Morgunblaðið - 05.10.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 B 5
Nýliðar Hamars fögnuðu á Isafirði
Síðbúin
sigur-
karfa
Deans
NÝLIÐAR Hamars frá Hveragerði, sem unnu góðan sigur á Snæ-
felli í fyrsta leik sínum í úrvalsdeild á dögunum, gerðu góða ferð
á ísafjörð á sunnudagskvöld. Rodnéy Dean tryggði Hvergerðing-
um sigur með þriggja stiga körfu er um sjö sekúndur lifðu ieiks
- lokatölur urðu 73:72.
Heimamenn voru einu stigi yfir er um hálf mínúta var eftir og
tóku þá misheppnað skot, en náðu boltanum aftur og leikhlé var
tekið er 25 sekúndur lifðu leiks. Leikmenn Hamars brutu þá á
ungum breskum bakverði, Tom Hull, og lánaðist honum aðeins
að skora úr síðara vítaskoti sínu - munurinn tvö stig.
ar og uppskerum eins og sáð var,“
sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari
Hamars.
Óvæntur sigur ÍA
Akurnesingar komu mjög á óvart
er þeir báru sigurorð af Haukum á
heimavelli sínum á sunnudagskvöld,
81:76, unnu þannig fyrsta sigur sinn
í úrvalsdeildinni á nýrri vertíð.
Skagamenn byrjuðu mjög vel og
komust í 12:2. Haukum tókst aldrei
að brúa bilið - náðu raunar að
minnka muninn í þrjú stig um miðj-
an síðari hálfleik, en þá gerðu
heimamenn tvær þriggja stiga körf-
ur í röð.
„Mér fannst við aldrei sýna neina
tilburði til að teljast líklegir til sig-
urs,“ sagði ívar Asgrímsson, þjálfari
Hauka, eftir leikinn. Leikmenn ÍA
vörðust mjög ákveðið, tóku á móti
Haukum framarlega á vellinum og
skiptu ótt og títt á milli svæðis- og
mannvarnar. Tveir hávaxnir leik-
menn IA, Hjörtur Hjartarson og
Ægir H. Jónsson, fóru fyrir heima-
mönnum í vörninni.
Þetta sló gestina út af laginu, að
sögn ívars. „Pressuvörnin gerði
okkur þó ekki erfítt fyrir, en við
misstum boltann hvað eftir annað
eins og við værum hreinlega rétt að
byrja að iðka körfuknattleik," sagði
hann. Haukar voru lánlausir og til
marks um það má geta þess að þeg-
ar tvær mínútur lifðu leiks höfðu
þeir tekið tuttugu og eitt þriggja
stiga skot, en aðeins hitt úr einu.
Þeir gerðu þó tvær þriggja stiga
körfur undir lokin og klóruðu
þannig lítið eitt í bakkann.
Þessi lið mætast tvívegis, á
fimmtudag og sunnudag, í eggjabik-
arnum svonefnda og líklegt verður
að teljast að Haukaliðið brenni sig
ekki tvisvar á sama soðinu - reki af
sér slyðruorðið eftir áfallið á Akra-
nesi. „Við vorum allir jafnlélegir í
þessum leik, en við látum ekki hlæja
að okkur tvisvar," sagði Ivar As-
grímsson, þjálfari Hauka.
Blöndal
skrifar
Grindvíkingar komu miklu
ákveðnari til leiksins og þeir
tóku frumkvæðið þegar í stað sem
■■■■■■ þeir síðan létu ekki af
Björn hendi þrátt fyrir ör-
væntingarfullar til-
raunir heimamanna.
Njarðvíkingar hittu
einfaldlega fyrir ofjarl sinn að þessu
sinni og mótlætið fór misjafnlega í
menn sem ekki kann góðri lukku að
stýra og allra síst ef menn ætla að
taka slíkt út á dómurunum. Eins og
áður sagði tóku Grindvíkingar for-
ystuna þegar í upphafi sem þeir síð-
an héldu. Smá spenna myndaðist þó
um tíma undir lok leiksins þegar
Njarðvíkingum tókst að minnka
muninn í 5 stig, 80:85, en Grindvík-
ingar sýndu þá tennurnai- aftur og
tryggðu sér öruggan sigur með góð-
um endaspretti.
