Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR18. FEBRÚAR 2000 C 5 BÍOBLAÐIÐ INGARI Rúmlega tveir áratugir eru nú síöan Hollywood- stjarnan Robert Redford byggöi skíöastað á fjalli einu sem hann á í Utah, skrifar Jim Stark. Þar kom hann jafnramt á fót stofnun til að gegna því hlutverki að gera kvikmyndir „manneskjulegri" þar sem reyndir handrits- höfundar og leikstjórar frá Hollywood leið- beindu yngri kvikmyndagerðarmönnum um hvernig þeir gætu komið verkum sínum í framleiðslu í kvikmyndaborginni. Redford skírði skíðastaðinn og stofnunina Sundance, í höfuðið á persónunni sem hann lék í Butch Cassidy and the Sundance Kid. Árið 1985 yflrtók Sundancestofnunin Bandarísku kvikmyndahátíðina svokölluðu, fremur fátæklega og losaralega hátíð fyrir ódýrar bíómyndir gerðar utan Hollywood- kerfisins sem haldin hafði verið árlega í Park City, fyrrum námabæ umhverfis eina aðal- götu sem er álíka breið og brött og brattasti hluti Laugavegs. Yfir 70 kvikmyndagerðarmenn, hundruð blaðamanna og að því er virtist þúsundir um- boðsmanna, lögfræðinga, stjórnenda og kynningarfulltrúa frá Hollywood helltust nýlega eins og snjóflóð yfir Park City til að taka þátt í Sundancehátíðinni árið 2000. Há- tíðin, sem frumsýnt hafði Sex, lies and vid- eotape, Reservoir Dogs og í fyrra The Blair Witch Project, var leitarstaður þeirra fyrir næstu „heitu“ myndina og næsta „heita“ leikstjórann, næsta Quentin Tarantino. Strax fóru í gang sögusagnir um hvaða myndir væru „heitastar" og peningamenn- irnir hófu að veðja á nýju hestana. Þrjár systur frá Cleveland sömdu, leikstýrðu og léku í The Tao Of Steve, sem fjallar um ung- an lassaróna sem kemst yfir konur með því að vekja Steve McQueen upp frá dauðum. Myndin hreppti leikaraverðlaunin og var seld til Canal Plus. Artisan Entertainment, sem í fyrra græddi meira en 100 milljónir dollara á hinni hræódýru Blair Witch Proj- ect, keypti aðra ódýra stafræna bíómynd, Chuck And Buck, sem fjallar um tvo æsku- vini og róstusama endurfundi þeirra. Groove, sem Sony Pictures hreppti, lýsir í smáatrið- um undirbúningi og upplifun á næturlöngu balli. Tvær myndir deildu með sér aðalverð- laununum: Girlfight segir frá menntaskóla- stúlku sem verður hnefaleikameistari og You Can Count On Me frá erfiðum samskiptum systkina í smábæ. Hæst verð var hins vegar Sundance 2000: / leit að hæfíleikum handa Hollywood. greitt fyrir breska gamanmynd með Brenda Blethyn um konu sem erfir fokdýra landar- eign og neyðist til að rækta þar fíkniefni til að eiga fyrir reikningunum. Myndin, sem nefnist Saving Grace, var seld Fine Line Pictures fyrir næstum 4 milljónir dollara. Sundance sýndi einnig úrval bandarískra heimildamynda, myndir um indíánamenn- ingu, myndir frá Rómönsku Ameríku og úr- val erlendra mynda. I ýmsum sölum og kjöll- urum vítt og breitt um Park City voru samhliða haldnar alls kyns „samkeppnishá- tíðir“, sem sumar sýndu einvörðungu myndir á myndböndum eða jafnvel aðeins eina eða tvær myndir. Þessar hliðarhátíðir heita nöfn- um eins og Slamdance, Slumdance, Inde- pendance, Tromadance og jafnvel Lapdance. Nokkur nýmæli voru í ár. í fyrsta sinn voru sýndar myndir á stafrænum