Morgunblaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
Mikilvægur
sigur hjá
Keflavík
„MENN voru ekki einbeittir allan leikinn og því náðu þeir að vinna
upp forskot okkar, en sigurinn skipti öllu máli,“ sagði Sigurður
Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigur á vesturbæjarliði
KR í Keflavík, 101:98, eftir spennandi lokamínútur. Keflvíkingar
höfðu 25 stiga forystu undir lok fyrri hálfleiks.
Með góðri baráttu tókst KR-ing-
um að vinna þann mun upp í
síðari hálfleik og þegar skammt var
til leiksloka munaði
aðeins einu stigi. I
Btöndal hálfleik var staðan
skrifar 58:43. Keflvíkingar
voru nánast óþekkj-
anlegir frá fyrri leikjum og þeir fóru
hreint á kostum í fyrri hálfeik þar
sem þeir settu 58 stig. Guðjón Skúla-
son átti þá afbragðsleik og setti átta
3ja stiga körfur. Um tíma leit út fyrir
stórsigur hjá Keflvíkingum þegar
þeir náðu 25 stiga forystu, 57:32. En
' KR-ingar vöknuðu þá við vondan
draum og náðu að rétt sinn hlut
nokkuð og munurinn í hálfleik var 15
stig, 58:43.
I síðari hálfeik virtust Keflvíking-
ar ætla að halda fengnum hlut en
tveir afleitir kaflar komu KR-ingum
inn í leikinn að nýju og þegar
skammt var til leiksloka munaði að-
eins einu stigi 94:93. En Keflvíkingar
voru sterkari á lokasprettinum og
unnu ákaflega þýðingarmikinn sigur
eftir slakt gengi I síðust leikjum.
„Það var fyrst og fremst fyrri hálf-
leikur sem varð okkur að falli en ég
er ánægður með þá baráttu sem
menn sýndu eftir að vera komnir 25
stigum undir. Síðan er bara að ein-
beita sér að næsta leik sem er úr-
slitaleikurinn í bikarkeppninni,"
sagði Ingi Þór Stefánsson, þjálfari
KR eftir leikinn.
Bestir í liði Keflavíkur voru Guð-
jón Skúlason, Hjörtur Harðarson og
Jason Smit en bestu menn KR voru
þeir Keith Vassel, Ólafur Ormsson
og Jesper Sörensen.
Ingimundur
Ingimundarson
skrifar
Grindvíkingar
reyndust sterkari
Leikur Skallagríms og Grindavík-
ur í Borgamesi var ekki sérlega
skemmtilegur á að horfa og æði köf-
lóttur. Gestimir
höfðu yfír í hálfleik,
34:41, og lokatölur
urðu 87:93. Þegar
þrjár mínútur vom
liðnar af leiknum varð nýi leikmaður-
inn í liði Skallagríms, Enrique Cha-
ves, að fara meiddur af leikvelli og
kom ekki meira við sögu.
Allt annað var að sjá til liðs Skal-
lagríms en í síðasta heimaleik. Vand-
ræðagangur og léleg skotnýting
einkenndi leik liðsins í fyrri hálfleik.
Gestirnir skoraðu tíu stig í röð er
Skallagrímsmenn höfðu lagað stöð-
una í 21:24 eftir dræma byrjun-
.Heimamenn löguðu enn stöðuna í
34:38, en gestirnir áttu síðustu körf-
una í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi
var 34:41, gestunum í vil.
Skallagrímsmenn byrjuðu vel í
seinni hálfleik og breyttu stöðunni i
38:41 og hrandu fyrstu fjóram sókn-
um Grindvíkinga. Allt virtist á réttri
leið fyrir heimamenn en Bjami
Magnússon rýrði vonarglætuna með
þremur þriggja stiga körfum í röð.
Síðar komust Grindvíkingar í 71:52.
Skallagrímsmenn gáfust ekki upp
og sýndu baráttuvilja. Er þrjái' mín.
Iifðu leiksins var staðan orðin 72:82
og er 56 sek. vora eftir breytti Birgir
Mikaelsson stöðunni í 83:89. En nær
komust heimamenn ekki. Skömmu
fyrir leikslok fékk Tómas Holton
mikið högg í andlitið og leit út fyrir
að hann væri nefbrotinn. Heima-
menn fengu vítaskot sem þeir nýttu
ekki.
