Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.2000, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 C FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2000 BÍÓBLAÐIÐ imwÆ Fréýstemn Jóhannsson Ralph Fiennes: Heimsdöpur mannssál. Uppog niður skalann „ Ég skal gefa þér bókina um Harry Potter, efvió förum heim núna og sjáum myndina seinna. “ „Afe/, pabbi. Égveró aó sjá Leikfangasöguna núna!“ Þessi oröaskipti heyrói ég á Leicestertorgi í Lundúnum um helgina, þar sem foreldrar og böm stóöu í miógarösormslöng- um biörööum til þess aö komast á kvikmynd- ina Leik- fangasögu - annan hluta. Sá stutti haföi sitt fram. Pabb- inn heföi ör- ugglega dauðöfundaö mig, ef hann heföi vitað af feröum mín- um, þvíég lenti ekki í neinni biöröö. Stjömumar koma á Leicester- torg, þegar kvikmyndir þeirra eru frumsýndarí London. Leonardo DiCaprio kom um daginn, þegar Strönd- in (The Beach) varfrumsýnd. Strax í hádeginu mátti sjá í sjónvarpsfréttum skara á torg- inu og fór þar mest fyrir ungum stúlkum, sem sumar höföu mætt milli klukkan átta og níu um morgunin til þess aö geta veriö sem næst leikaranum, þegar hann gekk hjá; frá limman- um inn f bíóið. Þarna voru m.a. eineggja tvíburar og ég þekkti þær aftur í kvöldfréttunum; dag- urinn hafði skilað þeim í fremstu röö, svo hafi leikarinn eitthvaö séð, hlýtur hann aö hafa séö þær. Og í þessu návfgi hafa þær örugglega getað baöaö sig í brosi hans. Þar með var degin- um bjargaö! Svo kemur MattDa- mon, þegar Hæfileikamaðurinn Ripleyveró urfrumsýndur. Þá fyll- isttorgið aftur af aödáendum. Myndin sem ég sá var Sam- bandsslitin (The End ofthe Affa- ir), sem gerö er eftir sögu Gra- hams Greene. Ég varö stórhrifinn. Þetta erstórmynd. Þrátt fyrir frávik frá sögu Green- es er handritiö gott og sviössetn- ingar og kvikmyndataka er hæfi- leg umgjörö um þá heitköldu ást, sem bæöi nærir og ærir í þessari mynd. Og leikurinn! Juli- anne Moore á Óskarinn vísan fyrir túlkun sína á Söru Miles. Þessi bandaríska leikkona vex meö hverju hlutverki sem hún leikur, ogí þessari mynd leikur hún uppogniöurtilfinningaskal- ann án þess svo mikið sem slá eina feilnótu. Og Ralph Fiennes sem rithöfundurinn Maurice Bendrix er engum líkur f aö túlka þessa heimsdöpru mannssál, sem hræristf einhverri dauöans angist. Hann minnir mig á Dirk Bogarde. Og svo hefur hann þessi kaldbláu augu. Ekki skil ég hvaö menn meina með þessum Óskörum í Hollywood fyrst þeim má ekki rigna yfir þessa mynd. Leonardo DiCaprio: Bros- að til eineggja tvíbura. Ráðið í Regínu Sjónarhorn UNDIRBÚNING- UR er hafinn fyrir tökur kvikmyndar- innar Regína, sem stefnt er að síðla sumars. Ráðið hefur verið í mörg helstu hlutverk fullorðinna og senn verður auglýst eftir stelpu og strák um tíu ára að aldri í aðalhlut- verkin. Myndin, sem hlaut 30 milljóna króna styrksvilyrði frá Kvikmynda- sjóði, er dans- og söngvamynd fyrir alla fjölskylduna, gerð eftir handriti Margrétar Örnólfsdóttur og Sjóns. Þar segir frá stelpu sem vaknar einn morguninn og uppgötvar að hún getur fengið menn og málleys- ingja til að gera furðulegustu hluti fyrir sig með því einu að syngja fyr- ir þá. Þessi gáfa hennar hrindir af stað ævintýralegri atburðarás, að sögn Maríu