Morgunblaðið - 07.03.2000, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Ef Hermann Hreiðarsson
ynni í tískuvöruverslun og
byði mér aðstoð sína
myndi ég eflaust segja:
„Nei, takk. Ég er bara að
skoða.“ Hermann vinnur ekki í slíkri
verslun, en eigi að síður fær hann
sömu viðbrögð frá þorra „viðskipta-
vina“ sinna á starfsvettvangi sínum -
knattspyrnuvellinum. „Ég var nú
bara að skoða,“ gætu margir mót-
herjar hans hafa sagt eftir að hafa
litið við hjá Hermanni í von um góð
kaup, jafnt stórir sem smáir, nafn-
togaðir sem óþekktir. Hermann hef-
ur það að lifibrauði að spilla sóknar-
tilburðum þeirra sem gestkvæmt
eiga til hans. Hann er harður í horn
að taka.
Hermann er tiltölulega nýr starfs-
maður á vinnustað sínum, knatt-
spyrnufélaginu Wimbledon. Keppi-
nautar þess hafa fengið skýr
skilaboð síðan hann var ráðinn í
október á síðasta ári. Vörurnar í
„verslun“ Hermanns og félaga eru
dýru verði keyptar ... og sumir hafa
einfaldlega ekki ráð á að stunda við-
skipti við „brjálaða gengið" eins og
starfsmennimir eru nefndir.
Aðra sögu er að segja af viðmóti
Hermanns utan vallarins. Hann er
eins og margir Eyjamenn, léttlyndur
og ræðinn. Mikið vatn hefur runnið
til sjávar síðan ég tók leikmanninn
tali í Lundúnum fyrir tveimur og
hálfu ári. Þá var Hermann nýfluttur
til milljónaborgarinnar, hafði vakið
athygli Steve Coppells, knattspymu-
stjóra Crystal Palace, sem þá lék í
ensku úrvalsdeildinni. Félagið
keypti hann af ÍBV, liðinu sem Her-
mann hafði alist upp hjá í Vest-
mannaeyjum.
Síðan þá hefur hann leikið í öllum
fjórum deildum ensku knattspyrn-
unnar og er kominn aftur í úrvals-
deildina ... og á Selhurst Park, völl-
inn sem Crystal Palace og
Wimbledon deila með sér.
Hermann býr skammt suður af
Lundúnum ásamt eiginkonu sinni,
Rögnu Lóu Stefánsdóttur, og barni
þeirra beggja, Thelmu Lóu, sem
kom í heiminn hinn 14. nóvember sl.,
auk bama Rögnu, Stefáni Kára, sem
er 14 ára, og Elsu Hmnd, sex ára.
Hermann segir að honum og fjöl-
skyldunni líði vel á þessum slóðum.
„Þetta er svo gott sem uppi í sveit.
Hér er rólegt og þægilegt að vera, en
það er stutt í fjörið ef maður vill
komast þangað," segir hann.
Hinn rétti morgunverður
Þegar Hermann fluttist til Eng-
lands árið 1997, gerðist atvinnumað-
ur í knattspyrnu og gekk til liðs við
Hér er rólegt
og þægilegt
að vera, en
þad er stutt í
fjörió ef mað-
ur vill komast
þangað.
Fæstir muna hvaó hann heitir, þessi númer
30 hjá Wimbledon, en menn hafa heyrt því
fleygt að hann snæói glerbrot í morgunveró.
Hermann Hreiðarsson hefur leikið í öllum
fjórum deildum ensku knattspyrnunnar síð-
an hann hélt utan árió 1997. Edwin Rögn-
valdsson ræddi viö Eyjamanninn um afdrif
hans hjá félögunum þremur sem hann hefur
leikió meö í Englandi... og spuröi eigin-
konu hans hvaö hann boröar í morgunmat.
