Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 B 5
KORFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Jim Smart
Skagamaðurinn Sveinbjörn Ásgeirsson sækir að körfu Hamars, þar sem Ómar Ö. Sigmarsson,
Hjalti Pálsson og Óli S. B. Reynisson eru til varnar.
Nýliðarnir
gefá
ekkerl eftir
SIGURGANGA nýliða Hamars heldur óslitin áfram eftir leiki helg-
arinnar, því með 45:54 sigri á Skagamönnum á Akranesi á
sunnudagskvöldið tróna þeir einir á toppi deildarinnar eftir sigra
í öllum fjórum leikjum sínum. Elstu menn segjast ekki muna eftir
lægra stigaskori en ástæðan fyrir því er ekki slíkur fyrirtaks
varnarleikur heldur var sóknarleik beggja liða afar áfátt.
Það leið og beið eftir íyrstu stig-
unum. Varnir beggja liða voru á
tánum á móti taugastrekktum sókn-
arleik og líf komst
Stefán ekki í leikinn fyrr en
Stefánsson Skagamenn glutruðu
skrífar boltanum þrisvar í
röð í hendur Hver-
gerðinga, sem þökkuðu pent fyrir sig
og náðu 7:14 forystu. Sú sæla stóð
stutt yfir því Skagamenn jafna en
eftir þriggja stiga skot Ómars Sig-
marssonar á síðustu sekúndu höfðu
Hvergerðingar 22:19 í leikhléi.
Síðari hálfleikur var jafn framan
af en leikmenn voru engu síður orðn-
ir þreyttir og eyddu tíma i að röfia í
annars ágætum dómurum leiksins,
sem sýndu þeim þolinmæði. Þegar
svo Skagamenn steingleymdu sér í
vörninni um tíma nýttu gestirnir það
og náðu níu stiga forystu, 31:40. Þá
tóku heimamenn leikhlé og réðu ráð-
um sínum, sem dugði til að þeir fóru
að saxa á forskotið uns það varð 3
stig þegar 38 sekúndur vora til
leiksloka. Þá gekk ekkert upp hjá
þeim og Hamarsmenn skoraðu síð-
ustu sex stigin í leiknum áður en
þokulúðurinn í íþróttahúsinu á Akra-
nesi gall við.
„Eg trúði ekki að það gæti gengið
eins illa að skora og raun bar vitni en
vörnin var samt góð,“ sagði Brynjar
Karl Sigurðsson, þjálfari Skaga-
manna, þar sem hann var enn að ná
áttum eftir leikinn. Hann náði sér
samt á strik: „En við eigum að geta
unnið hvaða lið sem er ef sóknarleik-
urinn kemst í lag því að vörnin hjá
okkur er í lagi.“ Reid Beckett bar
höfuð og herðar yfir leikmenn ÍA en
Ægir H. Jónsson, Magnús Guð-
mundsson og Brynjar Sigurðsson
áttu góða spretti. Liðið stóð sig
ágætlega í vítaskotum þegar öll tíu
fóra ofan í körfuna en á móti kemur
að liðið tapaði boltanum í 27 skipti.
Annað hljóð var í strokknum hjá
Pétri Ingvarssyni, leikmanni og
þjálfara Hamars. „Þetta er betri
byrjun á mótinu en ég bjóst við og
þessi sigur ágætur, sérstaklega þar
sem þeir hafa sagt að þeir séu með
bestu vöm á landinu,“ sagði hann.
„Það var gaman að þessu og á meðan
svo er og sjálfstraustið er í lagi mun-
um við hafa gaman að þessu áfram.
Ætli það megi ekki frekar fara að
tala um Suðurlandsliðið í stað þess að
segja Suðurnesjalið," bætti Pétur við
en hann stóð sig vel ásamt Rodney
Dean, Ómari, og Skarphéðni Jóns-
syni. Hvergerðingar voru litlu skárri
þegar kemur að því að tapa boltanum
til mótherja en það gerðist í 24 skipti.
