Morgunblaðið - 21.12.1999, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir æfingamótið í Hollandi
Færri komast að en vilja
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik tapaði fyrir Egyptum, 29:25,
í síðasta leik sínum í sex liða æfingamóti í Haarlem í Hollandi,
sem lauk á sunnudag. Á laugardag bar íslenska liðið sigurorð af
gestgjöfunum, 27:22. Auk þessara leikja unnu íslendingar sigur
á Rúmenum í fyrsta leik þess á mótinu. Þá gerðu þeir jafntefli við
ítala, en lutu í lægra haldi fyrir Pólverjum.
orbjörn Jensson landsliðsþjálf-
ari kvaðst ánægður með mót-
ið. I landsliðið valdi hann aðeins
leikmenn, er leika með íslenskum
félagsliðum. Með þátttöku í mótinu
hugðist hann kanna hvaða leik-
menn væru í stakk búnir að fylla
nokkur skörð í landsliðhópnum,
sem heldur til þátttöku í Evrópu-
móti landsliða í Króatíu í lok jan-
úar.
„Ég er töluvert ánægður með
þetta mót. Þetta var gott verkefni
fyrir leikmennina. Ég er sáttur við
að fá fjögur stig úr því. Við vorum
nógu samkeppnisfærir í leikjunum
sem við töpuðum til að geta sigrað
í þeim. IJett,a heppnaðist því vel,“
sagði Þorbjöm, en hann játti því
að meginmarkmiðið með þátttök-
unni í mótinu hefði ekki verið að
einblína á stig og markahlutfall.
„Markmiðið var að skapa verk-
efni fyrir þá sem era við þröskuld-
inn. Þetta var yngri kynslóð leik-
manna, sem eiga að taka við af
hinurn. Þetta var kjörið verkefni
fyrir þá. Við höfðum ekki mikinn
tíma til að samæfa okkur þegar við
fóram út, en ég lagði áherslu á
nokkur atriði og fannst við upp-
fylla þau nokkuð vel. Við fengum
ekki á okkur mörg mörk. Þau urðu
raunar tuttugu og níu í síðasta
leiknum, en hefðu getað orðið fjór-
um færri. Við spiluðum oft og tíð-
um góða vörn,“ sagði þjálfarinn.
Hann sagði að allir leikmenn
liðsins hefðu fengið að spreyta sig í
mótinu. „Það var raunar mismikið,
en allir voru með og úr þessum hóp
vel ég nokkra leikmenn í Evópu-
hópinn sem ég tilkynni á milli jóla
og nýárs,“ tilkynnti Þorbjörn.
„Það er úr nógu að velja. Því
miður komast færri að en vilja. Ég
hefði þess vegna viljað vera með
fleiri úr þessum hóp, en síðan á
eftir að koma í ljós hvort aðrir eru
tilbúnir."
Síðbúinn vendipunktur
gegn Egyptum
Þorbjörn sagði að Egyptar
hefðu teflt fram sterku liði, sem
byggt hefði verið að mestu leyti á
sömu leikmönnum og léku í heims-
meistarakeppninni í heimalandi
þeirra síðastliðið vor. Þorbjörn
sagði að leikar hefðu hæglega get-
að farið á hinn veginn ef heilladís-
imar hefðu verið á bandi íslenska
liðsins.
„Við fengum marga brottrekstra
á okkur í leiknum. Það gerði út-
slagið og ég fékk þá skýringu að
Rúmenar hefðu leikið gróft gegn
Egyptunum daginn áður. Þeir
kvörtuðu mikið yfir því og á dóm-
arafundi var ákveðið að taka mjög
hart á grófum leik. Við áttum
næsta leik gegn Egyptum daginn
eftir. Við voram ef til vill óheppnir
hvað það varðar.
Við vorum yfirleitt með frum-
kvæði, en brottrekstrarnir gerðu
okkur erfítt fyrir. Undir lokin mis-
notuðum við vítakast og fengum
síðan hraðaupphlaup, en þá steig
Magnús [Már Þórðarson] á línu er
hann skoraði. Við vorum því dálítið
óheppnir," sagði Þorbjörn.
tekinn við
Egyptum
ZORAN Zivkovic, fyrrverandi
landsliðsþjálfari Júgóslavíu í
handknattleik, hefur tekið við
þjálfun egypska landsliðsins
og stýrði liðinu til sigurs á fs-
lendingum í Haarlem á sunnu-
dag. Zivkovic gerði Júgóslava
að hcimsmeisturum í Sviss
1986. Síðar héit hann til Kú-
veit og var aftur tekinn við
þjálfun júgóslavncska liðsins
er það mætti íslendingum í
tveimur leikjum í nóvember,
öðrum í Laugardalshöll og
hinuin í Svartfjallalandi. Und-
ir hans stjórn unnu Júgóslav-
ar til bronsverðlauna á heims-
meistaramótinu í Egyptalandi
síðastliðið vor.
