Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 B 9
KNATTSPYRNA
SSSK
w wk
V ÆSt
Wi vll
S
wmm
láÉii
Rcutcrs
Fyrsti sigur
Dortmund í
Bielefeld í 14 ár
LEIKMENN Borussia Dortmund
fögnuðu fyrsta sigri liðsins í Bi-
elefeld í fjórtán ár - með því að
leggja heimamenn að velli, 2:0.
Dortmund heldur þar með efsta
sætinu í Þýskalandi.
Huub Stevens, þjálfari Schalke,
sem var orðinn valtur í sessi, getur
andað léttar um tíma a.m.k. Liði
hans tókst að leggja Stuttgart að
velii, 2:0.
Bayern Munchen átti ekki í mikl-
um vandræðum með Herthu Berlín,
3:1. Brasilíumaðurinn Paulo Sergio
skoraði tvö mörk fyrir Bæjara.
Eyjólfur Sverrisson náði sér ekki á
strik með Herthu - virkaði þreytt-
ur og var tekinn af velli eftir fyrri
hálfleik.
Hamborg átti heldur ekki í nein-
um erfiðleikum með Freiburg, 2:0.
Butt, markvörður Hamborgarliðs-
ins, skoraði enn eitt markið úr vita-
spyrnu og hefur hann skorað úr tíu
vítaspyrnum í röð.
Ulf Kirsten skoraði tvö mörk fyr-
ir Leverkusen, sem vann Ulm ör-
ugglega, 4:1.
Dwight Yorke (t.h.J, markahrókur Manchester United, fagnar hér marki sem hann skoraði gegn
Watford á Old Trafford, ásamt félaga sínum Mikael Silvestre.
FOLK
■ GUÐNI Bergsson og Eiður Smári
Guðjohnsen voru báðir í liði Bolton
sem vann Huddersfield 1:0 í 1. deild-
inni í Englandi.
■ BJARNÓLFUR Lárusson lék með
Walsall sem vann Lárus Orra Sig-
urðsson og félaga í WBA 1:0 í 1.
deildinni í Englandi.
■ GLASGOW Celtic burstaði Aber-
deen 7:0 í skosku úrvalsdeildinni.
Henrik Larson og Eyal Berkovic
gerðu báðir þrennu og Mark Viduka
gerði eitt mark.
■ HELGI Kolviðsson og félagar í
Mainz unnu Alem. Aachen 4:2 í
þýsku 2. deildinni. Helgi lék allan
leikinn. Liðið er níunda sæti deildar-
innar með 12 stig eftir átta leiki.
■ BIRKIR Kristinsson var í marki
Lustenau sem tapaði 3:0 fyrir FC
Tirol í austurísku 1. deildinni á
föstudag. Lustenau er í 9. sæti í 10
liða deild.
■ HELGI Sigurðsson skoraði eitt
mark fyrir Panathinaikos sem vann
Kalamta 5:0 í grísku 1. deildinni á
sunnudag.
■ ARNAR Grétarsson var í byrjun-
arliði AEK sem vann Iraklis 3:2.
Hann fór út af undir lok leiksins.
■ TÓMAS Ingi Tómasson lék allan
leikinn með AGF sem gerði l:l-jafn-
tefli við Vejle í dönsku 1. deildinni.
Ólafur Kristjánsson lék í 75. mínút-
ur með AGF.
■ ARNAR Þór Viðarsson átti góðan
leik með Lokeren sem vann Club
Brugge 1:0 í belgísku bikarkeppn-
inni um helgina. Þá lék Þórður Guð-
jónsson með Genk sem vann Ton-
geren 3:0 í sömu keppni.
■ SVO kann að fara að Ally
McCoist verði að leggja skóna á hill-
una eftir að hann fótbrotnaði um
helgina í leik með Kilmarnock gegn
sínum fyrrverandi félögum í
Ragners. Brotið er slæmt og talið að
sinn tíma muni taka að jafna sig, en
McCoist er 37 ára og var farinn að
huga að leiðarlokum á knattspyrnu-
vellinum, en hann er einn allra mesti
markahrókur skoskrar knattspyrnu
frá upphafi.
