Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 B 3
KNATTSPYRNA
L
fi : *l I m 4 § 'r - fv*-; i. ím ,1...; ^ . 1 jpS
/ v'Míl
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Hermann Hreiðarsson í faðmi fjölskyidunnar á heímili hennar í Godstone. Ragna Lóa Stefánsdóttir, eiginkona Hermanns, er lengst til hægri og sonur hennar, Stefán
Kári er vinstra megin. í fangi Hermanns situr Thelma Lóa, nýfædd dóttir hans og Rögnu Lóu. Önnur dóttir Rögnu Lóu, Elsa Hrund, var á íslandi er myndin var tekin.
Mér fannst það svo hrikalega
ósanngjarnt, þvi mér fannst ég
hafa verið einn þeirra sem
höfðu staðið sig best á keppn-
istímabilinu. Ég var alveg
hundóánægður með að vera
ekki í liðinu þegar ég var búinn
að vinna fyrir sæti.
leikir voru eftir af keppnistímabilinu
var Lombardo látinn hætta og einn
af aðstoðarþjálfurunum tók við. Her-
mann var í byrjunarliði Crystal Pal-
ace fram til ioka leiktíðarinnar. Hon-
um féll þungt að vera ekki valinn í
byrjunarliðið í stjórnartíð Italans.
„Mér fannst það svo hrikalega
ósanngjarnt, því mér fannst ég hafa
verið einn þeirra sem höfðu staðið
sig best á keppnistímabilinu. Ég var
alveg hundóánægður með að vera
ekki í liðinu þegar ég var búinn að
vinna fyrir sæti. Maður skilur það ef
maður spilar illa, en ekki þegar mað-
ur spilar vel, betur en næsti maður
og sá hinn sami kemst í liðið. En
þetta var gott ár. Ég hafði bara spil-
að á Islandi áður og kom beint inn í
eina af þremur eða fjórum sterkustu
deildunum í Evrópu. Það var alveg
meiriháttar. Það var frábær reynsla
að koma út og spila yfir þrjátíu leiki í
úrvalsdeildinni."
Upphaf hnignunarskeiðs
hjá Crystal Palace
Orlög Crystal Palace voru á sömu
leið og flestir höfðu spáð, fall beint
aftur í fyrstu deild. „Þetta voru
hrikalegvonbrigði, en mér fannst við
vera með sterkt lið og ég var
bjartsýnn - hugsaði sem svo að við
færum beint upp aftur,“ segir Her-
mann.
Þessi bjartsýni hans leiddi síðar til
frekari vonbrigða. Eigendaskipti
urðu hjá félaginu. Ævintýramaður-
inn Mark Goldberg keypti félagið af
Ron Noades eftir að hafa staðið lengi
í stappi við að finna fjármagn til
kaupanna. Goldberg réð nýjan
knattspymustjóra, Terry Venables,
sem hélt áður um stjórnartaumana
hjá enska landsliðinu. „Ég var alltaf í
liðinu hjá honum, en síðan var ég
kallaður á fund með Mark Goldberg.
Hann sagði mér að Venables ætlaði
sér að selja einhverja tólf til fjórtán
leikmenn. Þá var hann búinn að selja
Neil Shipperley, Mark Edworthy og
fleiri. Hann sagði að í framtíðar-
áformum félagsins væru kaup á
þremur miðvörðum."
Hermann segir að þá hefði Noad-
es, sem keypti 3. deildarliðið Brent-
ford í vesturhluta Lundúna og gerði
sjálfan sig að knattspyrnustjóra
þess, spurt forráðamenn Crystal
Palace hvort Hermann hefði áhuga á
að fara þangað. „Ég var alveg ákveð-
inn í að fara ekki, sagðist ekki taka
þátt í þeirri umræðu. Ég sagðist
ætla að halda áfram að berjast fyrir
sæti mínu í liðinu.“
Vikurnar liðu og Goldberg vatt sér
aftur að Hermanni, sagði að um-
ræddu vamarmennirnir væm á
næsta leiti. „Mér var sagt að ég væri
ekki hluti af framtíðaráformum fé-
lagsins. Ég settist bara niður og
hugsaði málið vel og vandlega," segir
Hermann. Að mörgu var að huga;
fjölskylda hans, Ragna Lóa og böm
hennar, vom í þann mund að flytja til
stórborgarinnar. Hann hafði verið
einn fyrsta veturinn. „Óvissan var
því alger," segir hann.
