Morgunblaðið - 21.12.1999, Side 5

Morgunblaðið - 21.12.1999, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999 B 5 KNATTSPYRNA Reuters félaga síns í Leeds-liðinu Gary Kelly eftir 2:0-sigur á Chelsea sl. endurheimti Leeds toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. nanns dag bendir hins vegar til þess að betri tíð kunni að vera í nánd. „Það er gott að vera kominn aftur heim og fá tækifæri til að heiðra minn- ingu Bills. Hann breytti lífi mínu og ég sakna hans,“ sagði Keegan, sem nú er þjálfari enska landsliðsins. Á áttunda áratugnum var hann lykilmaður í liði Liverpool og hann segir engan vafa leika á hver eigi heiðurinn af því glæsta skeiði í sögu félagsins. „Velgengni Liverpool var Bill að þakka. Fólk má ekki gleyma því að þegar hann kom var liðið í lægð, lék í 2. deild og hafði gert í fimm ár. Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig á Anfield-Ieik- vanginum til að sjá hverju hann fékk áorkað. Allt var það meira og minna honum að þakka. Vissulega komu íjölmargir að því að hefja fé- lagið til vegs og virðingar að nýju, en ég hygg að flestir samsinni því að þar hafi Bill Shankly átt stærstan hlut að máli,“ sagði Keegan enn- Jörg Berger sagt upp JÖRG Berger, þjálfara Frankfurt, hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu í kjölfar óhagstæðra úrslita. „Staða okkar í deildinni er helsta ástæða uppsagnar- innar,“ sagði Rolf Heller, forseti félagsins. „Frum- markmið okkar, sem er að halda liðinu í efstu deild, næst aðeins með því að ráða nýjan þjálfara." Frankftirt tapaði sjötta leik sínum í röð á laugar- dag, er liðið laut í lægra lialdi, 3:0, fyrir Ulm. Berger, sem er 55 ára, var ráðinn þjálfari liðsins í apríl sl. Þá var liðið í fall- baráttu og sneri hann blað- inu við í tæka tíð. Felix Magath, fyrrverandi þjálf- ari Werder Bremen, er efst- ur á blaði yfir líklegustu arftaka Bergers. Tvö glæsimörk tryggðu Bari sigur LAZIO hefur sex stiga forystu í ítölsku 1. deildinni þegar hlé verð- ur gert á deildinni fram yfir áramót. Lazio lagði Piacenza 2:0 um helgina en þetta var í sjötta sinn sem Lazio lagði Piacenza í sjö síðustu leikjum liðanna. Marcelo Salas skoraði fyrra mark Lazio eftir aðeins níu mínútur og Sinisa Mihajlovic gerði annað mark liðsins á 59. mínútu. Skömmu áður var Daniele Delii Carri rekinn af velli og léku leikmenn Piacenza einum færri síðustu mínútur leiksins. Nýliðarnir í Reggina koma enn á óvart. Fyrr í vetur gerði liðið jafntefli við Juventus og nú gerði það 2:2-jafntefli við AC Milan. And- rea Pirlo kom Reggina yfir en úkraínski landsliðsmaðurinn And- riy Shevchenko kom Mílanliðinu yf- ir með tveimur mörkum. Reggina jafnaði leikinn á 78. mínútu. Feder- ico Guinti, leikmaður AC Milan, var rekinn af velli fyrir brot. Reggina fékk í kjölfarið aukaspyrnu og úr henni skoraði Mohaned Kallon. Mörk unglinganna Antonio Cass- ano og Hugo Enyinnaya fyrir Bari þóttu einstaklega glæsileg en þau tryggðu liðinu 2:l-sigur gegn Inter Milan. Enyinnaya, sem er 18 ára, skoraði að 30 m færi en Christian Vieri jafnaði leikinn íyrir Mílanlið- Deportivo La Coruna hefur átta stiga forystu í spönsku 1. deildinni að loknum leikjum helgar- innar. Liðið lagði Celta Vigo 1:0. Sigur Coruna hékk á bláþræði því leikmenn Celta Vigo, sem er í öðru sæti deildarinnar, sóttu grimmt í leiknum en misnotuðu tækifærin og að minnka forskot Coruna, sem heldur öruggu forskoti í deildinni, en hlé verður gert í deildinni til 5. janúar. Barcelona vann sinn fyrsta sigur í sex leikjum er liðið lagði Atletico Madrid 2:1 um helgina. Sigurmark Barcelona var sérlega glæsilegt en hollenski leikmaðurinn Boudewijn Zenden skoraði af 30 m færi. Barcelona náði forystu með marki frá Luis Enrique en Jimmy Floyd Hasselbaink jafnaði úr vítaspyrnu. Louis van Gaal, þjálfari Barcelona, var himinlifandi með sigur liðsins og sagði að leikmenn hefðu gert betur eftir að Madridarliðið jafnaði ið. Cassano, sem er 17 ára, skoraði síðan sigurmarkið efitr að hafa leik- ið á tvo vamarmenn og markvörð Milanliðsins. Þetta var sjötti sigur Bari í sjö síðustu leikjum gegn Int- er. Fimm mörk litu dagsins ljós í leik Perugia og Bologna. Perugia sigraði 3:2 og var fjölmiðlum tíð- rætt um að sigurinn hefði reynst Carlo Mazzone, þjálfara liðsins, sætur því hann var rekinn frá Bo- logna síðasta sumar. Roberto Ripa skoðaði sigurmarkið er níu mínútur voru eftir af leiknum. Gabriel Batistuta tryggði Fior- entina jafntefli er liðið mætti Ju- ventus um helgina. Igor Tudor kom Juventus yfir á 17. mínútu en Bat- istuta jafnaði þremur mínútum síð- leikinn. „Þessi sigur var mikilvæg- ur og kemur hðinu vonandi á sigur- braut á ný. Ég er ánægður með hvernig liðið spilaði og úrslit leiks- ins.