Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 B 15
IÞROTTIR
í
1
Morgunblaðið/Golli
Ragna Björk Guðbrandsdóttir á svellinu.
Morgunblaðið/Golli
Linda Viðarsdóttir, SR, sýnir listir sínar.
Tilþrif á svellinu
NÓG var af glæsiiegum tilþrifum hjá einbeittu skautafólki framtíðar
og nútíðar í Laugardalnum á laugardaginn þegar fram fór á vegum
Skautasambandsins fimmta íslandsmót barna og unglinga á list-
skautum. Að þessu sinni var aðeins keppt í A- og B-flokki því sífellt
fleiri börn og unglingar eru farnir að skella undir sig skautunum og
ekki tími til að fleiri flokkar fengju að leika listir sínar.
A ð sögn Elísabetar Eyjólfsdóttur,
formanns listhlaupadeildar
ikautasambandsins, hafa gæðin
aukist í samræmi við
ttefán fjölda iðkenda og yf-
'tefánsson irbyggð skautahöll
krifar skipti sköpum. „Sér-
staklega hafa yngri
rakkamir notið góðs af því og hafa
íft lengi við góðar aðstæður, sem
ÍS lagði
Stjömuna
OPNUNARLEIKUR úrvals-
deildar karla í blaki fór
fi-am í Ásgarði á laugardag-
inn þegar ÍS sótti Stjömuna
heim. IS vann leikinn í
þremur hrinum gegn engri,
en hrinumar enduðu, 25:22,
27:25,25:21.
Gestimir vom alltaf
skrefinu á undan í leiknum
en heimaliðið komst þó
nærri því að krækja sér í
stig í annarri hrinunni sem
endaði með minnsta mun.
Bestur hjá Stjömunni var
Róbert Karl Hlöðversson en
lið ÍS var nokkuð jafnt.
Bæði lið skarta nýjum
leikmönnum á þessari leik-
tíð, Sljarnan hefur fengið
brasilíska uppspilarann
Kiko Santos til liðs við sig en
ÍS nýjan kantsmassara, Gal-
in Raditchkov, sem hefur
meðal annars leikið með
unglingalandsliði Búlgaríu.
skilar góðum árangri. Við höfum sótt
um inngöngu í alþjóða skautasam-
bandið og eigum von á að verða sam-
þykkt þar fljótlega, sem breytir
miklu með að geta sent keppendur á
mót erlendis og það yrði góð breyt-
ing og hvetjandi,“ sagði Elísabet.
Keppendur í þetta sinnið komu frá
þremur félögum og voru 73 frá 8 ára
aldri til tvítugs, af þeim komu aðeins
tveir frá Akureyri því verið er að
byggja yfir svellið þar.
Sárir vöðvar en
mikill áhugi
„Ég er ánægð með að það eru allt-
af að koma fleiri í listhlaupið og nú
eru að koma upp efnilegar stelpur,
sem gætu náð langt. Það hefur ekki
gerst áður svo að ég verð að gera
mitt besta til að halda mínu þó að ég
vilji auðvitað leggja mitt af mörkum
KNATTSPYRNA
fyrir skautana," sagði Linda Viðars-
dóttir í Skautafélagi Reykjavíkur,
sem keppti í kvennaflokki. Hún hef-
ur æft í 8 ár og undanfarin 3 ár einnig
þjálfað að hluta hjá félagi sínu. „Ég
var fimm ár í fótbolta hjá Fylki, þá
aðallega á sumrin því skautarnir
voru á vetuma en svo varð ég að taka
skautaíþróttina alvarlega og þá varð
fótboltinn varð að víkja,“ bætti Linda
við og það hefur hún gert því undan-
farin sumur hefur hún haldið ásamt
nokkrum stöllum sínum til æfinga á
Bretlandi og verið ytra í tvo mánuði.
„Við æfum þar sex til átta tíma á dag
og það er mjög erfitt enda mikið um
blöðrur og sára vöðva en áhuginn er
nógu mikill til að þetta sé allt saman
mjög gaman.“ En af hverju heillar
skautaíþróttin Lindu og hvað um
framtíðina. „Það er allt gaman við
skautana en stökkin mest því þar er
áhættan - hvort maður detti eða
lendi rétt. Annars veit ég ekki hve
lengi ég muni keppa, að minnsta
kosti þangað til ég fæ nóg en við er-
um með flokk eldri stúlkna, sem sýna
saman og þá er í lagi að vera fram að
25 ára aldri þó að maður sé ekkert að
reyna við öll stökkin lengur,“ bætti
Linda við og hafði ákveðnar skoðanir
um fleiri yfirbyggð skautasvell. „Það
var mikil breyting þegar byggt var
yfir svellið - nánast bylting en höllin
er þéttsetin og erfitt að fá fleiri tíma.