Siguróar- dóttur leikstjóra myndarinnar. Ma- ría hefur nú ráðið Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur í hlutverk móður stúlkunnar, Baltas- ar Kormákur er dansandi glæpon og Halldóra Geir- harðsdóttir glæpakvendi. Meðal annarra leikenda verða Rúrik Har- aidsson, Stefán Karl Stefánsson, Magnús Ólafsson, Ingvar E. Slg- urðsson, Árni Pétur Guðjónsson og Guðmundur Ólafsson. Framleið- andi Regínu er íslenska kvik- myndasamsteypan og kostnaður áætlaður um 128 milljónir króna. Steinunn Baitasar: Óiína: Dansandi Mamman. glaepon. FIMMA HJÁ ZIKZ4K KVIKMYNDAFYRIRTÆKI Þóris Snæs Sigurjónssonar og Skúla Malm- kvist, hyggst í sumar ljúka tökum á Villiljósi, kvikmynd fimm ungra leik- stjóra eftir handriti Huldars Breiðfjörð, og Gemsar eftir Mikael Torfason er í eftirvinnslu. Tvö önnur verkefni eru íþróun og undirbúningi hjá fyrir- tækinu, mynd eftir handriti Dags Kára Péturssonar og önnur eftir handriti Hallgríms Helgasonar sem byggt er á leikritinu Kossinum. Fyrsta bfómynd Zikzaks, Fiaskó eftir Ragnar Bragason, verður svo frumsýnd á næstunni. Stefnur og straumar fyrir áhugafólk um kvikmyndir Ástin, spennan og pólitíkin KVIKMYNDASKÓLI íslands býð- ur á næstunni áhugafólki um kvik- myndir upp á átta námskeið um stefnur og strauma í kvikmyndum. Egill Helgason verður með nám- skeið um helstu kvikmyndabylgjur frá lokum seinni heimsstyrjaldar, Sigurður Snæberg Jónsson fjallar um „film noir“, Björn Ægir Norð- fjörð um pólitísku kvikmyndina, Asgrímur Sverrisson um „kvik- myndina sem sáluhjálp“, Sólrún Guðjónsdóttir um „ástina og kvik- myndina", Ottó Geir Borg er með námskeið sem nefnist „Vestrar og sjálfsmynd þjóðar“, Jónas Knúts- son fjallar um kvikmyndir Martins Scorseses. Eftir Amald Indriðason Ég ætlaði ekki að horfa á hana. Stóð upp úr ________ letisófanum og hugsaði með mér að þótt liðin væru nokkur ár síöan ég sá hana síðast væri nóg komið. Ákvað samt að hinkra eftir banjóatriðinu og settist aftur. Sá myndina alla á endan- um og í Ijós kom að ég hefekki séð betri hasarmynd í mörg herrans ár. Það er eitthvað við Deliverance sem gerir hana ódauðlega. Ég man ekki eftir neinni annarri hasarmynd frá því í gamla daga sem hefði eins getað verið gerð ígær. Þaö er ekki einn rammi í henni úr sérgenginn. Tíminn hefur ekki snert við Deliverance. Hvað erþað? Við sjáum oft gamlar hasar- eða spennumyndir sem eru svo gersamlega búnar að tapa sér með tímanum að maður veltir því fyrir sér hvað það var sem maður sá í þeim. Þær eru kannski við- kvæmari fyrir tímaskrímslinu en aðrar vegna þess að það er ákveðinn stíll yfir þeim sem ekki þolirtímaferðalög, útlit persónanna, fram- koma, málfar, oft klæðnaður. Deliverance, ólíktt.d. Dirty Harry- myndunum frá sama tíma, þjáist ekki afþeirrí öldrun; hún er um úti- legu og fjórmenningarnir meö Burt Reynolds í fararbroddi gætu hafa lagt afstað í morgun og fengið lánaða gamla báta. Tæknilega er Deliverance betri en margar nýjustu hasarmyndirnar. Hún er kvikmynd gerð fyrirbíó áðuren myndbandavæöing, tónlistar- myndbönd, og auglýsingapopp fóru að hafa áhríf á bíóið svo ekki sé talað um allar tilgangslausu tölvubrellurnar. Hún kunni að notfæra sér breiðtjaldið og það sést jafnvel í