Crystal Palace, hafði það tryggt sér
sæti í úrvalsdeild vorið áður eftir úr-
slitakeppni í fyrstu deild. ,^AIlir vissu
að þetta yrði erfitt. Okkur gekk vel
fram að áramótum, vorum í fjórt-
ánda til fimmtánda sæti, nokkuð frá
fallsvæðinu," segir Hermann, sem
vakti um þetta leyti mikla athygli í
breskum fjölmiðlum fyrir að vera
fastur fyiir í vörn nýliðanna. Sér-
staklega fékk viðureign hans og
Dennis Bergkamps, „Hollendingsins
fljúgandi" hjá stórliði Arsenal, mikla
umfjöllun, en sá síðarnefndi mætti
íslenska vamarmanninum líklega
oftar en hann hefði viljað þann vetur.
Svo lítið svigrúm fékk Bergkamp að
áhorfandi á Highbury, heimavelli
Arsenal, kvaðst hafa heyrt því fleygt
að Hermann borðaði glerbrot í
morgunmat. Ragna Lóa staðfesti að
uppistaða mikilvægustu máltíðar
dagsins hjá Hermanni væri ekki
gler. „Hann borðar Cheerios," segir
hún og vísar þannig í hið gamal-
kunna morgunkom.
Á miðjum vetri tók að halla undan
fæti hjá Palace í efstu deild. „Um og
eftir áramótin meiddust fimm eða
sex lykilmenn, markaskorarar. Ég
held að við höfum ekki skorað mark í
sex deildarleikjum í röð, jafnvel
lengur. Við fengum einhver tvö stig í
átta leikjum og lið sem sigrar ekki á
heimavelli í tólf leikjum í röð á bara
ekki skilið að vera í efstu deild. Það
vora gífurleg vonbrigði. Sjálfum
hafði mér gengið nokkuð vel. Ég
hafði haldið sæti mínu í liðinu, sem
var framar öllum vonum,“ segir
Eyjamaðurinn. Fljótlega var Crystal
Palace komið í erflða fallbaráttu og
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
flestir spáðu liðinu falli.
Steve Coppell, knattspymu-
stjóri liðsins, sem gerði áður
garðinn frægan sem leik-
maður Manchester United
og enska landsliðsins, sagði
stöðu sinni lausri og settist
inn á skrifstofu sína á Sel-
hurst Park.
„Coppell sagði að hann
væri ekki að gefast upp, en
að hann væri Palace-aðdá-
andi og að hann elskaði fé-
lagið af öllu sínu hjarta.
Hann tók fram að hann vildi
gera það sem honum fyndist
Palace fyrir bestu, sagðist
sjálfur ekki ná nógu góðum
árangri og að liðið yrði að fá
fleiri stig.“
Attilio Lombardo, ítalsk-
ur leikmaður liðsins sem
hafði orðið Evrópumeistari
með Juventus vorið áður,
tók við stjórn liðsins og Sví-
inn Thomas Brolin var gerð-
ur að aðstoðarmanni hans.
Hermann var svo ólánsamur
að vera í leikbanni í fyrsta
leik Lombardos sem knatt-
spymustjóra. „Hann stillti
upp öðra liði. Þær útskýr-
ingar sem ég fékk vora þær
að hann væri bara sáttur við
það lið, fannst það standa sig
ágætlega þótt það hefði tap-
að. Ég datt úr Úðinu í tvo eða
þrjá leiki, síðan komst ég í
liðið aftur og stóð mig mjög
vel, að mér fannst. I næsta
leik var ég ekki í liðinu,“
segir Hermann. Þegar þrír
Morgunblaðið/Golli
Hermann Hreiðarsson er harður í hom að taka og gefur ekki þumlung eftir. Hér hvessir hann brýmar og lætur leikmenn franska
landsliðsins heyra það í viðureign íslendinga við heimsmeistarana í París í október sl., tveimur dögum áður en hann gekk til liðs við
Wimbledon. Hér reyna þeir Lilian Thuram, Laurent Blanc, Alain Boghossian og Marcel Desailly að sefa Eyjamanninn.