Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.12.1999, Qupperneq 47
meiru en hollt er að vita og leggur á flótta. Frábærir leikarar (Faye Dunaway, Cliff Robertson, Max von Sydow) samankomnir undir ágætri stjóm Pollacks sem skapar eina af sín- um bestu myndum. Spennandi og læ- vís, vönduð og skemmtileg afþreying. MOP 2 SPENNA Eftirherman - Copycat ('95) Sálfræðingurinn Helén Hud- son (Sigourney Weaver) hefurkynnt sér atferli fjöldamorðingja um ára- tugaskeið - og þeir fylgjast með henni. Hún lokar sig inni en lögreglu- foringi (Holly Hunter) fær hana til hjálpar. Spennumynd í A-flokki, án karls í aðalhlutverki. Leikkonurnar bjarga miklu og fagmennska ræður ríkjum. Hinsvegar skortir frumleikann, oft gripið til kunnra lausna - með fyr- irsjáanlegum afleiðingum. SPENNA Lifandi lík - The Body Snatcher’s ('94) Geimverurtaka sér bólfestu í líkömum manna. B- myndasjólinn Abei Ferrera (Bad Lieutenant) daðrar við ofsóknaræði, A-myndargerð og klassík með bærilegum árangri sem þjónar þeim best sem hafa ekki séð frummyndina né útgáfu Philips Kaufman með Donald Sutherland. Með Gabrielle Anwar, MegTilly og Forest Whitaker. ■ LAUGARPAGUR 18. desember SjONVAIfPIO DRAMA Hneyksli - Scandal (’89) Profumo-hneykslið, þegar ráðherra í bresku nkis- stjórninni svaf hjá sömu stúlkunni og útsendari KGB, skók breska heimsveldið og hristi á öndverðum sjöunda áratugnum. Hér er það höndlað á mannlegan hátt og skynsamlegan. Snertir forvitnilega á örlögum þátttakenda hneisunnar, einkum stúlkunnar Christine Keeler, sem Joanne Whalley-Kilmer leikur bráðvel, ogfélaga hennar, kvennagúrúsins Stephen Wards, sem var gerður að blóraböggli og er firna- vel leikinn af Hurt. SPENNA Næturklúbburinn - The Cotton Club (’84) Glæpir og refsing, ástir og hatur og lífið almennt á Cotton Club, hinum sögu- fræga næturklúbb í Harlem, á þriðja áratugnum. Söguhetjurnar bræður; hvítir (R. Gere, N. Cage), og svartir (Gregory og Maurice Hines). Gere er hljómsveitarmeðlimur bands- ins á staðnum og fellur fyrir stúlku mafíósans (James Remar), Hines er steppdansari í þingum við söngkon- una (Lonette McKee). Það gneistar af mynd Coppola þegar best lætur en heildarsvipurinn tætingslegur. Engin furða, fáar myndir hafa átt jafn langa og erfiða fæðingu. ■ SUNNUDAGUR 19. desember GAMANPRAMA Raunir einstæðra feðra - Bye, Bye Love (’95) Janeane Garofolo er ein- stök gamanleikkona, eins ' og hún sýndi ÍThe Truth About Cats & Dogs, og stelur þessari fyrir framan nefið á stjörnunum, aðalleikurunum Matthew Modine, Randy Quaid og Paul Reiser. Þeir glíma við vandamái ein- stæðra feðra. Fátt um fína drætti. niðttAam | GAMAN Jingle All the Way - Jólahasar (’96) Á Arnold Schwarzenegger t yfir höfuð að leika í öðrum ' myndum en hasarmyndum? Það greinir menn á um. í öllu falli sýnir hasarmyndahetjan á sér mjúku hliðina að þessu sinni og leikur örvilnaðan, upptekinn föður sem næstum gleymir að kaupa jóla- gjöf handa syninum. Stendur sig bærilega, einsog Sinbad mótleikari hans, og myndin prýðileg fjölskyldu- skemmtun. Vafalaust kveður meira að honum í nýju myndinni, End Of Days, enda í glímu við sjálfan Skrattann STOP 2 SPENNA Hinir vammlausu - The Untouchables (’87) Kevin Costner í hlutverki (Eliot Ness, tekst