Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 16
Bjami geríst umboðsmaður BJARNI Sigurðsson, fyrrver- andi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, bíður þessa dag- ana eftir því að fá leyfi frá FIFA til að starfa sem umboðsmaður knattspyrnumanna. Bjami er í La Manga á Spáni að fylgjast með Norðurlandamótinu og skoða nokkra leikmenn þar. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann væri búinn að taka öll tilskilin próf á íslandi og væri bara að bíða eftir heim- ild frá FIFA um að hefjast handa. „Þetta verður örugglega gaman. Eg verð í félagi við nokkra umboðsmcnn í Skand- inavíu og við eram með menn á öllum Norðurlöndunum og í Þýskalandi og það er verið að vinna í því að koma á sambandi í Grikklandi," sagði Bjarai. Það eru knattspyrnusambönd viðkomandi landa sem sjá um að þeir sem sækja um þurfa að fara í gegnum ákveðna mennt- un þar sem meðal annars er far- ið yfir leikmannaskiptareglur og annað sem við kemur þessum málum. Þegar viðkomandi um- sækjandi hefur staðist próf hjá KSI er send beiðni til FIFA um að viðkomandi verði heimilt að starfa sem umboðsmaður og eft- ir slíkri heimild bíður Bjarni. hSkuS? Morgunblaðið/Kristinn Atli Eðvaldsson þjálfari klappar Indriða Sigurðssyni á kollinn eftir að hafa kallað hann af leikvelli Finnar reyna að fá Litmanen JARI Litmanen, einn besti leikmaður Finna, er ekki komin til La Manga en Finnar ætla að reyna að fá hann. Litmanen leikur með Barcelona og lék aðeins annan hlálfleikinn með liði sinu um helgina og vonast þjálfari Finna til að hann geti skotist til La Manga í dag og leikið á móti Islend- ingum á morgun. Litmanen hefur leikið 59 landsleiki fyrir Finnland og gert 14 mörkíþeim. Nils Johan Semb, þjálfari Noregs íslending- arsækjaá „ÉG er nokkuð sáttur með hvemig mitt lið lék í dag, ekki með allt en í heildina séð er ég nokkuð ánægður með leik þess þó svo við næðum ekki að skora,“ sagði Nils Johan Semb, landsliðsþjálfari Norðmanna, eftir leikinn við íslendinga. „Þetta var erf- iður leikur fyrir bæði lið, þið eruð með nýjan þjálfara og ég átti þvi von á mikilli baráttu eins og kom á daginn. Islensku leikmennimir em mjög sterkir og [Hermann] Hreiðarsson var frábær í vörninni," bætti hann við. Hann sagðist ánægður með þá fjöl- mörgu íslensku leikmenn sem leika í Noregi. „Þeir era frábærir og hafa staðið sig vel, bæði innan vallar og ut- an. Það er mjög gott að hafa íslend- ingana í norskri knattspymu, þeir era landi og þjóð til sóma og ég get ekki betur séð en bilið milli íslenskrar knattspymu og þess sem Svíar, við og Danir höfum verið að gera, sé að minnka mikið. Þið eigið orðið marga góða leikmenn," sagði norski þjálfar- inn. Norðmenn átlu í miklum vanda „ÉG er sáttur með eitt stig úr leiknum og með leikinn í heild sinni. Hann varfínn í fyrri hálfleik á meðan við notuðum allar þær kanónur sem við höfðum í boði. Ég er einnig sáttur með leik nýliðanna því þótt þeir hafi allir verið inná undir lokin lentu þeir ekki í neinum telj- andi vandræðum með reynda landsliðsmenn Noregs,“ sagði Atli Eðvaldsson eftir að hafa stýrt landsliðinu fyrsta sinni í gær á móti Norðmönnum. Spurður um skiptingamar sagði Atli að Indriði hefði fengið höf- uðverk og orðið að fara útaf, Heiðar Helguson fékk slæmt ^■■■■■i spark í sig undir lok Skúli Unnar fyrri hálfleiks og kom Sveinsson ekki inná eftir hlé. SfráSpáni Meiðsli hans era ekki alvarleg og gæti hann þess vegna verið með á mið- vikudaginn. „Eg vildi halda Ríkharði inná eins lengi og ég gat, bara vegna háu sendinganna, en hann var orðinn svo þreyttur í lokin. Tryggvi virtist eitthvað þreyttur og því var honum skipt útaf.