Vogun vinnur, vogun tapar
En Hermann komst að lokum að
niðurstöðu - hann gekk til liðs við
Brentford. „Þetta var hrikalega erfið
ákvörðun. Ég hafði spilað í úrvals-
deild og féll niður í þá fyrstu og það-
an beint niður í þriðju deild. Þetta
kom mörgum á óvart og fólk velti því
fyrir sér hvað ég væri að hugsa. Er
hann bara búinn? - eitthvað á þá
leið.“
Hermann segir að þriðja deildin
hafi verið annar reynsluheimur og
veru hans þar sagði hann lærdóms-
ríka. „Með því að fara þangað niður
sá ég hvað úrvalsdeildin er stór í
raun og vem, hversu mikils hún er
metin hjá strákunum sem spila í
neðri deildum. Allir berjast fyrir því
að komast í úrvalsdeildina. Það var
virkilega gott að fá að kynnast þessu
og reynslan sem ég fékk af því að
spila hefur nýst mér mjög vel. Leik-
irnir vom hrikalega margir... og erf-
iðir. Baráttan var mikil og hraðinn
gífurlegur. Þetta var góð reynsla og
gekk upp,“ segir Hermann.
Hafi hann nokkru sinni verið efins
um réttmæti ákvörðunar sinnar,
varð hann fullviss um að hún hefði
verið skref í rétta átt er slæmar
fregnir bámst úr herbúðum Ciystal
Palace.
„Tveimur vikum eftir að ég fór
varð ég ennþá sannfærðari um að ég
hefði gert rétt, því þá hafði félagið
ekki einu sinni efni á að borga mönn-
um launin sín. Leikmennirnir fengu
bara hluta af laununum og félagið
skuldar mörgum enn. Þá varð ég enn
sannfærðari, fannst gott að vera laus
við þetta vesen. Ég gat einbeitt mér
inni á vellinum og þurfti ekki að hafa
áhyggjur af því hvort ég fengi launin
mín greidd."
Hermann segir að hann hafi ekki
viljað hætta á að lenda úti í kuldan-
um hjá Crystal Palace og missa
þannig tækifæri á að vekja athygli
stærri liða, nokkuð sem varð honum
kappsmál næsta árið hjá Brentford.
„Þegar ég var hjá Palace spurðust
nokkur lið fyrir um mig, en félagið
vildi fá meiri pening en liðin vom til-
búin að borga. Ég hugsaði þá með
mér að það væri ef til vill betra að
fara, vera í aðalliðinu í þriðju deild.
Liðin gátu komið og horft á mig þar.
Ég ætlaði mér ekki að vera í varalið-
inu í fyrstu deild hjá Palace, þ.e.a.s.
ef það hefði orðið hlutskipti mitt. Ég
taldi hina lausnina betri.“
Þótt ævintýri Hermanns hjá
fyrsta félagi sínu í atvinnumennsku
hafi fengið miður skemmtilegan
endi, segist hann hugsa með hlýhug
til vem sinnar hjá Crystal Palace.
„Satt best að segja ber ég mjög góð-
ar tilfinningar til félagsins. Ég naut
hverrar mínútu þarna. Ahorfendurn-
ii- vom alveg meiriháttar í minn
garð, tóku mér strax vel. Það er
mjög mikilvægt að vera í náðinni hjá
áhorfendum sem leikmaður. Þeir
stóðu við bakið á okkur allt tímabilið,
þótt við ynnum varla leik. Ég ber
hlýhug til Palace."