Spánverjammi Javier Garcia
Cuesta var sagt upp störfum
hjá egypska handknattleik-
ssambandinu og er hann tek-
inn við landsliði Portúgals.
Cuesta var við sljórnvölinn
hjá Bandarikjamönnum á
heimsmeistaramótinu á ís-
landi 1995.
MAGDEBURG, liðið sem Alfreð Gíslason þjálfar, hafnaði í öðru
sæti á stórmóti evrópskra handknattleiksiiða sem fram fór í
Magdeburg um helgina, eftir að hafa tapað naumlega, 26:25, fyr-
ir Evrópumeisturum meistaraliða, Barcelona, í úrslitaleik. „Við
áttum möguleika á að jafna úr vítakasti rétt undir lokin, en mögu-
leikinn gekk okkur úr greipum er Joél Abati misnotaði vítakast-
ið,“ sagði Alfreð í gær.
JT
Imótinu tóku þátt þrír sigurveg-
arar á Evrópumótunum sl. vor,
spænsku liðin Barcelona, Ademar
Leon, er vann Evrópukeppni bjkar-
hafa, Magdeburg, sem sigraði í
EHÉ-keppninni auk efsta liðs
þýsku 1. deildarinnar, Flensburg
Handewitt. Barcelona vann Flens-
burg, 32:29, í fyrstu umferð á sama
tíma og Alfreð og lærisveinar lögðu
Leon, 32:26. Það kom því í hlut
Magdeburgar og Barcelona að
leika til úrslita, en Leon vann
Flensburg, 35:34, að loknum fram-
lengdum leik og vítakastkeppni.
Urslitaleikur Barcelona og Mag-
deburg var jafn og spennandi.
Spænska liðið hafði heldur frum-
kvæðið og einu marki yfír í hálfleik,
14:13, og hafði betur eins og fyrr
greinir eftir að Abati hafði misnot-
að vítakastið og misst þar með af
möguleikanum á framlengingu.
„Barcelona-liðið er feikisterkt,
ekki að undra þótt það hafí unnið
meistarakeppni Evrópu fjögur ár í
röð,“ sagði Alfreð. „Það era litlar
breytingar á liðinu á milli ára og
sem dæmi má nefna að ég lék á
móti um helmingi þessara leik-
manna sem vora að spila með liðinu
nú um helgina þegar ég var leik-
maður með Bidasoa á Spáni fyrir
níu árum. Barcelona hefur 22 leik-
menn í hópi sínum og þeir eru allir
mjög álíka að styrk og það undir-
strikar styrk liðsins meira en mörg
orð,“ segir Alfreð, sem er nokkuð
sáttur við leik síns liðs í leikjunum
tveimur í mótinu.
„Ég er ánægður með liðið í leikj-
unum tveimur, ekki síst þegar litið
er til þess að ég gat ekki stillt upp
mínu sterkasta liði í mótinu. Það
eru enn talsverð meiðsli í hópnum
hjá mér, meðal annars vantaði mig
Guéric Kervadec, en hann er sterk-
asti varnarmaður minn. Þá er Vat-
schesalv Atavin ekki orðinn góður
af meiðslum þótt hann hafi nú leikið
með okkur að þessu sinni. En leik-
irnir í heild voru góð reynsla fyrir
liðið, einkum þá yngri og reynslum-
inni, sem ekki hafa oft leikið við
spænsk félagslið, en þau leika
handknattleik sem er í nokkru frá-
bragðinn þeim þýska,“ segir Alfreð
og segir muninn einkum liggja í að
spænsku liðin leggi meiri áherslu á
að „keyra“ upp hraða í leikjum.
