Morgunblaðið - 21.12.1999, Side 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1999
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
■ DION Dublin, markahæsti leik-
maður Aston Villa í ensku úrvals-
deildinni í knattspymu, verður að
öllum líkindum frá keppni í þrjá
mánuði eftir að hafa meiðst á hálsi í
leik liðsins gegn Sheffíeld Wednes-
day á laugardag.
■ DUBLIN brákaði hryggjarlið er
hann lenti í samstuði við Gerald Si-
bon, leikmann Wednesday, og
gekkst í kjölfarið undir aðgerð
vegna meiðsla sinna.
■ EZEQUIEL Gonzalez, 19 ára
leikmaður argentínska liðsins
Central Rosario, er undir smásjá
enska úrvalsdeildarliðsins Man-
chester United. ítalska félagið AS
Roma er einnig á höttunum eftir
argentínska táningnum.
■ GONZALEZ leikur ýmist sem
hægri bakvörður eða hægra megin
á miðju vallarins. Manchester Unit-
ed er sagt reiðubúið til að greiða
eina og hálfa milljón sterlings-
punda fyrir leikmanninn, eða rúm-
ar 170 milljónir króna.
■ ALEX Ferguson, skoskur knatt-
spymustjóri Manchester-liðsins,
hyggst leggja meiri áherslu á að
leita að efnilegum leikmönnum í
Suður-Ameríku, því þar fáist þeir á
lægraverði.
■ FERGUSON er mjög undrandi á
meintum ummælum stjómarfor-
mannsins Martin Edwards í hans
garð. I nýútkominni bók Mihirs
Bose er Edwards sagður hafa lýst
yfir vantrausti á Ferguson, sér-
staklega á fjármálasviðinu.
■ EDWARDS hefur sjálfur vísað
staðhæfingum bókarhöfundar á
bug og sagt þær byggjast á getgát-
um, en Ferguson hyggst leita sér
lögfræðiaðstoðar við að íhuga stöðu
sína og framtíð hjá félaginu.
■ KEVIN Keegan, landsliðsþjálf-
ari Englendinga, ætlar að ræða við
Ferguson um möguleika á að geta
teflt Paul Scholes, leikmanni Man-
chester United, í úrslitakeppni
Evrópumóts landsliða, sem fer
fram í Hollandi og Belgíu næsta
sumar.
■ SCHOLES þarf fyrr en síðar að
gangast undir skurðaðgerð vegna
brjóskloss, en Ferguson vill ekki að
hún verði framkvæmd fyrr en
keppnistímabilinu í Englandi lýk-
ur. Það kemur aftur á móti í veg
fyrir að leikmaðurinn geti leikið
með enska landsliðinu í Evrópu-
mótinu.
■ KEEGAN sagðist mundu ákveða
í sameiningu við Ferguson hvað
væri Scholes fyrir bestu. „Ég veit
að Alex óskar honum alls hins
besta því hann er sannkallaður
gimsteinh. Ég vil líka hugsa vel um
hann því ég lít einnig á hann sem
gimstein," sagði Keegan.
■ GLENN Hoddle, fyirverandi
landsliðsþjálfari Englendinga, er
sagður reiðubúinn til að snúa sér
aftur að stjórnun knattspymuliðs.
■ HODDLE var sagt upp störfum
hjá enska knattspymusambandinu
fyrir tíu mánuðum eftir að hafa
hneykslað landa sína með óheppi-
legum ummælum. Hann dró sig í
hlé og hafnaði m.a. tilboðum frá
franska liðinu Mónakó og Notting-
ham Forest í Englandi.
■ BOBBY Robson, knattspymust-
jóri Newcastle United í ensku úr-
valsdeildinni, er mjög áhugasamur
um að framlengja samning sinn við
félagið, en hann rennur út í lok yfir-
standandi keppnistímabils.
■ ROBSON tók við af Hollending-
num Ruud Gullit í september og
hefur óneitanlega náð betri árangri
en forveri sinn. Robson verður 67
ára í febrúar og segist ekki reiðu-
búinn til að taka'að sér skrifstofuv-
innu í bráð.
■ SOUTHAMPTON festi í gær
kaup á Imants Bleidelis, landsliðs-
manni Lettlands, sem skrifaði und-
ir þriggja og hálfs árs samning.