Auðvitað er alltaf kvartað yfir því en
svona er íþróttaheimurinn á íslandi
og miðað við hvað við erum rík er
hann ekki nógu góður.“
Eini strákurinn
og eftirsóttur
Jónas Páll Viðarsson er 10 ára fé-
lagi í Skautafélagi Reykjavíkur og
hann var eini pilturinn á íslandsmót-
inu að þessu sinni og að sögn foreldra
hans er áhuginn mikill og æfingar
þrisvar á viku. Þar sem lítið er um
stráka í listhlaupinu hefur hann í
nógu í snúast og þarf ekki að kvíða
framtíðinni því lfldegt að hann verði
eftirsóttur þegar kemur að para-
keppni.
Lakers
fór
sneypu-
för til
Houston
Leikmenn Los Angeles Lakers
fóru mikla sneypuför til
Houston í Texasríki í fyrrakvöld,
þar sem efsta lið NBA-deildarinnar
í körfuknattleik tapaði fyrir heima-
mönnum, 89:83.
Cuttino Mobley gerði þriggja
stiga körfu er nítján sekúndur voru
til leiksloka auk þess sem Kelvin
Cato lagði stein í götu hins tröll-
vaxna Shaquille O’Neals, varði m.a.
skot hans er staðan var jöfn, 79:79.
„Tímasetning Catos var mjög
góð er hann varði skotið,“ sagði
O’Neal. „Hann er þekktur fyrir að
verja mörg skot og gerði það eftir-
minnilega í þetta sinn.“
Cato varði fjögur skot í leiknum,
sem var fimmta viðureign hans
með Houston eftir að hafa jafnað
sig af meiðslum. „Mér er borgað
fyrir að gera þetta,“ sagði Cato.
Phil Jackson, þjálfari Lakers,
var furðu lostinn. „Við vorum nið-
urlægðir í beinni útsendingu á
landsvísu," sagði hann. „Það kom
mér á óvart að við skyldum ekki
leika betur en þetta frammi fyrir
alþjóð. Ég varð mjög vonsvikinn.
Eins og við lékum, hefði ímynd
okkar ekkert batnað þótt við hefð-
um knúið fram sigur.“
Rudy Tomjanovich, þjálfari
Houston, var mun glaðbeittari.
„Cato hefur átt marga góða leiki
fyrir okkur. Hann þarf ekki að
vera mjög iðinn við stigaskorun,
því hann getur hjálpað okkur á
mörgum öðrum sviðum, t.d. með
því að verja skot eins og hann
gerði í þessum leik,“ sagði Tomj-
anovich.
Þetta var fyrsti sigur Houston í
fjórum leikjum, en Los Angeles
hefur tapað fimm af átta síðustu
leikjum sínum eftir að hafa leikið
sextán leiki í röð án taps.
„Við hittum illa og lékum slæma
vörn,“ sagði O’Neal. „Sérstaklega
fór hittnin fyrir ofan garð og neðan
undir lok leiksins. Við fórum illa
með færi okkar bæði undir körf-
unni og utar á vellinum," sagði
miðherjinn sterki. Steve Francis
var stigahæstur heimamanna með
sautján stig, en Mobley gerði
fimmtán og Cato tíu.
Athygli vekur að Houston
Rockets hefur ellefu sinnum borið
sigurorð af liðum, sem Phil Jack-
son stjórnar, en tapað tíu sinnum.
Jackson var við stjórnvölinn hjá
firnasterku liði Chicago Bulls og
stýrði því til sex NBA-meistara-
titla á átta árum með hjálp Michael
Jordans.
Chelsea mætir
Gillingham
Gillingham, sem leikur í 2. deild
og lagði Sheff. Wed. að velli í
16 liða úrslitum ensku bikarkeppn-
innar, mætir Chelsea í átta liða úr-
slitum, en dregið var á sunnudag.
Everton mætir Aston Villa, Bolton
tekur á móti Charlton og Tranmere
mætir Newcastle, sem lagði Black-
burn að velli í gærkvöldi, 2:1. Alan
Shearer skoraði bæði mörk
Newcastle - á 20. og 79. mín., en
Jansen skoraði fyrir heimamenn á
25. mín.
Aðeins þrjú úrvalsdeildarlið eru
eftir í keppninni. Flestir veðja á að
Chelsea vinni keppnina, samkvæmt
upplýsingum frá veðbókurum, en
fæstir hafa trú á Gillingham; lík-
urnar á að liðið vinni eru 125 á móti
einum.
Leikirnir fara fram 19. og 20.
febrúar.
{'$■) íþróttaskólanámskeið
X20007
íþrótta- og Ólympíusamband íslands stendur fyrir sérstöku íþrótta-
skólanámskeiöi sem ætlað er stjórnendum íþróttafélaga og þjálfur-
um/leiðbeinendum. Farið verður yfir undirbúningsferli að stofnun íþrótta-
skóla, helstu markmið hans og skipulag.
Umfang: 6 kennslust.
Tími: Laugardagurinn 5. febrúar
frákl. 10.45 - 15.00.
Staður: Iþróttamiðstöðin Mosfellsbæ.
Umsjón: Halla Karen Kristjánsdóttir
íþróttakennari.
Skráning: Skrifstofu ÍSl, sími 581 3377.
Netfang: kjr@toto.is
Skráningu skal vera lokið fyrir fimmtudaginn 3. feb.
Verð 2.500 kr.
Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu ÍSÍ, simi 581 3377.