„Við gátum varla skipt inn vara-
mönnum milli sóknar og vamar
nema eiga það á hættu að fá á okk-
ur mark í staðinn. Annars er
spænski handknattleikurinn mjög
svipaður þeim sem ég kynntist þeg-
ar ég lék þar á sínum tím_a.“
Að sögn Alfreðs lék Ólafur Ste-
fánsson vel fyrir Magdeburg í leikj-
unum, skoraði fimm mörk gegn
Leon en var með fjögur á móti
Barcelona. „Ólafur lék báða leikina
frá upphafi til enda í vöm jafnt sem
sókn og skilaði sínu hlutverki með
sóma.“
Annars var það hornamaðurinn
Stefan Kretzschmar sem skoraði
mest fyrir Magdeburg í leikjunum
tveimur, alls 17 mörk, þar af tæp-
lega helming úr vítaköstum. „Ég
var nokkuð ánægður með
Kretzschmar í leikjunum, hann
skoraði drjúgt, en tók reyndar víta-
köstin fyrir okkur.“
Barcelona fékk nærri 1,3 milljón-
ir króna í sigurlaun á mótinu en
rúmlega 920.000 krónur komu í
hlut Magdeburgar fyrir annað sæt-
ið. Þetta var fjórða árið í röð sem
mótið fer fram eftir að það var end-
urvakið 1996. Hafði mótið þá legið í
láginni í 13 ár. Barcelona hefur
unnið sl. fjögur ár. I fyrra vann það
Badel frá Zagi-eb í úrslitum, 28:22.
Amar lenti í
samstuði
ARNAR Pétursson, leikmaður
Stjörnunnar í Garðabæ, lenti í
samstuði við andstæðing í leik
íslands og Egyptalands í Ha-
arlem á sunnudag. Egyptinn
var fluttur á sjúkrahús, en
Arnar var færður inn í bún-
ingsklefa, þar sem liðsiæknir-
inn Andri Karlsson saumaði
fimm spor í augabrún hans.
Zivkovic
Morgunblaðið/Jens Wolf
Alfreð Gíslason hvetur menn sína til dáða í úrslitaleiknum við Barcelona, f.v., Alfreð, Uwe Máuer og Ólafur Stefánsson, sem slekkur
þorstan með kærkomnum vatnssopa.
■iMM".........
Islending-
ar ekki
áberandi
SEGJAST verður að fslend-
ingar voru ekki sérlega
áberandi með liðum sfnum
um helgina í ensku knatt-
spyrnunni.
Hermann Hreiðarsson átti
þó góðan leik með Wim-
bledon í l:l-jafntefli við Ar-
senal á útivelli, en Jóhann B.
Guðmundsson var í leik-
mannahópi Watford sem
steinlá heima fyrir Everton.
í 1. deildinni léku þeir Eið-
ur Smári Guðjohnsen og
Guðni Bergsson báðir með
Bolton Wanderers sem varð
að sætta sig við l:0-tap á
heimavelli fyrir Stockport.
Sigurður Ragnar Eyjólfs-
son fékk loksins tækifæri í
byrjunarliði Walsall sem tap-
aði 3:2 fyrir Barnsley. Bjam-
ólfur Lárasson sat á vara-
mannabekk Walsall.
Lárus Orri Sigurðsson var
að venju í byijunarliði West
Bromwich Albion í sömu
deild, en fékk að líta rauða
spjaldið strax á 29. minútu.
Ipswich sigraði 3:1 íleikn-
um, enda á heimavelli og
ekki bætti úr skák að WBA
missti annan mann af velli
með rautt spjald í byrjun
seinni hálfleiks. Liðið er nú
meðal þeirra neðstu í deild-
inni og líklegt þykir að Brian
Little verði ekki stjóri þess
til frambúðar.
í 2. deild gengur Bjarka
Gunnlaugssyni og félögum í
Preston North End allt í
liaginn þessa dagana. Bjarki
var í byrjunarliðinu á heima-
velli gegn Blackpool um
helgina, en var tekinn af
velli 25 mín. fyrir leikslok er
enn var markalaust. Um leið
var öðrum leikmanni skipt
út af og við þetta batnaði
leikur PNA til mikilla muna
og þijú mörk og öruggur
sigur fylgdu í kjölfarið.
Ivar Ingimarsson þótti
besti leikmaður Brentford
sem tapaði l:0-fyrir topplið-
inu Wigan. ívar þótti sterkur
og fylginn sér á miðjunni hjá
Brentford og sagði sjálfur
við spjallsíðu félagsins eftir
leikinn að hann ætti enn eftir
að sýna sitt besta með liðinu.
„Ég kem úr áhugamanna-
deild og er rétt að venjast
hraðanum í 2. deildinni. Um
leið og það gerist eykst
sjálfstraustið og leikur minn
verður betri,“ sagði ívar.
Barcelona er feikisterkt