Morgunblaðið - 21.12.1999, Side 3

Morgunblaðið - 21.12.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 B 3 HANDKNATTLEIKUR Ragnar jafnaði met Valdi mars og bætti um betur RAGNAR Óskarsson, handknattleiksmaðurinn knái úr ÍR, jafnaði met Valdimars Grímssonar, er hann skoraði tíu mörk eða meira i tveimur landsleikjum í röð á Hollandsmótinu. Ragnar skoraði 13 mörk í leik gegn Hollandi á laugardaginn og síðan 11 mörk gegn Egyptalandi á sunnudaginn. Valdimar skoraði 10 mörk og 11 mörk í tveimur leikjum gegn Kýpur í Hafnarfirði fyrr á árinu. Ragnar bætti um betur, því hann skoraði 11 mörk gegn Rúmeníu sl. iimmtudag og skoraði ; hann því yfir tíu mörk í þremur landsleikjum á fjórum dögum. Þegar Ragnar skoraði 11 mörk gegn Egyptum var það í 50. skiptið sem landsliðsmaður nær þeim áfanga að skora tíu mörk eða fleiri í landsleik. Ragnar er þriðji leikmaðurinn til að skora tíu mörk eða fleiri í lands- leik á sama ári. Valdimar Gríms- son afrekaði það einnig í ár, en fyr- ir utan leikina gegn Kýpur skoraði hann 10 mörk gegn Ungverjum. Aðeins einn leikmaður hafði áð- ur skorað þrisvar sinnum tíu mörk eða fleiri í þremur leikjum á ári. Það gerði Júlíus Jónasson 1990, er hann skoraði 12 mörk í leik gegn Tékkóslóvakíu, 10 mörk í leik gegn Bandaríkjunum og 11 mörk í leik gegn Dönum. Islenskir landsliðsmenn hafa í ár skorað átta sinnum tíu mörk eða fleiri í landsleik. Fyrir utan Vald- imar og Ragnar skoraði Julian Ró- bert Duranona 10 mörk í leik gegn Sviss og 12 mörk í leik gegn Mak- edóníu. Áður hafði það gerst tvisvar að fjórum sinnum á ári hafi leikmenn náð að skora tíu mörk eða fleiri í landsleik - 1985, þegar þeir Krist- ján Arason, Páll Olafsson, tvisvar, og Sigurður Gunnarsson komu við sögu og 1988 er Birgir Sigurðsson, Sigurður Valur Sveinsson, Alfreð Gíslason og Kristján Arason komu við sögu. Ragnar Óskarsson er 23 leik- maður Islands sem hefur skorað tíu mörk eða fleiri í leik. Aðeins fjórir leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Ragnar er hann skoraði 13 mörk gegn Hollandi. Gústaf Bjarnason á markametið - skoraði 21 mark í leik gegn Kína 1997. Kristján Arason hefur oftast farið yfir tíu mörk í landsleik, alls níu sinnum. Valdimar kemur næst- ur á blaði, sjö sinnum og Sigurður Valur Sveinsson hefur afrekað það fímm sinnum. Þeir leikmenn sem eru á afreka- listanum síðan Hermann Gunnars- son skoraði 17 mörk í landsleik í Bandaríkjunum 1966, eru Geir Hallsteinsson (3), Axel Axelsson (3), Pálmi Pálmason (1), Stefán Gunnarsson (1), Þorbergur Aðal- steinsson (1), Kristján Arason (9), Bjarni Guðmundsson (1), Páll Ól- afsson (2), Sigurður Gunnarsson (1), Alfreð Gíslason (2), Birgir Sig- urðsson (2), _ Sigurður Valur Sveinsson (5), Óskar Armannsson (1), Júlíus Jónasson (3), Valdimar Grímsson (7), Patrekur Jóhannes- son (1), Ólafur Stefánsson (1), Gústaf Bjamason (1), Bjarki Sig- urðsson (1), Julian Róbert Duran- ona (1), Ragnar Óskarsson (3). Þeir hafa skorað flest mörk IXPP í landsleik í handknattleik Leikmaður Mörk Mótherji Úrslit Ár Gústaf Bjarnason 21 Kína 31:22 1997 Hermann Gunnarsson 17 Bandaríkin 41:19 1966 Kristján Arason 15 Ungverjaland 28:24 1985 Birgir Sigurðsson 15 Færeyjar 36:20 1988 Axel Axelsson 13 Portúgal 27:19 1998 Valdimar Grímsson 13 Frakkland 28:15 1973 Ragnar Óskarsson 13 Holland 27:22 1999 Þaðgekk nær allt upp Ragnar Óskarsson þótti leika stórvel með íslenska landslið- inu í æfingamótinu í Hollandi. Hann varð markahæsti maður mótsins. „Ég er mjög ánægður. Vissulega gekk mér vel, en fyrst og fremst var það liðið sem spilaði mjög vel. Ég held að allir geti verið sáttir við leik sinn, held að allir hafi skilað sínu. Það var enginn einn, sem skaraði framúr, þótt ég hafi skorað mörg mörg. Við lékum mjög góða vörn. Hún var hugsanlega sterkasta hlið okkar í mótinu, varn- arleikurinn," sagði Ragnar. „Það er gaman að geta komið inn í það og sannað sig. Til þess er maður ein- mitt í þessu.