Bleidelis er miðvallarleikmaður og
mun hann leika sinn fyrsta leik með
liðinu gegn Chelsea á annan í jól-
um.
Fjögurá
sigurbraut
KEPPNI Leeds United og Manchester United á toppi ensku úr-
valsdeildarinnar í knattspyrnu heldur áfram eftir leiki helgarinn-
ar. Bæði lið unnu leiki sína; Man. Utd. á útivelli gegn West Ham á
laugardag og Leeds einnig í Lundúnum, gegn Chelsea á sunnu-
dag. Liverpool og Sunderland halda sigurgöngu sinni áfram, en
Arsenal varð að sætta sig við jafntefli við Hermann Hreiðarsson
og félaga í Wimbledon. Þá kom Bradford á óvart með 2:0-sigri á
Newcastle, en Sheffield Wednesday og Watford héldu upp-
teknum hætti og töpuðu leikjum sínum.
Jesti leikur helgarinnar fór lík-
lega fram á Upton Park í
Lundúnum, heimavelli West Ham.
Þar voru þrefaldir meistarar Man.
Utd. í heimsókn og fjölmargir
áhorfendur fengu að líta sex mörk.
Hefðu þau auðveldlega getað orðið
mun fleiri.
Óhætt mun að fullyrða að meist-
ararnir hafi byrjað með látum í
leiknum, því eftir aðeins 19 mín.
leik var staðan orðin 3:0 þeim í vil!
Dwight Yorke skoraði fyrsta mark-
ið eftir níu mínútna leik og lagði svo
upp mark fyrir Ryan Giggs aðeins
fjórum mínútum seinna. Skömmu
síðar skoraði Giggs öðru sinni eftir
varnarmistök Neils Ruddocks í liði
West Ham og allt leit út fyrir risa-
sigur. Italinn Paolo Di Canio var þó
á öðru máli og nánast á eigin spýtur
gjörbreytti hann gangi leiksins
með hreinni snilld. Tvö mörk hans á
hálftíma kafla, í fyrri hálfleik og
seinni hálfleik, lagfærðu stöðuna
umtalsvert frá sjónarhóli heima-
manna og enginn var vonsviknari
en einmitt Di Canio er honum mis-
tókst að notfæra sér upplagt færi
til að jafna metin litlu síðar eftir
enn eitt einstaklingsframtakið.
Þau mistök reyndust hins vegar
vendipunktur í leiknum; leikmenn
Man. Utd. vöknuðu af sínum væra
blundi og tóku aftur til við að leika
vörn heimamanna sundur og sam-
an. Aðeins einni mínútu eftir
Á brattann að sækja
einhverja möguleika," sagði hann.
Hlutskipti hinna nýliðanna var
ólíkt. Watford tapaði að venju, nú
3:1 fyrir Everton á heimavelli og
ekki var Jóhann B. Guðmundsson í
leikmannahópi liðsins. A hinn bóg-
inn vann Sunderland - einnig að
venju - og markahrókurinn Kevin
Phillips hélt þar uppteknum hætti,
skoraði bæði mörk liðsins í 2:0-sigri
á Southampton. Pilturinn sá er nú
langmarkahæstur í úrvalsdeildinni
og hefur svo sannarlega reynst
vera metfé.
sparkaði til Kewell þar sem hann lá
og arkaði síðan til fundahalda við
Jeff Winter dómara, þeim síðar-
nefnda til lítillar ánægju. Til að kór-
óna frammistöðuna sá Lebouef
ástæðu til að rífast við einhverja á
varamannabekk Leeds á leiðinni af
vellinum og gæti verið í hinum
mestu vandræðum vegna fram-
göngu sinnan allrar í leiknum, sem
reyndar var frekar grófur af hálfu
beggja liða.
Eymd Chelsea, sem gengur
hreinlega ekkert í deildinni, var síð-
an fullkomnuð með öðru marki
McPhails rétt undir lok leiksins.
Leikmenn
fóru yfir strikid
Leeds gefur
ekkert eftir
dauðafæri Di Canios jók Yorke
muninn aftur í tvö mörk eftir undir-
búning Giggs og við það tækifæri
fögnuðu meistaramir markinu af
jafn mikilli innlifun og Di Canio böl-
sótaðist sáran yfir eigin frammist-
öðu.