mynd- bandssýningartækjum af nýjustu og full- komnustu gerð og svokölluð „punktur.com“ fyrirtæki („dot.coms") kvöddu sér hljóðs með brauki og bramli, fyrirtæki sem komið hafa upp netsíðum á Netinu til að flytja þaðan kvikmyndir yfir á heimatölvur. Hvorki tölvu- búnaður né hugbúnaður til að taka með þeim hætti við bíómyndum í fullri lengd er enn að- gengilegur fyrir venjulega notendur og því vakti mesta athygli innbyrðis keppni „punk- tur.com" fyrirtækjanna um kaup á stutt- myndum, sem Netið getur flutt nú þegar. Ekkert nýtt var hins vegar við kapphlaup- ið um myndina sem grætt gæti 50 milljónir eða um leikstjórann sem fært gæti Holly- woodfyrirtæki næstu 100 milljónir í kassann. Öfugt við hátíðirnar í Berlín eða Cannes eru hæfileikar eins og hver annar varningur á Sundance. Tilgangurinn er ekki að njóta þess sem gerir nýja kvikmynd öðruvísi held- ur finna varning, mynd, leikstjóra, handrits- höfund, leikara, sem unnt er að veita beint inn í Hollywoodkerfið og breyta í gullnámu fyrir umboðsmenn og stjórnendur. Á Sun- dance er enginn raunverulegur vilji til að sjálfstæðir handritshöfundar, leikstjórar og framleiðendur verði áfram sjálfstæðir og geri áfram persónulegar myndir með sínum hætti. Þar snýst „árangur" eða „velgengni" um að fá þjálfun hjá Sundancestofnuninni og kynningu hjá Sundancehátíðinni til að ná Hollywoodsamböndum til að gera Holly- woodmyndir. Að því leyti stendur Sundance sig enn vel í upprunalegu ætlunarverki sínu: Að vekja at- hygli Hollywoodveldisins á nýju hæfileika- fólki. ♦♦♦♦ Höfundur er framleiðandi velþekktra og við- urkenndra bíómynda og hefur aðsetur á Hofsósi. Ek\&^sstað Kvikmvndabækur Sæbjöm Valdimarsson Hit & Run: Eftir Nancy Griffín ogKim Masters. Simon & Schu- ster. New York, 1997. 479 bls. í dag er Columbia Pictures stöndugt fyrirtæki í eigu Sony- risans japanska. Af lestri þessarar bókar kemur hinsvegar í ljós að titillinn stendur undir nafni. Segir af vafasömum við- skiptum Japananna við Jon Peters og Peter Guber. Tvo vægast sagt umdeilda kvikmyndaframleiðendur sem hinir ókunnugu Austurlandabúar lögðu blint traust á er þeir, með stjörnublik í augum, komast innfyrir hlið kvikmyndaiðnaðarins. I stuttu máli er þetta ein kaldhæðnislegasta lýsing á því hvernig stór- veldi í skemmtanaiðnaðinum er nánast komið á kúpuna af mönnum sem brugðust öllum vonum. Og komust upp með það. Minnir því nokkuð á Final Cut, þar sem Steven Bach lýsir hrunadansinum sem Michael Cimino stjómaði við gerð Hea- ven’s Gate, sem kom United Artists í gjaldþrot. Fyrirtæki sem hafði staðið í blóma frá því Griffith, Chaplin, Pickford og Fair- banks stofnuðu það 60 árum áður. Skaðinn, sem þeir félagar ullu Sony, var margfalt kostnaðarsamari og atburðarásin enn reyfarakenndari. Japanarnir höfðu hinsvegar breiðara bak og gildari áfallasjóði en hið sögufræga UA. Griffin og Masters, kunnar rannsóknarblaðakonur í skemmt- anaiðnaðinum, fara prýðilega með þetta dæmalausa efni þótt þær haldi sig oft í óþarflegri fjarlægð. Kynna til sögunnar aðal- persónumar, Jon Peters, hárgreiðslumeistarann framsækna sem lauk ekki skyldunámi og var það sem kallað er „vand- ræðaunglingur" og komst