Morgunblaðið - 09.11.1999, Page 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Hertha
fékk skell í
Frankfurt
BAYERN Munchen er á kunnuglegum slóðum í þýsku knatt-
spyrnunni, hefur tveggja stiga forskot eftir 1:0-sigur á SSV Ulm
á útivelli. Dortmund, sem er í öðru sæti, gerði jafntefli við Bayer
Leverkusen og Hertha Berlín fékk óvæntan skell í Frankfurt.
Bayern lék ekki sannfærandi
gegn nýliðunum í Ulm og geta
þakkað Carsten Jancker sigurinn,
en hann gerði eina mark leiksins
einni mínútu fyrir leikhlé. Þetta var
fyrsta mark Janckers á tímabilinu
og það reyndist dýrmætt.
Borussia Dortmund mistókst að
ná efsta sætinu er liðið gerði jafn-
tefli, 1:1, við Bayer Leverkusen á
heimavelli. Dortmund var betra í
leiknum og fékk fjölmörg góð færi
áður en Ulf Kirsten skoraði fyrsta
rriark leiksins fyrir gestina á 33.
mínútu. Otto Addo jafnaði 10 mín-
útum síðar og þar við sat.
.Óvæntustu úrslitin verða þó að
tqpjast er Eintracht Frankfurt, sem
vár í fallsæti fyrir umferðina,
búrstaði Meistaradeildarliðið Hert-
hu Berlín 4:0. Berlínarliðið náði sér
aldrei á strik og var fyrirmunað að
skora þrátt fyrir nokkur ágæt færi
og vítaspyrnu, sem dæmd var er
brotið var á Eyjólfi Sverrissyni inn-
an vítateigs.
Tvö mörk á síðustu sex mínút-
unum dugðu Kaiserslautern til
sigurs á heimavelli gegn Schalek,
2:1. Franski landsliðsmaðurinn
Youri Djorkaeff gerði sigurmarkið
á 89. mínútu eftir að Martin
Wagner hafði jafnað fyrir liðið
fjórum mínútum áður. Schalke
komst yfir í leiknum með marki
Marc Wilmots úr vítaspyrnu í
fyrri hálfleik.
Austurríski framherjinn Marcus
Weissenberger sköraði bæði mörk-
in fyrir Arminia Bielefeld er liðið
gerði jafntefli við Werder Bremen,
2:2, á sunnudag.
Stefán Þórðarson skoraði
STEFÁN Þór Þórðarson skoraði mark KRC Uerdingen í l:l-jafn-
tefli við SC Verl í þýsku 3. deildinni á sunnudag. Stefán og Sigurð-
ur Örn Jónsson léku allan leikinn, en Bjarni Þorsteinsson og Þór-
hallur Hinriksson sátu á varamannabekknum allan tímann og
komu ekki við sögu.
AP
Eyjólfur Sverrisson og félagar hans í Herthu Berlín riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við
Eintracht Frankfurt á laugardaginn, töpuðu 4:0, og eru í neðri hluta deildarinnar. Eyjólfur og Kín-
verjinn Chen Yang berjast hér um boltann í leiknum.
LAZIO náði þriggja stiga for-
skoti á toppi ítölsku deildar-
innar með því að bursta Ver-
ona 4:0. Juventus, sem er í
öðru sæti, gerði markalaust
jafntefli við Tóríno og Inter féll
niður í sjötta sæti eftir 3:0 tap
fyrir Bologna.
Sebastian Veron var í miklu
stuði hjá Lazio, gerði eitt mark
og lagði upp tvö gegn Verona.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins
á 18. mínútu og það beint úr horn-
spyrnu, boltinn sveif efst í fjær-
hornið. „Þetta voru mistök,“ sagði
Veron um markið. „Eg var búinn að
segja Marcelo Salas að vera við
fjærstöngina," sagði hann. Fjórum
mínútum síðar skoraði Marcelo
annað markið eftir hornspymu
Verons. Á lokamínútu fyrir hálf-
leiks lagði Veron upp þriðja markið
sem varnarmaðurinn Paolo Negro
gerði áður en Króatinn Alen Boksic
bætti því fjórða við um miðjan síð-
ari hálfleik. „Við töpuðum fyrir
besta liði Evrópu,“ sagði Cesare
Prandelli, þjálfari Verona.
