Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
tefam
FOLK
■ ÓSKAR Már Alfreðsson, helsti
markaskorari Leiknis úr Reykja-
vík í knattspymunni undanfarin ár,
er genginn til liðs við úrvalsdeildar-
lið Leifturs á Ólafsfirði.
■ DANÍEL Borgþórsson, einn lyk-
ilmanna Austfjarðaliðsins KVA í 1.
deildinni á síðasta tímabili, er kom-
inn í raðir ÍR-inga. Félagi hans,
Veigur Sveinsson, hafði áður geng-
ið til liðs við ÍR og þangað er einnig
kominn Steindór Birgisson úr KS á
Siglufirði.
■ VILBERG Ingi Kristjánsson,
sem varði mark Skallagríms í 1.
deildinni í fyrra, er genginn til liðs
við úrvalsdeildarlið Fylkis. I stað-
inn hefur Skallagrímur .fengið
Pavle Pavlovic, júgóslavneskan
markvörð sem hefur leikið með
Bolvíkingum og Isfirðingum und-
anfarin ár.
■ HELGI Jónas Guðfinnsson lék í
25 mínútur með RB Antwerpen og
skoraði 5 stig þegar liðið tapaði,
72:77, fyrir Pepinster í belgísku úr-
valsdeildinni í körfuknattleik á
laugardaginn. Þetta var fyrsta tap
RB Antwerpen á heimavelli í vetur
og liðið tapaði dýrmætum stigum í
baráttunni við Oostende, sem jók
forskot sitt í deildinni með sigri.
■ FALUR Harðarson lék í 29 mín-
útur og skoraði 9 stig þegar lið
hans, Honka frá Finnlandi, sigraði
Broceni frá Lettlandi, 92:81, í
Norður-Evrópudeildinni í körfu-
knattleik á laugardaginn. Leikið
var í Moskvu og á sama stað tapaði
Honka fyrir Lietuvos Rytas frá Lit-
háen á föstudagskvöldið, 77:89.
Falur lék þá í 16 mínútur en náði
ekki að skora.
■ HONKA er í níunda sæti af 14 lið-
um í deildinni, hefur unnið þrjá
leiki af átta. Á toppnum eru CSKA
Moskva og Zalgiris frá Litháen
sem hafa bæði unnið alla níu leiki
sína.
■ GLEN Rice skoraði 23 stig fyrir
LA Lakers þegar liðið vann sinn 15.
sigur í röð í NBA-deildinni í körfu-
knattleik í fyrrinótt - 93:80 gegn
Miami. Lakers er aðeins þriðja liðið
í sögu NBA sem vinnur 14 leiki eða
fleiri leiki í röð tvívegis á sama
tímabilinu
■ ÁSMUNDUR Friðriksson hefur
tekið við formennsku í knatt-
spyrnudeild ÍBV af Jóhannesi Ól-
afssyni, sem hætti í lok síðasta árs
eftir að hafa gegnt embættinu í tíu
ár. Eggert Garðarsson, sem hefur
stýrt deildinni síðan Jóhannes
hætti, verður áfram varaformaður.
■ JÓHANN Haukur Hafstein úr
Ármanni keppti í risasvigi heims-
bikarsins sem fram fór í Kvitfjell í
Noregi um helgina. Hann var ræst-
ur síðastur af stað, númer 61. Hann
komst rétt niður íyrir miðja braut
og keyrði þar út úr og hætti keppni.
Þetta var frumraun hans í heims-
bikarkeppninni.
■ NÆSTA heimsbikarmót verður í
Schladming í Austurríki á fímmtu-
dagskvöld. Þá verður keppt í svigi
karla í flóðljósum og þar er Krist-
inn Björnsson meðal keppenda.
Þetta er næstsíðasta svigmót vetr-
arins, en lokamót heimsbikarsins
fer fram í Bormio á Italíu 19. mars.
Þangað komast aðeins þeir 25 efstu
á stigalistanum í svigi.
■ HERMANN Maier frá Austur-
ríki setti stigamet í heimsbikarnum
á sunnudaginn er hann varð annar í
risasvigi sem fram fór í Kvitfjell í
Noregi. Hann hefur nú hlotið 1.760
stig og sló þar með stigamet Paul'
Accola frá Sviss, sem var 1.699 stig
og sett 1991. Hann vann jafnframt
risasvigsbikarinn.
