Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
Edda L. Biöndal stóð sig best íslensku keppendanna á Norður-
landamótinu og var m.a. útnefnd besta karatekona mótsins og
fékk sérstök verðlaun af því tilefni.
Edda hélt
uppi heiðri
íslands
EDDA Blöndal úr Þórshamri hélt uppi heiðri íslands á Opna
Norðurlandamótinu í karate sem fram fór í Laugardalshöll á
laugardaginn. Hún vann ein silfurverðlaun og þrenn bronsverð-
laun og var valin karatekona mótsins. Árangur íslenska liðsins
olli nokkrum vonbrigðum enda var markmiðið fyrir mótið að
vinna tvenn til þrenn gullverðlaun.
Svíar voru sigursælastir á mótinu,
hlutu fimm gullverðlaun, Eist-
lendingar komu næstir með fern
gullverðlaun og Skotar
Valur B. og Finnar hlutu tvenn
Jónatansson gullverðlaun. Allar
skrífar þjóðirnar unnu gull-
verðlaun nema Islend-
ingar, sem hlutu samtals ein siifur-
verðlaun og sjö bronsverðlaun.
Halldór Svavarsson landsliðsþjálf-
ari sagðist ekki alveg fyllilega sáttur
við árangurinn. „Við vorum reyndar
mjög nálægt því að komast í úrslit í
tveimur flokkum, sem töpuðust í
framlengingu. Síðan töpuðum við 3:2
fyrir Skotum í liðakeppninni, en
hefðum við unnið Skota hefðum við
keppt um gullið. Þannig að við vor-
um mjög nálægt því að keppa um
þrenn gullverðlaun eins og stefnt var
að. Það er í sjálfu sér ágætt að ná í
ein silfurverðlaun og nokkur brons-
verðlaun, en það verður að segjast
eins og er að þetta urðu viss von-
brigði,“ sagði landsliðsþjálfarinn
sem einnig keppti á mótinu. „Já, það
var frekar stutt gaman hjá mér því
ég sparkaði niður andstæðing minn
eftir aðeins tíu sekúndur og var
dæmdur úr leik,“ sagði hann.
Hann sagði að þetta væri lang-
sterkasta Norðurlandamótið sem
haldið hefur verið og þau ættu eftir
að vera enn stærri og sterkari því
Eystrasaltsríkin verða með á næstu
mótum og síðan verður tveimur til
þremur öðrum þjóðum boðið líka.
Fyrstu NM-verðlaun Eddu
Edda, sem er 23 ára, sagðist
ánægðust með árangurinn í opna
flokknum í kumite þar sem hún náði
þriðja sæti. „Ég vann sænsku stúlk-
una Lia Zegey, sem ég hef aldrei
unnið áður og því get ég verið ánægð
með það því hún er mjög sterk kara-
tekona. Það voru að vísu fáir kepp-
endur í kvennaflokki og ég þurfti því
ekki að vinna marga bardaga, en við
getum sagt að þetta hafi verið fá-
mennt en góðmennt. Hins vegar var
ég óheppin í nokkrum viðureignum
þar sem ég fékk refsistig fyrir of
harðar árásir. En ég get ekki annað
en verið nokkuð ánægð með árang-
urinn í heild.“
Hún hefur æft karte í sex ár og
segist enn ung í íþróttinni og voru
þetta fyrstu verðlaun hennar á
Norðurlandamóti. „Bestu karatekon-
urnar eru í kringum 28 til 29 ára ald-
ur þannig að ég á mörg ár eftir enn.
Ég er ákveðin í að halda áfram að
æfa á fullu og markmiðið er að bæta
sig enn frekar," sagði Edda, sem
þjálfar krakka í íþróttinni hjá Þórs-
hamri og segist hafa mikla ánægju af
því.
Edda segir að mikill áhugi sé á
íþróttinni hjá krökkum og aukning
verið hjá öllum karatefélögunum síð-
ustu ár. Hún sagði að um 130 krakk-
ar æfi hjá Þórshamri sem er fjöl-
mennasta karatefélagið. „Það er
ofsalega mikill agi í karate og krakk-
amir hafa mjög gott af því. Við erum
ekki að kenna krökkunum árásar-
tækni, heldur mest aga og virðingu.
Þeir öðlast meira sjálfstraust og það
er markmiðið með þjálfuninni," sagði
hún.
Haukar lögðu
meistarana
í Keflavík
„TRÚIN flytur fjöll og menn þurfa að trúa því að það sé hægt að
sigra Keflvíkinga og síðan er að leika af skynsemi og það tókst
okkur í dag. En mér sýnist að lið þeirra sé ekki eins sterkt nú og
það hefur verið,“ sagði ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka frá Hafn-
arfirði eftir að lið hans hafði gert sér lítið fyrir og sigrað íslands-
og bikarmeistara Keflvíkinga 87:82 á spennandi lokamínútum í
Keflavík á sunnudaginn.
