Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 B 3
ÍÞRÓTTIR
KÖRFUKNATTLEIKUR
Clifton Bush lék í 59 mínútur
ÞRJÚ met féllu í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik um helg-
ina. Bandaríski leikmaðurinn
Clifton Bush hjá KFÍ setti met
er KFÍ vann Skallagrím,
132:129, í fjórframlengdum
leik í Borgarnesi á sunnudag-
kvöld er hann lék í 59 mínútur.
Enginn leikmaður hefur leikið
eins margar nu'nútur í einum
leik hér á landi, enda er venju-
Iegur leiktfmi 40 minútur.
Tómas Holton lék lengst Borg-
nesinga, var inn á í 54 mínút-
ur.
Aldrei áður hefur leikur í
efstu deild verið fjórfram-
Iengdur. Eldra metið var þrjár
framlengingar er Haukar
mættu Tindastóli 16. október
1988. Þeim leik lauk með sigri
Hauka, 141:134 og stendur það
stigamet enn.
A Akranesi léku ÍA og Ham-
ar og urðu lokatölur 54:45 fyr-
ir Hamar, sem trónir á toppi
deildarinnar. Þetta er lægsta
skor í einum leik í efstu deild,
að sögn starfsmanna KKÍ. „Já,
ég held að það sé alveg öruggt.
Við höfum ekki fundið leik
með lægra skori í gögnum
okkar,“ sagði Pétur Hrafn Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri
KKÍ.
Keflvíkingar töpuðu fyrir
Haukum á heimavelli sínum á
sunnudagskvöld og var þetta
fyrsta tap liðsins á heimavelli í
tvö ár.
Gengið upp og ofan hjá
Fal og félögum í ToPo
Morgunblaðið/Einar Falur
Falur Harðarson gerði 29 stig fyrir finnska liðið ToPo f Evrópu-
keppninni, en liðinu hefur ekki gengið vel í finnsku deildinni og
hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum.
FALUR Harðarson átti stórleik
með liði sínu, ToPo frá Finn-
landi, er liðið lék í Evrópu-
keppninni við júgóslavneska
liðið Radnicki Jugopetrol í síð-
ustu viku. Hann skoraði 29
stig er liðið tapaði, 69:64, á
útivelli. „Þetta var langbesti
leikurinn hjá mér frá því ég
kom til finnska liðsins. Það
hefur ekki gengið vel hjá okk-
ur í deildinni því lykilmenn
hafa verið meiddir og við höf-
um þurft að skipta um báða
útlendingana sem byrjuðu með
okkur í haust,“ sagði hann.
Liðið hefur leikið sex leiki í
finnsku deildinni og unnið að-
eins tvo og fjóra leiki í Evrópu-
keppninni og unnið einn.
Falur segist kunna vel við sig í
Finnlandi og það væri vel búið
að öllum leikmönnum liðsins. Æft
er tvisvar á dag og leikið mjög stíft
bæði í Evrópukeppninni og finnsku
deildinni. ToPo lék um síðustu helgi
við efsta lið deildarinnar, Turku, en
tapaði með þremur stigum eftir
framlengingu, 84:81. Falur gerði sjö
stig í leiknum.
„Það er óhætt að segja að gengi
liðsins hafi verið upp og ofan. Við
höfum misst báða útlendingana,
Litháa og Bandaríkjamann. Lithá-
inn sleit krossbönd og Bandaríkja-
maðurinn fékk gott tilboð frá kín-
versku liði rétt eftir að hann var bú-
inn að skrifa undir samning við okk-
ur og lét hálfpartinn reka sig til að
komast til Kína. Bandaríkjamaður-
inn sem við fengum í staðinn hefur
ekki staðið undir þeim væntingum
sem bundnar voru við hann og ekki
verið löglegur í Evrópukeppninni,"
sagði Falur.
Hann segir að þeir hafi verið
óheppnir í deildarleikjunum þar
sem þeir hafa tapað þremur leikjum
með fjórum stigum eða minna.
Hann segist vera með 12 stig að
Ólafur
varði vel
ÓLAFUR Gottskálksson
varði vel í marki Ilibernian
er liðið gerði 2:2-jafntefli
við Motherwell í skosku úr-
valsdeildinni um helgina.
Er Ólafur sagður hafa
komið í veg fyrir að
Motherwell tækist að
tryggja sér sigur, sem
tvisvar sinnum fékk upp-
lögð tækifæri til þess í síð-
ari kálfleik en Ólafur varði
í bæði skiptin. Honum tókst
hins vegar ekki að koma í
veg fyrir jöfnunarmark
Motherwell sem var gert er
komið var fram yfir hefð-
bundinn leiktima.
meðaltali í finnsku deildinni en 15
stig í Evrópukeppninni. Mikið álag
er á liðinu og sem dæmi um það á
liðið að spila fjóra leiki í finnsku
deildinni á næstu átta dögum plús
Evrópuleik. Mikið hefur mætt á Fal
Guðmundur Benediktsson, leik-
maður Islands- og bikarmeist-
ara KR, er til reynslu hjá belgíska
1. deildarliðinu Verbroedering
Geel. Guðmundur kom til Belgíu á
laugardag og fylgdist með liðinu í
bikarkeppninni, en þar tapaði það
fyrir 3. deildarliðinu Bergen 4:3 í
vítaspyrnukeppni. Hann sagði ekki
ljóst hve lengi hann yrði hjá félag-
inu, sem er í næstneðsta sæti 1.
deildar.
