Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 18
18 E SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 ♦ MORGUNBLAÐIÐ Vélskóli Islands Innritun á vorönn 2000 Umsóknir, ásamt gögnum um fyrra nám, verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 19. nóvember nk. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemendur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskóla íslands. Inntökuski ly rði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með tilskildum árangri. Námið er byggt upp sem þrepanám með stig- hækkandi réttindum. Sé gengið útfrá grunn- skólaprófi tekur 1. stig vélavörður 2. stig vélstjóri 3. stig vélstjóri 4. stig vélfræðingur 1 námsönn, 4 námsannir, 7 námsannir, 10 námsannir. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingarfást á skrifstofu skólans kl. 8.00—16.00 alla virka daga. Sími 551 9755, fax 552 3760. Netfang: vsi@ismennt.is. Veffang: http://www.velskoli.is Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómannaskólanum r//Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skólameistari. TILKYNNINGAR KÓPAVOGSBÆR Lóðaúthlutun Kópavogsbær auglýsir eftirtaldar ein- býlishúsalóðir lausar til úthlutunar: 1. Fjallalind Um er að ræða 2 lóðir (Fjallalind 133 og 145) undir einbýlishús á einni og hálfri til tveggja hæða með innbyggðum bílskúr. Grunnflötur um 120 fm. Lóðirnar eru byggingarhæfar. 2. Dimmuhvarf í Vatnsendalandi Um er að ræða 2 lóðir (Dimmuhvarf 21 og 29) undir einnartil tveggja hæða einbýlishús. Lóð- jrnareru um 1.500 fm að flatarmáli. Dimmu- hvarf 29 er byggingarhæf en áætlað er að lóðin Dimmuhvarf 21 verði byggingarhæf í ágúst 2000. 3. Skjólsalir og Roðasalir Um er að ræða 5 lóðir (Skjólsalir 2 og 4 og Roð- asalir 16,18 og 20) undirtveggja hæða einbýl- ishús með innbyggðum bílskúr. Hámarks- grunnflötur húss er 190 fm. Húsin standa í suð- urhalla og er aðkoma á jarðhæð. Lóðirnar verða byggingarhæfar í september 2000. jSkipulagsuppdrættir, skipulags- og byggingar- skilmálar ásamt umsóknareyðublöðum fást afhent á Tæknideild Kópavogsbæjar, Fannborg 2, III hæð, frá kl. 9—15 alla virka daga. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 15.00 þriðjudaginn 16. nóvember 1999. V Bæjarstjórinn í Kópavogi. k Vinningar í haust- Ék happdrætti Gigtar- félags íslands Dregið var 21. október 1999 1. vinningur: Audi A4 4001 2. -9. vinningur: Tjaldvagn Combi camp 1785 5824 25633 36698 5523 23905 34518 38575 10.-21. vinningur Úttekt hjá Bang og Olufsen 1342 11633 28172 33670 4379 22035 29060 35432 4739 23809 33018 44808 22.-40. vinningur: GE þurrkari frá Electric 2662 18766 46407 46714 4531 42176 22.-40. vinningur: GE þvottavél frá Electric 2282 18738 23979 41904 4928 19710 30334 48658 16181 21085 34025 22.-40. vinningur: GE tvöfaldur ísskápur 29435 33105 STYRKIR Menntamáiaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Finnlandi, Hollandi og Noregi Stjórnvöld í Finnlandi bjóða fram einn styrk handa íslendingum til háskólanáms eða rann- sóknarstarfa þar í landi skólaárið 2000-2001. Styrkfjárhæðin er 4.100 finnsk mörk á mánuði. Styrkurinn er ætlaður þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og er miðaður við 9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Umsóknarfresturertil 1. mars nk. Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrki til háskólanáms í Hollandi skólaárið 2000—2001. Styrkirnir eru til 3—10 mánaða námsdvalar. íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrki þessa en ekki er vitað fyrirfram hvort ein- hver þeirra kemur í hlut íslendinga. Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídötum til framhaldsnáms. Umsækjendur um styrkina skulu vera yngri en 35 ára. Styrkfjárhæðin er 1.545 gyllini á mánuði. