Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 4
4 B PRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLÁÐIÐ
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Hermann hefur dvalið í Englandi í rúm tvö og hálft ár, en leikið með þremur liðum í öllum fjórum
deildum ensku knattspymunnar.
Ég var alveg
ákvedinn í að
fara ekki,
sagðist ekki
taka þátt í
þeirri umræðu.
Eg sagðist
ætla að halda
áfram að berj-
ast fyrir sæti
mínu í liðinu.
einhver lið voru alltaf að horfa á.“
Þegar Ron Noades fékk veður af
áhuga úrvalsdeildarliða á Hermanni,
ákvað hann að segja leikmanninum
frá því - að nú væri langþráð stund
runnin upp. „Hann vildi ekki segja
mér hvaða lið það væri, en lét mig
vita að það væri í úrvalsdeild og að
það væri því undir mér komið að
spila vel. Þá myndi það gerast sem
við höfðum beðið eftir.“
Vitaskuld fagnaði Hermann
þessu, því hann hafði lengi spurt
sjálfan sig: „Ætlar enginn að fara að
kaupa mig?“ Tilkynning Noades
setti aukinn þrýsting á hann. „Eg
vissi að ég hafði ekki efni á því að
leika illa. I raun varð ég að spila vel í
hverjum leik. Ef einhver er að horfa
og maður á einhvem ömurlegan leik,
verður ekki meira úr því. Það var
gott að fá upplýsingar um þennan
áhuga. Vissulega varð þrýstingurinn
meiri, en þetta virkaði líka jákvætt.
Ég vissi mætavel að ég yrði að
standa mig, leika eins og ég væri
vanur.“
Hermann olli forráðamönnum
Wimbledon engum vonbrigðum er
þeir fylgdust með tilburðum hans á
Griffm Park, heimavelli Brentford í
Lundúnum. Þungu fargi var af hon-
um létt er félögin náðu samkomulagi
um söluna. Hermann fór til Wimble-
don fyrir tæpar þrjú hundruð millj-
ónir króna. „Það fullvissaði mig um
að ég hefði tekið rétta ákvörðun á
sínum tíma. Hún hafði ekki verið
auðveld og eins og ég sagði áðan
spurði ég sjálfan mig í sífellu: „Ætlar
enginn að fara að skoða mig?“ Þetta
var ótrúlegur léttir og ákveðinn sig-
ur. Þetta tókst.“ Hermann segist
vissulega hafa vitað af neikvæðri
umræðu tengdri ákvörðun hans,
flutningnum frá Crystal Palace nið-
ur í þriðju deildina, þótt enginn hefði
nokkru sinni lýst þeirri skoðun sinni
eða áhyggjum við hann sjálfan. „Það
þurfti ekkert að segja mér það. Mað-
ur veit alveg hvernig umræðan um
fótboltann er. Skiljanlega hafa
margir verið efins, en fólk sagði ekk-
ert við mig. Vinir mínir og fjölskylda
voru sátt ef mér leið vel og var að
spila ágætlega, vildu bara að allt
væri í lagi og að ég væri ánægður þar
sem ég var. En aldrei kom einhver
utanaðkomandi og spurði mig hvað
ég væri eiginlega að hugsa... aldrei."
Landsliðssætið í hættu?
Hermanni var ekki aðeins kapps-
mál að komast aftur í efstu deild.
Hann hafði unnið sér landsliðssæti
hjá Guðjóni Þórðarsyni og tefldi
vissulega á tvær hættur hvað það
varðaði með flutningi sínum niður
um tvær deildir í Englandi. „Vissu-
lega áttaði ég mig á því að ég tæki
áhættu gagnvart því, en Guðjón stóð
við bakið á mér og hélt mér alltaf inni
í hópnum. Þá vissi ég að ég fengi
tækifæri hjá honum og það var því
undir mér komið að standa mig. Lið-
ið stóð sig vel og það var mjög mikil-
vægt fyrir mig að vera alltaf í liðinu.“
Hermann lék alla landsleiki ís-
lands í undankeppni Evrópumótsins,
þar sem það braust fram á sjónar-
svið alþjóðaknattspymu með glæst-
um árangri í viðureignum sínum við
hátt skrifaða keppinauta sína;
heimsmeistara Frakka, Rússa og
Ukraínumenn.