Nicky Butt kom knettinum í
fimmta sinn inn fyrir mark and-
stæðinganna áður en leiktíminn var
úti, en mark hans var dæmt af
vegna rangstöðu.
„Þetta var að mínu mati hreint
frábær leikur,“ var úrskurður Alex
Fergusons knattspyrnustjóra eftir
á. „Auðvitað byrjuðum við hrika-
lega vel og þá lékum við skínandi
góða knattspyrnu. En það verður
að hæla leikmönnum West Ham
fyrir baráttuna og að neita að gef-
ast upp. Eftir annað mark þeirra
fékk ég örlitlar áhyggjur af gangi
Arsenal varð að sætta sig við 1:1-
jafntefli á heimavellinum Highbury
gegn nágrannaliðinu Wimbledon,
en þar stóð Hermann Hreiðarsson
vaktina í vöminni að vanda. Carl
Cort kom Wimbledon yfir strax á 7.
mínútu með skoti sem Manninger
hefði átt að verja í marki Arsenal
en það kom svo í hlut Henrys, hins
franska, að jafna metin í seinni
hálfleik.
Man. Utd. hafði náð toppsætinu
með sigrinum á laugardag og því
var pressan nokkur á Leeds í
Lundúnum daginn eftir á Brúnni,
heimavelli Chelsea.
Heimamenn réðu enda ferðinni
að mestu í upphafi leiks og fram
eftir fyrri hálfleik, en Nigel Martin,
markvörður Leeds, er eldri en
tvævetur og varði allt sem að hans
kjafti kom með þónokkram tilþrif-
um.
I seinni hálfleik fór markaleysið
að fara í taugarnar á leikmönnum
Chelsea og ekki minnkaði ergelsið
er Stephen McPhail kom gestunum
yfir á 66. mínútu. Fransmaðurinn
Franck Leboeuf fékk að líta rauða
spjaldið örfáum andartökum síðar
fyrir aðra áminningu sína - glóra-
laust brot á Harry Kewell. Rautt
spjald var hið eina rétta í stöðunni,
en Lebeuf lét þó ekki staðar numið;
Sautján stigum munar nú á
Leeds og Chelsea í deildinni, en Gi-
anluca Vialli, stjóri Lundúnaliðsins,
vildi þó ekki gefa möguleika á titli
alveg upp á bátinn.
Hann viðurkenndi hins vegar að
leikmenn hefðu látið skapið hlaupa
með sig í gönur. „Leikmenn fóra jú
yfir strikið. Eftir að hafa skapað öll
þessi færi okkar náði Leeds að
skora úr fyrsta skoti sínu og það fór
greinilega afar illa í mína menn.
Þetta var svo sannarlega gult
spjald og Leboeuf átti skilið að líta
rauða spjaldið. Ég gæti verið ansi
reiður út í hann. En ég vil ekki
segja meira. Hann átti brottvísun-
ina skilda og frekari aðgerðir af
minni hálfu verða gerðar innan
veggja félagsins. Þetta var ekki
besta dómgæsla í heimi, en svona
er nú knattspyman,“ bætti Vialli
við, prúðmennskan uppmáluð.
David O’Leary, starfsbróðir
hans hjá Leeds, hafði hins vegar
fyllstu ástæðu til að vera kampa-
kátur. Og það var hann: „Þetta var
góður sigur og þrjú dýrmæt stig.
Ég er stoltur af leikmönnum mín-
um. Við áttum erfiðan leik á mið-
vikudag (þegar Leeds tapaði fyrir
Leicester í vítaspymukeppni í
deildabikamum) en börðust samt
af fullum krafti. Við vörðumst vel,
enda er ekki við öðru að búast af að-
komuliði á Brúnni, en menn verða
að muna hverja ungu drengirnir
mínir vora að eiga við. Við erum
aftur komnir á toppinn. Ég veit
ekki hvar við endum, en við njótum
þess nú að sitja á toppnum," sagði
O’Leary og brosti í kampinn.
