Morgunblaðið - 05.10.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 B 3 Atta KR- ingar á Sigurður Örn Þór semja við TVEIR íslenskir knattspyrnumenn hafa þegar þekkst boð þýska 3. deildarliðsins Krefeld Uerdingen um að leika með liðinu í vet- ur. Það eru Sigurður Örn Jónsson, varnarmaðurinn sterki úr KR, og Stefán Þór Þórðarson, hinn marksækni miðherji Skagamanna. Líklegt er og talið að tveir leikmenn aðrir haldi til Uerdingen á fimmtudag; þeir Bjarni Þorsteinsson, KR, og Jóhannes Harðar- son, ÍA. Islensku leikmennirnir halda til Þýskalands á fimmtudag og kanna aðstæður hjá liðinu. Ekki er ljóst hvenær þeir leika fyrsta leik sinn með liðinu, því ganga þarf frá leikheimild fyrir þá og nauðsynlegum málum milli Uerdingen og íslensku félagslið- anna. Lárus Guðmundsson, tæknileg- ur ráðgjafi Uerdingen hér á landi og fyrrverandi atvinnumaður með liðinu, segir að þar á bæ séu menn spenntir fyrir þessari tilraun og bíði komu íslensku víkinganna. „Eg hef rætt við þjálfara liðsins og hann segist bíða spenntur. Þetta er óneitanlega spennandi dæmi og vonandi gengur það upp,“ sagði Lárus. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu fyrir helgi sóttu for- ráðamenn Uerdingen Island heim á dögunum, fylgdust með æfing- um Islands- og bikarmeistara KR og ræddu við Atla Eðvaldsson þjálfara í því augnamiði að fá hann til að móta þjálfarastefnu félags- ins til framtíðar. Aukinheldur fylgdust Þjóðverjarnir með bikar- úrslitaleik í A og KR og settu sig í framhaldi af honum í samband við Skagamennina Gunnlaug Jónsson, Jóhannes og Stefán Þór og KR- ingana Bjarna og Sigurð Öm með það fyrir augum að fá þá til láns eða leigu út keppnistímabilið og mynda þannig sterka blokk í lið- inu til að hefja það til vegs og virð- ingar á nýjan leik. Sigurður Örn Jónsson mun leika með Uerdingen í vetur. Morgunblaðið/Kristinn og Stefán Uerdingen 4» Marel til Stabæk MAREL Baldvinsson, leik- maður Breiðabliks, fór fyr- ir skömmu út til norska úr- valsdeildarliðsins Stabæk til þess að skoða aðstæður hjá félaginu. Hann æfði hvorki né spilaði með fé- laginu því hann er að ná sér af meiðslum, sem hann varð fyrir í sumar. Ekki er ljóst hvort hann fari aftur út til Stabæk en hugsanlegt er að hann fari aftur utan er hann hefur náð sér. útleið ívar Bjarklind á fömm frá ÍBV ÍVAR Bjarklind, knattspyrnumaðurinn sterki í liði Eyjamanna, er hættur að leika með liðinu. Hefur hann þegar tilkynnt for- ráðamönnum ÍBV þetta, svo og nýráðnum þjálfara, Kristni R. Jónssyni. Útlit er fyrir frekari breytingar á leikmannahópi Eyja manna. Leikmenn íslands- og bikar- meistara KR virðast mjög eft- irsóttir þessa dagana og líklegt er að vegna sölu eða leigu leikmanna verði átta fastamenn liðsins leik- menn á erlendri grundu í vetur. Annars staðar er greint frá til- boði Lilleström í Indriða Sigurðs- son og Ki-eufeld Uerdingen í þá Sigurð Örn Jónsson og Bjarna Þorsteinsson. Þá hafa fjölmörg lið leitað eftir leikmönnum liðsins til leigu, m.a. frá Skotlandi, Belgíu, Hollandi, Þýskalandi og Englandi. Að sögn Magnúsar Orra Schram, framkvæmdastjóra Rekstrarfélags KR, mun skýrast á næstu dögum hvaða leikmenn leika erlendis í vetur. „Það er greinilega mikill áhugi á leikmönnum liðsins," sagði Magnús Orri. Sainkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa erlend lið sett sig í samband við KR vegna Guðmund- ar Benediktssonar, Þórhalls