið úr hættunni á insúlín-
háðri sykursýki og þá eru til veikar
vísbendingar í þá veru að hún geti
dregið úr áhættunni á MS-sjúk-
dómnum og liðagigt. Líka er talað
um að brjóstmylkingar séu með
lægra kólesteról í blóði mjög lengi
eftir að brjóstagjöf lýkur og ein-
hverja vísbendingu er að
finna um vissa vörn gegn
krabbameini. Hins vegar
er ekkert hægt að full-
yrða í þessu sambandi."
Magnús segir mótefni
gegn sýklum í brjósta-
mjólk, aðailega svokallað
slímhúðarmótefni. „Móðirin myndar
mótefni gegn sýklum í umhverfinu
sem síðan skilst út í mjólkina og
verndar barnið. Fullorðin manneskja
framleiðir um 2,5 grömm á dag af
mótefni og þar af fer hálft til eitt
gramm út í mjólkina, sem er risa-
skammtur fyrir pínulítið barn.
Einnig eru í brjóstamjólk fitur og fá-
sykrungar sem vitað er að drepa
sýkla, bæði bakteríur og veirur. Því
teljum við okkur skilja nokkuð vel
hvernig móðurmjólkin ver barnið
fyrir sýkingum á meðan brjóstagjöf
stendur yfir. Það sem gerist að henni
lokinni er kannski svolítið óljósara,“
segir hann.
Lítil brjóstagjöf
hugsanlega gagnslaus
Niðurstöður voru birtar á þessu
ári í erlendri rannsókn á sambandi
milli magns brjóstamjólkur og
áhrifa, þar sem fylgst var með 7.000
brjóstmylkingum í sex mánuði. Var
magni mjólkur sem börnin fengu
skipt í fimm flokka, það er fulla gjöf,
þar sem barn fékk ekkert annað,
mikla gjöf, þar sem meirihluti fæð-
unnar var brjóstamjólk og gjöf til
hálfs, þar sem móðurmjólk var til
jafns við aðra næringu. Þá var hópur
sem fékk innan við helming næring-
ar úr brjóstamjólk og sá flmmti fékk
enga móðurmjólk. „I ljós kom greini-
legt samband milli magns og áhrifa á
algengar sýkingar. Ávinningur af
fullri brjóstagjöf í sex mánuði var
mestur. Þegar brjóstamjólkin var
minna en helmingur næringar sáust
engin áhrif, sem olli nokkrum von-
brigðum, en enginn marktækur
munur var á þeim hópi og börnum
sem fengu enga brjóstamjólk. Þetta
er að vísu ekki síðasta orðið og
fyi'sta rannsóknin þar sem flokkun á
magni brjóstamjólkur er svo ná-
kvæm. Niðurstöðurnar eru að
minnsta kosti vísbending þess að
sem allra mest magn
brjóstamjólkur sé best
fallið til árangurs,“ segir
hann.
Þá vitnar Magnús í
rannsókn frá 1997 á sam-
bandinu milli eyrnabólgu
og þrjóstagjafar. „Skoð-
að var nýgengi eyrnabólgu á tilteknu
tímabili þar sem 54% pelabarna
höfðu fengið eyrnabólgu sex mánaða
og 76% við eins árs aldur. Hlutfall
slíkra sýkinga hjá brjóstmylkingum
var hins vegar 25% eftir hálft ár og
51% eftir eitt ár.“
Loks segir hann brjóstagjöf að
langflestu leyti mjög holla fyrir móð-
urina líka og að sífellt komi fleiri já-
kvæð áhrif hennar í ljós. „I fyrsta
lagi léttast mæður sem hafa börn á
brjósti meira en hinar og legið
dregst hraðar saman og jafnar sig
fyi-r. Hætta á þungun er minni, því
flestai' konur með barn á brjósti eru
ófrjóar, sem og líkur á brjósta-
krabbameini. Margir hafa haft
áhyggjur af áhrifum brjóstagjafar á
kaíkbúskap konunnar í kjölfarið, en
nú hefur komið í ljós að hún dregur
úr hættu á beinþynningu eftir tíða-
hvörf, sem eru tíðindi," segir Magn-
ús Jóhannsson að síðustu.
Brjóstagjöf
dregur úr
hættu ú bein-
þynningu