Morgunblaðið - 05.10.1999, Síða 7

Morgunblaðið - 05.10.1999, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 B 7 HANDKNATTLEIKUR Róberl átfti stórieik ÓHÆTT er að segja að spútnik lið þýsku deiidarinnar í hand- knattleik, Nordhorn, gefi ekk- ert eftir. Nú tala hinir 50.000 íbúar þessa smábæjar við hol- lensku landamærin um að vinna meistaratitilinn. Nordhorn tók lið Willstatt, sem Gústaf Bjarnason og Magnús Sigurðsson leika með, í kennslustund í Willstatt á sunnudagskvöld og sigruðu með yfirburðum 33:16. Jochen Fratz var markhæstur hjá Nordhorn með 7 mörk og Johan Petterson gerði 6. Dudzic Piotr gerði 5 fyi’ir Willstatt en Gústaf Bjarnason setti 2. Willstatt er eina liðið í deildinni sem ekki hefur fengið stig eftir sex umferðir. Flensburg sigraði lið Wetzlar örugglega með 32:19 og er liðið nú ósigrað á heimavelli í 17 leikjum og fengið 33 stig en tapað aðeins 1 stigi. Sigurður Bjarnason, lék ekki með Wetzlar vegna meiðsla, en hann rann í bleytu í lok æfingar á dögunum og missteig sig illa. Hann verður þó líklega klár í slag- inn um næstu helgi gegn Grosswallstadt. Christansen var Róbert Sighvatsson skoraði niu mörk fyrir Dormagen. Hér er hann um í Skopje á dögunum. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson landsleik gegn Makedóníumönn- markhæstur heimamanna með 7 mörk. Bayer Dormagen vann sinn Morgunblaðið/Kristinn ■arkatöflunni... gæti Geir Sveinsson, þjálfari Valsmanna, verið að segja við sína menn, þegar hann tók leikhlé til að endurskipuleggja leik sinna manna. I ex í Safamýri í síðari hálfleik gengu Framarar á lagið og virtust hreinlega ætla að kjöl- draga Hlíðarendapilta. Þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka, var forysta Fram orðin níu mörk; 21:12, og algjört vonleysi virtist grípa þá rauðklæddu. En þá létu gamalkunnir eiginleikar beggja liða á sér kræla. Valsmenn eru kunnh- fyrir að gefast aldrei upp, þótt gefí á bátinn, en Framarar eru alvanir því að varpa frá sér öruggri forystu og hleypa and- stæðingunum inn í leikinn á ný. Sú varð raunin að þessu sinni. Heimamenn skoruðu ekki mark í rúmar tólf mínútur, en gesth-nh- minnkuðu muninn jafnt og þétt og breyttu stöðunni í 21:18. A þessum leikkafla munaði minnstu að upp úr syði, þegar dómararnir misstu öll tök á leiknum. Urðu Valsmenn til dæmis ævareiðir þegar Bjarna Viggósson og Valgeir Ómarsson brast kjarkur tii að sýna Gunnai’i Berg Viktorssyni rauða spjaldið fyrir ljótt brot á Bjarka Sig- urðssyni. Valsarar höfðu þó ekki orku til að láta kné fylgja kviði og með góðri markvörslu Sebastíans Alexanders- sonar náðu Framarar að halda fengn- um hlut. Lokatölur urðu sem fyrr segir 24:20. Valsmenn geta þó huggað sig við það að lið þein’a er greinilega á réttri leið og ungu strákarnir í liðinu léku vel, sérstaklega hinn 18 ára gamli Snorri Guðjónsson. Aron skoraði sex mörk ARON Kristjánsson skoraði sex mörk þegar dönsku meistararnir Skjern unnu auðveldan sigur á hollenska liðinu Sittardia í Evrópu- keppni meistaraliða, Staðan í hálflei var 15:14 fyrir Skjern - en um miðjan seinni hálfleik gerði Aron og samheijar út um leikinn, komust í 27:21 og lögðu grunninn að öruggum sigri, 31:26. fyrsta heimasigur og sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur, þegar liðið fékk Eisenach í heimsókn, lokatölur 30:25. Róbert Sighvatsson átti stór- leik að vanda og gerði hann 9 mörk í leiknum. Héðinn Gilsson setti 2. Andreas Thiel átti mjög góðan leik í markinu, fyrir aftan sterka vöm Dormagen. Gummersbach sótti fyrrum erki- fjendur sína, Groswallstadt, heim. Það var aðeins í byrjun sem gest- irnir veittu mótspyrnu. Eftir að Yoon hafði gert 4 af 5 mörkum liðs- ins setti Peter Meisinger þjálfari Jackson Richardson til að taka hann úr