Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 1
/ /
Hljóð rýtingsstungunnar
Felix og Tom
KÉNittisarí
ÞsiréViáðu
wiröaliáðir
HVAÐA hlutverki gegna kálhausar í
kvikmyndum? Eða kókoshnetur?
Plastpokar? Svörin liggja ekki í augum
uppi en þau heyrast hins vegar á hljóð-
rás myndanna. Frekari upplýsingar
eru í grein Sigurbjörns Aðalsteinsson-
ar leikstjóra og hand-
ritshöfundar.
íslensku kvikmyndirnar í Berlín
Aldrei betri
ÍSLENSKU bíómyndirnar sem
sýndar hafa verið á kvikmyndahátíð-
inni í Berlín, sem nú stendur yfír,
hafa hlotið meiri athygli og betri við-
tökur en áður hefur gerst, að sögn
Þorfinns Ómarssonar, framkvæmda-
stjóra Kvikmyndasjóðs.
„Myrkrahöfðinginn hefur fengið
prýðis viðtökur í Panoramahluta há-
tíðarinnar og fengið bíódreifingu í
Bandaríkjunum, og Englar alheims-
ins, Fíaskó og 101 Reykjavík vakið
athygli á öðrum sýningum," segir
Þorfínnur. „Hátíðir á borð við Tor-
onto, Moskvu, Karlovyvary o.fl. hafa
sýnt þessum myndum áhuga en yfir
þau mál verður farið þegar heim er
komið. Þá þurfum við að undirbúa
þátttöku okkar í Canneshátiðinni í
maí sem einnig verður viðameiri en
áður, enda hefur gróskan í íslenskri
kvikmyndagerð vakið slíka athygli
að kvikmyndablaðið Variety hefur
lýst áhuga á að fjalla um hana í sérút-
gáfu fyrir Cannes. Ekki sakar að al-
þjóðlegar stjörnm- tengjast myndun-
um eins og Vlctoria Abril, sem leikur í
101 Reykjavík, og svo auðvitað Björk
Guðmundsdóttir, sem semur tónlist-
ina og leikur í Dancer In The Dark
eftir Lars von Trier en íslendingar
eru meðframleiðendur að henni.“
Kosinn í stjóm EFP
Þorfínnur Ómarsson var á þriðju-
dag kosinn í fimm manna stjórn Eur-
opean Film Promotion á aðalfundi
samtakanna í Berlín en aðild að þeim
eiga um 20 kvikmyndastofnanir í
Evrópu. EFP stóð fyrir leikai-akynn-
ingunni Shooting Stars í Berlín og
mun kynna unga evrópska framleið-
endur á Canneshátíðinni í maí. Frek-
ara kynningarstarf stendur svo fyrir
dyi'um á fleiri hátíðum síðar á áiinu.
Meira frá Berlín
í Bíóblaðinu í dag greinir Pétur
Blöndal frá þeim erlendu myndum
sem mesta athygli vekja á Berlínar-
hátíðinni en henni lýkur á sunnudag
með verðlaunaathöfn. /4
Emily Watson í hlutverki sínu í Metr-
oland: Lenti beint á myndbandi.
Myndbönd
fóðruð f rá
Hollywood
ÝMSAJt merkar bíómyndir hljóta
þau örlög að komast aldrei upp á
sýningartjöld bióanna hérlendis,
heldur lenda beint á myndböndum.
En hver er ástæðan? Sæbjörn Valdi-
marsson skoðaði málið og komst að
þvi að í fæstum tilfellum sé um að
ræða geðþóttaákvörðun íslenska
umboðsaðilans. Akvörðunin sé tekin
í Hollywood. /9
Sérstök
fegurðar-
samkeppni
• Háskólabíó frumsýnir núna um
helgina gamanmyndina „Drop Dead
Gorgeous “eftir
Mlchael Patrick
Jann en nokkrar
þekktar leikkonur
fara með aðal-
hlutverkin í henni
eins og KirstieAII-
ey, Ellen Barkin ogKirsten Dunst.
Myndin gerist í dæmigerðum amer-
ískum smábæ og segir af fegurðar-
samkeppni sem þarferfram oger
öllum meðulum beitt.