JONATHAN Woodgate stekkur í fang
sunnudag. Við sigurinn
mála, því það hefur áður komið fyr-
ir okkur að tapa niður tveggja
marka forystu. En þeim tókst ekki
að nýta dauðafæri til að skora sitt
þriðja mark og ég held að fyrir vik-
ið höfum við unnið. Við sneram
strax sókn í vöm og Dwight Yorke
bætti fjórða markinu við,“ sagði
Ferguson ennfremur.
Nýliðar Bradford búa ekki við
glæsOega stöðu við botn úrvals-
deildarinnar, en með 2:0-sigri á
Newcastle sýndu leikmenn liðsins
að þeir era ekki tilbúnir að láta eftir
sæti sitt baráttulaust.
Gamli jaxlinn Dean Sounders
skoraði annað marka Bradford, en
Paul Jewel, stjóri liðsins, viður-
kenndi að áfram yrði svo sannar-
lega á brattann að sækja. „Við
stöndum allir saman í þessari bar-
áttu og ef við berjumst áfram eins
og við gerðum í seinni hálfleik að
þessu eigum við að minnsta kosti
í minningu heiðursr
LIVERPOOL er á fleygiferð þessa
dagana undir franskri forystu Ger-
ard Houlliers og á laugardag báru
lærisveinar hans sigurorð af Co-
ventry, 2:0, með mörkum þeirra
Michael Owens og Titi Camaras.
Þetta var fímmti sigurleikur Liver-
pool í röð og sjöundi sigurinn í níu
siðustu leikjum liðsins. Fyrir vikið
er Liverpool nú alvarlega talið lík-
legt til afreka á leiktíðinni, en liðið
varð síðast enskur meistari 1990.
Laugardagurinn var hátfðisdag-
ur á Anfield, því þá var þess minnst
að 40 ár vora frá því Skotinn Bill
Shankly tók við stjórnariaumunum
þjá Liverpool og breytti þokkalegu
2. deildarliði í eitt sigursælasta
knattspyrnulið Evrópu.
Shankly hafði getið sér gott orð
sem stjóri Huddersfield, en hann
tók til óspilltra mála, losaði sig við
íjölmarga leikmenn; fékk aðra í
staðinn og lagði sig í framkróka um
að skapa samheldinn hóp sem bæri
virðingu fyrir öllu því sem Liver-
pool stæði fyrir.
Það tókst lionum heldur betur.
Tvö ár tók að komast upp úr 2.
deild, en eftir önnur tvö ár var
fyrsti meistaratitillinn kominn á
Anfíeld. 1965 vann Liverpool ensku
bikarkeppninna í fyrsta sinn og ári
síðar hampaði liðið aftur Eng-
landsmeistaratitlinum.
Ótrúleg
sigurganga
Skotinn Shankly varð sem stjóri
Liverpool einn sigursælasti knatt-
spyrnusljóri í sögu ensku knatt-
spymunnar og segja má að undir-
sátar hans hafi tryggt Liverpool
titilinn risaveldi næstu þrjá áratug-
ina tæpa. Shankly sjálfur landaði
fleiri titlum, t.d. í Evrópukeppni fé-
iagsliða, en 1974 sá hann ástæðu til
að seljast i helgan stein, skömmu
eftir að tvö mörk Kevins Keegans
höfðu tryggt Liverpool 3:0-sigur á
Newcastle í úrslitaleik bikarkeppn-
innar á Wembley.
Fjölmargir hafa leitt að því líkum
seinna meir að Shankly hafí séð eft-
ir ákvörðun sinni, en hitt er ljóst að
Liverpool hélt áfram sigurgöngu
sinni. Við tóku nýir stjórar eins og
Bob Paisley, Joe Fagan og Kenny
Daglish - allt dyggir Liverpool-
menn, og titlarair héldu áfram að
renna inn líkt og á færibandi. Alls
sigraði Liverpool tíu sinnum í deild-
inni á áranum 1976 til 1990, en auk
þess varð liðið fjóram sinnum
Evrópumeistari meistaraliða, einu
sinni sigurvegari í Evrópukeppni
félagsliða og afrekaði það að sigra
tvöfalt, bæði í deild og bikar á því
herrans ári 1986.
Með öllum þessum sigram trýggði
Liverpool sér titilinn sigursælasta
félag enskrar knattspyrau.
Betri tíð í nánd
Stemmningin á Anfield sl. laugar-