Það eru tæp tvö ár síðan Keflvík-
ingar hafa tapað leik í deildar-
keppninni heima og síðast voru það
einmitt Haukar sem
Björn hrósuðu sigri í Kefl-
Blöndal vík. í hálfleik var
skrifar staðan 45:43 fyrir
heimamenn. Guðjón
Skúlason fyrirliðið Keflvíkinga gat
ekki leikið með liði sínu að þessu
sinni þar sem hann er meiddur og
munar um minna.
Haukamir komu Keflvíkingum
greinilega á óvart með ágætum leik
og það voru þeir sem náðu fljótlega
undirtökunum, nokkuð sem heima-
menn eru ekki vanir. Það voru síðan
lokamínútumar sem réðu úrslitum
og þar voru Haukarnir sterkari.
Keflvíkingar höfðu þá misst tvo
menn útaf með 5 villur og þar á
meðal Bandaríkjamanninn Chinati
Roberts sem hafði leikið mjög vel.
Þegar ein mínúta var til leiksloka
var staðan 80:75 fyrir Hauka og
þann mun tókst heimamönnum ekki
að vinna upp þrátt fyrir mikla bar-
áttu. „Við voram slakir í þessum
leik - þetta var ekki okkar dagur,“
sagði Sigurður Ingimundarson
þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn.
Gunnar Einarsson, Chinati Rog-
berts, Kristján Guðlaugsson og
Elentínus Margeirsson voru bestir
hjá Keflvíkingum. Guðmundur
Bragason, Jón Amar Ingvarsson,
Bragi Magnússon og Chris Dade
vora bestir hjá Haukum.
Auðvelt hjá Grindavík
Grindvíkingar sóttu Þórsara
heim í íþróttahöllinni á Akur-
eyri á sunnudagskvöldið í fjórðu
umferð úrvalsdeildar-
innar í körfuknattleik.
Heimamenn stóðu í
gestunum fyrstu mín-
útur leiksins en þá
skildi í sundur með liðunum og í
leikhléi höfðu Grindvíkingar 21
stigs forystu. Þeir hleyptu Þórsur-
um aldrei inn í leikinn í síðari hálf-
leik og unnu öruggan sigur, 110:76.
Leikurinn fór fjörlega af stað og
ljóst að bæði liðin ætluðu sér sigur.
Leikurinn var í járnum fram undir
miðjan fyrri hálfleikinn og var
staðan þá 19:18 Þórsurum í hag.
Herman Myers barðist af kappi
gegn fyrrum félögum sínum í Gr-
indavíkurliðinu í byrjun en úthald-
ið var ekki upp á marga fiska. Þeg-
ar hann þurfti að fara á bekkinn til
að safna kröftum kom góður kafli
hjá gestunum og allt í einu var
staðan orðin 20:32 þeim í hag. Þeir
slökuðu hvergi á og juku forskotið
jafnt og þétt. Sóknarleikur þeirra
var bæði hraður og fjölbreyttur en
heimamenn voru í mestu vandræð-
um með að koma boltanum ofan í
körfuna. I leikhléi höfðu Grindvík-
ingar þægilegt forskot, 55:34.
Þótt Þórsarar væra ekkert á
þeim buxunum að leggja árar í bát
náðu þeir ekki að saxa á forskot Gr-
indvíkinga í seinni hálfleik. Gestirn-
ir héldu fullri einbeitingu og héldu
áfram að spila árangursríkan sókn-
arleik þar sem þeir spiluðu sig
gegnum götótta Þórsvörnina og
skutu langskotum á víxl. Þórsarar
áttu í erfiðleikum í sókninni, töpuðu
Valur
Saemundsson
skrífar
boltanum oft og náðu ekki að ógna
að ráði. Myers sat langdvölum á
bekknum, örmagna, á meðan Brent-
on Birmingham í Grindavíkurliðinu
virtist geta gert það sem honum
sýndist án þess að svitna veralega.
Munurinn jókst þó ekki seinni hluta
hálfleiksins og lokatölumar urðu
110:76.
Hjá heimamönnum var Herman
Myers sterkur þær mínútur sem
hann var inni á, þótt hittnin mætti
vera betri. Hafsteinn Lúðvíksson
átti góðan fyrri hálfleik en lítið
bar á honum eftir hlé. Þá var Ein-
ar Örn Aðalsteinsson aftur á móti
hvað atkvæðamestur, eftir að hafa
aðeins skorað eitt stig í fyrri hálf-
leik. Brenton Birmingham skoraði
40 af stigum Grindavíkurliðsins en
var samt duglegur við að leika fé-
laga sína uppi. Allir leikmenn liðs-
ins áttu annars góðan dag og ljóst
að liðið er líklegt til afreka í vetur.
KR-ingar voru
rótburstaðir
enn vora hungraðir í sigur -
við voram á tánum allan leik-
og góður vamarleikur gerði
gæfumuninn," sagði
Friðrik Rúnarsson,
þjálfari Njarðvíkinga,
eftir að þeir höfðu
rótburstað vestur-
KR í Ljónagryfjunni í
á sunnudagskvöldið.
