Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 4
4 C FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 BÍÓBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Ekki aðeins Dogma Áriú í fyrra var metár í aðsókn á danskar myndir. Afll,3 millj- ónum seidra mióa voru 3 millj- ónir á danskarmyndir, eða 27 prósent, sem ertvöfalt meira en árið áður. Aukninguna má meöal annars rekja til einnar myndar, Den eneste ene eftir Susanne Bier, en þá mynd sáu 850 þúsund Danir. MYND, sem gerirgrín að karlmönnum, hef- ursamkvæmt þessu pottþétt segulmagn á danska áhorfendur, því rétt eins og kvenfólk er iðnara við að lesa bækur eru þær einnig dug- legri við að fara í bíó. Næstvin- sælustu myndina, unglinga- myndina Kæríighed ved fdrste hik, sáu 500 þúsund manns. Nýja kvikmyndaáriö hófst með mynd, sem gæti einnig laö- að að sér áhorfendur í krafti þess að þar leika þrír þekktustu leikarar Dana af eldri kynslóð- inni, þau Ghita Norby, Frits Helmuth og Henning Moritzen. Dönsk kvik- myndagerö hefur átt mik- illi velgengni að fagna und- anfarin ár, ekki síst vegna fram- úrskarandi mynda, sem gerðar hafa verið undir dogma- heitinu. En heima við hafa það ekki síður verið notalegar, manneskjulegar og mjúkar myndir, sem hafa átt vinsældum að fagna. Kaspar Rostrup gerði á sín- um tíma myndina Dansen med Regitze, þar sem Ghita Nerby fórmeð aöalhlutverkið. Heri nærheden er gerð af sama hópi. Þareru saman á skjánum þau Ghita, Henning Moritzen, sem menn muna úr Festerí og Frits Helmuth, sem meöal annars lék bruggarann í samnefndum sjónvarpsþáttum, sem Rostrup leikstýrði. Myndin segirfrá móður van- gefins ungs manns og lífi henn- arog sonarins. Þegar ung stúlka finnst myrt í nágrenninu vaknar grunur móðurinnar um að sonur- inn eigi hlut að máli. Myndin segirfrá baráttu hennar við að sanna sakleysi sonarins og samskiptum hennarvið lög- regluforingjann, sem Helmuth leikur og skransalann, nágranna hennar, sem Moritzen leikur. Þetta er mynd, sem tvímæla- laust höföarfremurtil eldri kyns- lóðarinnar og hefur fengið góða dóma, án þess að vera lista- verk, er þræði nýjar leiöir. Þó leikararnir þrfr séu góðir þá læð- ist að áhorfandanum sama til- finning oggeriststundum áís- lenskum myndum að leikurinn sé fremur sviðsleikur en kvik- myndaleikur. Undantekninginn er Thure Lindhardt, sem leikur soninn. Henning Mor- itzen: / nýrri mynd eftir Kaspar Rostrup. senunni? Eilíf bið er það sem einkennir kvik- myndahátíðir eins og raunar flest annað í lífinu. Einhvem veginn er það svo að mæli maður sér mót við súperstjömu mætir hún aldrei á til- settum tíma. Ekki er blaðamanni ljóst hvort það er til þess að skap- rauna pöpulnum eða hvort það er bara í eðli prímadonnunnar. Hann hefur hins vegar drjúgan tíma til að velta því fyrir sér þennan morgun sem viðtal við kínversku leikkonuna Gong Li á að fara fram, en hún er í forsæti dómnefndarinnar í Berlín- alnum. Eftir drykklanga stund er blaða- maður látinn vita af því að hún hafi mætt alltof seint í viðtölin, sem eiga að fara fram í veitingasal L’Oreal í hinni nýju Berlinale Palast, og vilji auk þess fara fyrr. Hann fái því að- eins eina spumingu. Þessu hefur blaðamaður aldrei kynnst fyrr; að vera veitt einkaviðtal fyrir eina spurningu. Þótt farið sé að síga í hann ákveður hann að doka aðeins við þar sem þetta er farið að verða ansi forvitnilegt. Loks arkar Gong Li inn í herberg- ið með túlk upp á arminn. Þessi upp- tekna kona finnur sér tíma til að tylla sér rétt aðeins niður og blaða- maður ber upp spurninguna, sem er eitthvað á þessa leið: „Hvað finnst þér að þurfi að prýða þá mynd sem vinnur gullbjörninn og