umferð. Þá var allur vindur úr liðinu og gerði Yoon aðeins 1 mark eftir það. Groswallstadt vann örugglega 27:21 og óhætt að segja að Gummersbach leikur langt undir væntingum, aðeins fengið 2 stig úr fyrstu 5 umferðunum. Nettelstedt og Minden gerðu jafntefli 28:28 í hörkuleik. Minden varð fyrir því áfalli í vikunni að Aron Ziercke landsliðsmaður meiddist á mjöðm og verður frá keppni næstu vikur. Þá er Tutschkin frá vegna meiðsla og ljóst, að enn einn veturinn nær Minden ekki settu marki, að leika í hópi þriggja bestu liða. Leikmenn Minden voru afar ósáttir við dóm- gæsluna, en því miður er heima- dómgæsla eitthvað sem aðkomulið verða að reikna með í þýsku 1. deildinni. Landsliðsmaðurinn ungi, Frank Von Behren, var marka- hæstur hjá Minden með 7 mörk, en dýrasti leikmaður deildarinnar, Talant Dujshbajev, var ekki meðal markaskorara og munar um minna. Hjá Nettelstedt var línumaðurinn Dirk Beuchler markahæstur með 5 mörk. Nettelstedt jafnaði leikinn á síðustu sekúndum úr vafasömu vítakasti. Öruggt hjá Aftureldingu MOSFELLINGAR mættu víg- reifir í Víkina á sunnudaginn þótt í liðið vantaði leíkstjórn- andann Savukylas Gintas og varnarjaxlinn Þorkel Guð- brandsson og sýndu að það þarf meira til að slá þá útaf laginu. Þeir höfðu sterk tök á leiknum, skoruðu til dæmis þrátt fyrir að vera tveimur færri og unnu sannfærandi 29:24. Stefán Stefánsson skrifar Víkingar byrjuðu vel fyrstu níu mínúturnar en þá komu níu sóknir á níu mínútum þar sem ekki stóð steinn yfir steini, sóknarleikurinn var óyfirvegaður og ekki var á það bætandi þegar Bergsveinn Bergsveinsson í marki Afturelding- ar tók sig til og lokaði markinu. Mosfellingar þökkuðu pent fyrir og náðu fimm marka forskoti, sem þeir héldu að mestu út leikinn. Munurinn varð mestur átta mörk um miðjan síðari hálfleik eftir afar dapran kafla hjá Víkingum en það munaði miklu hvernig hið þrautreynda lið Aftur- eldingai’ nýtti sér slaka kafla heima- manna. „Ég er mjög ánægður með að við tókum skref í rétta átt í kvöld og að mesti skrekkurinn er farinn úr mín- um mönnum, þeir eru að átta sig á því að þetta er fyrsta deild og þeir geta alveg verið með og nú förum við að mæta liðum, sem við eigum að geta tekið stig af,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari Víkinga, eftir leikinn. „Það var óöryggi hjá okkur um tíma, við vorum tvívegis einum færri og sterkt lið eins og Aftureld- ing er fljótt að nýta sér það. Svo þegar þeir komast fjórum eða fimm mörkum yfir er erfitt að vinna það upp.“ Hlynur Morthens í markinu átti góðan leik og varði úr mörgum opnum færum Aftureldingar og Val- gai’ð Thorodsen skoraði mikið úr mjög þröngum færum í horninu. Sigurbjörn Narfason, Þröstur Helgason og Hjalti Gylfason skipt- ust á að eiga ágæta kafla en sáust lítið Joess á milli. „Ég er sáttui- við sigurinn og ég - held að sigm’inn hafi fyrst og fremst unnist á varnarleiknum þvi þegar við náum okkm’ á strik þar er kominn grunnur að sigri,“ sagði Skúli Gunn- steinsson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var líka ánægður með að sjá hvað breiddin er orðin góð í liðinu. Það vantaði bæði Gintas og Þorkel en það kom maður í manns stað og ungu strákarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum." Bergsveinn markvörð- ur fór á kostum í markinu enda báru mörg skot Víkinga merki örvænting- ar því hann sló þá alveg útaf laginu um tíma. Bjarki Sigurðsson lék við * hvern sinn fingur en meiddist snemma í síðari hálfleik og kom lítið inná eftir það. Magnús Már Þórðar- son, Jón Andri Finnsson, Einar Gunnar Sigurðsson og Valdimar Þórsson, ungur piltur sem kom frá Selfossi, stóð sig ágætlega í stöðu leikstjórnanda í fjarveru Gintas.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.