Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 5
Bond mynd en einni. Desmond Llewelyn á metið þvl þetta er 17. myndin hans í syrpunni. Enda væri Bond löngu dauður ef Llewelyn I hlutverki Q hefði ekki útvegað honum öll þau tæki og tól sem ofurnjósnari kann að þurfa á vígvellinum. "Loksins hafa þeir útvegað mér aðstoðarmann sem getur tekið við af mér þegar ég ákveð að fara á eftirlaun” segir hinn 84 ára gamli leikari. "Þeir hefðu heldur ekki getað valið betur en John Cleese. Hann er alveg frábær. Ég er þó ekki tilbúinn til að hætta alveg strax.” Enda er það alveg vlst að Bond aðdáendur vilja halda I gamla Q eins lengi og þeir geta. "Hugmyndin er að ég láti sjá mig I tveimur til þremur myndum þangað til Desmond ákveður að hætta og þá taki ég við hlutverkinu.” segir Cleese. “Það lltur út fyrir að ég verði hluti af Bond fjölskyldunni og ég gæti ekki verið ánægðari með það". Allt frá upphafi hafa framleiðendur Bond rnyndanna reynt að koma sér upp góðum hopi fagfólks til að gera þær eins vel og hægt er. Stemmningin við tökur á myndunum er alltaf góð því allir þekkjast frá fyrri myndum og gerir það alla vinnslu myndarinnar mun afslappaðri. Framleiðendur “TWINE", þau Michael G. Wilson og Barbara Broccoli, gera það sem þau geta til að viðhalda þessari hefð eftir að hafa tekið við af föður sínum .Albert R.Broccoli, sem framleiddi fyrstu 16 myndirnar í syrpunni. Þegar kom að því að velja leikstjóra fyrir “TWINE" leituðu Wilson og Broccoli að fólki sem gæti komið sögunni vel til skila og fengið sem mest frá leikurunum. Michael Apted varð fyrir valinu og viðurkennir hann að hafa verið mjög hissa þegar hann var beðinn um að leikstýra myndinni. “Fyrst hélt ég að það væri einhver að grínast í mér en ég er mjög ánægður að svo var ekki. Það varð síðan Ijóst, eftir fund með framleiðendunum og Pierce, af hverju ég varð fyrir valinu. Þau vildu styrkja söguna. Hlutverk Elektru King er myndinni mjög mikilvægt og mér hefur oft gengið vel að leikstýra konum” segir breski leikstjórinn sem hefur t.d. unnið með Jodie Foster, Sigourney Weaver og Sissy Spacek. Raunar er Apted þekktur fyrir flest annað en hasarmyndir og því fannst honum hughreystandi að geta leitað ráða hjá öllu því reynda og hæfa fólki sem unnið hefur við Bond myndirnar í gegnum árin. “Það er mikil áskorun að halda hasarnum freskum og frumlegum. Við erum ekki aðeins að keppa við aðrar hasarmyndir heldur einnig Bond syrpuna sjálfa. Mér finnst að okkur hafi tekist mjög vel að gefa þessari mynd einstakan Bond stimpil." Einn af þeim hlutum sem hafa gert Bond myndirnar sérstakar eru risastórar og fallegar sviðsmyndir. Þess vegna er verl að minnast á mann að nafni Peter Lamont sem vann við s(na fyrstu Bond mynd árið 1964 og hét hún “Goldfinger”. Hann hefur síðan unnið sig upp I sæti hönnuðar sviðsmynda og vinnur við sfna 16. Bond mynd með "TWINE". Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir "The Spy Who Loved Me” og "The Fiddler on the Roof" og hlaut þau síðan I fyrra fyrir "Titanic". Tónlistin skipar einnig veglegan sess I hverri Bond mynd og og erfitt var að finna rétta manninn til að koma í stað John Barry sem hafði samiö tönlistina fyrir langflestar myndanna. Sá maður fannst og heitir hann David Arnold. Hann sá um kvikmyndatónlistina f "Tomorrow Never Dies" og þótti takast það vel að hann var beöinn um að vinna að “TWINE". Þessi 36 ára gamli breski tónsmiður hefur einnig samið tónlist fyrir “Independence Day", "A Life Less Ordinary", “Godzilla” og “The Young Americans" þar sem hann starfaði með Björk. Arnold hefur ávallt verið mikill Bond aðdáandi og var það þvl draumur hans að fá að semja tónlist fyrir myndirnar. Hefð er fyrir þvf að fá frábæra flytjendur til að fara með titillag hverrar myndar, f þetta skipti varð ofurgrúppan Garbage fyrir valinu og lýsti Arnold ánægju sinni yfir vali framleiðenda. Bond mynd þarf ekki meira: Flottan og fágaðan Bond, fallegar stúlkur, sköllóttan hryðjuverkjamann með mikilmennskubrjálæði, sprengingar og áhættuatriði. “TWINE” hefur miklu meira en það og þvf ættu kvikmyndaunnendur að flykkjast ( bíó og sjá nýjasta ævintýri frægasta ofurnjósnara allra tfma: BOND....JAMES BOND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.