flækir það ekki dálítið málin að Zhang Yimou [fyrrverandi eiginmaður Gong Lij skuli vera með mynd í kcppninni?" Það kemur svipur á leikkonuna og hún segist ekki tilbúin að svara neinu öðra en því að þetta sé við- kvæmt mál og hún hafi enn ekki séð mynd Yimous. Gullbjörninn vestur um haf? Blaðamaður verður því að snúa sér annað eftir vísbendingum um hvaða myndir era líklegar til að hreppa verðlaun. Helsti gagnrýn- andi bandarfska kvikmyndablaðsins Variety, David Stratton, verður næst á vegi blaðamanns. Hann segir of snemmt að segja til um hvaða myndir muni skara fram úr. Banda- rískar kvikmyndir virðist þó ætla að vekja mesta athygli eins og svo oft áður í Berlín, enda sé Óskarinn á sama árstíma. Aðrar myndir hafi valdið vonbrigðum. Stratton gagnrýnir einmitt opn- Ekki kemur í Ijós fyrr en á sunnu- dag hvaöa kvik- myndir vinna til verðlauna í Berlínalnum. En línur eru farnar aö skýrast. Pétur Blöndal veltir myndunum fyrir sér og ræð- ir við Gong Li, forseta dómnefndarinnar, og David Stratton, gagnrýnanda Variety. Segunda Piel: Vekur athygli utan keppninnar. unarmynd hátíðarinnar, Milljón dollara hótelið, fyrir Variety og finnst lítið til koma, einkum vegna þess að aðalleikarinn, Mel Gibson, fer í taugarnar á honum. Þrír kon- ungar, sem er ádeila á Persaflóa- stríðið, er að hans mati besta mynd- in til þessa á hátíðinni. Hann segir að Magnolia, sem almennt er talin sig- urstranglegust, sé of löng þótt Tom Craise standi fyrir sínu. Þá segir hann að það vanti endi á bandarísku myndina „The Talented Mr. Ripley" og það gildi raunar líka um skáld- söguna sem myndin er byggð á. Hann segir að myndmnar í Panor- ama og Foram, hliðardagskrám há- tíðarinnar, séu ákaflega athyglis- verðar og hælir myndinni Myrkrahöfðingjanum í hástert. „Hún var mögnuð á að horfa,“ segir hann. „Sumum finnst þetta heldur grimmileg saga en það verður að taka með í reikninginn að hún gerist á háskalegum tíma. Myndin er ekki auðmelt en hún er fallega gerð og hiífandi. Hilmir Snær leikur af- bragðs vel.“ Magnolia fær besta dóma Það er myndin Magnolia sem hef- ur fengið besta dóma til þessa hjá þýsku pressunni, m.a. fullt hús hjá tveimur dagblöðum. Leikstjórinn heitir Paul Thomas Anderson og er þekktastur fyrir myndina Boogie Nights. Það vakti athygli hér í Ber- lín að blaðamenn voru aðeins beðnir um eitt áður en þeh- tóku viðtal við hann. Þeir máttu ekki spyrja hann af hverju rigndi íroskum í einu lokaat- riðinu. Þegar kollegi blaðamanns frá Politiken spurði hverju það sætti fékk hann svarið: „Af hverju í fjand- anum ætti ekki að rigna froskum!?" Þetta var svo fyrsta spurningin sem Anderson var spurður þegar í viðtalið kom. í fyrstu brást hann illa við en mildaðist svo og sagðist hrein- lega vera búinn að fá sig fullsaddan á froskum. Sér hefðu borist ótal gjafir eftir að myndin var framsýnd vestra og allar hefðu þær tengst froskum, hvort sem það vora lifandi froskar eða húsmunii’ á borð við froska- lampa. Þetta væri þó skárra en eftir frumsýningu Boogie Nights þegar sér hefðu borist ótal „erótískar" heimatilbúnar myndir í pósti. Aðrar myndir í aðalkeppninni sem hafa fengið lofsamlega umfjöllun í þýsku pressunni era þýska myndin Paradiso - sjö dagar með sjö konum, bandaríska myndin „The Talented Mr. Ripley" og franska myndin Vatn drýpur á glóandi steina. Af myndum utan keppni hafa vakið mesta athygli spænska myndin Segunda piel, sem sýnd er í Panorama, og heimildar- myndin Paragraph 157. Móttökurn- ar sem báðar þessar myndir fengu hjá hinum kröfuhörðu áhorfendum á Berlínalnum vora standandi lófa- klapp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.