Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 1
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER1999 BLAÐ E
AJVINNUAUGLÝSINGAR
Fræðimannsstyrkir Atl-
antshafsbandalagsins
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ tilkynnir í auglýsingu í
dag að það muni „að venju veita nokkra fræðimanns-
styrki“ til rannsókna og eru nú styrkir fyrir tímabilið
2000/2002 lausir til umsóknar. Fram kemur að umsækj-
endur þurfi að vera frá aðildarríkjum NATO eða sam-
starfsríkjum þess og er jafn framt gert ráð fyrir að um-
sækjendur hafi lokið námi við viðurkenndan háskóla. Það
er þó ekki án undantekninga. Einnig er veittur sérstakur
styrkur, Manfred Wömer styrkurinn sem stofnað var til í
minningu fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra NATO. Hér
um einn styrk að ræða, að upphæð tæplega 1,5 milljónir ís-
lenskra króna. I auglýsingunni kemur fram að styrkurinn
sé aðeins veittur viðurkenndum fræðimönnum, rannsókna-
stofnunum eða mikla starfsreynslu á fjölmiðlum.
Laust starf sérfræðings
FRAMHALDSSKÓLA- og fuliorðinsfræðsludeiid mennta-
málaráðuneytisins auglýsir í dag laust starf séfræðings.
Fram kemur að um sé að ræða fullt starf frá næstu alda-
mótum og að meginviðfangsefni verði tengsl við framhalds-
skóla og starfsgreinaráð, réttindamál kennara, gagna-
vinnsla og fleira á þeim vettvangi eins og þar stendur. Ösk-
að er eftir háskólalærðum manni með reynslu af gagna-
vinnslu og meðferð algengustu tölvuforrita. Þá er kennslu-
reynsla á framhaldsskólastigi talin æskileg.
Staða deildarstjóra
SKATTSTJÓRINN í Norðurlandsumdæmi eystra auglýs-
ir í dag laust til umsóknar starf deiidarstjóra í tekja-
skattsdeild. Óskað er eftir viðskiptafræðingi eða aðila með
sambærilega menntun og reynslu á þessu sviði. Launakjör
eru sögð í samræmi við kjarasamninga opinberra starfs-
manna.
Sérfræðing a Selfoss
BÚNAÐARBANKI íslands leitar að sérfræðingi í útibú
bankans á Selfossi. Fram kemur í auglýsingu bankans að leit-
að sé að einstaklingi með háskólamenntun á sviði viðskipta
eða sambærilega menntun og að eingöngu komi til greina að-
ilar sem hafi tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð og hafi hæfni
til að vinna undir álagi. Starfssviðið felur m.a. í sér ráðgjöf og
viðtöl á sviði spamaðar, innlána og verðbréfa, kaup og sala
verðbréfa og aðstoð vegna lána til fyrirtækja o.fl.
RAÐA UGL ÝSINGAR
Þátttaka í tískuvikum
í RAÐAUGLÝSINGU í dag gerir Útflutningsráð íslands
heyrinkunnugt að stefnt sé að þátttöku í tískuviku í Lund-
únum eða París. Það skilyrði er fyrir þátttöku að viðkom-
andi tískuhönnuðir geti hafið útflutning á vörum sínum.
Kemur fram að allar frekari upplýsingar sé að hafa á
skrifstofu Útflutningsráðs.
íbúðíLA
AUGLÝST er til leigu lítil íbúð með sérinngangi í Santa
Monica í Los Angeles í Kalifomíu og er leigutíminn sagður
frá 18.nóvember nk til 18.janúar árið 2000, eða annað sam-
kvæmt samkomulagi. Kemur fram að íbúðin sé vel stað-
sett með tilliti til allrai- þjónustu.
SMÁAUGLÝSINGAR
Aglow í Reykjavík
Aglow í Reykjavík auglýsir næsta fund sinn í Kornhlöð-
unni/Lækjarbrekku næst komandi þriðjudag klukkan
20.00. Ræðumaður kvöldsins verður Valdís Magnúsdóttir
frá KFUM og Kangakvartettinn flytur nokkur lög.
Þórarinn Guðmundsson matreiðsiumeistari og Inga Rósa Þórðardóttir, framkvæmdastjóri
Ferðafélags Islands, fyrir utan veislusal Fí.
Veislusmiðjan flytur og tek-
ur við rekstri Fl-salarins
VEISLUSMIÐJAN ehf. hefur flutt starfsemi sína
ý-úmgott stóreldhús að Smiðjuvegi 14 í Kópavogi.