Leeds
hélt velli
Andy Cole og Dwight Yorke fóru á kostum í framlínu Manchest-
er United er liðið vann 4:1-sigur á Watford og Arsenal fór ham-
förum gegn Everton í síðari hálfleik og skoraði þrjú mörk.
Leeds heldur enn efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið
lagði Sheff. Wed 2:0. Þá rak Liverpool af sér slyðruorðið og bar
sigurorð af Chelsea, sem missti tvo leikmenn af velli.
Reuters
Króatinn Davor Suker skoraði tvö mörk fyrir Arsenai. Suker,
sem er einn mesti markvarðahrellir Evrópu, hefur skorað sex
mörk í fimm leikjum sem hann hefur byrjað inná með Arsenal.
Þrátt fyrir að Liverpool hafi nú
unnið Arsenal og Leeds hefur
því ekki gengið vel í deildinni og
mistekist að komast meðal efstu
liða. Gerard Houllier, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, gat hins
vegar leyft sér að brosa er liðið
bar sigurorð af Chelsea. Houllier
viðurkenndi engu að síður að Li-
verpool hefði mátt þakka fyrir
stigin því Chelsea hefði misst tvo
leikmenn út af: þá Marcel Desailly
og Dennis Wise. „Okkur tókst
aldrei að vinna liðin í efstu sætun-
um á síðasta tímabili en nú hefur
okkur tekist að vinna þrjú lið, sem
líkleg eru til þess að lenda i efstu
sætum deildarinnar.“ Fátt gekk
upp hjá Chelsea í þessum leik og
Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri
Chelsea, átti erfitt með að hafa
stjórn á tilfinningum sínum að leik
loknum, var greinilega óánægður
með niðurstöðu leiksins. „Ég legg
ekki í vana minn að ræða frammi-
stöðu dómara en leikurinn gat ekki
gengið eðlilega fyrir sig því dóm-
arinn flautaði alltof mikið. En ég
verð að sætta mig við þá ákvörðun
sem dómarar taka í leikjum liðs-
ins.“
Þrátt fyrir að Leeds hafi borið
sigurorð af Sheffield Wednesday,
2:0, og að liðið hafi unnið níunda sig-
urinn í röð og jafnað met félagsins
frá 1931 var David O’Leary, knatt-
spymustjóra Leeds, ekki hlátur í
huga. Hann sagði að sitt lið hefði
gert mikið af mistökum gegn botn-
liði Sheff. Wed. „Við vorum heppnir
en lukkan þarf að vera til staðar ef
vel á að ganga. Það er góð tilfinning
að vinna þrátt fyrir að liðið leiki
ekki vel.“ Danny Wilson, knatt-
spyrnustjóri Sheff. Wed., sagði að
ekki væri langt þar til liðið kæmist
af mesta hættusvæði deildarinnar.
„Mér fannst liðið leika einstaklega
vel og liðið fékk að minnsta kosti 14
tækifæri til þess að skora, en við
gerðum mistök sem kostuðu okkur
sigur.“
Egil Olsen, knattspymustjóri
Wimbledon, sagði að 3:2-sigur liðs-
ins gegn Bradford væri kærkominn,
enda fyrsti heimasigur um tíma.
Wimbledon hóf leikinn vel og John
Hartson gerði tvö mörk í fyrri hálf-
leik og Carl Cort bætti við einu
skömmu fyrir leikslok. Olsen taldi
að lið sitt væri loks búið að ná sér
eftir 5:l-ósigur gegn Sheff. Wed.
fyrir skömmu og sagðist ekki eiga
von á að tapa aftur með slíkum
hætti á keppnistímabilinu.
Coventry hóf leikinn gegn
Newcastle með glæsibrag og skor-
aði þrjú mörk fyrir leikhlé. Ekki
bætti úr skák fyrir Newcastle að
Warren Barton var rekinn af velli á
30. mínútu og er því annar leikmað-
ur liðsins til þess að fá rautt spjald í
síðustu tveimur leikjum þess.