á við Al ' Capone í Chicago bannár- anna. Myndin er á mjög meðvitaðan hátt mótuð af langri hefð gangstermyndanna, frumleiki hennar liggur í klisju hefðarinnar og þar ligg- ur lykillinn að frábærlega vel heppn- aðri mynd. Það er allt ekta við hana á skemmtilega óekta máta. Með tækni sinni og texta eru De Palma og handritshöfundurinn David Mamet sí- fellt að segja okkur: Þetta er bara bíómynd. Meistaraverk amerískrar kvikmyndagerðar, jafnframt íburðar- mesta og vandaðasta þrjúbíó sem um getur. Það er einfaldlega sami hluturinn. Costner og Sean Connery Svartnættið sem bíóhúsin höfnuðu Þrátt fyrir góða dóma erlendis og mikið mannval, var Svartnættl - Aftliction (Bíórásin, 17. des.), gefin beint út á myndband. Magnað drama, skrifað og leikstýrt af Paul Schrader, höfundi handrita Taxi Driver, Raging Bull, Bringing Out the Dead. Sjálfur á hann að baki sem leikstjóri nokkrar frambærilegar myndir eins og American Gigolo og Cat People. Svartnætti kom á óvart, einkum góður leikur, ekki síst hjá gömlu harðjöxl- unum James Coburn og Nick Nolte, sem fer með hlutverk vandræðagrips- ins Wade Whitehouse, sem hefur hrakið frá sér alla sína nánustu og er á góðri leið með að drekka frá sér vitglóruna. Ástæðurnar má rekja til upp- eldisins, en faðir hans (Coburn) er hrotti og drykkjurútur. Wade flýtur sof- andi að feigðarósi þar til rannsókn hans á dauða auðkýfings virðist vekja hann til vitundar um sjálfan sig. Sissy Spacek og Willem Dafoe eru í minni hlutverkum. Nolte og Coburn komu báðir við sögu Óskarsverðlaunanna núna í mars og gamli, góði Cobum stóð uppi sem sigurvegari. Fátítt að myndir með slíkum leik innanborðs fái myndbandameðhöndlun. Forvitnilegt efni Helreið Kubricks HelreiSin - Paths Of Glory (Blórásin, 10. des.) er verkið sem færði hinum nýlátna meistara kvik- myndaformsins, Stanley Kubrick, heimsviðurkenningu og vinsældir almennings. Helreiðin er ómissandi stórmynd Kubrick-aðdáendum, og þar með öllum unnendum sígildra mynda. Kirk Ðouglas er magn- þmnginn í hlutverki friðarsinna sem kvaddur er í herinn á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ein óvægn- asta og áhrifarikasta strfðsádeila kvikmyndasögunnar. Sannkallað meistaraverk, sem seint verður sagt um síðustu myndina hans, Eyes Wide Shut. Því miður. Þrátt fyrir að hún beri merki höfundar síns þá verður hún aldrei talin í hópi hans öndvegisverka, þar sem aftur á móti Helreiðin mun stand- ast tímans tönn. eru góðir saman en sá sem stelur myndinni er Robert De Niro, kamel- Ijón kvikmyndanna, með ævintýra- legri túlkun á Al Capone. Sígild. ■ MÁNUPAGUR 20. desember STOP 2 SPENNA Fangaflug - Con Air (’97) Lipur blanda gamanmála, ofbeldis og spennu um borð í flugvél sem flytur fanga, þarsem þeir hlekkj- uðu ná völdum. Þeim til vandræða er ofurkappinn Cage sem er að sleppa útá reynslunáðun. Stendur uppi í hárinu á þeim og fer létt með full- fermi óbótamanna. Sem er þó enganveginn árennilegt með heimskunna morðhunda á borð við Steve Buscemi, John Malkovich og Wing Rhames í fremstu víglínu. Framleidd af Bruckheimer, sem aldr- ei fatast flugið í gerð hávaðrasama, spennandi endaleysa. Heilasködduð og hress. Sæbjörn Valdimarsson. 47

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.