■ SKOSKA liðið Celtic hefur lýst
yfir miklum áhuga að fá til sín Þjóð-
verjann Berti Vogts sem þjálfara.
Vogts, sem er 53 ára, er fyrrver-
andi landsliðsþjálfari Þýskalands.
Ef hann tæki við Celtic væri hann
fyrsti Þjóðverjinn til að stýra einu
af stóru liðinum á Bretlandseyjum.
Guðjón afskríf
Bjarka
Það hefur hvorki verið rætt við
Preston né Bjarka um að hann
komi til okkar. En ég er opinn fyrir
öllu, Bjarki er hugsanlega á lausu og
það kæmi alveg til greina að fá hann
hingað," sagði Guðjón við Morgun-
blaðið í gær.
Bjarki lýsti því yfír fyrir tveimur
árum að hann myndi ekki leika fram-
ar undir stjóm Guðjóns, eftir árekst-
ur þeirra á milli þegar íslenska
landsliðið var á alþjóðlegu móti á
Kýpur. Guðjón segir að það sé allt að
baki.
„Við Bjarki kláruðum það mál á
sínum tíma og það myndi ekki standa
í veginum, ef sú staða kæmi upp að
hann væri á leið til Stoke. Bjarki
sagði sjálfur í fyrrasumar, þegar
hann var með KR, að hann væri til-
búinn til að leika með landsliðinu und-
ir minni stjóm en þá taldi hann sig
ekki í formi til þess,“ sagði Guðjón.
Hann var ánægður með frammi-
stöðu Arnars Gunnlaugssonar, sem
lék sinn fyrsta leik með Stoke á laug-
ardaginn, en liðið vann þá Chester-
field, 5:1.
„Arnar dró að sér mikla athygli og
Peter Thorne nýtti sér það vel, skor-
aði fjögur mörk og hefði getað gert
sex. Arnar átti ágætan fyrri hálfleik,
það dró af honum í seinni hálfleiknum
þegar hann fékk högg á lærið en hann
vildi klára leikinn og ég leyfði honum
það,“ sagði Guðjón Þórðarson.
ar ekki
GUÐJÓN Þórðarson, knatt-
spyrnustjóri Stoke, segist alls
ekki afskrifa þann möguleika
að Bjarki Gunnlaugsson gangi
til liðs við félagið frá Preston.
Viðræður um það hafi þó ekki
farið fram, eins og haldið var
fram í enskum fjölmiðlum um
helgina.
Amór
skoraði
5 mörk
Arnór Guðjohnsen er ekki
hættur að hrella niark-
verðina þó á 39. aldursári
sé því hann skoraði 5 mörk
í stórsigri 1. dcildarliðs
Vals, 6:2, á úrvalsdeildar-
liði Breiðabliks í deildabik-
arnum í Reykjaneshöllinni
á sunnudaginn.
Arnór gerði ljögur
markanna úr vítaspyrnum
sem er einsdæmi í móts-
Ieik í meistaraflokki hér á
landi, og þó víðar væri
leitað. Atli Knútsson,
markvörður Breiðabliks,
var rekinn af velli fyrir að
mótmæla þriðju vítaspyrn-
unni en hann hafði áður
fengið gula spjaldið fyrir
brot.
Gjörbreytt lið Valsmanna
Valsmenn tefldu fram
gjörbreyttu liði frá síðasta
tímabili, þar á meðal
þremur útlendingum sem
eru til reynslu hjá þeim.
Það voru Færeyingarnir
Henning Jarnskor og Pól
Thorsteinsson og banda-
ríski markvörðurinn John
MiIIs. Einnig voru í liðinu
Besim Haxhijadini, fyrr-
verandi leikmaður KR, og
tveir nýir Austfirðingar,
Hjalti Vignisson frá Sindra
og Hallur Ásgeirsson sem
kemur frá Hugin/Hetti.
Veigar Páll Gunnarsson
skoraði öll 4 mörk Stjörn-
unnar sein vann Fjölni,
4:1. Hálfdán Gíslason skor-
aði þrennu fyrir Skaga-
menn sem gjörsigruðu Sel-
fyssinga, 9:1, og voru
komnir í 7:0 eftir hálftíma
leik.
