Morgunblaðið - 05.10.1999, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 B 9
Evrópumeistararnir kjöldregnir í heimsókn til Chelsea og Leeds komst á toppinn
Veisla á Brúnni
ÞAÐ var svo sannarlega veisla
hjá Chelsea og stuðnings-
mönnum liðsins á heimavelli,
Stamford Bridge, á sunnudag-
inn þegar Evrópumeistarar
Manchester United komu
þangað í heimsókn og voru
hreinlega kjöldregnir, lokatöl-
ur 5:0, og var sigurinn síst of
stór. Á sama tíma og þessu
fór fram vann West Ham liðs-
menn Arsenal, 2:1, í uppgjöri
Lundúnaliðanna og þar með
komst Leeds á toppinn með
2:1-sigri á Watford. Leeds
hefur 22 stig, einu stigi meira
en Manchester og tveimur
stigum fleiri en Sunderland
sem hreiðraði um sig í þriðja
sætinu með 4:0-sigri á Brad-
ford. Staða Chelsea er hins
vegar mjög góð, liðið hefur 19
stig eftir aðeins 8 leiki, tveim-
ur færri en keppinautarnir
auk þess sem markatalan er
15:3.
Tap Manchester er það stærsta
sem liðið hefur mátt þola í
þrjú ár eða allt frá 5:0-tapinu fyrir
Newcastle á haustdögum 1996. Nú
hafði Manehester ekki tapað í 30
leikjum í röð í deildinni er það
mætti til leiks á „Brúnni". Mikil
eftirvænting ríkti fyrir leikinn,
enda á ferðinni tvö af betri liðum
Englands um þessar mundir og
fulltrúar landsins í meistaradeild
Evrópu. Reiknað var með jafnri
viðureign en sumir þeirra höfðu
vart áttað sig á því að leikurinn
væri byrjaður þegar heimamenn
höfðu gert fyrsta markið. Aðeins
28 sekúndur voru liðnar þegar
Gustavo Poyet skoraði fyrsta
markið með skalla eftir að há
sending kom inn að vítateig
Manchester. Massimo Taipi tók á
sprett út að teignum, stökk á eigin
varnarmann og náði ekki að kló-
festa knöttinn sem Poyet skallaði
auðveldlega í markið. Aðeins
fimmtán mínútum síðar bætti
Chris Sutton við öðru marki
heimamanna og enn hafði Taipi
hætt sér of langt frá markinu
þannig að skalli Suttons fór í boga
yfir makvörðinn og í netið. Var
þetta fyrsta deildamark Suttons
eftir að hann gekk til liðs við fé-
lagið í sumar. Eftir markið datt
spennan úr leiknum og heima-
menn hertu tökin á gestum sínum
sem létu skapið hlaupa með sig í
gönur. Leikmenn Evrópumeistar-
anna fengu engan frið til þess að
byggja upp sókn og m.a. sást Da-
vid Beckham vart bregða fyrir og
fór svo að hann var tekinn af leik-
velli í síðari hálfleik.
Chris Sutton sækir að marki Man. Utd. - Henning Berg, fjær, spyrnir knettinum í eigin mark án þess að Taibi kemur vörnum við.
Manchester átti svo sannarlega í
vök að verjast og ekki bætti úr
skák að eftir tæplega hálftíma leik
var Nicky Butt rekinn af leikvelli
fyrir að sparka í Dennis Wise og
skömmu síðar var Paul Scholes
ljónheppinn að fara ekki sömu leið
fyrir álíka brot og Sutton.
I síðari hálfleik var nánast aðeins
eitt lið á vellinum, einstefna var að
marki Manchester United þar sem
vamarmennirnir voru algjörlega
búnir að missa sjálfstraustið og
voru oft líkari áhugamönnum en at-
vinnumönnum hjá einu fremsta fé-
lagsliði heims. Poyet bætti þriðja
markinu við og nokkru síðar gerði
Henning Berg fjórða markið er
hann skoraði í eigið mark eftir
kapphlaup við Sutton. Jody Morris
innsiglaði síðan sigurinn átta mínút-
um fyrir leikslok og stuðningsmenn
Chelsea sungu og fögnuðu ákaft og
gera væntanlega enn.
Vialli varar við bjartsýni
„Því miður eru sumir dagar eins
og þessi, allt gengur í mót,“ sagði
Alex Ferguson, knattspymustjóri
Manchester, daufur í bragði. „En
við verðum að taka þessu eins og
hverju öðm hundsbiti, lífið heldur
jú áfram. Við munum hins vegar
bíta frá okkur, það er alveg ljóst.“
Gianluca Vialli, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, var heldur upplits-
djarfari í leikslok og sagði sigur-
inn auka mjög sjálfstraust sinna
manna. Hann varaði stuðnings-
menn hins vegar við bjartsýni þótt
staðan væri vænleg í deildinni.