sjónvarpinu. Hún var ekki gerð, eins og hasarmyndir dagsins, með litla sjónvarpsramma myndbandsins í huga þar sem allt er stækkað í ofsanærmyndir sem við sjáum aldrei útfyrir og myndavélin er á sífelldu og gersamlega tilgangslausu iði. Myndin er frábærlega vel uppbyggð og tekin í óblíðri náttúru, klippt og skorin eins og best verður á kosiö til þess að ná hámarksáhrifum hryllings og spennu. Hún er einn fyrsti efekki fyrsti umhverfistryllirinn (leikstjórinn John Boorman er upptekinn afefninu, gerði annan slíkan í Brasilíu The Emerald Forest). Það á að eyðileggja landið og náttúruna og fólkið og afleiðingar þess fáum við að upplifa. Leikarahópurinn er pottþéttur. Þarna var komin rétta myndin fyrir Burt Reynolds. Sagan í amerískum hasarmyndum hefur sífellt verið að láta í minni pokann fyrir brellum og andleysi. Fimm mínútur í Deliverance segja meiri sögu en Con-Air og Armageddon til samans. Deliverance hefur lifað af Stjörnustríð, Indiana Jones, Rambó, „Die Hard“, Batman, allan Schwarzenegger-pakkann, Júragarð og Titanic. Og þegar allt kemur til alls er það sagan sem á hvað stærstan þátt í ódauöleika Deliverance. James Dickey (leikur lögreglumanninn þybbna og brosmilda í lokin) geröi feikilega góða og spennandi sögu um manninn gegn náttúruöfl- unum og Boorman mótaöi hana í ódauðlega mynd. Nýbreytni viö úthlutun úr Kvikmyndasjóði íslands í ár er sú, aö allir umsækjendur um framleiðslustyrk fyrir leiknar bíómyndir í fullri lengd, sem í ár voru 47 talsins, fá álit úthlutunarnefndar á handritinu í stöðluðu formi. Páll Kristinn Pálsson kannaði við- brögð umsækjenda. He/'teða kölci handrit? Þorftnnur Ómarsson: Umsögnin er ekkl endanlegur dómur. Hilmar Oddsson: Staðlað form er heppilegast. Margrét Örnólfsdöttír: Umsögnin gagnast betur þeim umsækjendum sem ekki fá. „Hugmyndin kom frá úthlutunamefndinni sjálfri og er viðleitni til að koma skoðunum hennar til um- sækjenda,“ segir Þorfmnur Ómarsson, fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands. „Með þessu er verið að mæta ákveðinni gagnrýni sem komið hefur íram á fyrirkomulag úthlutana á síð- ustu árum. Eins og tíðkast hjá flestum sjóðum hef- ur einungis verið tilkynnt hverjir fá úthlutað hverju sinni og margir hafa kvartað undan því að vera þannig skildir eftir í lausu lofti með sín mál. Menn verja miklum tíma, oft mörgum vinnuvikum, í að útbúa umsóknina til sjóðsins og lesa svo um það í blöðunum að einhverjir aðrir hafi fengið út- hlutað fé í sínar myndir. Þetta skapar óvissu og spumingar vakna um verkin; hvort þau hafi verið nálægt því að fá úthlutun eða ekki átt nokkum möguleika. Með því að senda fólki svona staðlaða lestrar- skýrslu um mat úthlutunarnefndar á handriti myndarinnar fær það væntanlega einhverja hug- mynd um möguleika verksins. En það verður að undirstrika að þama birtist aðeins skoðun þess fólks sem situr í nefndinni hverju sinni og er ekki neinn endanlegur dómur yflr verkinu. í nefndinni sitja þrír og alltaf er skipt um að minnsta kosti einn á hverju ári. Þessar lestrarskýrslur era einn- ig sendar án allra skuldbindinga, neikvæð umsögn þarf ekki endilega að þýða að verkið eigi enga möguleika og jákvæð umsögn er ekki öragg vís- b'ending um að viðkomandi muni fá úthlutun næst. Þetta er sem sagt viðleitni til að lýsa því hvað þessi tiltekna nefnd hafði að segja um handritið og að- eins það, ekki umsóknina í heild. Spumingin er svo hvort þetta muni nýtast fólki, eða hvort umsögnin veki bara jafnmargar spumingar og hún svarar. Eg vona að þetta reynist sem flestum vel og helst engum illa.