KNATTSPYRNA
Bjarki Gunnlaugsson í leik með Preston gegn Stoke. Hér hefur
Brynjar Bjöm Gunnarsson, leikmaður Stoke, gætur á Bjarka.
KR í viðræðum við Guðmund
GUÐMUNDUR Benediktsson,
leikmaður KR, sem hefur verið
leigður til belgíska félagsins
KFC Verbroedering Geel, hefur
átt í viðræðum við KR um nýjan
samning en núgildandi samning-
ur hans rennur út að loknu
tímabilinu í sumar. Guðmundur
hefur leikið með KR frá 1995 og
var meðal annars valinn leik-
maður íslandsmótsins á siðasta
ári. Hann var í haust leigður til
belgíska liðsins fram til næsta
vors.
KÖRFUKNATTLEIKUR/ÚRVALSDEILD KARLA
Skellur í kveðjuleikjum
SNÆFELL úr Stykkishólmi lék sinn síðasta úrvalsdeildarleik á
heimavelli um sinn þegar liðið beið lægri hlut fyrir Haukum, 82:118,
á sunnudagskvöldið. Hólmarar voru fallnir fyrir leikinn því eftir
ósigur í Grindavík á föstudagskvöldið var von þeirra um að komast
úr næstneðsta sætinu úr sögunni. Þá má geta þess að ÍA tapaði
einnig stórt í kveðjuleik sínum - með 77 stiga mun, er Keflvíkingar
komu í heimsókn á Akranes, 140:63.
Davlð
Sveinsson
skrifar
Leikurinn var jafn í stöðunni 6:6, en
þá hófst mikil 3ja stiga veisla hjá
Haukum og skoruðu þeir tólf slíkar
körfur í íyrri hálfleik.
Skotnýting þeirra
var mjög góð í hálf-
leiknum og virtust
allir geta skorað þeg-
ar þeir vildu, allt fór ofaní. Vöm
Snæfells var frekar slök enda barátt-
an í deildinni búin hvað þá varðar.
Seinni hálfleikurinn var líkur þeim
fyrri, hittni Haukana mun betri og
vöm heimamanna götótt. Allir leik-
menn Hauka skoruðu og fengu allir
leikmenn að spreyta sig álíka mikið í
leiknum.
Besti maður Hauka var Ingvar
Guðjónsson, mjög leikinn og dugleg-
ur leikmaður. Aðrir í liðinu spiluðu
einnigvel.
Hjá Snæfelli var Kim Lewis bestur
að vanda, en einnig átti Baldur Þor-
leifsson mjög góðan leik, sérstaklega í
vöm, en hann var kjörinn íþróttamað-
ur Snæfells fyrir árið 1999 í hálfleik
og Hrefna Dögg Gunnarsdóttir
íþróttakona ársins. Þrátt fyrir mikinn
mun var allan tímann mikil keyrsla í
sókninni, en að sama skapi ekki eins
góðar varnir beggja liða þegar líða
tók á leikinn.
Bjöm
Blöndal
skrifar
„Menn voru ekki tilbúnir"
Allt sem við höfnm verið að gera
gott í síðustu leikjum gleymdist
og menn voru ekki tilbúnir í þennan
leik og slikt gengur
ekki á útivelli gegn
besta liðið landsins í
dag,“ sagði Tómas
Holton, þjálfari og
leikmaður Skallagríms frá Borgar-
nesi, eftir að lið hans hafði tapað með
19 stiga mun, 86:67, í Ljónagiyfjunni í
Njarðvík á sunnudagskvöldið. I hálf-
leik var staðan 45:28.
Þar með halda Njarðvíkingar enn
efsta sætinu í deildinni þegar ein um-
ferð er eftir, en þeir leika gegn Kefla-
vík í síðustu umferðinni í Keflavík á
fimmtudaginn
Urslitin ráðast í síðustu umferðinni
og þar sem Haukar hafa betur í inn-
byrðis viðureign liðanna verðum við
að sigra í Keflavík til að vera öruggir
með fyrsta sætið og deildarmeistara-
titilinn," sagði Friðrik Rúnarsson,
þjálfari Njarðvíkinga. Borgnesingar
mæta Hamri á heimavelli í lokaum-
ferðinni og með sigri í þeim leik geta
þeir tryggt sér sæti í úrslitakeppn-
inni.