„Það var kominn tími til að snúa
dæminu við eftir nokkra tapleiki
gegn þeim og með það í huga geng-
um við til leiks. Liðið okkar er jafnt
og á góðum degi getum við unnið
hvern sem er eins og sannaðist að
þessu sinni,“ sagði Einar Einars-
son, þjálfari Grindvíkinga, eftir leik-
inn. Bestu menn Njarðvíkinga voru
þeir frændur, Teitur Örlygsson,
Keflavíkurstúlkur mikið betri
KEFLAVÍKURSTÚLKUR eru í ailt öðrum gæðaflokki en stöllur
þeirra í Grindavík, er þær fögnuðu örugguin sigri í fyrsta leik 1.
deildarkeppni kvenna í Grindavík, 75:34. Það tók heimastúlkur sex
og hálfa mínútu að setja niður fyrstu körfuna en áður höfðu þær
sett niður nokkur víti og gestirnir allsráðandi á vellinum. Munur-
inn jókst hratt og eftir nímlega 10 mínútur var staðan orðin 6:30
og gestirnir komnir í þægilega stöðu, staðan í hálfleik, 21:36. í síð-
ari hálfleik héldu gestirnir áfram að auka forskot sitt og sigruðu
önigglega 34:75. Það var lítið sem gladdi augað í Iiði heimamanna
en hjá gestunum spilaði Anna María að venju vel og þá átti Erla
Þorsteinsdóttir prýðisleik.
Ikjölfarið léku gestirnir boltanum á
Dean, sem komst í skotfæri á
móts við miðjan þriggja stiga bog-
ann og skoraði sigurkörfuna frammi
íýrir dyggum stuðningsmönnum Is-
firðinga, sem jafnan láta vel í sér
heyra. Heimamenn reyndu í ör-
væntingu sinni að sækja hratt upp
völlinn á lokasekúndunum, en
misstu boltann og þar með voru úr-
slitin ráðin.
Pétur Ingvarsson, leikmaður og
þjálfari Hamars, sagðist ekki hafa
skipað mönnum sínum að taka
þriggja stiga skot í lokasókninni.
„Nei, en við vildum samt taka skot
nógu fljótt til að eiga möguleika á að
ná frákastinu og skora í annarri til-
raun. En við þurftum ekki að taka
fleiri skot í þessum leik,“ sagði Pét-
ur, sem gerði 14 stig. Dean var
stigahæstur gestanna með 21 stig.
Leikmenn KFÍ byrjuðu betur en
Hvergcrðingar þurftu nokkurn tíma
til að ná áttum eða finna taktinn, líkt
og í fyrsta leik sínum í deildinni -
gegn Snæfelli. Áður en Dean gerði
sigurkörfuna höfðu þeir aðeins einu
sinni tekið forystu í leiknum, 70:71.
Hamar hefur nú sigrað í báðum
leikjum sínum í úrvalsdeildinni, en
liðinu vai- spáð þriðja neðsta sæti
fyrir tímabilið. „Okkur hefur vissu-
lega gengið vonum framai', en við
höfum lagt hart að okkur við æfing-
Frakki til Snæfells
SNÆFELLINGAR hafa fengið til Iiðs við sig 26 ára franskan
miðherja, David Colbas. Sá lék með Dínamó Búkarest í Rúm-
eníu á síðasta tímabili og er sagður hafa gert 17 stig og tekið
12 fráköst að meðaltali í leik. Von er á leikmanninum á föstu-
dag.
Snæfeilingar hugðust fá Rob Reinfroe, austurrískan leik-
mann sem lék í Mexíkó, en af því varð ekki.
MorgunDiaöid/tiom
Brenton Birmingham sækir að körfu fyrrverandi félaga sinna hjá Njarðvík. Friðrik Ragnarsson fylgist
vanmáttugur með. Birmingham átti stórleik og lagði grunninn að sigri Grindvíkinga á meistaraefnum
Njarðvíkinga.
Komu, sáu og sigruðu
„ÞESSI úrslit voru vissulega vonbrigði. En við vorum slakir, liðið
komst aldrei í takt við leikinn og við vorum ekki verðugir sigur-
vegarar að þessu sinni,“ sagði Friðrik Rúnarsson eftir að ná-
grannar hans frá Grindavík höfðu komið séð og sigrað í Ljóna-
gryfjunni í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Grindvíkingar sigruðu
með 9 stiga mun, 93:84, sem voru sanngjörn úrslit miðað við
gang leiksins. í hálfleik var staðan 52:49 fyrir Grindavík. Brenton
Birmingham, fyrrum leikmaður Njarðvíkinga, lék sína gömlu fé-
laga oft grátt í leiknum, hann gerði 39 stig og var raunar maður-
inn á bak við sigur Grindvíkinga að þessu sinni.
sem þó var óvenju seinn í gang, St-
urla Örlygsson, og Hermann
Hauksson og Prunel Perry sem
saman gerðu 79 stig af 84. Brenton
Birmingam í liði Grindavíkur var
besti maður vallarins og raunar
maðurinn á bak við sigur UMFG.
Alexander Erinolinskij og Pétur
Guðmundsson áttu einnig góðan
leik í annars jöfnu liði Grindavíkur.