Guðmundur, sem var útnefndur
í leikjum liðsins því hann er eini
skotbakvörðurinn, hinir tveir eru
meiddir og oftar en ekki hefur hann
leikið allar 40 mínútumar.
Hann segist ánægður með að-
búnaðinn og gaman að hafa fengið
knattspymumaður ársins í efstu
deild á dögunum, æfði einnig með
þýska 3. deildarliðinu Gútersloh
fyrir helgi en hélt þaðan til Belgíu.
Hann sagði að forráðamenn þýska
liðsins hefðu sagt sér að þeir hefðu
hug á að fá hann aftur til liðsins og
skoða hann frekar.
Guðmundur þekkir vel til í Belgíu
en hann lék með Ekeren um nokk-
urra ára skeið áður en hann gekk á
ný til liðs við Þór á Akureyri árið
1994.
tækifæri til að einbeita sér alfarið
að körfuboltanum. Hann hefur
komið sér vel fyrir í Helsinki ásamt
fjölskyldu sinni. „Eg er ánægður
með lífið og það er hugsað vel um
okkur þó svo að árangur liðsins
mætti vera betri. En finnska deild-
in er rétt að byrja og ekki komin
marktæk staða því liðin eru búin að
spila mismarga leiki vegna Evr-
ópukeppninnar," sagði hann.
ToPo leikur heimaleiki sína í
stórri íshokkíhöll sem tekur tíu þús-
und áhorfendur. Falur segir að oft
sé tómahljóð í höllinni því aðeins um
þúsund áhorfendur hafa mætt á
heimaleikina það sem af er tímabili.
Hann segir að áhorfendum eigi eftir
að fjölga þegar líður á veturinn.
Hjörtur,
samdi við ÍA
SKAGAMENN hafa gert þriggja
ára samning við Hjört Hjartarson,
fyrrverandi leikmann Skallagríms
og markakóng 1. deildar síðasta
sumar. Hjörtur, sem lék með yngri
flokkum IA áður en hann hélt til
Skallagríms, gerði 19 mörk í 17
leikjum með Skallagrími í 1. deild í
sumar.
Alexander með nýjan
samning
Alexander Högnason, fyrirliði IA, og
Ragnar Hauksson hafa framlengt
samninga sína við Skagamenn. Báðir
hafa gert þriggja ára samninga við-
félagið. Heimir Guðjónsson, sem
leikið hefur með Skagamönnum und-
anfarin tvö ár, hefur einnig átt í við-
ræðum við félagið um að endumýja
samning sinn við það.
Leiftursmenn
ræða við
Jens Martin
ÓLAFSFIRÐINGAR hafa rætt við
Færeyinginn Jens Martin Knudsen,
markvörð Leifturs, og Einar Ein-
arsson, fyrrverandi þjálfara KA, um
að þeir taki að sér þjálfun Leifturs
næsta sumar. Einar, sem lék áður
með Leiftri, tók við þjálfun KA fyrir
síðasta tímabil en hætti er árangur
liðsins var ekki sem skyldi. Jens
Martin þjálfaði um skeið í Færeyj-
um áður en hann gerðist liðsmaður
Leifturs.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa forsvarsmenn Leift-
urs einnig rætt við Sigurð Lárus-
son, fyrrverandi þjálfara IA, KA,
Völsungs og Þórs Akureyri.
DRAUMAFERÐ
í DESEMBER
Liverpool 3.-5. des. 1999
ÍT-ferðir skipuleggja fótbolta- verslunar- og
skemmtiferð til bítlaborgarinnar Liverpool.
Spurning dagsins:
Hvert fara íbúar Dublin að versla?
FRÁBÆRT VERÐ - MJÖG GOTT HÓTEL
- HÓPAFSLÁTTUR!
Möguleikar m.a.:
Man. Utd. - Everton 4/12
Aston Villa - Newcastle 4/12
Liverpool - Sheff. Wed. 5/12
„The Magical Mystery TouK:
Skoðunarferð á slóðir The Beatles, heimsókn á
Bítlasafnið, í Cavern-klúbbinn o.m.fl.
Skoðunarferðir um Anfield og Old Trafford.
ÍT-ferðir, íþróttamiðstöðinni í Laugardal,
sími 588 9900, fax 588 9901, netfang: ittraveI@toto.is
KNATTSPYRNA
Guðmundur
í Belgíu