Morgunblaðið - 19.10.1999, Page 1
*
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1999
ÞRIÐJUDA GUR 19. OKTÓBER
BLAÐ
Hermann
byrjaði
vel með
Wimbledon
HERMANN Hreiðarsson lék
fyrsta leik sinn með Wimbledon á
laugardaginn er liðið vann Brad-
ford 3:2 á heimavelli. „Ég get vel
verið ánægður með leikinn enda
var sigurinn sætur. Það má segja
að þetta hafi veri óskabyrjun hjá
mér með nýju liði og þjálfarinn var
ánægður með frammistöðu mína,“
sagði Hermann, sem lék sem mið-
vörður allan leikinn.
„Við vorum miklu betri í leikn-
um, sérstaklega í fyrri hálfleik, og
hefðum getað unnið mun stærra.
Drillo sagði að þetta hafi veri besti
leikur liðsins síðan hann tók við lið-
inu og þá sérstaklega fyrri hálfleik-
urinn,“ sagði íslenski landsliðsmað-
urinn. Hermann var nálægt því að
skora í fyrri hálfleik er hann átti
hörku skalla að marki sem var var-
inn. John Hartson gerði tvö marka
liðsins og Carl Cort það þriðja.
Wimbledon náði með sigrinum
að lyfta sér af mesta fallsvæðinu,
er í sjötta neðsta sæti með 11 stig.
Næsti leikur liðsins í úrvalsdeild-
inni verður gegn Aston Villa á úti-
velli um næstu helgi.
Morgunblaðið/Golli
Þrír íslenskir knattspymujöfrar sem koma að Stoke-málinu; Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, tekur lík-
lega við landsliðinu af Guðjóni Þórðarsyni sem verður yfirmaður knattspyrnumála hjá Stoke. Fyrir
aftan þá er Ásgeir Sigurvinsson, einn fjárfestanna sem líklega verður stjórnarmaður í félaginu.
Eggert kallar Atla
til viðræðna
Tilboði íslenskra fjárfesta í ráð-
andi hlut í enska knattspymu-
félaginu Stoke City hefur þegar
verið tekið samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Síðar í vikunni
verður formlega tilkynnt um yfir-
töku íslenskra aðila á rekstri knatt-
spymufélagsins og búist er við að
skrifað verði undir á laugardag fyr-
ir leik liðsins við Wrexham í 2.
deild. Ljóst er að Guðjón Þórðar-
son landsliðsþjálfari verður ráðinn
af hálfu fjárfestanna til að hafa yf-
immsjón með uppbyggingu liðsins
og hættir um leið með íslenska
landsliðið. Eggert Magnússon, for-
maður KSÍ, hefur fullt umboð
stjómar til að ræða við Atla Eð-
valdsson, þjálfara íslands- og bik-
armeistara KR, um að hann taki að
sér þjálfun landsliðsins.
Enska dagblaðið The Sentinel,
sem gefið er út í Staffordskíri, segir
í gær að gengið verði formlega frá
samningum við ijárfestana á
fimmtudag. Tilboð þeirra hljóði upp
á kaup á ráðandi hlut í félaginu og
auk þess verði gjaldfallnar skuldir
greiddar, nýjir leikmenn keyptir og
æfingaaðstaðan byggð upp.
íslensku fjárfestamir hyggjast
ákveða sjálfir hvemig uppbygg-
ingu félagsins til framtíðar verði
háttað, þar á meðal ráðningu
knattspyrnustjóra liðsins. Mikil
ánægja er í Stoke með störf núver-
andi stjóra, Gary Megson, sem tók
við liðinu fyrir tímabilið og hefur
stýrt því án taps í átta leikjum í
röð. Hann nýtur mikils stuðnings í
Stoke og líklegt er talið að íslensku
fjárfestarnir muni ekki hrófla við
stöðu hans, hið minnsta ekki fyrst í
stað. Þess í stað verði Guðjón gerð-
ur að yfirmanni knattspyrnumála í
félaginu, vinni að því að styrkja
hópinn og samræma áætlanir þess
til framtíðar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er gert ráð fyrir því að
Eggert Magnússon muni fyrir
hönd KSÍ hefja viðræður við Atla
Eðvaldsson síðar í vikunni, þar eð
forysta KSÍ telur ljóst að Guðjón
verði ekki áfram með liðið. Sam-
staða mun innan stjórnar Rnatt-
spyrnusambandsins um það að
bjóða Atla starfið og hann hefur
lýst því yfir að kæmi til þess myndi
hann íhuga það alvarlega. „Það er
auðvitað mikill heiður að vera tal-
inn koma til álita,“ sagði Atli í gær.
■ Guðjón... / B2
ÞRJÚ MET FÉLLU í KÖRFUKNATTLEIK / B3,B4,B5
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
Jókertölur vikunnar
2 0 4 6 8
IFjöldi I Upphæö
vinninga á mann
0 1.000.000
1 100.000
13 ____10.000
112 | 1.000
VINNINGSTÖLUR
MIÐVIKUDAGINN
l 13.10.1999 l
AÐALTÖLUR
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö
1. 6 af 6 2 20.397.190
2. 5 af 6 + bónus 0 339.130
3. 5 af 6 2 133.230
4. 4 af 6 161 2.630
3. 3 af 6+ Búnus 400 450
Alltaf á
miðvikudögum
Upplýsingar:
LOTTÓ 5/38
1. vinningur verður þrefaldur
næst. Bónusvinningurinn kom á
miða sem var seldur í Tvistinum,
Faxastíg 36, Vestmannaeyjum.
JÓKER
Miðinn með 100.000 króna vinn-
íngnum í Jóker var seldur í Ábæ
við Ártorg á Sauðárkróki.
VÍKiNGALOTTÓ
1. vinningur skiptist á milli
Svíþjóðar og Noregs.
llpplýsingar í síma:
568-1511
Textavarp:
281, 283 og 284
í þágu öryrkja, ungmonna og íþrótta
um bjcajuáj