Lokatölur leiksins urðu 102:65 sem
er ótrúlega mikill munur. I hálfleik
var staðan 38:30. Njarðvíkingar
tefldu fram nýjum erlendum leik-
manni, Jason Hoover frá Banda-
ríkjunum. Hann stóð sig vel og var
stigahæstur í liði UMFN.
Það vora þó KR-ingar sem byrj-
uðu betur og komust í 21:14, en þá
urðu straumhvörf í leiknum, Njarð-
víkingar settu 15 stig í röð og
breyttu stöðunni í 29:21. Þetta virt-
ist setja KR-inga algerlega út af
laginu því þeir gerðu nánast lítið af
viti það sem eftir iifði leiks. Rot-
höggið fengu þeir síðan í upphafi
síðari hálfleiks þegar Njarðvíking-
ar settu 22 stig gegn aðeins 7 stig-
um KR á fyrstu 7 mínútunum. Eftir
Björn
Blöndal
skrífar
bæjarlið
Njarðvík
Björn
Bjömsson
skrífar
það var aðeins formsatriði fyrir
heimamenn að Ijúka leiknum.
Njarðvíkingar léku oft vel og sér-
staklega var liðsheildin góð að
þessu sinni. Nýi maðurinn, Jason
Hoover, stóð sig vel og á öragglega
eftir að gera góða hluti. Páll Krist-
insson náði sér vel á strik og Teitur
setti fimm 3ja stiga körfur eins og
honum einum er lagið. Þetta var
ekki dagur KR-inga og Ijóst að þeir
þurfa að skoða sinn gang því greini-
legt er að meira býr í liðinu en
þetta.
Allt annað
lið Tindastóls
Tindastólsmenn rifu sig upp úr
öldudalnum er þeir lögðu Snæ-
fell, 100:61, á heimavelli á sunnu-
daginn. Það var veru-
legur munur að sjá
leik Tindastólsliðsins
eftir að skipt var um
erlenda leikmenn í
herbúðum þess í síðustu viku og
hinn nýi liðsmaður, Shawn Myers,
virtist ná sér vel á strik í fyrsta leik
sínum.
Mikið var um mistök í byrjun og
þannig náði hvorugt liðið að skora
úr sex fyrstu sóknunum, en þá tók
Baldur Þorleifsson af skarið og
skoraði fallega 3ja stiga körfu og
áður en langt um leið höfðu gestim-
ir komist í 2-9.
Heimamenn tóku þá leikhlé og
komust eftir það betur inn í leikinn,
en það var ekki fyrr en þegar 7
mínútur vora eftir af hálfleiknum
að þeir komust yfir og juku foryst-
una fram til leikhlés.
í síðari hálfleik tóku heimamenn
af skarið þegar á upphafsmínútun-
um, og í raun var ekki spurning um
hvort liðið mundi vinna heldur
hversu stór sigurinn yrði.
í liði Tindastóls áttu mjög góðan
leik þeir Valur Ingimundarson,
Shawn Myers og Sune Hendriksen,
en einnig voru mjög traustir Svavar
Birgisson, og Sverrir Sverrisson,
og Lárus Dagur var góður í vörn-
inni og skoraði þrjár fallegar 3ja
stiga körfur.
Hjá Snæfelli var Kim Lewis
bestur, en mikið mæddi á öllu lið-
inu, þar sem nokkuð virtist vanta á
að varamannabekkur væri skipaður
og raunar aðeins tveir skiptimenn,
en Jón Þór Eyþórsson, Sigtryggur
Jónatansson og Pálmi Fr. Sigur-
geirsson börðust einnig vel þó að
við ofurefli væri að etja.
Islands- og bikar-
meistararnir mætast
UM helgina var dregið í 32-Iiða úrslit í bikarkeppni KKÍ og
drógust Suðurnesjaliðin Keflavík og Njarðvík saman, en þessi
lið mættust einmitt í bikarúrslitaleiknum í fyrra. „Þessi lið luku
bikarkeppninni í fyrra og hefja hana aftur núna. Svona er bik-
arkeppnin, það er þetta óvænta sem er spennandi þegar dregið
er í bikarnum," sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri KKÍ.
Eftirtalin Iið drógust saman: Breiðablik - Hamar, Dalvík - Sel-
foss, Stjarnan - Grindavík, Keflavfk - Njarðvík, Fjölnir - Hauk-
ar, Ármann/Þróttur - Tindastóll, ÍS - KR, Stafholtstungur - KR-
b, Þór Akureyri - KFÍ, Þór Þorlákshöfn - Skallagrímur, HK -
Snæfell, ÍV - ÍR, Golfklúbbur Grindavíkur - Smári, Valur - ÍA og
Örninn og Reynir Sandgerði sitja hjá í 32-liða úrslitum og Ijóst
að þau eru komin í 16-liða úrslit.
ikir eiga að fara fram 30. og 31. október.