Hin- rikssonar, Sigþórs Júlíussonar, Einars Þórs Daníelssonar, Krist- jáns Finnbogasonar, Sigursteins Gíslasonar og Þormóðs Egilsson- ar. Aður er Bjarki Gunnlaugsson, markahæsti leikmaður liðsins í sumar, farinn til Englands, þar sem hann er í láni hjá Preston North End í 2. deild í vetur. Ivar hefur verið lykilmaður í liði ÍBV í fimm ár, gekk til liðs við Eyjamenn frá KA fyrir leiktíðina 1995. Hann hefur tvívegis orðið ís- landsmeistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari. „Þetta hefur verið mjög góður tími, en nú er kominn tími til að breyta til. Samningur minn við ÍBV var runninn út og ég stefni á að leika með liði á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni - því þar bý ég og dótt- ir mín líka,“ segir ívar, en hann lýkur prófi í sálfræði úr Háskólan- um næsta vor. ívar vildi ekki nefna þau lið sem hann hefði rætt við, en Morgun- blaðið hefur heimildir fyi-ir því að KR og Fram séu meðal þeirra liða sem áhuga hafi á kröftum hans. „Ég mun taka mér gott frí frá knattspymunni og hugsa málið. Það liggur ekkert á,“ sagði Ivar. Frekari breytingar Ljóst er að frekari breytinga er að vænta í liði Eyjamanna. Þannig runnu út samningar þeirra Zorans Miljkovics, Gorans Aleksics, Hlyns Stefánssonar og Kristins Hafliðaspnar nú í haust, auk ívars. Óvíst er hvort Zoran og Goran komi aftur í vor, Hlynur Stefánsson er í fríi erlendis og hyggst taka ákvörðun eftir það og Kristinn Hafliðason er enn óá- kveðinn. „Þetta skýrist á næst- unni, en enn er allt óráðið," sagði Kristinn í gærkvöldi, aðspurður hvort hann verði áfram í herbúð- um Eyjamanna. Hann átti við erf- ið meiðsl að stríða lengi framan af sumri, en náði sér svo góðum en fékk þá fá tækifæri. Birkir Kristinsson, markvörður landsliðsins og IBV, hefur sem kunnugt er verið leigður til austur- ríska liðsins Lustenau, en gert er ráð fyrir því að hann leiki með Eyjaliðinu næsta sumar. ívar Ingi- marsson hefur dvalist í Hollandi að undanförnu við æfingar og vitað er að hann hefur hug á atvinnu- mennsku. Þá er óvíst hvort Baldur Bragason leikur áfram, en hann íhugar að hætta knattspyrnuiðkun vegna þrálátra meiðsla. Birkir bestur hjá Lustenau BIRKIR Kristinsson átti mjög góðan leik í marki Lustenau er liðið mætti SW Bregenz í nágrannaslag á Casino-leikvellinum í Bregens á laugardaginn. 10.800 áhorfendur sáu Birki verja mjög vel, en hann náði ekki að koma í veg fyrir ósigur Laustenau, 2:0. Austurríska blaðið Wann & Wo hrósaði Birki, en hann varð að sjá á eftir knettinum í netið hjá sér á 35. og 78. mín. - og voru það ódýr mörk, sem komu eftir varnarmis- tök. „Við vorum hreint út sagt lélegir og áttum aldrei möguleika á að veita leikmönnum Bregenz keppni,“ sagði Birkir. Lustenau er í þriðja neðsta sætinu í 1. deildarkeppninni í Aust- urríki með 14 stig, Bregenz er með 11 og í neðsta sæti er LASK Linz með 9 stig. FC Tirol er efst með 33 stig, þá kemur Rapid Vín og Austria Vín með 24 stig. Haraldur skoraði tvö HARALDUR Ingólfsson skoraði tvö mörk í gærkvöldi er lið hans, Elfsborg, sigraði Maimö 5:2 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sverrir Sverrisson skoraði annað mark Malmö í leiknum. Elfsborg réð iögum og lofum í leiknum og hafði yfir í leikhléi, 4:0. Haraldur gerði þriðja mark Elfsborgar og hið fimmta úr víti, en Sverrir minnkaði muninn í 4:1 í upphafi seinni hálfleiks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.