Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 16
Margt hefur verið talið upp til skýringar á ótrúlegum vinsældum James Bond og ævintýra hans. Því verður þó ekki neitað að hinar undurfögru stúlkur, sem hver á fætur annarri verða á vegi Bonds í myndunum, eru ein af meginskýringunum. [ gegnum myndirnar hafa þær verið í takt við tíðaranda hverrar og einnar. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera fallegar, kynþokkafullar og skotnar í Bond. Ólíkar persónur í fallegum pakkningum Persónur kvennanna eru afar ólíkar. Þær eru ýmist heimskar eða greindar, hugrakkar eða gungur, góðar eða vondar. En hvað snertir útlit, vöxt og tísku eru þær óaðfinnanlegar. Þrátt fyrir að hafa komist í kynni við allar þessar konur hefur Bond aðeins einu sinni stigið skrefið til fulls og gengið í þaö heilaga. Hjónabandið stóð þó stutt því að á leiðinni í brúðkaupsferðina var brúðurin myrt. Óteljandi konur Bond stúlkurnar hafa fyllt heilu bækurnar þar sem hlutverk þeirra eru krufin til mergjar og ferill leikkvennanna rakinn. Auk þess má finna ótal heimasíður á Veraldarvefnum tileinkaðar stúlkunum. Of langt mál væri að kynna til sögunnar allar þær konur sem komið hafa við sögu James Bond en rifjum hér upp nokkrar af þeim eftirminnilegustu. Dr. No, Honey Ryder Ursula Andress lék fyrstu Bond stúlkuna, Honey Ryder, sem lagði grunninn að ímynd Bond stúlknanna. Formúlan átti eftir að verða aðdáendum Bonds vel kunn, skötuhjúin komast undan óþokkunum eftir að Bond hefur með mikilli fyrirhöfn bjargað henni frá bráðum bana. You Only Live Twice, Aki í You only live twice er Aki, sem leikin var af Akiko Wakabayashi, falið aö aöstoöa 007 við að dulbúa sig sem innfæddan Japana. Hún bjargar lífi hans oftar en einu sinni í myndinni og deyr loks af völdum eiturs sem ætlað var honum. Það sem eftir lifir myndarinnar er skarð hennar fyllt af Mie Hama sem leikur japanska leyniþjónustukonu. From Russia With Love, Tatiana Romanova Alheimsfegurðardrottningin Daniela Bianchi lék Tatiönu Romanovu sem í mynd númer tvö starfaði í rússnesku leyniþjónustunni KGB. Henni var falið að fleka Bond en verkefni hennar þróaðist í allt aðra átt en gert var ráð fyrir. Goldfinger, Pussy Galore Honor Blackman er elsta leikkonan sem komist hefur í hlutverk Bond stúlku, 37 ára að aldri. Eins og svo margar Bond stúlkur var hún í hópi þrjótanna en slóst að lokum í lið með honum í baráttu hans við andstæðinginn. Svo frægt varð nafn persónunnar Pussy Galore að það var á sínum tíma skráð í alfræðiorðabækur og stendur þar enn Þær eru ýmist heimskar eða greindar, hugrakkar eða gungur, góðar eða vondar. Thunderball, Domino Derval I Thunderball koma þrjár Bond stúlkur við sögu. Einna mesta athygli vakti þó fyrrverandi fegurðardrottning Frakklands Claudine Auger t hlutverki Domino Derval, þrátt fyrir að hafa komið minnst fyrir I myndinni. Ástæðan var ástarsena milli hennar og Bonds I gufubaði sem þótti afar djörf á slnum tíma. On Her Majesty's Secrets Service, Tracy Di Vicenzo Tracy Di Vicenzo var sú fyrsta og eina til að bera nafnið Mrs. Bond og var leikkonan Diana Rigg sú heppna. Bond kynntist sinni heittelskuðu þar sem hún var [ þann veginn að ganga ( sjóinn. Hlutirnir gerðust hratt eftir að þau kynntust og gengu þau I það heilaga. Hjónabandið entist einungis I nokkrar mlnútur þvl brúöurin var myrt á leiðinni f brúðkaupsferðina. Dimonds Are Forever, Tiffany Case Tiffany Case þykir ein verst skrifaðasta þersóna Bond myndanna og kom af stað þeirri hugmynd að greindarvlsitala Bond stúlknanna væri alltaf lægri en brjóstahaldarastærð þeirra. Jill St John var fyrsta bandartska leikkonan ( hlutverki Bond stúlku. Leikkonan varð slðar þekkt fyrir matreiðsluþátt I Good Morning America ( bandarlsku sjónvarpi. Live and Let Die, Solitaire Solitaire var hin dæmigerða bjargarlausa kona sem svo oft sést I blómyndum og þjónaði eingöngu þvl hlutverki að vera bjargað af hetjunni Bond f myndinni. Hún bjó yfir þeim hæfileika að sjá innl framtlðina og vann fyrir helsta óvin Bonds. Hæfileikar hennar voru bundnir meydómi hennar og týndi hún hæfileikanum eftir að hafa komist I kynni við Bond. Leikkonan Jane Seymour fór með hlutverk hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.