Noades gerði gæfumuninn
Hermann ber Ron Noades, eig-
anda og knattspyrnustjóra Brent-
ford, vel söguna. „Ég hefði aldrei
farið í neitt félag í annarri eða þriðju
deild ef Ron Noades hefði ekki verið
þar. Ég þekkti Ron vel og hann
reyndist mér ótrúlega vel,“ segir
Hermann. Báðir högnuðust þeir af
samstarfi sínu hjá félaginu. Brent-
ford keypti hann af Crystal Palace á
um 90 milljónir króna, þá metupp-
hæð fyrir íslenskan knattspymu-
mann. Um Ieið varð Hermann dýr-
asti leikmaður í sögu Brentford og
dýrasti leikmaður í sögu þriðju
deildar. Hann lék 33 leiki með Brent-
ford og skoraði fjögur mörk. Hann
var valinn besti leikmaður 2. deildar
ágúst og september í íyrra og var
síðan seldur hinn 11. október fyrir
um 290 milljónir til Wimbledon. Það
var þá einnig metugphæð fyrir
knattspyrnumann frá íslandi. „Við
gerðum samkomulag um að við
myndum vinna saman í því að koma
mér aftur upp í úrvalsdeild. Hann
hjálpaði mér stöðugt svo ég fengi at-
hygli - reyndist mér alveg frábær-
lega,“ segir Hermann um vin sinn
Noades.
Hermann og Noades ræðast
reglulega við og hafa haldið sam-
bandi síðan Hermann gekk til liðs
við Wimbledon. „Við höfum orðið
ágætis vinir og alltaf haldið góðu
sambandi. Hann spyr mig oft um ís-
lenska leikmenn. Hann reyndist mér
vel og þess vegna reyni ég að hjálpa
honum líka.“ Vinskapur þeirra
tveggja hefur orðið til þess að nokkr-
ir Islendingar hafa klæðst búningi
Brentford síðustu misseri. Ivar Ingi-
marsson, fyrrum leikmaður ÍBV og
Vals, er fastamaður í liðinu og Gunn-
ar Einarsson er þai' í láni frá hol-
lenska liðinu Roda. Auk þeirra hafa
aðrir íslenskir leikmenn fengið að
reyna sig á æfingum félagsins.
Eins og áður segir, vöknuðu efa-
semdarraddir við söluna á Hermanni
frá Crystal Palace til Brentford.
Sjálfur segist hann þó aldrei hafa ef-
ast um að hann fengi aftur tækifæri
á meðal þeiira bestu - í efstu deild
Englands. „Ég hafði alltaf fulla trú á
sjálfum mér. Ég vissi alveg hvað ég
gat. Ég hafði spilað í úrvalsdeild og
gekk mjög vel og hafði líka spilað
með fullt af strákum sem voru seldir
til stóru félaganna. Ég vissi alveg að
ég hefði getu til að vera í úrvalsdeild-
inni. Ég var mjög jákvæður á þetta
skref.“
Hjá Brentford kynntist Hermann
nýrri hlið í atvinnuknattspyrnu, sig-
urtilfinningunni. Með Hermann inn-
anborðs var Brentford ósigrandi á
köflum. „Brentford var lítið félag, en
var á mikilli siglingu. Við unnum
deildina og lékum 26 leiki í röð án
þess að tapa, sextán leiki í þriðju
deild og tíu leiki í annarri. Ég fékk
það á tilfinninguna að við gætum
ekki tapað. Sjálfstraustið var því
mikið. Við vörðumst vel og fengum
fá mörk á okkur. Það var virkilega
skemmtilegt að taka þátt í því og það
er alltaf gaman að vera í sigurliði.
Það var gott að kynnast því líka. Hjá
Palace unnum við ekki marga leiki,
áttum alltaf í erfiðleikum. I Brent-
ford fórum við í hvem leik til að
vinna. Það var það eina sem komst
að. Það var gott að kynnast þeirri
hlið auk þess sem mér gekk vel pers-
ónulega og vakti athygli. Þetta gekk
upp. Ég er kominn aftur í úrvals-
deild.“
Langþráðstund
Ekki leið á löngu þar til úrvals-
deildarlið sýndu Hermanni áhuga -
og skal engan undra. Brentford vakti
mikla athygli fyrir langa röð leikja
án taps, sleitulaust í þriðju deild og
síðar þeirri annarri, auk þess sem
Hermann hafði verið kjörinn besti
leikmaður annarrar deildar tvo mán-
uði í röð, sem er harla óvenjulegt
þegar vamarmaður á í hlut. „Eg
man að ég kom mjög ferskur inn eft-
ir sumarfrí og okkur gekk rosalega
vel hjá Brentford í öllum leikjunum
sem ég spilaði með liðinu. Ég fékk
nokkra athygli þess vegna og vissi að