Baráttusigur hjá IS
JT
IS-stúlkur unnu heimastúlkur í
Grindavík í baráttuleik á laugar-
dag í 1. deild kvenna í körfuknatt-
■■■■■■■■ leik, 40:33. Þær vora
Garðar Páll yfir nánast allan leik-
Vignisson inn nema í hálfleik,
skrifar en Grindavíkurstúlk-
ur komust einu sinni
yfir í leiknum, 20:19. Bæði lið komu
gríðarlega grimm til leiks í seinni
hálfleik og spiluðu grimma vörn. Það
tók fjórar mínútur að skora fyrstu
stig seinni hálfleiks og þau komu úr
þriggjastigaskoti ÍS stúlkna sem
létu forastuna eftir það ekki af
hendi.
Bestar í liði gestanna voru þær
Georgía Kristiansen og Jófríður
Halldórsdóttir. Hjá heimastúlkum
var Sólveig Gunnlaugsdóttir allt í
öllu og skoraði 20 af 33 stigum
heimastúlkna.
KR-liðið lék tvo leiki á Sauðár-
króki og vann báða - 76:54 og 73:44.
Fjórframlengt í Borgarnesi
LEIKUR Skallagríms og KFÍ í Borgarnesi á sunnudaginn verður
eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir. Staðan í hálfleik var
43:44 og 75:75 eftir venjulegan leiktíma. Úrslit náðust ekki
fyrr en eftir fjórðu framlengingu. Lokatölur urðu 129:132 og
hlutu ísfirðingar þar með sín fyrstu stig í úrvalsdeildinni á
þessari leiktíð.
Sigur-sigur-sigur hljómaði úr
búningsklefa KFÍ rétt fyrir upp-
haf leiksins. Liðið var búið að leika
■■■■■■■I þrjá leiki og tapa öll-
Ingimundur ™ Og þyrsti því í
Ingimundarson sigur. Fjöldi áhan-
skrifar genda liðsins var á
áhorfendapöllum og
hafði hátt allan tímann. Gestirnir
skoruðu fyrstu körfuna en Sigmar
Páll Egilsson svaraði með þriggja
stiga körfu. Leikmenn KFI léku
hratt og fast og líktust fyrstu mínút-
ur leiksins frekar handknattleik af
þeirra hálfu en körfuknattleik. Um
miðjan fyrri hálfleikinn var staðan
18:25. Gestirnir hittu vel og náðu
gjarnan fráköstum en heimamenn
drógu á með vítaskotum. KFÍ hélt
uppi hraðanum. Vora leikmennirnir
að vestan óragir að hlaupa inn í
sendingar og fengu á sig 13 villur
strax í fyrri hálfleik. En Clifton
Buch í liði þeirra slapp vel. Hann
komst upp með brot sem aðrir vora
dæmdir fyrir. Gestirnir komust í
25:35 er átta mín. voru eftir af fyrri
hálfleik, en heimamönnum tókst að
laga stöðuna í 43:44 rétt fyrir leikhlé.
Skot frá Hlyni Bæringssyni small í
körfunni er fiautan gall við. Var það
forsmekkurinn að því er á eftir kom.
Tómas Holton gaf tóninn í byrjun
síðari hálfleiks með fallegri körfu.
Leikmenn Skallagríms voru mun
ákveðnari en áður en gestirnir hittu
verr en í fyrri hálfleik, fengu nú
dæmdar á sig villur fyrir brot sem
þeir komust upp með í fyrri hálfleik.
Enda létu leikstjóri og þjálfari KFI
ófriðlega á hliðarlínunni. Mest var
um stimpingar og pústra en minna
skorað. Eftir fimm mín. leik var
staðan 53:48. Sigmar Páll tók Clifton
Buch í gæslu svo hann fékk engan
frið. Er seinni hálfleikurinn var
hálfnaður var staðan 60:56 en KFÍ-
menn jöfnuðu, 63:63, er sjö mín. vora
eftir. Skömmu síðar fór þjálfari
Skallagríms, Dragisa Saric, af leik-
velli með fimm villur er staðan var
67:66. Síðustu mínútur síðai'i hálf-
leiksins vora tryllingslegar. Heima-
menn reyndu að leika langar sóknir
en gestirnir börðust gi'immt. Skalla-
grímsmenn hófu sókn eftir leikhlé er
staðan var 75:72 og 1,34 mín. eftir en
misstu boltann. Guðni Guðnason
skoraði fyrir KFÍ, fékk villu og jafn-
aði leikinn, 75:75. Sóknir beggja liða
mistókust, sem eftir lifði, og því varð
að framlengja um fimm mín.