“ Atli sagði að norska liðið hefði ekki komið sér á óvart, það hefði leikið eins og búist hefði verið við. Spurður um hvort munurinn á liðunum minnkaði þegar sterkustu menn beggja þjóða væra ekki með sagði hann: „Ég veit það eiginlega ekki. Ég veit ekki hvort dregið hafi saman milli okkar og Norðmanna. Mér fannst strákamir leika vel, þeir vora agaðir og þeir vora þolinmóðir og það skiptir svo miklu máli. Það slitn- aði lítið á milli varnar og miðju þar sem þeir héldu boltanum og léku honum þvert frekar en negla honum fram og yfir miðjumennina. Við vit- um að það er ekkert mál að leyfa Norðmönnum að hafa boltann því þeir gefa háar sendingar inn á teig- inn þar sem þeir treysta á sterka skallamenn sína. Við vitum að við er- um með sterka skallamenn og það kom í Ijós í dag. Það kom líka í ljós í dag að með réttri leikaðferð á eitt erfiðasta lið í heimi, Norðmenn, í vandræðum." Varnarlínan var á stundum nokuð flöt, er það meðvitandi eða er þetta bara hlutur sem geríst? „Já, vörnin var stundum nokkuð flöt, en þeir vora oft rangstæðir og ég held að með meiri þjálfun verði það ekki vandamál. Leiðin sem Norðmenn hlaupa þegar þeir sækja er þannig að það þarf að stíga fyrir þá þannig að þeir verði að breyta að- eins til. Við gleymdum þessu stund- um en það er bara eðlilegt í fyrsta leik á þessum tíma árs. Það lagast með æfingunni,“ sagði Atli. Ákveðinn sigur „Okkur langaði virkilega til að sýna að við eram með gott lið og ég held það hafi tekist. Ég neita því samt ekki að við hefðum kosið að vinna, sérstaklega kannski þeir okk- ar sem spila í Noregi, það hefði ekki verið leiðinlegt að fara til Noregs eft- ir að hafa sigrað," sagði Rúnar Krist- insson, fyrirliði islenska landsliðsins. „Það er virkilega gaman að vera hérna með liðinu, aðstæður era frá- bærar og góður andi í liðinu. Það er ákveðinn sigur fyrir okkur að gera jafntefli við Norðmenn, sérstaklega þegar haft er í huga að við eram með nýjan þjálfara, mikið af nýjum mönnum og nýtt leikkerfi. Við fóram nánast ekkert yfir sóknarleikinn fyr- ir þennan leik þannig að ég held við getum verið nokkuð ánægðir. Við ætluðum að halda ákveðnu bili milli varnar og miðju og koma þannig í veg fyrir að Norðmenn kæmust þar inn, það gekk vel að mínu mati. Menn fóru léttir í leikinn, ákveðnir í að hafa gaman af því að leika fótbolta á grænu grasi í janúar. Það losnaði fljótlega um þessa spennu sem fylgir oft leikjum og okkur tókst að halda í við þá, það er sjaldan sem norskt landslið fær svona fá marktækifæri og það er sigur fyrir okkur. Við á hinn bóginn sköpuðum okkur ekki heldur mörg marktækifæri en ég held að þau markmið sem við settum okkur fyrir leikinn hafi náðst.“ Með ódrepandi baráttuanda „ÉG er aldrei ánægður með að vinna ekki og því er ég óánægð- ur með eitt stig úr leiknum, mér fannst við vera betra liðið og verðskulda sigur,“ sagði Staale Solbakken, miðjumaðurinn sterki hjá Norðmönnum, eftir leikinn. „Hins vegar lékum við ekki nógu vel allan tímann. Við byrj- uðum ágætlega og enduðum ágætlega en í 45 mínútur lékum við illa. Islenska liðið er gott og mér sýnist munurinn vera að minnka á milli þeirra sem kallajlar hafa verið litlu þjóðirnar og hinna stærri á Norðurlöndum. íslensku leikmennirnir eru rosa- lega líkamlega sterkir og baráttuandinn ódrepandi og því erfítt að eiga við þá. Þeir einbeittu sér að því að verjast í dag og gerðu það vel og fengu fyrir vikið ekki mikið af færum. Við fengum hins vegar nokkur og ég hefði viljað sigra,“ sagði Sol- bakken. Gylfi Orrason rak einn útaf GYLFI Orrason dómari dæmdi leik Færeyinga og Finna í gær og þótti standa sig með miklum ágætum. Hann varð að vísa einum Finnanum af velli í leiknum eftir að hann hafði sýnt hon- um gula spjaldið í tvígang. Jarkko Wiss, sem Gylfí rak útaf, verður því í leikbanni á miðvikudaginn þegar Finnar mæta Islendingum. Finnar máttu þakka fyrir að sigra Færeyinga í gær, Antti Sumiala gerði eina mark leiksins á 57. inínútu. Áður en það kom höfðu Fær- eyingar meðal annars átt skot í þverslá. Svíar unnu Dani 1:0 og var sigurinn sanngjara því Svíar voru talsvert sterkari. Það var Marcus Allbaack sem gerði eina mark leiksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.