Huga bæri að því að enn væri
langur vegur ófarinn þar til
deildakeppninni lyki og hlutirnir
væru fljótir að breytast. „Það
verður erfitt að ná forystu í deild-
inni. Á hinn bóginn skiptir ekki
meginmáli hvernig staðan er í
dag, eða hvernig leikur dagsins
fór. Aðalatriðið er að vera á toppn-
um í mótslok.“
Leeds komst á toppinn
Michael Bridges og Harry
Kewell tryggðu Leeds sigur, 2:1, á
Watford og um leið efsta sæti
deildarinnar með mörkum á 45. og
70. mínútu en áður hafði Mark
Williams komið Wadford yfír á 42.
mínútu.
Alan Shearer hefur heldur betur
verið á skotskónum síðan Bobby
Robson tók við Newcastle fyrir
skemmstu og alls hefur hann nú
gert 10 mörk í úrvalsdeildinni síð-
an Robson kom á St. James’s Park.
Á sunnudaginn skoraði hann bæði
mörk liðsins í 2:l-sigri á heimavelli
gegn Middlesbrough en Brian De-
an klóraði í bakkann áður en yfir
lauk.
Varnarmaðurinn Gerry Taggart
skoraði sigurmark Leicester í 3:2-
sigri á Tottenham á 76. mínútu á
White Hart Lane. Mussy Izzet
kom Leicester yfir með víta-
Kluivert í stuði
SPANN
Hollendingurinn Patrick Kluivert
var í stuði - eftir að hafa verið
fjarri góðu gamni í síðustu tveimur
deildarleikjum.
Hann setti eitt
mark og lagði
upp annað í 2:0 sigri Barcelona á
Valladolid Mark sitt skoraði Klui-
vert eftir hálftíma leik. Á 72. mínútu
lék hann vöm Valladolid grátt og
sendi á Rivaldo sem skoraði auð-
veldlega og innsiglaði sigurinn. Ra-
yo Vallecano gerði jafntefli við
Racing Santander 1:1 á heimavelli
og er í öðru sæti deildarinnar með
13 stig, tveimur stigum færra en
Barcelona sem trónir á toppnum
aðra vikuna í röð. Celta Vigo er í
þriðja sæti með 12 stig.
„Aðalatriðið er að við erum að
vinna leiki og erum efstir," sagði
Luis Enrique eftir sigur Barcelona,
en hann og Rivaldo hafa verið gagn-
rýndir upp á síðkastið fyrir að fara
illa með marktækifæri. „Ekki skal
gráta glötuð færi heldur gleðjast yf-
ir þeim sem eru nýtt og nú skoruð-
um við í tvígang."
Ekki verður leikið á Spáni um
næstu helgi vegna landsleikja en að
þeim lokunum verður stórleikur á
Spáni er Barcelona og Real Madrid
mætast. Þá verður Winston Bogar-
de í leikbanni í framhaldi af rauðu
spjaldi um helgina og einnig er lík-
legt að landi hans Frankl de Boer
verði einnig fjarri góðu gamni
vegna tognunar sem hann varð fyrir
í fyrri hálfleik gegn Valladolid.
Roberto Carlos var rekinn af
leikvelli á Santiago Bernebeu strax
á 9. mínútu leiks Real Madrid og
Valencia. Það reyndist Madrídarlið-
inu dýrt sem varð að sætta sig við
tap, 3:2, og er þetta í fyrsta skipti
sem John Toschack þjálfari stýrir
liðinu í tapleik á heimavelli, en þetta
var í 36. sinn sem það leikur á vell-
inum undir hans stjórn og er þá
fyrri vera hans með liðið, snemma á
þessum áratug einnig tekin með í
reikninginn.
„Eg er ekkert yfir mig óánægður
með tapið,“ sagði Toschack efth- leik-
inn. „Við vorum einum færri nær all-
an leikinn og menn mínir börðust og
reyndu hvað þeir gætu tO þess að
vinna að minnsta kosti annað stigið.
Það lánaðist ekki, en menn lögðu sig
fram og það skiptir miklu.“
spyrnu snemma leiks en Norð-
maðurinn Stefen Iversen gerði tvö
mörk fyrir Tottenham á 26. og 35.
mínútu. Izzet jafnaði metin í 2:2 á
68. mínútu áður en Taggart skor-
aði sigurmarkið. Arnar Gunn-
laugsson var ekki í leikmannahópi
Leicester að þessu sinni, en hann
lék með varaliðinu gegn Notting-
ham Forest nokkrum dögum áður.
