Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 26

Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 26
Þau sjá um bókmenntagagnrýnina í Mósaík i Sjónvarpinu Hvort í sínum stólnum með bók í hönd Menningarþátturinn Mósaík í umsjón Jónatans Garöarsson- ar er á dagskrá Sjónvarpsins á miövikudögum. Þau Ásdís Guðrún Sigmundsdóttir og Stefán Baldur Árnason sjá um bókmenntaumfjöllun þáttarins og hafa því mikið að gera núna fyrir jólin. Ásdís og Stefán eru þar og ástin kviknaði þegar þau voru saman í bókmenntafræði í Há- skólanum og því ekki að undra aö bókmenntirnar eigi hug þeirra allan. En hvernig ætli þau undirbúi sig fyrir þættina? RÖKRÆTT HEIMA í STOFU „Við veljum efnið og vinnum alla bakgrunnsvinnu saman," segir Ás- dís og Stefán bætir við aö auövitaö sé það gert í sam- ráði við Jónatan Garðarsson rit- stjóra þáttarins. „Það eru regluleg- ir samráösfundir í stofunni heima," segir Stefán og bros- ir. „Aðalmarkmið okkar í bókaumfjölluninni í þættinum er að draga fram sjónarhorn lesenda frekar en að um eigin- lega gagnrýni sé að ræða," segir Ásdfs. - Engar erjur heima þegar bækurnar eru valdar? „Jú, jú, aö einhverju leyti," segir Stefán, en Ásdís dregur úr þeim ágreiningi og segir að eöli málsins samkvæmt séu þau mjög vön að ræða bók- menntir í þaula. „Það verða í þaö minnsta ekki sambúðar- siit út af bókmenntum," segir hún og hlær. - En hafið þið sama smekk á bókmenntum? „Nei, eiginlega ekki," segir Stefán. „Við tölum svo mikiö um bækur aö oft er þaö þannig aö ég reyni að sann- færa Ásdísi um gæði þeirra bóka sem ég er hrifinn af og svo öfugt. Við er- um auövitaö ekki alltaf sammála." - Hvers konar bók- menntir eru í mestu uppáhaldi? „Ég er mest hrifinn af bókum kenndum við vitundarflæði. Ulysses eftir James Joyce er líklega uppáhaldsbókin mín og síðan er ég mjög hrifinn af Steinari Sigurjónssyni," segir Stefán. „Ég hef mjög fjölbreyttan smekk, en veit frekar hvað mér finnst ekki skemmtilegt, heidur en að ég geti dregiö út einhverjar uppáhaldsbækur. Ég er til að mynda mjög lítiö fyrir sögulegar skáldsögur," segir Ásdís. - Hefur bókaástríöan fylgt ykkur frá barnæsku? „Já, eins og margir krakkar las ég mjög mikið sem barn og í náminu hefur maður lítiö ann- að gert en lesið og talað um bækur í sex ár," segir Stefán. „Auðvitaö verður þetta stór hluti af lífi manns. Alveg eins og ef þú ert læknir þá hlýtur læknisfræðin að skiþta mjög miklu máli í lífi þínu. En ástríða .. . Hvaö er ástríöa? Það knýr þig eitthvað áfram í svona námi." í FÉLAGSSKAP ÍSFÓLKSINS „Síðan er það bara bóklest- urinn sjálfur sem skiþtir öllu máli. Ég las til dæmis ísfólkiö f fyrrahaust - aftur," segir Stefán. „Það er heil kynslóð íslendinga sem las þennan bókaflokk. Ég las þetta sem krakki og hætti ekki fyrr en á 27. bók þegar systir mín hætti að kaupa bækurnar..." - Systir þín? Ber hún ábyrgð á þessu? „Ja, ég átti ekki pening fyrir bókum á þessum tíma. En það er margt áhugavert í þessum bókum og gaman að sjá, til dæmis, hvað þær hafa haft mikil áhrif á nafngiftir ís- lendinga," segir Stefán. „Þetta eru afþreyingarbækur og ágætar sem slíkar. Þetta er svipað og að horfa á Vini í sjónvarpinu. Tekur ekki mikið á,“ segir Ásdís. „En það er svo merkilegt við okkar tíma aö núna má beita aðferðafræði bókmenntafræð- innar á ailan texta og sumir halda að með því sé verið að setja allt á sama stall. Hins vegar er mótsögnin sú að það sem best er gert í bókmennt- um verður enn þá meira áber- andi og áhugaverðara fyrir vik- ið. Kannski helst vegna þess að menn verða ekki sjálfkrafa mikilvægir rit höfundar af því að gefa út bók," segir Stefán. - Nú eruð þið að lesa bækur alla daga. Blundar í ykkur skáldagáfan? „Ég á enga skúffu fulla af Ijóöum eða óbirtum handrit- um,“ segir Ásdís og ktmir. Stefán verður óræður á svip. „Ég myndi nú vilja gera mikið til að berja niður þá mýtu að allir bókmenntafræðingar gangi með rithöfundadrauma í maganum. En ég get ekki ai- veg gert það, því ég á það til að setjast niöur og skrifa. En það er bara mtn leiö til að takast á við málin. Kannski er það líka vegna þess að formiö er manni tamt," segir Stefán sem gefur þó lítið út á vænt- anlega útgáfu. Þegar þau eru sþurð um framtíð bókarinnar á tæknivæddri öld Netsins og margmiölunardiska segjast þau ekki kvíða neinu. „Bókin í dag er ekki það sama og hún var fyrir 20 árum og hún verð- ur ekki eins eftir önnur 20 ár. Áhrif nýrra miöla á eftir að setja sitt mark á hana. En þótt ný tækni hafi áhrif á bók- ina verður hún áfram bók, þótt hún breyti um ásýnd," segir Stefán að lokum. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.