Þannig tókst Hermann á við sókn-
armennina Steve Watkin og Bobby
Zamora í ensku 3. deildinni einn dag-
inn og slóst síðan í hópinn með lönd-
um sínum og háði hetjulega baráttu
gegn heimsþekktum knattspymu-
mönnum á borð við Andryi
Shevchenko, Ukraínumanninn sem
nú leikur með AC Milan á Ítalíu, og
Zinedine Zidane, leikstjórnanda
heimsmeistara Frakka, sem valinn
var knattspymumaður ársins í hitt-
eðfyrra. Hermann segir að honum
hafi ekki þótt erfitt að aðlagast aug-
Ijósum styrkleikamun umræddra
andstæðinga. „Við eram alltaf ellefu
gegn ellefu, þótt vissulega sé knatt-
spyman öðravísi. Það er fullt af af-
LIÐ Wimbledon, sem Hermann
Hreiöarsson leikur nú með, hef-
ur orð á sér fyrir ýmis vitfirr-
ingsleg uppátæki - gengur und-
ir nafninu „brjálaða gengið",
eða Crazy Gang á ensku. Það er
þekkt fyrir að taka vel og
hraustlega á móti nýjum liðs-
mönnum. Hermann segist hafa
fengið hressilegar móttökur
hjá nýjum félögum sínum sl.
október.
„Ég fékk mjög góðar móttök-
ur. Þeir brenndu íþróttagallann
minn og hentu skónum mínum í
klósettið. Ég bjóst við einhverju
á þá leið. Það er alltaf eitthvað
svona í gangi, einhver prakk-
arastrik innanborðs. Maður
hefnir sín vitanlega þegar eitt-
hvað er gert við mann ... og öf-
ugt.“
Hermann segir að nefnd sé
starfrækt innan liðsins og er
henni ætlað að hafa yfirumsjón
með ýmsum uppátækjum. En
hefur Eyjamanninum tekist að
vinna sér sæti í nefndinni? „Nei,
skaplega góðum leikmönnum í þriðju
deiid, líkt og menn sem hafa nærri
eingöngu spilað á íslandi en era
samt í landsliðinu. Þetta er ekkert
ft’ábragðið því. Þú ert alltaf að spila á
móti góðum leikmönnum, þótt þeir
séu í þriðju deild.“
Hermann kann Guðjóni miklar
þakkir fyrir að hafa haldið tryggð við
hann þótt hann hefði gengið til liðs
við félag í neðstu deild Englands.
Aðspurður um þátt þjálfarans í vel-
nei, ég er nú ekki kominn svo
hátt strax. Maður þarf að vinna
sér inn punkta fyrst. Það eru
margir sem hafa verið hér lengi
og það er fimm manna nefnd
sem sér um sektir, prakkara-
strik og fleira.“
Hermann segir að nefndin
hafi mikil völd innan liðsins og
að hún geti sektað menn af
ýmsum ástæðum. „Ef menn eru
scinir, í vitlausum fötum eða
eitthvað því um Iíkt,“ svarar
Hermann, sem segist hafa orðið
fyrir barðinu á nefndinni eins
og aðrir. „Það voru haldin yflr
mér réttarhöld." Vandræðaleg-
ur á svip kvaðst hann þó ekki
hafa gert neitt af sér, að hann
hafi verið órétti beittur. „Þeir
finna bara ástæður ef maður
gerir ekkert af sér. Það er allt-
af góður andi og léttleiki í lið-
inu, þótt það tapi. Ef það gerist
er bara lífgað upp á tilveruna á
mánudegi. Nefndin kemur þá
saman og tekur einhvern í
gegn, sem lyftir alltaf and-
gengni íslenska liðsins í Evrópumót-
inu, segir hann: „Guðjón átti auðvit-
að hrikalega stóran þátt í þessu.
Hann hafði sjálfur fulla trú á að hann
gæti náð góðum árangri með þetta
lið. Hann hafði mikla trú á okkur
leikmönnunum og að hann gæti farið
lengra með liðið en aðrir höfðu ef til
vill gert. Það varð honum til tekna að
fleiri menn vora komnir í atvinnu-
mennsku erlendis og voru að leika
viku eftir viku gegn sterkari mönn-
anum. Það eru allir mjög sam-
stiga í þessu og léttleikinn er í
fyrirrúmi. Þetta er bara vinna
og það er auðvitað gott að hafa
sem bestan anda á vinnustað.
Það er náttúrulega alveg meiri-
háttar að hafa alltaf eitthvert
svona rugl í gangi, maður.“
Hermann scgir að hann falli
vel inn í hópinn lyá Wimbledon.
„Það er fullt af Norðmönnum
hérna. Ég er í ágætu sambandi
við þá og auk þeirra eru margir
„vitleysingar" hérna sem gam-
an er að umgangast." Hermann
tekur undir ummæli blaða-
manns þess efnis að upp til
hópa virðist margir leikmenn
Wimbledon hálfgerðir Eyja-
menn inn við beinið. „Jú, jú,
einmitt. Það er alveg rétt. Þetta
er mjög svipað því sem við
gerðum í Eyjum. Þetta hentar
mér mjög vel,“ segir Hermann,
sem var í liði IBV sem gerði
garðinn frægan með „fögnum"
sínum, ýmsum útgáfum af fagn-
aðarlátum eftir mörk.