fyrir atbeina fyrstu konu sinnar, smástjömunnar Lesley Ann Warren, með nefið í Hollywoodgættina. Barbra Streisand, einn kúnninn hans á hár- greiðslustofunni og síðar sambýliskona til nokkurra ára, kippti honum inn í dýrðina. Peter Gubers segja þær vera sálarlaus- an en vel menntaðan, metnaðargjaman framleiðanda, sem hafði gengið vel hjá hljómplötuútgáfunni Casablanca, sem hann kom á fót ásamt vini sínum. Samstarfi þeirra lauk hastarlega, og er Peters var að losna úr viðjum Streisand, og kominn á áfangastað, lágu leiðir þessara tungulipm sjarmöra saman. Rafeindarisinn Sony hafði lengi haft áhuga á að komast í að- stöðu til að framleiða efni fyrir sínar breiðu framleiðslulínur í skemmtanaiðnaðinum og vom búnir að kaupa CBS plötuútgáf- una þegar Coca Cola vildi selja Columbia. Sony bauð best og ekki leið á löngu uns snillingarnir Peters og Guber vou teknir við útgerðinni. Stöllumar lýsa aðdraganda þeirra herfilegu mistaka á meinfyndinn hátt og útskýra í leiðinni vandkvæði nýju eigendanna, en japanskt gildismat og hefðir gerðu Akio Morita og meðeigendur hans lengi vel vamarlausa gagnvart sjóuðum svikahröppum Hollywood. Ballið byrjar 1989 þegar_ Morita var bent á framleiðenduma tvo, sem vom að gera góða hluti hjá Warner, framleiddu m.a. Batman, The Color Purple Svikahrapparnir Jon Peters og Pet- er Guber „hátt uppi“, í orðsins fyllstu merkingu, í einkaþotunni sem þeir fengu Sony til að kaupa undlr mikilvægu persónurnar sínar. og Rain Man. Þetta leit ekki illa út. Sannleikurinn var hinsvegar sá að þeir vom ekki hærra Skrifaðir en svo hjá skapandi öflum iðnaðarins að Spielberg bannaði komur þeirra á tökustaði og Barry Levin- son lét sömu reglur gilda hvað snerti Regnmann- inn. Þeir vora því lítið meira en málglöð og nost- ursamlega snyrt Potemkin-tjöld. Morita kafaði ekki niður í málin heldur réð þá til að sjá um kvik- myndaframleiðsluna. Fyrsta áfallið var 800 millj- ónir dala til Wamer, vegna samningsbrota. Síðan tóku við ár hrikalegra mistaka, kæmleysis og al- menns stjóm- og eftirlitsleysis Sony, sem lét hvít- flibbakrimmana leika lausum hala, á hverju sem gekk. Aðsóknarmyndirnar létu á sér standa, fáránlegir samn- ingar vom gerðir við alltof hátt metnar stjömur, hrikalega kostnaðarsamar breytingar vom framkvæmdar á höfuðstöðv- unum, sem vom fluttar í yfirverðlagðar, sögufrægar byggingar í Hollywood. Sögur um eiturlyfjaneyslu og viðskipti við vændis- hringi vora smámunir í þessu makalausa keisaradæmi Guber/ Peters. Ofan á allt annað bar fljótlega á öfund og afbrýði þeirra á milli, starfsfólkið talar um Columbia TriStar sem sannkallað bananalýðveldi á þessum niðurlægingartímum. O.s.frv, o.s.frv. Hvað sem öllu leið, Sony átti jafnan fyrir reikningunum en upphæðimar sem félagsskapurinn kostaði skipta milljörðum dala, óframreiknað. í dag er fyrirtækið á góðu skriði og búið að kveða niður þetta magnaða draugapar fortíðarinnar sem þær Griffin og Masters lýsa svo fjálglega. Ásamt fjölmörgum, hnyttnum innsýnum bak við tjöldin í kvikmyndaborginni. Skálkamir? Þeir óku af slysstað með bólgin veski af peningum og lifa góðu lífi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.