Bobby Robson, knattspymustjóri
Newcastle, sagði að framkoma
Barton í leiknum væri heimskuleg.
„Við megum ekki við því að leika
manni færri meirihluta leiksins,
eins og við höfum gert síðustu tvo
leiki liðsins,“ sagði Robson og benti
á að Barton yrði hegnt fyrir brotið.
Með sigri náði Coventry að koma
sér af hættusvæði deildarinnar en
Gordon Strachan, knattspymu-
stjóri liðsins, sagði að ýmislegt
hefði farið úrskeiðis í leiknum.
„Þrátt fyrir sigur hófum við leikinn
ekki nægilega vel og [Magnusj
Hedman, markvörður liðsins, varði
nokkrum sinnum sérlega vel. Það
sama var upp á teningnum gegn
Everton fyrir skömmu og ljóst að
við verðum að gera betur í næstu
leikjum."
Leikmenn Manchester United
létu ekki 5:0-tap gegn Chelsea í síð-
ustu umferð hafa nein áhrif á sig og
fóru létt með Watford og unnu 4:1.
Andy Cole og Dwight Yorke, fram-
herjar United, fóru á kostum og
meira að segja Graham Taylor,
26 rauð spjöld á lofti
MET var sett er 26 knattspyrnuraenn í Englandi og Skotlandi
var vikið af velli um helgina. Fyrra metið var sett fyrir þrett-
án árumer 16 leikmönnum var vikið af vellli í einni umferð í
deildakeppninni. I ensku úrvaldeildinni fengu sex leikmenn
rauð spjöld um helgina: Marcel Desailly og Dennis Wise,
Chelsea, Warren Barton, Newcastle, Mark Williams, Wat-
ford, Kevin Davies, Southampton, og Shaka Hislop hjá West
Ham.
knattspymustjóri Watford, gat ekki
annað en lofað frammistöðu þeirra í
leiknum. Taylor viðurkenndi að,
Man. Utd. hefði yfirspilað sitt lið og
hann óttaðist að Watford gæti tapað
fleiri leikjum með slíkum mun í vet-
ur. „Við eigum eftir að tapa illa á
þessu tímabili en liðið getur ekki
látið slíkt á sig fá og verður að ná
fyrri styrk, eins og það hefur sýnt
nokkrum sinnum áður á þessu tíma-
bili.“
Arsenal er nærri Leeds og Man.
Utd. við topp deildarinnar en liðið
fór hamförum gegn Everton og
vann 4:1 á Highbury. Arsene Wen-
ger, knattspymustjóri liðsins, var
kátur í leikslok og sagði að sitt lið
hefði leikið sinn besta leik í síðari
hálfleik, en þá gerði það þrjú mörk.
„Við áttum undir högg að sækja í ,
byrjun enda tókst þeim að skora
fyrsta mark leiksins. En liðið gafst
ekki upp og Everton átti ekki
möguleika í síðari hálfleik.“ Davor
Suker gerði tvö mörk fyrir Arsenal
og hefur nú gert sex mörk fyrir liðið
í þeim fimm leikjum sem hann hefur
byijað.
Dave Jones, knattspyrnustjóri
Southampton, kenndi dómara leiks-
ins um 2:l-tap gegn Leieester.
Kevin Davis var sendur af velli fyrir
brot aðeins níu mínútum eftir að
hann kom inn á sem varamaður í
stað Mark Hughes. Jones sagði að”
brottreksturinn væri rangur og að
dómarar í ensku úrvalsdeildinni
væm ekki að sinna starfi sínu sem
skyldi. „Slíkir dómarar gera út af
við leiki og það verður að grípa í
taumana. Satt að segja veit ég ekki
hvað er til ráða en það getur ekki
talist eðlilegt hve dómarar eru
spjaldaglaðir um þessar mundir.“