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrki til háskóla- náms í Noregi skólaárið 2000—2001. Styrkirnir eru til 1— 10mánaða námsdvalar. íslenskum námsmönnum gefst kostur á að sækja um styrkina en ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þeirra kemur í hlut íslendinga. Styrkirnir eru ætlaðir námsmönnum sem eru komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi (hafa lokið prófi sambær- ilegu við BA- eða BS-próf) eða kandídötum til framhaldsnáms. Umsækjendur um styrkina skulu vera yngri en 40 ára. Styrkfjárhæðin er 7.000 n.kr. á mánuði. Umsóknarfrestur ertil 15. desember nk. Umsóknir um ofangreinda styrki, ásamt stað- festum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4,150 Reykjavík, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem þarfást, ásamt nánari upplýsingum. Eyðublöðin er einnig hægt að nálgast á heimasíðu ráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 5. nóvember 1999. www.mrn.stjr.is Utanríkisráðuneytið Fræðimannastyrkir Atlantshafsbandalagsins 2000-2002 Atlantshafsbandalagið mun að venju veita nokkra fræðimannastyrki til rannsókna og eru nú styrkir fyrir tímabilið 2000/2002 lausir til umsóknar. Umsækjendur þurfa að vera frá að- ildarríkjum bandalagsins eða samstarfsríkjum þess. Gert er ráð fyrir að umsækjendur hafi lokið háskólanámi frá viðurkenndum háskóla, en í undantekningartilvikum er veitturstyrkur til þeirra, sem ekki hafa lokið háskólagráðu. Markmið styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á málefnum sem snerta Atlantshafsbandalagið og er stefnt að útgáfu á niðurstöðum rannsóknanna. Styrk- irnir nema nú u.þ.b. 440.000 ísl. kr. (240.000 belgískum frönkum) fyrir einstaklinga, en 460.000 ísl. kr. (250.000 belgískum frönkum) fyrir stofnanir. Ætlast er til þess að unnið verði að rannsóknum frá júní 2000 til 30. júní 2002. Einnig er veittursérstakurstyrkur, Manfred Wörner styrkurinn, sem stofnað vartil í minn- ingu fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra At- lantshafsbandalagsins. Hér er um einn styrk að ræða að upphæð u.þ.b. 1,480.000 ísl. kr. (800.000 belgískirfrankar). Styrkur þessi er veittur viðurkenndum fræðimönnum, rann- sóknastofnunum eða fólki með mikla starfs- reynslu á fjölmiðlum. Umsóknir um styrki þessa skulu berast alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins eigi síðar en 31. desember 1999. Ákvörðun um úthlutun styrkjanna mun liggja fyrir í júní árið 2000. Alþjóðaskrifstoía utanríkisráðuneytisins veitir nánari upplýsingar um styrkina og lætur í té þartil gerð umsóknareyðublöð. Einnig er áhugasömum bent á heimasíðu Atlantshafs- bandalagsins, www.nato.int, varðandi hagnýt- ar upplýsingar um Atlantshafsbandalagið, starf þess og sögu. Auglýsing um starfslaun listamanna árið 2000 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 2000, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda, 2. Launasjóði myndlistarmanna, 3. Tónskáldasjóði, 4. Listasjóði. Umsóknireinstaklinga skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 1. desember 1999. Umsóknirskulu auðkenndar „Starfslaun listamanna 2000" og tilgreindur sá sjóður sem sótt er um laun til. Umsóknar- eyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Heimilt er að veita starfslaun til stuðnings leik- hópum, enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna. Um- sóknir leikhópa skulu berast Stjórn listamanna- launa, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, á þartil gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 1. desember 1999. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun lista- manna 2000 - leikhópar". Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til um- fjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamanna- launa skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Vakin er athygli á að hægt er að ná í umsóknar- eyðublöð á internetinu á heimasíðu Stjórnar listamannalauna. Veffangið er: http:// www.mmedia.is/listlaun. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 1. desember nk. Reykjavík, 29. september 1999. Stjórn listamannalauna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.