Vieira hrækti að Ruddock
Ítalínn Paolo di Canio lék við
hvurn sinn fingur og gerði bæði
mörk West Ham í 2:l-sigri á Ar-
senal. Davor Suker minnkaði
muninn en lengra komust gestirn-
ir ekki. Áður en yfir lauk hafði
einum leikmanni í hvoru liðið verið
vikið af leikvelli. Patrick Vieira
braut gróflega á di Canio á 83.
mínútu og var umsvifalaust vísað
af leikvelli af Mike Reed dómara.
Vieira taldi sig hins vegar vera
órétti beittur og fauk hressilega í
hann með þeim afleiðingum að
hann spýtti í átt að Neil Ruddock
áður en hann fór út af. Er þessi
atburður til athugunar hjá enska
knattspyrnusambandinu og líklegt
að Vieira hafi ekki bitið úr nálinni
vegna hrákunnar þótt víst sé að
hann fái a.m.k. leikbann vegna
rauða spjaldsins. Þá átti hann
einnig ýmislegt vantalað við lög-
reglumann á leið sinni til búnings-
klefans. í blálokin varð Marc Vi-
ven-Foe að bíta í það súra epli að
líta rauða spjaldið.
Kevin Phillips heldur áfram að
láta til sín taka og um helgina
skoraði hann tvö mörk í 4:0-sigri
Sunderland á Bradford. Þar með
er Phillips kominn með tíu mörk í
deildinni eins og Shearer og eru
þeir markahæstir. Sunderland
hefur svo sannarlega náð sér á
flug í upphafi mótsins og er nú um
stundir í þriðja sæti, en liðið kom
upp í deildina sl. vor. „Okkar áætl-
un var að forðast fallið og lifa af
deildakeppnina, en hingað til hef-
ur árangurinn farið fram úr björt-
ustu vonum. Við erum langt-
komnir með að tryggja okkur
áframhaldandi ve'fu í deildinni
þótt enn séu nærri því þrír fjórðu
af keppninni eftir,“ sagði Phillips.
Markaregn í Róm
Lazio og AC Milan skildu með
skiptan hlut, 4:4, í einum allra
skemmtilegasta leik ítölsku knatt-
spyrnunnar um áraraðir á Ólympíu-
leikvangingum í Róm á sunnudag-
inn. „Við fórum illa að ráði okkar
gegn Milan,“ sagði Sergio
Cragnotti, forseti Lazio, eftir leik-
inn. „Að fá á sig fjögur mörk á
heimavelli er of mikið og sýnir að
mínir menn náðu ekki að einbeita
sér nægilega að leiknum."
Sven Göran Eriksson, þjálfari
Lazio, var að sama máli og forsetinn
eftir leikinn, en lið hans náði 1:0-
forystu og hafði auk þess tveggja
marka forskot, 3:1. Eigi að síður
getur hann þakkað fyrir annað stig-
ið eftir að AC Milan hafði náð að
komast yfir, 4:3. „Þetta var ein-
kennilegur leikur sem erfitt að
kryfja til mergjar," sagði Eriksson.
„Við vorum með 3:l-forskot, en að-
eins hálftíma síðar vorum við komn-
ir undir, 4:3. Útilokað verður að
komast að því hvað gerðist, en það
er ljóst að lið sem hefur 3:1 yfir á að
vinna.“
Hvað sem vangaveltum forráða-
manna Lazio viðkemur er engum
blöðum um það að fletta að leikur-
inn var stórskemmtilegur þar sem
sóknarleikurinn var í aðalhlutverki
hjá báðum fylkingum á kostnað
varnarleiksins sem oft var brokk-
gengur.
Juan Veron kom Lazio yfir, 1:0,
en félagi hans Sinisa Mihajlovic
varð fyrir því óláni að jafna leikinri
með sjálfsmarki. Diego Simone og
Marcelo Salas létu hins vegar ekki
deigan síga og skoruðu hvor sitt
markið fyrir Lazio. Þá var komið að
þætti Úkraínumannsins Andriy
Shevchenko, sem hefur aldeilis
staðið undir væntingum hjá Mílanó-
liðinu. Hann skoraði þrennu á stutt-
um tíma og kom gestunum yfir.
Salas jafnaði síðar metin á 72. mín-
útu bjargaði þar með einu stigi í
hús.
„Lazio og Milan voru í áttunda
gír,“ sagði í fyrirsögn ítalska dagy.
blaðsins Corriere della Sera um
leikinn. Þar var sóknarleikur lið-
anna lofaður, einkum leikur Lazio.
„Þetta var eins og í þá gömlu góðu
daga þegar leikkerfin réðu ekki
ríkjum og menn hugsuðu bai'a um
það eitt að vinna og létu því sóknar-
leikinn ráða ferð,“ hafði blaðið eftir
Alberto Zaccheroni, þjálfara Milaru.-