A þessum tímamótum hefur fyrirtækið einnig tek-
ið við rekstri veislusalar Ferðafélags Islands í
Mörkinni 6 í Reykjavík.
Þórarinn Guðmundsson mat-
reiðslumeistari stofnaði Veislu-
smiðjuna haustið 1997 og var starf-
semin lengst af í Glæsibæ, Áifheim-
um 74 í Reykjavík. Undanfarið hef-
ur Veislusmiðjan verið í óhentugu
húsnæði í Garðabæ en við flutning-
inn í Kópavoginn verður öll kæli-
og frystiaðstaða meiri og betri, eld-
unartækin nýrri og fullkomnari,
vörugeymslan stærri og síðast en
ekki síst verður aðstaða fyrir við-
skiptavini til fyi'irmyndar. Nú geta
viðskiptavinir fengið ráðleggingar
og skoðað myndir og matseðla í
sérstakri stofu sem sérstaklega
hefur verið innréttuð í þessum til-
gangi. Aherslan er lögð á alhliða
veitingaþjónustu fyrir veislur sem
og matreiðslu fyrir fyrirtæki og
stofnanir. Daglega eru sendir mat-
arbakkar með tilbúnum mat til fyr-
irtækja og einnig er matur sendur
til skömmtunar á staðnum s.s. til
Alþingis.
Um 240 manna salur
Veislusalur Ferðfélags íslands
var opnaður árið 1995, og hefur fé-
lagið séð um rekstur hans hingað
til. Nú hefur verið ákveðið að
Veislusmiðjan taki salinn á leigu og
sjái um reksturinn. Ferðafélagið
vísar því öllum fyrirspurnum og
bókunum til Veislusmiðjunnar frá
1. nóvember 1999. Veislusalur
Nýtt umboðs- og kynn-
ingarfyrirtæki stofháð
NÝLEGA var stofnað umboðs- og
kynningarfyrirtækið PROMO ehf.
Það eru þeir Páll Eyjólfsson og
Tómas Tómasson sem standa að
fyrirtækinu en þeir eru vel kunn-
ugir íslensku tónlistarlífi, segir í
fréttatilkynningu.
Einnig segir: „Fyrirtækið sér
um skipulagningu tónleika, árshá-
tíða og annarra uppákoma. Það sér
um að útvega hljómsveit, hljóð-
kerfi, lýsingu og jafnvel húsnæði
fyrir hinar ýmsu uppákomur.
Samfara formlegri opnun
PROMO ehf. hefur fyrirtækið gefið
út kynningarbæklinginn PROMO-
bókina. PROMO-bókin er eins kon-
ar „gulahandbók" skemmtana-
bransans og hefur að geyma upp-
lýsingar um fjölda hljómsveita, fyr-
irtæki í veitingarekstri og ýmsa
aðra sem koma að skemmtana-
haldi, beint eða óbeint. PROMO-
bókin er prentuð í 1.000 eintökum
og verður dreift til starfsmannafé-
laga, nemendafélaga, félagasam-
taka og vínveitingastaða og svo
mætti lengi telja. Þá er einnig vert
að geta vefsíðu PROMO;
www.promo.is., en þar er ávallt
hægt að leita sér upplýsinga og að-
stoðar."
Ferðafélagsins, eða FÍ-salurinn
eins og hann er oftast nefndur, tek-
ur mest um 240 manns í sæti, en
töluvert fleiri í hanastél eða smá-
réttaveislur. Salurinn er einnig út-
búinn nauðsynlegustu funda- og
ráðstefnutækjum.
GSMíAz-
erbaídsjan
og Rúss-
landi
VIÐSKIPTAVINIR Símans
GSM geta nú notfært sér GSM-
þjónustu símafyrirtækisins
Bakcell í Azerbaídsjan. Þetta er
116. reikisamningur Símans
GSM erlendis og Azerbaídsjan
er 58. landið þar sem viðskipta-
vinu geta notað GSM-símann
sinn.
Reikisamningur við Kuban-
GSM í Rússlandi er einnig orð-
inn virkur. Þjónustusvæði fýrir-
tækisins er við austanvert
Svartahaf, með ströndinni frá
Georgíu að Azov-hafinu og í
stærstu borgum þar inn til
landsins. Þetta er tjórði reiki-
samningur Símans GSM í Rúss-
landi og stækkar dreifisvæðið
til muna. Fyi'ir eru samningar
við símafyrirtæki sem bjóða
þjónustu í Moskvu og í norð-
vesturhluta landsins, þ.m.t.
Sankti Pétursborg, Múnnansk,
Ai-khangelsk og Kirjálahéraði.