“ Real Madrid vann sinn fyrsta leik á heimavelli síðan í ágúst er lið- ið bar sigur úr býtum gegn Espan- yol 2:1. Heimamenn hófu leikinn illa og Miguel Angel Benetez skor- aði fyrir gestina eftir 25 mínútur. Fernando Hierro og Raul Gonzalez skoruðu fyrir heimaliðið en Gonza- lez fékk tækifæri til þess að auka muninn en misnotaði vítaspyrnu. Mikið rigndi er Athletic Bilbao og Real Zaragoza léku á sunnudag og var leikvöllurinn í Bilbao eitt forarsvað. Leikmenn áttu erfitt með að fóta sig á vellinum og því var leikurinn hin besta skemmtun fyrir áhorfendur, en mörkin komu á færibandi. Þegar upp var staðið endaði leikurinn með jafntefli, 2:2. ar. Minnstu munaði að Fiorentina tryggði sér sigur er Michelangelo Rampulla skallaði að marki á 80. mínútu en Enrico Chiesa varði frá- bærlega. Adailton tryggði Verona l:0-sig- ur gegn Venezia og kom liðinu af mesta hættusvæði deildarinnar. Brasilíski leikmaðurinn skoraði sigurmarkið á 57. mínútu úr víta- spymu eftir að Alfredo Aglietti var felldur innan vítateigs. Þá gerði Hernan Crespo, leik- maður Parma og markahæsti leik- maður deildarinnar, sitt ellefta mark á leiktíðinni er hann skoraði gegn AS Roma. Parma vann 2:0. FOLK ■ PAVLO Rink, þýskur landsliðs- framherji er leikið hefur með brasilíska liðinu FC Santos að und- anförnu, er í þann mund að snúa aftur til Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Rink, sem fæddist í Brasilíu, hafði verið í láni hjá brasilska liðinu síðan í vor. ■ JURICA Vraiyes og Marko Ba- bic, króatískir táningar, munu slást í hópinn með Rink og félögum í jólahléi þýsku deildarkeppninnar. Þeir gerðu báðir fimm ára samn- inga við Leverkusen. ■ RIVALDO, brasilíski framherj- inn snjalli í liði Spánarmeistara Barcelona, var valinn leikmaður ársins af tímaritinu World Soccer. Rivaldo fékk 42,27 prósent at- kvæða lesenda. ■ DAVID Beckham, leikmaður Manchester United, varð annar með 26,55 prósent atkvæðanna, en Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hafnaði í þriðja sæti, fékk rúmlega níu prósent atkvæða í kjörinu. ■ DENIS Serban, rúmenskur mið- vallarleikmaður sem leikið hefur með Valencia í efstu deild Spánar að undanfömu, hefur verið seldur til Villareal í 2. deild fyrir tæpar 150 milljónir króna. ' ■ ÍTALSKA knattspyrnusam- bandið hefur sektað AS Roma um rúma milljón króna vegna „óviðeig- andi“ tákns, sem stuðningsmenn félagsins hafa borið á spjöldum sín- um í síðustu þremur leikjum liðs- ins. Táknið, sem um ræðir, er kross innan í hring, sem vitað er að nýna- sistar hafa tekið upp á sína arma. ■ CHRISTIAN Karembeu, fransk- ur miðvallarleikmaður Real Madrid á Spáni, sagði á laugardag að forsvarsmenn þýska félagsins Kaiserslautern hefðu komið að máli við sig með hugsanlegan samning í huga. f samtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD sagðist hann glaður vilja ganga í raðir þýska liðsins, en þar myndi hann hitta fyrir félaga sinn í heimsmeist- araliði Frakka, Youri Djorkaeff. ■ JESUS Gil, forseti Atletico Madrid á Spáni, bauð ársmiðahöf- um á leiki liðsins endurgreiðslu gegn því að þeir skiluðu árskortum sínum í síðustu viku. Fjörutíu og þrír einstaklingar nýttu sér tilboð- ið. ■ GIL gerði miðahöfunum tilboðið á mánudag fyrir rúmri viku, en það rann út síðastliðinn föstudag. Ástæða þessa er mikil óánægja stuðningsmanna félagsins með* gengi liðsins, sem magnaðist er það tapaði fyrir Valencia á heima- velli um þaraíðustu helgi, ■ ARGENTÍNSKI markvörðurinn Pablo Cavallero verður frá keppni í sex vikur. Hann meiddist á hné í samstuðu við Raúl Gonzalez hjá Real Madrid. Hörður Már samdi við Leiftur HÖRÐUR Már Magnússon, sem leikið hefúr með Val undan- farin tvö sumur, hefur gengið til liðs við Leiftur á Ólafsfírði. Hörður hefúr gert tveggja ára samning við Ólafsfjarðarliðið, en hann lék með Leiftri árið 1997. Þorsteinn Þorvaldsson, for- maður knattspyrnudeildar Leifturs, sagðist gera ráð fyrir að félagið fengi til sín fleiri leikmenn áður en tímabilið hæfist á næsta ári. Félagið hefur rætt við Hilmar Inga Rúnarsson, sem lék með Þrótti í sumar og sagði að félagið stefndi að því að fá einnig til sín framherja, en af því yrði ekki fyrr en Jens Martin Knudsen, þjálfari liðsins, sem leikur með Ayr í Skotlandi, kæmi til landsins í mars á næsta ári. Örugg forysta La Coruna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.