í fyrstu framlengingu náðu heima-
menn öraggri forystu, 82:76, en er
47,6 sek. voru eftir og staðan 82:81
fór fyrsti leikmaður KFI af leikvelli
með fimm villur. Tómas Holton kom
stöðunni í 84:81 en Baldur hjá KFÍ
jafnaði, 84:84, um leið og flautan gall.
I annarri framlengingu vii'tist sem
allur máttur væri úr KFI-mönnum
og heimamenn komust í 89:84, en
Birgir Mikaelsson í liði Skallagríms
hvarf af velli með fimm villur og
Baldur hjá KFÍ tók nú við að skora.
Ai'i Gunnarsson kom Skallagrími yf-
ir, 96:94, er tæp hálf mín. var eftir en
mistókst að skora úr vítaskoti og
gestirnir jöfnuðu, 96:96, þegar 3,3
sek. vora eftir og þvi varð að fram-
lengja í þriðja sinn.
Gestirnir tóku frumkvæðið og
komust í 99:101 og í 102:105 er ein og
hálf mín. var eftir. Tíminn var að
renna út og staðan 107:110 þegar
Tómas Holton jafnaði með þriggja
stiga skoti. Enn þurfti að framlengja
og nú í fjórða sinn og þakið ætlaði
bókstaflega að rifna af íþróttahúsinu.
Annar dómari leiksins fullyrti við
undirritaðan að slíkt hefði aldrei
gerst fyrr í sögu körfuknattleiksins á
Islandi.
Er leið á fjórðu framlenginguna
voru sex leikmenn Skallagríms
komnii' út af með fimrn villur og fjór-
ir leikmenn KFÍ, en Clifton Buch
var enn með! Réð það miklu um úr-
slit leiksins. Heimamenn hittu illa og
gestirnir komust í 114:121. Þá gerði
Pálmi Þórisson þriggja stiga körfu
og Finnur Jónsson gerði tvær slíkar
með stuttu millibili og kom stöðunni
í 123:124 er rúm hálf mín. var til
leiksloka. Þá voru aðeins fjórir
Skallagrímsmenn eftir. Völundur
lagaði stöðuna fyrir Skallagrím í
126:128 er 16,8 sek. vora eftir og
Trausti F. Jónsson jafnaði í 129:129
en Isfirðingar svöraðu strax og
Baldur hjá KFÍ gerði út um leikinn
með vítaskoti. Lokatölur urðu
129:132. Gestirnir fögnuðu að vonum
ákaft sigri efth’ mikla baráttu og sín-
um fyrstu stigum eftir fjórar um-
ferðir.
Lið Skallagríms lék betur nú en
oft áður. Tómas Holton lék manna
best, en hann var inná samtals í 54
mín.! Aðrir leikmenn liðsins áttu
góða spretti. Skagamaðurinn Trausti
F. Jónsson lék sinn fyrsta leik með
Skallagrími á heimavelli. Stóð hann
sig vel og hefði að ósekju mátt vera
meira inná.
Lið KFÍ barðist af mikilli grimmd
og var stundum á mörkunum að til-
burðir sumra leikmanna ættu heima
í körfuknattleik. Clifton Buch var yf-
irburðamaður í liðinu, auk þess sem
hann var í sérstöku uppáhaldi hjá
dómurunum. En Pétur M. Sigurðs-
son og Baldur I. Jónsson áttu ágæt-
an leik. Þá sótti Guðni Guðnason í
sig veðrið eftir því sem framlenging-
um íjölgaði.