Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Olafur og Guðjón dæmaí Portúgal ÓLAFUR Öm Haraldsson og Guð- jón L. Sigurðsson, handknattleiks- dómarar, hafa verið settir dómar- ar á Ieik ABC Braga frá Poi-túgal ogjúgóslavneska Iiðsins Lovcen Osiguranje Cetinje í fjórðungs- úrslitum EHF-keppninnar í næsta mánuði. Er þetta sjötti leikurinn sem þeir félagar dæma utan land- steinana á leiktíðinni auk þess sem þeir dæmdu sex leiki á HM 21 árs liða í Qatar sem fram fór í ágúst og september á sl. ári. Félagar þeirra, Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson, hafa einnig verið á faraldsfæti á leikt íðinni og alls dæmt átta leiki í Evrópu. Nýtt Evrópupar Anton Gylfí Pálsson og Hlynur Leifsson fengu á dögunum réttindi sem EHF-dómarar, þ.e. em svo- kallað Evrópupar. Þeir tóku próf í Slóveníu á dögunum og stóðu sig með prýði en þess má geta að tvö pör féllu á prófínu. Þau vora reyndar ekki íslensk. EHF-dómar- ar hafa réttindi til þess að dæma í Evrópukeppni félagsliða. „Flensu- leikar" í Sydney? NOKKURS kvíða er farið að gæta meðal lækna í Sydney í Ástralíu um að inflúensa sú sem herjað hefur á Evrópubúa upp á síðkastið berist til lands- ins og plagi keppendur, starfsmenn, áhorfendur og aðra þá sem verða á Olympíuleikunum sem fram fara í Sydney í sept- ember. Inflúensan sem um er að ræða á upptök sín í Sydney en fór að gera vart við sig í Evrópu í haust. Nú er reiknað með að hún snúi til baka á heimavígstöðvar þegar liða tekur á árið, um það leyti sem vorið verður í hámarki í Sydney. Það er einmitt á þeim tíma sem Ólympíuleikarnir eiga að fara fram. Silfur og brons á NM TVEIR íslendingar unnu til verðlauna í flokkum ungl- inga á Norðurlandamótinu í taekwondo sem fram fór í Ósló á dögunum. Einar Carl Axelsson úr Fjölni hlaut silfurverðlaun í -63 kg flokki og tapaði naumlega fyrir Norðmanni, 8:7, í úr- slitaviðureign. Trausti Már Gunnarsson úr Fjölni fékk bronsverðlaun í -67 kg flokki og lagði Svía í úrslit- um um þau. Islendingar áttu einnig tvo fulltrúa í flokki fullorðinna, þá Norm- andy Del Rosario og Örn Sigurbergsson sem báðir koma úr Fjölni, en þeir féllu út í fyrsta bardaga. Vala Flosadóttir stökk yfir 4,10 m á móti í Malmö um helgina. Morgunblaðið/Hasse Sjögren „Skemmtilegur tími framundan“ JÓN Arnar Magnússon og Guðrún Arnardóttir tryggðu sér um helgina þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu i frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Gent í Belgíu 25.-27. febrúar. Þar með er Ijóst að ísland á fjóra keppendur á mótinu því Vala Flosadóttir og Einar Karl Hjartarson höfðu þegar náð lágmarkinu - Einar með því að setja íslandsmet í hástökki innanhúss á föstudagskvöldið þegar hann fór yfir 2,24 metra og Vala með því að stökkva 4,30 metra fyrir skömmu. Jón Amar og Guðrún náðu EM-lágmörkunum Víðir Sigurðsson skrifar Jón Arnar varð í öðru sæti í á Erki Nool-sjöþrautarmótinu sem fram fór í Tallinn í Eistlandi um helgina. Jón Arnar fékk 6.149 stig, sem er þriðji besti árang- ur hans í þrautinni frá upphafi og hon- um tókst að sigra mótshaldarann, Erki Nool, í fyrsta skipti. Roman Sebrle frá Tékklandi sigraði með 6.358 stig, sem er tékkneskt met, og Nool varð þriðji með 6.137 stig. A eftir komu Michaealenko frá Úkra- ínu með 5.984 stig, Kaseorg frá Eistlandi með 5.830 og Korkizoglou frá Grikklandi með 5.817 stig. fslandsmet í langstökki Jón Arnar setti Islandsmet í lang- stökki innanhúss í þrautinni þegar hann stökk 7,76 metra. Þess má geta að langstökksmet Jóns utanhúss er 8 metrar sléttir. Árangur hans var sem hér segir: 60 m hlaup: 6,90 sekúndur. Langstökk: 7,76 metrar. Kúluvarp: 16,10 metrar. Hástökk: 2,01 metrar. 