Lið Skallagríms var ekki eins létt-
leikandi og í síðustu leikjum og mun-
aði miklu að Tómas Holton náði sér
ekki á strik í upphafi. Nýtingin úr
þriggja stiga skotum var mun síðri
en í fyrri leikjum og vegur það þungt.
En liðið sýndi skapstyrk að gefast
ekki upp eftir mjög slæman kafla, en
sú barátta kom of seint. Torrey John,
Hlynur og Tómas vora bestir í liði
heimamanna. Leikur Grindvíkinga
virðist byggjast upp í kringum Bren-
ton Birmingham. Á meðan honum
var haldið niðri ríkti úrræðaleysi hjá
liðinu. Það var þá sem Bjarni Magn-
ússon bjargaði því. Þessir tveir vora
bestu menn liðsins. Leiðinlegt var að
heyra einstaka leikmenn gestanna
vera með sífellt röfl í dómuram.
Njarðvíkingar sigruðu
Hamar í Ljónagryfjunni
Vð réðum ekki við svæðisvörnina
hjá þeim í síðari hálfleik og því
fór sem fór. Það gengur ekki að leika
vel í 15 mínútur það
þarf að leika vel all-
Btöndal an leikinn. Ég er
skrifar náttúrlega ekki sátt-
ur við tap en þetta er
þó minnsta tapið hjá okkur á Suður-
nesjum,“ sagði Pétur Ingvarsson
þjálfari og leikmaður Hamars frá
Hveragerði eftir að lið hans hafði
tapað, 95:74, í Ljónagryfjunni í
Njarðvík á sunnudaginn. í hálfleik
var staðan 47:45.
Hvergerðingar vora þó sterkari í
byrjun og náðu 11 stiga forskoti í
upphafi leiks, 20:9, og þeir leiddu
nánast allan fyrri hálfleikinn eða þar
til á síðustu sekúndunum að Njarð-
víkingum tókst að komast yfir þegar
þeir settu niður þriggja stiga körfu.
Njarðvíkingar komu síðan mjög
ákveðnir til síðari hálfleiks og ekki
leið á löngu þar til þeir vora komnir
með afgerandi forystu, 65:53. Ekki
bætti úr skák hjá gestunum að fjórir
í liðinu vora þá komnir með fjórar
villur og Njarðvíkingar voru ekki í
neinum vandræðum með að innbyrða
öraggan sigur í leiknum.
Bestu menn í liði Njarðvíkur vora
Friðrik Ragnarsson, Teitur Örlygs-
son og Hermann Hauksson. En hjá
Hamri vora Skarphéðinn Ingason,
Pétur Ingvarsson og Grandon Titus
bestir.
Valur Ingimundarson klædd-
ist búningi á ný í sigurleik
Leikur Tindastóls og KFÍ á Sauð-
árkróki hófst með mildlli bar-
áttu og hraða, og náðu Tindastóls-
menn strax
„... forystunni, létu bolt-
Bjömsson ann SanSa vel °S
skrifar léku góða vörn, en á
það hefur skort und-
anfarið. Lokatölur urðu 87:74,
heimamönnum í hag.
Gestimir frá ísafirði vora seinir í
gang, en innan tíðar velgdu þeir
gestgjöfum sínum undir uggum. Þó
vora þeir lengstum skrefinu á eftir
þar til Baldur Jónasson gerði þrjár
þriggja stiga körfur í röð og jafnaði,
40:40. Þá tóku heimamenn leikhlé,
þéttu vörnina og náðu fjögurra stiga
forskoti áður en blásið var til leik-
hlés.
í síðari hálfleik hélt baráttan
áfram. Tindastólsmenn höfðu fram-
kvæðið, en f sfirðingar héldu þeim við
efnið og slepptu þeim ekki frá sér.
Lengstum skÚdu liðin tvö til sex stig.
Þegar fimm mínútur vora til leiks-
loka kom mjög góður kafli hjá heima-
mönnum og gerðu þeir þá út um leik-
inn og breyttu stöðunni úr 72:69 í
84:69. Eftir það lék enginn vafi á
hvort liðið færi með sigur af hólmi.
■
Morgunblaðið/Kristján
Haukamaðurinn Ingvar Guðjónsson sækir að Þórsaranum Sigurði Sigurðssyni. Þeir tókust
hressilega á í leik liðanna á Akureyri í gærkvöld.
