Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 7

Morgunblaðið - 15.10.1999, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ____________________ DAGLEGT LÍF til Akureyrar fyrir þrettán árum og hafði verið búsett hér í nokkur ár þegar ég hóf nám við Mynd- listarskólann á Akureyri 1989. Þaðan útsrifaðist ég 1993 og hef unnið við listsköpun síðan.“ Aðalheiður hefur haldið 10 einkasýningar og tekið þátt í sex samsýningum á undanförnum sex árum en auk þess hefur hún feng- ist við kennslu 'í Brekkuskóla á Akureyri, söfnum og á námskeið- um. „Kennslan á vel við mig og það er virkilega gaman að vinna með börnum. Það kom mér á óvart hvað ungt fólk getur ef það fær tækifæri til. Blökkufólk birtist á gluggum sebrahestunnn fylgist með. Brák í barnakroknum og Vinnustofa Aðalheiðar er sambland nokkurra heima urinn hlaut að bjóða upp á óend- anlegan fjölbreytileika. Eg sá fyr- ir mér staðinn sem svona maður hlyti að koma frá, svo hreinn, svo tignarlegur.“ Nú löngu seinna, þegar ég hugsa um framandi menningu blökkuþjóða, grípur mig þessi ímyndaða þrá eftir gömlum yfir- gefnum hlutum sem samankomn- ir mynda nýjan heim. Hluti sem merktir eru Made in Japan eða Made in America." Krókódíll átti að verða sólpallur Aðalheiður hefur verið búsett á Akureyri undanfarin ár ásamt manni sínum, Jóni Laxdal mynd- listarmanni, og börnunum þrem- ur, Þóreyju, sem er 16 ára, Arn- ari 13 ára, og Brák, 3 ára. Brák eyðir dögunum alla jafna á vinnustofunni með móður sinni og hjálpar oft til, ætlar til dæmis að mála krókódílinn stóra sem liggur þarna á gólfrnu en hann fer suður til Reykjavíkur í nóvember á sýningu í nýju galleríi á Lang- holtsvegi. „Krókódíllinn er að mestu búinn til úr timbri sem varð afgangs af sólpalli og sem nágranni minn í Helgamagra- stræti þurfti ekki að nota,“ segir Krókódfllinn ætlar í ferðalag til Reykjavíkur í nóvember. Aðalheiður. Sé horft framan í krókódílinn sem liðast þarna eftir gólfinu getur að líta nasir og augu úr hurðalæsingum og maga úr járngrindum. Aðalheiður var lengi að ákveða hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. „Eg fór snemma í sam- búð, og hafði þá ekki hugsað mér neitt annað í lífinu en vera ást- fangin og eignast börn. Eg flutti Fyrsta blökkufólkið birtist á gömlum gluggum, sem ég fann eða fékk gefins. Gluggarnir eru mér eins og op inn í aðra heima, mig langaði svo til að sjá eitthvað framandi þegar ég leit út um þá, og blökkufólk var tilvalið við- fangsefni. Síðar málaði ég blökkufólkið líka á hurðir og ým- iskonar ramma sem til féllu.“ Aðalheiður er í óðaönn að und- irbúa ferð til Amsterdam þar sem hún mun taka þátt í samsýningu í litlu galleríi bókabúðarinnar Boekie Woekie. „Ég hef lítið ferð- ast til útlanda en nú tekur við tími ferðalaga. Ai-ið 2000 ætla ég að fara 2000 ferðir," segir hún og dundar við fuglana sína sem hún ætl- ar að fljúga með til Hollands. Þeir eru nokkurs konar furðufuglar, búnir til úr penslum, timbri og alls kyns smáhlutum úr járni. „Að nýta notaða hluti er ekki markmið í sjálfu sér,“ segir Aðal- heiður. „Ég er ekki endilega að hugsa um um- hverfisvernd held- ur er þetta fyrst og fremst hag- kvæmt fyrir mig. Þarna fæ ég til- búna hluti, ókeyp- is, og allt á einum stað.“ í æsku kveðst Aðalheiður þó vera alin upp við að nýta allt sem til féll. „Ég er líka mjög viðkvæm fyrir eymd og græt oft yfir sjón- varpsfréttunum. Ég hef mikla samúð með fólki og kannski er það inntakið í verkum mínum; mannleg samskipti, tilfinningar og daglegt líf fólks. Aðalheiður segist vera heltekin af vinnu sinni. „Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvað það hef- ur í för með sér,“ segir hún. ■iMognud nýjung i - t j ■. t BlOflex segulmeðferð hefur slegið í gegn í Danmörku og er nú fáanleg í lyfjaverslunum á íslandi. Dæmi um líkamshluta þar sem BlOflex segulbynnan hefur sýnt frábí áhrif jær m Höfuðverkur • Hnakki • Axlir • Tennisolnbogi • Bakverkir • Liðaverkir • Þursabit • Hné • Æðahnútar • ökklar L V* 'K 9^ u MSAGNIR F Ó L K S : Vandræðin með hnéð og ökklann leystust! Sársaukinn í öxlinni hvarf! ffl R SCANDINAVIA Verkir í mjöðmum og hrygg hurfu! Segulþynnurnar eru fáanlegar í flestum lyfjaverslunum og Græna Torginu - Blómavali ítarlegar íslenskar leiðbeiningar fylgja með og einnig liggja kynningarbæklingarframmi á sölustöðum. Upplýsingasími er 588 2334 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 B 7 Hvíldarstóll út leðri » kr. 65.900,- TILBOÐ Hvíldarstóll úrtaui kr. 39.900,- ^yr-ir alla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.