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segir lestrarskýrslurnar jákvætt framtak, því skortur á viðbrögðum frá út- hlutunamefndinni hafi verið mjög til baga. „Það er helsta ástæða þess að sumir í faginu era mjög spenntir fyrir því að hér verði tekið upp svokallað konsúlentakerfi, þar sem ekki er um úthlutunar- nefnd að ræða heldur einstaka sjóðstjóra sem hafa tiltekna upphæð til ráðstöfunar hverju sinni og fylgjast náið með verkunum sem þeir ákveða að styrkja. Það versta við núverandi fyrirkomulag er að menn era með einhver verkefni í gangi, flestir fleiri en eitt, jafnvel áram saman, án þess að vita hvort þau þyki vænleg til framleiðslu eða ekki. Menn hafa því verið að vinna umsóknir sínar í myrkri, ef svo má að orði komast, og stundum hangið í einhverjum verkefnum sem þeir áttu að vera búnir að gefa upp á bátinn fyrir mörgum ár- um. Svona umsagnir um handritin ættu því að skýra línur og gera mönnum kleift að vinna um- sóknir sínar með markvissari hætti - og ég tel ástæðu til að fagna því.“ Athygli vekur að úthlutunamefnd tjáir sig einn- ig um handrit þeirra bíómynda sem fá fram- leiðsluvilyrði og segir Margrét Örn- ólfsdóttir, einn aðstandenda dans- og söngvamyndarinnar Regínu, það fyrst og fremst staðfestingu á því að handritið hafí fallið fólki vel í geð. „Þama era teknir fyrir grannþættir eins og persónusköpun, framvinda, lausn o.s.frv. ogþeim gefin einkunn. Regína kemur vel út í öllum aðalat- riðum. Það má vel hugsa sér að myndir fái framleiðsluvilyrði án þess að allir þættir handritsins þyki fullnægj andi og þá er að sj álfsögðu | akkur í svona einkunnagjöf. Annars held ég að þetta gagnist frekar fólki sem fær ekki styrk og gefur því vís- bendingar um hvað þurfi að lagfæra fyrir næstu umferð." Hilmar Oddsson tekur undir ofangreind sjónar- mið og telur viturlegt að umsögnin sé höfð á stöðl- uðu formi. „Ef nefndin ætti til dæmis að skila greinargerð um sérhvert handrit yrði það sjálf- sagt mjög erfitt verk, því þá koma alls konar hlutir við sögu eins og orðalag sem orkað getur tvímælis j og jafnvel orðið til þess að fólk rangtúlki niður- stöðumar. Hvað sjálfan mig varðar, þá er ég búinn að vera svo lengi í þessum bransa og hef orðið það mikla reynslu, að ég á það við sjálfan mig hverju ég er sammála eða ósammála í umsögn nefndar- innar og hvemig ég vinn úr því. Svona lestrar- skýrsla segir kannski mest um hvernig manni hef- ur tekist að koma hugmyndum sínum frá sér, hvort fólk skilur hvert maður er að fara. Það era þrjár manneskjur sem fara yfir umsóknimar, þær hafa sinn smekk og sínar skoðanir og ef ég er ósammála þeim er ekkert við því að gera. Ég skil niðurstöðu síðustu úthlutunar þannig að það hafi verið þrjár umsóknir álitlegri en mín að mati þessa fólks - og ég verð bara að horfast í augu við það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.