Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 18
" Ws&Sk ^ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ 007~ skapi hetjuna. Illgirni illmennisins þvingar hetjuna til að taka til sinna ráða, hetjan er óvirk, ekki nema i mesta lagi biðstöðuhetja, þangað til ómennið laetur á sér kræla og sparkar hetjunni I gang. Þannig sjáum við Bond I mestu makindum lifa hinu Ijúfa llfi piparsveins og kvennabósa, hangandi á strðndum, I spilavltum og á tungumálanámsskeiðum, þar til hann er kallaöur til vegna einhvers illvirkis illmennis. A þennan hátt eru illmennin oft aðalhetjur hetjumyndanna, enda iðulega mun áhugaverðari karakterar en Bond. Meðan Bondinn er fremur fyrirsjáanlegur og aögengilegur þá er illmennið slferskt og óvænt, enda eru það illmennin sem skilja að myndirnar og gefa þeim persónuleika. Góð illmenni skipta skðpum fyrir gæði mynda og þvl frumlegri sem heimsyfirráðaplottin og drápsáformin eru þvl betra. Bestur þelrra vondu Það kom það engum á óvart að stálkjafturinn Jaws (Richard Kiel) úr The Spy Who Loved Me skyidi vera valinn besta illmenni Bondmyndanna. Hann er Ifklega sá eftirminnilegasti og sá eini sem var nógu mikilfenglegur til að fá að vera I annarri mynd. Hann virtist enda geta étið Bond með húð og hári og kjamsaö á beinunum. Hins vegar þola illmenni illa endurtekningu og það verður að viðurkennast að höfuðpaur draugasamtakanna SPECTRU, Blofelt, var orðinn ansi leiöigjarn. Það samræmist ekki kröfum samtlmans að fylgjast stöðugt með bardaga tveggja hðfuðandstæðinga. Við viljum annað hvort nýjar hetjur (eins og I hrollvekjunum) eöa ný varmenni, of mikill stöðugleiki I átökum er vondur. Besti Blofeltinn var auðvitað Kojac, Telly Savalas, en Donald Pleasence átti llka góða spretti. Það sem gerir gott illmenni áhrifarlkt er bæði frumleiki I illmennsku og hágæöa sadismí, samfara algeru hirðuleysi um örlög annarra. Á þessu klikkar Jaws til dæmis þegar hann tekur sig óvænt til og bjargar Bond og bondpfunni I lok Moonraker, og er óhætt að segja að þaö atriði sé eitt það alsorglegasta I sðgu Bonds. Af öðrum ánægjulegum ómennum má nefna Stromberg (Curt Jurgens) I áðurnefndri Spy Who.. sem býr yfir fallegum áætlunum um neöansjávarborg og neðansjávarmannkyn. Á leiö sinni að takmarkinu elur hann hákarla slna á riturum og lætur lllmenni eru ómissandi hverri almennilegri hetju. skip sfn gleypa kjarnorkukafbáta. Og hann ætlar að láta hákarlinn sinn gleypa Bond (mikið um gleypingar I Bondmyndunum, ha?). Vúdúmeistarinn (Yaphet Kotto) og hans krád I Live and Let Die voru llka ansi skemmtileg, enda höfðu þau fagrar fyrirætlanir um að gefa krókódllunum sfnum Bond að smakka. Ekki má gleyma Gullmanninum (Gert Frobe) f Goldfinger sem ætlaöi að kljúfa Bond f tvennt með leiser. Frá klofi og uppúr, en ekki I herðar niður. Og talandi um gull þá var það var gæska illmennisins Scaramanga I The Man With the Golden Gun sem foröaöi þeirri mynd frá algerum og frábærum leiöindum. Christopher Lee var afskaplega skemmtilega perralegt ómenni, haldið dauðaþrá á háu stigi, sem fólst I þvl að hann dreymdi um einvlgi við Bond. Kókalngreifinn (Robert Davi) I Licence to Kill var ánægjulega sannfætandi, enda nauðakunnugt yarmenni úr