Kóngar i
fjórum bíóum
• Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó
og Nýja bíó Akureyri frumsýna banda-
rísku ævintýramyndina Þrjá kónga
með þeim George Clooney, Mark
Wahlberg og lce Cubeí aðal-
hlutverkum. Hún gerist í Flóabardaga
og segir af því þegar þrír bandarískir
hermenn komast að því hvar Sadd-
am Hussein geymir gulliö sitt í írak.
Væntanlegt
Magnolia
eftir P. T.
Anderson
# Hinn 25. febrúar mun Laugarásbfó
frumsýna nýjustu mynd hins unga
bandaríska leikstjóra Paul Thomas
Andersons, sem gerði „Boogie
Nights“. Nýja myndin, „Magnolia", er
með mörgum af leikurum fyrri mynd-
arinnar auk Tom Cruise, sem óskaði
sérstaklega eftir því að fá að leika í
myndinni en henni er lýst sem mósa-
íkmynd um amerískt fjölskyldulíf.
Anna og
kóngurinn
e Sambfóin og Háskólabíó
frumsýna ævintýramyndina Anna og
kónginn en frægur söngleikur með
Yul Brynner var gerður eftir sömu
sögu á árum áður. Með aöal-
hlutverkin fara Jodie Foster og
Chow Yun Fat og segir myndin af
því þegar ung bresk kennslukona
kemurtil hins forna veldis Sfams á
síðustu öld að veita börnum kon-
ungsins vestræna þekkingu og brátt
laðast hún að kónginum og öfugt.
Framtiðar-
maður i
Stjörnubíói
e Ævintýramyndin Framtíöarmaður-
inn verður sýnd í Stjörnubíói og
Sambfóunum en hún er með Robin
Williams í aðal-
hlutverki. Hann leik-
ur háþróað vél-
menni f næstu
framtfð er starfar
sem þjónn á venju-
legu bandarísku
heimili en þráir að verða bara venju-
legur maður. Leikstjóri er Chris Col-
umbus sem áður stýrði Williams \
gamanmyndinni „Mrs. Doubtfire“.
NÝTT f BIÓ
Ripley fer
til italíu
e Ný mynd leikstjórans Anthony
Minghellas, „ The Talented Mr. Ripl-
ey“, veröurfrumsýnd í Regnbogan-
um, Sambíóunum Álfabakka og
Borgarbíói Akureyri en hún er gerð
eftir spennusögu Patriciu Highsmith
og segir af því þegar Ripley er sendur
til Ítalíu aðfá son iðjuhöldartil þess
að snúa afturtil Bandaríkjanna. Það
fer þó á annan veg þegar Ripley tek-
ur að þrá hið Ijúfa líf milljónamæring-
anna.
LEIKARAR í kvikmyndum eru yfirleitt
sýnilegir en það gildir þó ekki um teikni-
myndir. Til þeirra leggja leikaramir að-
eins raddir sínar. Felix Bergsson er einn
afkastamesti talsetningarleikari okkar
og sest nú í sæti Toms Hanks í
Leikfanga-
sögu2.
í JANÚAR á hverju ári flykkjast fulltrúar banda-
rísks kvikmyndaiðnaðar til Sundanee. Þar er, eða á
að vera, helsti vettvangur sjálfstæðra kvikmynda-
gerðarmanna sem starfa utan Hollywood-kerfis-
ins. Bandaríski framleiðandinn Jim Stark, skrifar
grein um Sundance fyrir Bíóblaðið og segir að það
sé einmitt Hollywood-veldið
sem njóti góðs af hátíðinni.
Nýtt bíó í
Smáralind
í verslunarmið-
stöðinni Smára-
lind, sem ráð-
gert er að opn-
uð verði í októ-
ber árið 2001, verður nýtt kvikmyndahús sem
Skífan mun reisa. Að sögn Björns Sigurðssonar
hjá kvikmyndadeild Skífunnar, sem einnig rekur
Regnbogann í Reykjavík og Borgarbíó á Akureyri
í samstarfi við Laugarásbíó, Háskólabíó og
Stjörnubíó, verður nýja bíóið með fimm fullkomn-
um sýningarsölum fyrir alls um 1100-1300 manns.
Bíóið verður staðsett í Vetrargarðinum, afþreying-
arsvæði Smáralindar í suðurhluta samstæðunnar.
Hér sést hvernig bíóið gæti litið út í Vetrargarðin-
um.
Sannleikurinn um Sundance