Á þessum tíma misstu ísfirðingar
Vinco Patelis útaf með fimm villur og
máttu ekki við því. Sigur Tindastóls
hefði getað orðið stærri, en á síðustu
mínútunum er stig vora í höfn leyfðu
menn sér að láta agaðan leik lönd og
leið. KFÍ minnkaði muninn, en loka-
stigin komu frá gamla jaxlinum
Kristni Friðrikssyni, sem skaut frá
miðlínu í spjaldið og í körfuna um leið
ogþíminn rann út.
í liði Tindastóls átti Svavar Birgis-
son stórleik, firnasterkur í sókn, með
mjög góða skotnýtingu. Þá var
Myers mjög góður, lék vel fyrir liðið,
sífefit ógnandi og lét boltann ganga
vel. Ánægjulegt var að sjá þjálfarann
Val Ingimundarson aftur í liðinu eftir
langt hlé frá því í haust, en hann
sýndi að hann hefur engu gleymt.
Hjá KFÍ var Clifton Bush bestur
og lék mjög vel. Þá var Baldur Jónas-
son einnig mjög góður og virtist um
tíma ekki þurfa nema að komast yfir
miðlínu til að skora.
Ekkert fékk stöðvað
Kim Lewis á Akranesi
Skagamenn sátu enn og aftur eftir
með sárt ennið eftir viðureign sína
við Snæfell á Akranesi. ÍA hefur að-
eins unnið einn leik á yfirstandandi
keppnistímabili, en í þetta sinn var
munurinn aðeins fjögur stig.
Kim Lewis, erlendur leikmaður
Snæfells, var heimamönnum óþægur
ljár í þúfu og hélt liði sínu á floti.
Hann gerði 35 stig, nítján stig á örsk-
ammri stundu í síðari hálfleik, en
fram að því hafði leikurinn verið í
járnum. Ægir Jónsson lék mjög vel
fyrir Skagamenn og gerði 29 stig.
Haukar
stungu af
HAUKAR halda áfram að kljást í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar í
körfuknattleik eftir öruggan sigur á Þór í íþróttahöllinni á Akur-
eyri í gær. í leikhléi var útlit fyrir jafna og spennandi viðureign,
staðan 48:50 gestunum í vil, en frammistaða Þórs í seinni hálf-
leik var arfaslök og annaðhvort sameinast menn um að gleyma
þessum hálfleik eða nota upptöku af honum sem refsivönd á lið-
ið. Haukartóku öll völd og sigruðu auðveldlega; lokatölur
106:82.
Stefán Þór
Sæmundsson
skrifar
Það tók Hauka nokkurn tíma að
ná framkvæðinu í fyrri hálfleik
en með góðum kafla þar sem
þriggja stiga skotin
rötuðu niður tókst
þeim að komast 10-
15 stigum fram úr.
Bæði lið urðu fyrir
áfalh í hálfleiknum. Þórsarinn Ein-
ar Örn Aðalsteinsson fékk sína 4.
villu eftir 6,30 mín. og Jón Arnar
Ingvarsson, fyrirliði Hauka, fór
meiddur af velli. Þórsarar fóru að
bíta frá sér, aðallega þó Óðinn Ás-
geirsson og Maurice Spillers. For-
skot Hauka minnkaði jafnt og þétt.
Staðan breyttist úr 29:42 í 40:45 og
í leikhléi munaði aðeins tveimur
stigum.
Þórsarar jöfnuðu í upphafi seinni
hálfleiks en síðan fraus allt fast hjá
þeim meðan Haukarnir byrjuðu aft-
ur að raða niður þriggja stiga körf-
um. Sex leikmanna liðsins gerðu
alls 12 þriggja stiga körfur og mun-
ar um þau 36 stig. Leikmenn Þórs
hittu aðeins úr þremur slíkum skot-
um. Hittnin var afleit hjá liðinu í
seinni hálfleik. Uppskeran eftir 15
mínútur var aðeins 20 stig og þá var
staðan 68:84. Vörnin bilaði líka og
Haukarnir léku á als oddi, allir leik-
menn liðsins komust á blað og hittu
úr ólíklegustu færum. Boseman átti
stórleik en hjá Þór var Spillers sá
eini sem lét að sér kveða í seinni
hálfleik, auk þess sem Sigurður
Sigurðsson tók eilítinn sprett. Liðið
verður að gera betur ætli það sér að
komast í úrslitakeppnina.