Inter Milan hefur ekki riðið feit-
um hesti í deildinni að undanförnu
og tapaði nú fyrir Bologna 3:0. Int-
er hefur aðeins hlotið eitt stig úr
síðustu fjórum leikjum sínum.
Marcello Lippi, þjálfari Inter, ásak-
aði sína liðsmenn fyrir slaka
frammistöðu. „Ég sá ekki Inter
eins og það á að sér eina einustu
mínútu í leiknum," sagði Lippi sem
tók við liðinu sl. sumar.
Inter var mun sterkara í fyrri
hálfleik en saknaði greinilega
Christian Vieri og þeir Ivan
Zamorano og Ronaldo fundu ekki
leiðina framhjá Gianluca Pagliuca,
Reuters
Oliver Bierhoff fagnar hér ásamt George Weah, eftir að hafa skorað fyrir AC Milan, síðan bætti
Weah marki við er Mílanóliðið lagði lið Feneyinga.
markverði, sem hefur haldið hreinu
í 476 mínútur. Bologna skoraði úr
sinni fyrstu sókn í leiknum á 36.
mínútu er Kennet Andersson skall-
aði fyrirgjöf Giuseppe Signori og
var þetta fyrsta mark Svíans fyrir
félagið og hann bætti síðan öðru við
áður Signori gerði það þriðja á 76.
mínútu.
AC Milan, sem féll úr meistara-
deild Evrópu í síðustu viku, náði að
þagga niður í einhverjum gagnrýn-
isröddum með því að vinna Venezia
á heimavelli, 3:0. Öll mörkin voru
gerð í síðari hálfleik. Það fyrsta
gerði Þjóðverjinn Oliver Bierhoff,
þá George Weah og loks Pierluigi
Orlandini.
Það gekk mikið á í derby-slag
Juventus og Tórínó sem endaði
með markalausu jafntelfi. Tíu leik-
menn fengu að líta gula spjaldið og
tveir voru reiknir út af á lokamínút-
um leiksins, Edgar Davis hjá Juve
og Gianluigi Lentini hjá Tórínó.
Davis missir af næsta leik Juve sem
verður gegn AC Milan.
35 Þetta vo ru i mistök“
- sagði Sebastian Veron sem skoraði beint úr hornspyrnu fyrir Lazio
Fyrsta
tap PSV
PSV Eindhoven tapaði
fyrsta leiknum á tímabilinu í
hollensku knattspyrnunni
um helgina, tapaði fyrir
NEC Nijmegen 2:1. Ajax er í
efsta sæti deildarinnar eftir
2:1 sigur á Sparta Rotter-
dam. Meistararnir í Feyen-
oord gerðu jafntefli, 3:3, á
móti Twente Enschede þar
sem Somalia jafnaði fyrir
meistarana á lokamínútu
leiksins.
Lyon aftur
í efsta sætið
Brasilíumaðurinn Sonny
Anderson skoraði tvívegis í
síðari hálfleik fyrir Olymp-
ique Lyon sem vann Le Ha-
vre 3:0 og endurheimti efsta
sæti frönsku deildarinnar.
Auxerre, sem hafði tveggja
stiga forskot á Lyon fyrir
leiki helgarinnar og unnið sex
leiki í röð, tapaði fyrir
Nantes 3:1.
Mónakó og Marseille gerðu
jafntefli, 1:1. Miðjumaðurinn
Peter Luccin skoraði fyrst
fyrir Marseille með marki
beint úr aukaspyrnu á 24.
mín. framhjá Tony Sylva, sem
stóð í markinu í stað lands-
liðsmannsins Fabien Barthez,
sem er meiddur. Mexíkanski
varnarmaðurinn Rafael
Marquez jafnaði sex mínútum
síðar með fyrsta marki sínu
fyrir félagið. Mónakó var mun
sterkara, sérstaklega eftir að
Frederic Brando, varnarmað-
ur Marseille, var rekinn út af
þegar stundarfjórðungur var
eftir.