Ef ég hefði
aldrei spilað í
þriðju deild
hefði mér
aldrei dottið í
hug hvað þeir
gætu, þessir
menn.
um, gegn landsliðsmönnum. Hann
mataði okkur á sjálfstrausti, sagði að
við gætum náð góðum úrslitum, að
það skipti ekki máli hveijir andstæð-
ingarnir væru og að þeir væra ellefu
eins og við. Sjálfstraustið jókst eftir
góða byrjun í Evrópumótinu, jafn-
tefli við Érakka og sigur á Rússum.
Þá fengu menn trú á þetta, sem er al-
veg gríðarlega mikilvægt. Guðjón
var samt raunsær, gerði sér grein
fyrir að við myndum ekki valta yfir
þessar þjóðir. Hann tefldi fram
mönnum sem vora í góðri líkamlegri
æfingu og sagði að við þyrftum að
leggja harðar að okkur, því aðrir
hefðu ef til vill meiri tækni og getu.
Við höfðum líkamlega burði, styrk
og kraft til að geta staðið í mótherj-
um okkar,“ segir Hermann.
Hermann er spurður hvort hann
telji að margt fólk vanmeti gæði
knattspyrnunnar, sem leikin er í
neðstu deild Englands. ,Á því leikur
ekki nokkur vafi. Ef ég hefði aldrei
spilað í þriðju deild hefði mér aldrei
dottið í hug hvað þeir gætu, þessir
menn. Þetta era rótgróin félög, tutt-
ugu og fjögur í þriðju deild. Hvert
um sig hefur að minnsta kosti fimm
þúsund áhorfendur og fimm hundr-
uð til þúsund manns sem elta liðið
stöðugt. Það ríkir mikil hefð hjá
þessum liðum," segir Hermann.
Hann segir að ekki sé raunhæft að
bera saman styrk ensku 3. deildar-
innar og íslensku úrvalsdeildarinnar.
„Þetta er bara allt annað. Öll þriðju-
deildarlið era atvinnumannalið.
Menn gera ekkert annað en að spila
fótbolta og æfa þess vegna meira.
Tímabilið stendur yfir í níu mánuði,
en aðeins þrjá mánuði heima. Að-
stæður era mun betri, vegna veður-
fars og fleira. í þriðju deild fengum
við nokkram sinnum tíu til tólf þús-
und manns á völlinn."
Greip gæsina á
meðan hún gafst
Hermann fékk strax tækifæri í
byrjunarliði Wimbledon síðasta
haust er liðið lék gegn Bradford og
hefur ekki gefið stöðu sína eftir síð-
an. „Við unnum leikinn. Það var
fyrsti heimasigur Wimbledon í lang-
an tíma,“ segir Hermann. „Ég vildi
sanna að ég ætti heima í þessari
deild. Þegar ég fór og samdi við þá
var mér sagt að ég fengi strax tæki-
færi. Þá var það undir sjálfum mér
komið að nýta það.“
Hann segist vera betri knatt-
spyrnumaður nú en hann var þegar
hann lék síðast í úrvalsdeild. Það
kann að hljóma einkennilega - að
knattspymumaður hrapi á ör-
skömmum tíma niður um þrjár
deildir, þar sem gæði leiksins era tví-
mælalaust mun lakari, en snúi aftur í
sviðsljósið sem betri leikmaður. Her-
mann segir íslenska landsliðið skipa
stóran sess í þeirri þróun. „Þar spil-
uðum við alltaf við einhverja af bestu
leikmönnum heims og þar sá ég að
ég átti í fullu tré við þá. Það má held-
ur ekki gleyma því að ég byrjaði á
því að spila í úrvalsdeild og gekk
mjög vel þar. Ég vissi því að ég gæti
alltaf fengist við þessa bestu og að
það yrði bara spurning um tíma hve-
nær ég færi aftur upp. Maður verður
að hafa trú á sjálfum sér. Ég ætlaði
mér að laga veikleika mína og bæta
mig, vera sterkari þegar ég kæmi
aftur,“ segir hann. „Ég hef tekið
miklum framförum síðan ég kom út
1997. Það er rosalega stórt skref að
fara úr íslensku deildinni inn í úr-
valsdeildina hér í Englandi. Þar er
spennan miklu meiri. Maður stífnaði
nánast upp fyrir hvern leik, var bara
hent beint inn frá íslandi. Ég öðlað-
ist mikla reynslu þar og fór síðan
niður þar sem menn era mun minna í
sviðsljósinu, spennan minni. Þar
Hermann kveðst kunna vel við sig í „brjálaða genginu"
„Léttleikinn í 1ýrirrúmi“