fjölmörgum b-myndum. Uppáhalds illmenniö mitt er samt ennþá Christopher Walken sem sérræktaða nasista ofurmennið I A View To a Kill. Það var eitthvaö svo Indælt við hvað hann var ofboðslega dekadent. Hinn megalómanlski Elliot Carver átti Ifka verulega glæsta spretti. Sérstaklega þegar hann ætlaöi aö láta sædkikkiö sitt, hinn germanska Stamper (Götz Otto) pynta Bond til bana. Það átti að gerast með allskonar sætum krókum sem minntu dáldið á lækningatól Cronenbergs fyrir konur með vansköpuð móðurlff. En besti dauðdaginn af öllum hlýtur að vera sá sem Bond átti að hlotnast milli langra leggja Onatop í Goldeneye. Það var eitthvað svo ósegjanlega viöeigandi bráðabani fyrir Bond. "Give the people what they want" segir Bond svo fallega við fjölmiðlakónginn Elliot Carver I Tomorrow Never Dies, rétt áður en hann hendir honum ( vlgtenntan borinn og losar sig við eitt illmennið enn. Orð þessi má túlka á marga vegu: ein leið er aö lesa út úr þeim gagnrýni á fjölmiðlafárið sem krefst slfellt meira ofbeldis. En vegna vannýtingar á möguleikum þessarar annars greinilega fallegu splattersenu þá hlýtur að vera Ijóst að Bond fer þarna með rangt mál og áhorfendur fá alls ekki það blóð og ofbeldi sem þeir vilja. önnur leið er að Ilta svo á að Bond sé að gefa áhorfendum illmennið til að tæta f sig; sumsé, gefum fólki almennilegt illmenni. Er sú skýring nærtækari, enda Ijóst mál að illmennið er einmitt það sem fólk vill sjá. Illmenni eru ómissandi hverri almennilegri hetju. Illmennið er drifkraftur hetjumyndarinnar og leiðarljós hennar. Það er orðin viðtekin klisja að skoða illmennið sem spegilmynd hetjunnar, skuggahlið hennar eða illan tvlfara. Enda er það oftar en ekki sem illmennið ber sjálft sig saman við hetjuna á einhvern hátt og ógnar sálarró hennar, með þvf að þvinga hana út f sjálfsskoöun. Slfka speglun mátti sjá f Goldeneye, en þar er varmennið fyrrum besti vinur Bonds sem nú hefur svikið hann og gengist á hönd græðginni. Hann ber sjálfan sig háðuglega saman við Bondarann þar sem fundum ber saman f rústum Sovétrfkjanna. Þessar rústir taka á sig bókstaflegt form f styttukirkjugarðinum þar sem hrúguðust upp hrundar hetjustyttur kommúnismans. Þær styttur stóðu jafnframt fyrir hinn hrunda höfuðandstæðings Bondsins, rússagrýlu kaldastrlðsins. Breytt heimsmynd, breyttar áherslur Það var sláandi að hótfa uppá hvernig vestrænar hetjumyndir tlundafáratugarins lentu f kreppu þegar aðal- varmennið, sjálfur kommúnisminn, hrundi. Þess vegna var það skemmtilega táknrænt að sjá hið nýja illmenni standandi innan um fallnar stytturnar, Ifkt og það hafi risiö upp úr rústum sameignarstefnunnar. Og hvað reis upp úr rústum kommúnismans? nema kapftalisminn að sjálfsögðu. Enda ætlar kósakkinn og fyrrum komminn að sölsa undir sig auð og arð að hætti auövaldssinna; reyndar fylgir sá böggull skammrifi að vestrænt efnahagskerfi leggst I rúst, svo enn eimir eftir af kommúnlskri ógn... Og þá hef ég úttalað mig um pólitlk. Kreppa hetjunnar I kjðlfar kaldastrfðsloka sýndi vel hversu háð hetjan er illmenninu; þvl illmennið er ekki aöeins hestafl hetjunnar heldur mætti segja að illmennið beinlfnis Úlfhildur Dagsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.