Morgunblaðið - 05.10.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 05.10.1999, Síða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA i Ómar með Víði ÓMAR Jóhannsson var um helgina ráðinn þjálfari Víðis í Garði næstu tvö árin. Tek- ur hann við af Guðjóni Guð- mundssyni sem ekki gaf kost á sér áfram, en hann tók við liðinu síðari hluta sumars. Víðir féll í 2. deild í haust ásamt KVA. „Okkar stefna er að fara beint upp aftur,“ segir Vignir Rúnarsson, gjaldkeri Víðis. „Ég vænti þess að flestir þeirra leik- manna sem með okkur voru í sumar verði áfram og von- andi bætast einhverjir við,“ sagði Vignir ennfremur. Hann sagðist þó búast við að Grétar Einarsson leggi skóna á hilluna. Ómar Jó- hannsson hefur þjálfað Hauka undanfarin ár. Glæsimark Reuters Varnarveggur Wolfsburg réð ekkert við aukaspyrnu Stefan Beinlich (22) þegar hann gulltryggði Ba- yer Leverkusen öruggan sigur í Wolfsburg, 3:1. Dortmund á toppinn BORUSSIA Dortmund er loksins komið í efsta sæti þýsku deild- arinnar eftir langa mæðu. Liðið vann öruggan sigur á Rostock á heimavelli um helgina 3:0 og skoraði Ikpeba loksins fyrir lið sitt og það 2 mörk. Hann hefur gagnrýnt þjálfarann, Skibbe, fyrir að láta sig sitja á bekknum og gefa sér fá tækifæri, en hann kom til liðsins í sumar. Skibbe var ekki lengi að sekta leikmanninn og varð hann að borga 800 þúsund króna sekt. Því var það kær- komið fyrir Nígeríumanninn sem kom til liðsins fyrir 500 milljónir að sýna getu sína þegar Fredi Bobic var frá vegna meiðsia. Bayem Munchen heldur áfram að tapa stigum og það var svo sann- arlega hin fræga Bayem-heppni sem kom í veg íyrir tap gegn Schalke. Schalke sem lék á heimavelli var mun betra liðið nær allan leiktímann. Loth- ar Matthaus slapp við rauða spjaldið þegar hann felldi einn leikmann Klakksvík vann í Færeyjum KLAKKSVÍK var færeyskur meistari í knattspymu í 17. skiptið um helgina. Liðið sigraði Fuglafjörð 4:1 í siðustu umferð deildarinnar og hlaut 41 stig, tveimur stigum fleiri hcldur en Gata. Klakksvík vann einnig bikarkeppnina fyrr í sumar. FuglaQörður hafnaði í neðsta sæti deldarinnar með 10 stig. HB, sem Allan Morkore og Uni Arge, hafa leikið með að undan- fömu, vann Sand 7:1 í lokaumferðinni. HB hafnaði í fjórða sæti deiid- arinnar, en hafði unnið deildina árið áður. Schalke sem kominn var í gegn. Þvert á það sem allir aðrir leikmenn í deild- inni hefðu fengið, rauða spjaldið, slapp öldungurinn með gult. Wilmots skor- aði 1:0 fyrir Schalke á 51. mínútu. Kuffour hjá Bayern fékk svo annað gult spjald og þar af leiðandi rautt spjald í framhaldinu á 79. mín. og héldu menn að þar með hefðu Bæjar- ar tapað. En liðið tók sig saman í and- litinu og jafnaði Effenberg metin á síðustu stundu eða á 90. mínútu og bjargaði einu stigi í safnið. Stuttgart klifrar hægt og örugg- lega upp töfluna og sigraði Frankfurt á útivelli, 0-1. Frankfurt hefur gefíð eftir, eftir góða byrjun í deildinni. Hamurger voru svo sannarlega heppnir að fara með bæði stigin til Hamburgar frá nýliðum Ulm. Ulm leiddi leikinn 1-0 , þar til á 86. mín., að Hamburger jafnaði. Yeboah hreinlega stal svo sigrinum íyrir framan 23.000 vonsvikna áhorfendur með góðu skallamarki á 91. mínútu, og tryggði stöðu liðsins meðal toppliðanna í deildinni. Leikmenn Leverkusen virkuðu afar þreyttir þegar þeir sóttu lið Wolfs- burg heim. Skemmst er frá að segja að Wolfsburg yfirspilaði stjömum prýtt lið Leverkusen og vann verð- skuldað 3:1. Mikið álag er á liðum sem leika í Meistaradeildinni og em leik- menn famir að kvarta undan álagi. Einkum og sérílagi leikmenn Bayem og Leverkusen, enda nokkrir leik- menn liðanna frá vegna meiðsla og því verður álag á aðra leikmenn meira. Alls komu 321.555 áhorfendur að sjá leiki helgarinnar eða um 36.000 að meðaltali á leik. Flestir komu á viður- eign Dortmund og Rostock, eða 63.000. FOLK ■ ALÞJOÐA kiiattspyrnusam- bandið, FIFA, hélt fund um fé- lagaskiptareglur á dögunum í Flórens á Ítlaíu, þar sem einnig voru staddir margir helstu um- boðsmenn knattspymumanna í heiminum. Michel-Zen Rufine, að- alritari FIFA, sagði að fundi lokn- um að nýjar reglur um félagaskipti í atvinnuknattspyrnu um allan heim myndu brátt líta dagsins ljós. Hann taldi nýju reglurnar til mik- illa bóta, en þær verða birtar mjög fljótlega. ■ OLLVER Bierhoff, fyrirliði þýska landsliðsins og leikmaður AC Milan, segist vera algjörlega andvígur því að sett verði þak á launagreiðslur til knattspyrnu- manna. Umræða hefur verið há- vær um slíkt víða um lönd, enda telja margir að laun leikmanna séu úr öllu samhengi við þau afköst sem leikmenn verða að skila. ■ BIERHOFF segir það vera til- gangslaust því liðin færu einfald- lega kringum reglurnar vilji þau næla sér í einhvem leikmann. Það yrðu einfaldlega gerðir hliðar- samningar sem kallast til dæmis auglýsingasamningur eða eitthvað þessháttar, og vonlaust væri að fylgjast með hvað hver og einn þénaði. Reglur um hámarkslaun sem félag má borga atvinnumanni í íþróttum er í gildi í mörgum íþróttagreinum í Bandaríkjunum. Emerson á förum frá Leverkusen ÞÝSKU blöðin segja að Brasilíu- maðurinn Emerson, leikmaður Leverkusen, muni yfírgefa liðið að þessu leiktímabili loknu. Leverku- sen hafí fengið það gott tilboð í hann að ekki sé hægt að neita. Þrátt fyrir að Emerson segist ætla að uppíylla samninginn við Leverkusen, en hann er til ársins 2003, viðurkennir Christoph Daum, þjálfari Leverksuen, að leikmaðurinn verði sennilega að- eins út þetta tímabil. Leverkusen hefur reynt að framlengja samn- ingninn við Emerson til 2005 í þeim tilgangi að fá enn hærri upp- hæð en þá 2,8 milljarða sem þegar hafa verið boðnir í pilt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.