60 m grind: 8,13 sekúndur. Stangarstökk: 4,75 metrar. 1.000 m hlaup: 2:48,78 mín. Samtals 6.149 stig en íslands- og Norðurlandamet Jóns er 6.293 stig, sem hann náði á HM í Maebashi á síðasta ári. Greinilegt er á árangrin- um í Tallinn að Jón Arnar er á réttri braut á ný eftir að hafa misst af bróðurparti síðasta keppnistímabils vegna meiðsla í hné. Léttir að sjá að allt sé í lagi „Það er fyrst og fremst mikill létt- ir að hafa farið í gegnum þessa þraut og séð að allt er í lagi og Jón í góðu standi. Hnéð hélt fullkomlega og þessi árangur hans lofar góðu,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálfari Jóns Arnars, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þeir félagar voru þá á leið til Malmö en þar dvelja þeir við æfing- ar fram að meistaramóti íslands um aðra helgi. „Fyrri dagurinn var frábær, enda náði Jón þá besta árangri sínum frá upphafí, bætti sig um 14 stig. Það var ánægjulegt að ná langstökks- metinu, gott fyrir sjálfstraustið og stemninguna. Seinni dagurinn var ekki eins góður og stangarstökkið var slakt, enda fór Jón þar aðeins byrjunarhæðina. Hann hafði heldur ekki stokkið áður í vetur með fullri atrennu,“ sagði Gísli. Jón náði að sigra Erki Nool í keppni í fyrsta skipti. Það er vænt- anlega líka góður áfangi? „Já, það var skemmtilegt að ná loksins að sigra hann en það hafði hvorki tekist áður í sjöþraut né tug- þraut. Það munaði reyndar ekki miklu, aðeins 12 stigum, en Jón gerði það sem þurfti í 1.000 metra hlaup- inu, hélt sig nógu nálægt Nool allan tímann til að eiga ekki á hættu að missa hann fram fyrir sig á stigum." Hvernig verður undirbúningnum fyrir EM háttað? „Við munum dvelja í Malmö við æfingar til 11. febrúar og einbeita okkur að hraða og tækni. Það er skemmtilegur tími framundan fyrst öll pressa varðandi lágmarkið er úr sögunni. Jón kemur heim á meist- aramótið um aðra helgi og tekur þar á af fullum krafti. Ég á ekki von á að Þórey ekki með í vetur ÞAÐ liggur nú endanlega fyrir hverjir fulltrúar íslands verða á Evrópumeistaramútinu í Gent en ekki er líklegt að aðrir nái lágmörkum. Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari, hefði án efa komist í þennan hóp en hún hefúr ekkert getað æft í vetur vegna brjóskloss í baki og sleppir innanhússtímabilinu alveg. Að sögn Vésteins Hafsteinssonar telja læknar að hún sé komin yfír þessi meiðsli og verði tilbúin fyrir utanhússtimabil- ið í vor. um önnur mót verði að ræða fram að Evrópumeistaramótinu,“ sagði Gísli Sigurðsson. Guðrún náði lágmörkum þrátt fyrir veikindi Guðrún Arnardóttir náði lág- mörkunum í 400 metra hlaupi og 60 metra grindahlaupi á móti hjá East Tennessee-háskólanum í Bandaríkj- unum. Hún veiktist um helgina en keppti samt og tókst að ná tilskildum árangri. Hún varð þriðja í 400 metr- unum á 54,34 sekúndum en íslands- met hennar er 53,35 sekúndur. Sig- urvegarinn, Miki Barber, hljóp á 53,68 sekúndum. Guðrún varð síðan fímmta í 60 metra grindahlaupinu á 8,47 sekúndum en met hennar er 8,34. Sharon Jewell sigraði á 8,12 sekúndum. Guðrún hyggst undirbúa sig fyrir EM með þátttöku í mótum í Evrópu. Hún er síðan væntanleg til Malmö um miðjan febrúar verður þar í æf- ingabúðum með Völu Flosadóttur fram að Evrópumeistaramótinu. Vala stökk 4,10 metra Vala Flosadóttir keppti á móti í Malmö um helgina en það var fjórða mót hennar á tímabilinu. Hún sigr- aði, stökk 4,10 metra, en Vala fór yfir 4,30 metra á dögunum og náði þá bæði Ólympíu- og EM-lágmarki. Vala prófaði nýja og stífa stöng á mótinu og fann sig vel, að sögn Vé- steins Hafsteinssonar, verkefnis- stjóra Sydney-hóps FRI. FRJALSIÞROTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.