“ Frammistöðu sinnar vegna hlýt- ur Ragnar að koma sterklega til greina í eitt hinna lausu sæta, sem enn eru í landsliðshópnum er held- ur til vináttuleikja við Frakka í jan- úar og í úrslitakeppni Evrópumóts- ins í lok sama mánaðar. Hafði Ragnar það jafnvel að leiðarljósi er hann bjó sig undir leiki mótsins? „Nei, ég gerði það raunar ekki. Ég hugsaði fyrst og fremst um þessa leiki og tók einn þeirra fyrir í einu. Það var um að gera að reyna að sanna sig fyrst ég fékk þetta tækifæri, en sæti í Króatíu blundaði ekkert sérstaklega í mér. Ég ein- beitti mér aðallega að þessu móti,“ sagði Ragnar. En átti hann von á að vera jafn atkvæðamikill ograun varð á? „Nei, í rauninni ekki. Þetta kom mér svolítið á óvart. Mér gekk mjög vel. Ég hafði ekki gert mér vonir um að mér gengi svona vel, en von- aði þó að ég gæti sýnt hvað í mér býr. Ég held að ég hafi gert það. Það gekk nær allt upp og ég bjóst ekki alveg við því, sérstaklega vegna þess að við æfðum svo lítið og samæfing okkar var því ekki mikil,“ sagði Ragnar Óskarsson, leikmaður íslenska landsliðsins og IR. I §j§ || | Ragnar Óskarsson lék vel á mótinu í Hollandi. ■ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og samherjar í Nordhorn unnu Wuppertal, 31:20, í þýsku 1. deild- inni í handknattleik á sunnudag- inn. Með sigrinum komst Nord- horn upp í fjórða sæti deildarinnar en Wuppertal er enn í þriðja neðsta sæti með 6 stig. ■ DAGUR Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Wuppertal í leikn- um og Heiðmar Felixson gerði eitt mark fyrir sama félag. ■ JULAN Duranona var með tvö mörk, bæði úr vítakasti, er Eisen- ach lagði Willstatt, 26:18. Gústaf Bjarnason skoraði mest leikmanna Willstatt, sex mörk. Magnús Sig- urðsson var með eitt mark fyrir sama lið. Sigurinn lyfti Eisenach upp úr mesta baslinu í neðri hluta deildarinnar en Willstatt stendur höllum fæti, er næstneðst sem fyrr. ■ SIGURÐUR Bjamason gerði 3 mörk fyrir D/M Wetzlar er það tapaði 28:24 fyrir fyrrverandi fé- lögum Sigurðar í Bad Schwartau. ■ RÓBERT Sighvatsson skoraði 2 mörk og var rekinn af leikvelli með rautt spjald er Bayer Dormagen tapaði á heimavelli, 21:18, fyrir Lemgo. Rdbert var rekinn var leik- velli á 40. mínútu fyrir þriðju brott- vísun. Þá var staðan 15:13 fyi-ir Lemgo. ■ DAÐI Hafþórsson var marka- hæstur leikmanna Dormagen, skoraði 4 mörk. Héðinn Gilsson er meiddur og skoraði aðeins eitt mark í leiknum. Andreas Thiel, markvörður Dormagen, fór mikinn í leiknum þrátt fyrir að vera nærri fertugur og varði hann m.a. tvö vítaköst í leiknum. ■ PATREKUR Jóhannesson og Páll Þórólfsson voru ekki á meðal markaskorara Essen er liðið tapaði 24;19 fyrir GWD Minden á heima- velli síðarnefnda liðsins. ■ MAGNUS Wislander skoraði sitt eitt þúsundasta mark í þýsku 1. deildinni í handknattleik er lið hans Kiel lagði Grosswallstadt, 23:20, á heimavelli. Þetta var um leið 33. leikur Kiel á heimavelli án taps, þar af hefur liðið unnið 32 af þessum leikjum. iM. SNJÓBRETTI BRETTAFATNAÐUR BRETTASKÓR BRETTAHANSKAR BRETTA GLERA UGU BRETTAPOKAR Frábært verð! - Bretti með bindingum og skóm frá kr. 25.900, stgr. 24.605. - Brettagleraugu frá kr. 2.600. - Brettaúlpur barna frá kr. 6.490. - Brettaúlpur fullorðins frá kr. 8.900. Armú/a 40, sím/ 553 5320 Iferslunin Sport - Hjól - Skíði - Golf - Þrek

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.