Leikurinn í Njarðvík var slakur og
þá sérstaklega af hálfu Borgnesinga
sem veittu lítíð viðnám. Þeir settu að
vísu fyrstu stigin í leiknum en fljót-
lega mátti sjá stöðuna 20:7 og síðan
39:17 fyrir Njarðvíkinga sem þar með
höfðu lagt grunninn að sigri í leikn-
um. Eftir góða sigra Skallagríms-
manna í síðustu leikjum og þar á með-
al gegn KR-ingum áttu menn allt eins
von á hörkuleik. En sú varð aldrei
raunin og ljóst að með slíkri frammi-
stöðu verða Borgnesingar ekki lengi
með í toppbaráttunni.
Teitur Örlygsson lék nú aftur með
Njarðvíkingum og var besti maður
liðsins. Nýi Bandaríkjamaðurinn, Ril-
ey Inge, lék þokkalega en ekkert
meira en það. Friðrik Stefánsson og
Páll Kristinsson voru einnig ágætir.
Hlynur Bæringsson var eini maður-
inn í liði Skallagríms sem stóðst
Njarðvíkingum snúning allan leikinn
og Torrey John hrökk í gang undir
lokin, en þá var leikurinn löngu tapað-
ur.
Sextán stig Hamars
í seinni hálfleik
að var kaflaskiptur leikur heima-
manna í Hveragerði þar sem
ungir KR-ingar gáfu ekkert eftir og
sigruðu auðveldlega,
68:98. Hamarsmenn
Tómasson sem leiddu í hálfleik,
skrifar 51-48, skoruðu aðeins
16 stig í seinni hálf-
leik og eiga erfíða ferð upp í Borgar-
nes í síðasta leik þar sem ekkert nema
sigur kemur þeim í úrslitakeppnina.
Það stefndi allt í hörkuleik í Hvera-
gerði í gærkvöldi þegar KR-ingar
komu í heimsókn og leikurinn byrjaði
nokkuð fjörlega þar sem vestur-
bæingar voru yfir framan af og kom-
ust í 11-20. Þá tóku heimamenn leik-
hlé og komu sterkir inn eftir það og
breyttu stöðunni í 33-26 á aðeins 4
mínútum og settu m.a. fjórar þriggja
stiga körfur á þessum tíma. Ekki
misstu gestimir heimamenn langt frá
sér og náðu að minnka muninn fyrir
hlé niður í 3 stig. Brandon Titus og
Keith Vassel fóru mikinn í hvoru liði í
íyrri hálfleik og skoraði Titus 31 stig í
hálfleiknum.
Kaflaskiptin voru alger í seinnihálf-
leik og mega Hamarsmenn muna
margan betri hálfleikinn með aðeins
16 stig og liðið ekki að spila sem ein
heild. Titus, Hjalti, Pétur, Óli Barðdal
og fleri fundu sig alls ekki og gamla
góða skotfjölin var algerlega týnd.
Hjá KR-ingum voi-u einnig kaflask-
ipti í seinni hálfleik þar sem fleri
skoruðu stigin og Keith Vassel setti
enga körfu í seinni hálfleik. Hjá jöfnu
liði KR ber sérstaklega að nefna hlut
Ingvalds undir körfunni og Jespers
Sörensen sem byrjaði með látum í
seinni hálfleik. Bestur var þó Ólafur
Jón Ormsson sem fór fyrir sínum
mönnum sem sannur fyrirliði og skor-
aði 28 stig, átti ófáar stoðsendingar og
setti 6 þriggja stiga körfur, þar af 4 í
seinni hálfleik. Lokatölur 68:98 sem
var kannski helst til of mikill munur,
en enginn leikur betur en mótheijinn
leyfir og það fengu heimamenn að
reyna og þurfa að lagfæra sinn leik
nokkuð fyrir lokaslaginn í Borgamesi
ef úrslitakeppnin á að verða raunin.