Morgunblaðið - 07.03.2000, Page 8

Morgunblaðið - 07.03.2000, Page 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 B 9 IÞROTTIR ÍÞRÓTTIR Jón Arnar Magnússon vonast til að erfiðleikarnir séu að baki Gleymdi að fara í stillingu „ÞAÐ hefði mátt fara svona vel hjá mér á EM í Belgíu, en þannig er það nú þegar maður fer ekki í stillingu á réttum tíma, þá gefur líkaminn sig,“ sagði Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og sigurvegari í þríþraut Stórmótsins. Eftir Ivar Benediktsson Jón bætti íslandsmet sitt í langstökki um 6 sentímetra og um 3/ 100 úr sekúndu í 50 m grindahlaupi í þrautinni og varpaði kúlu tæpa 16 metra. Hann bætti þar með heildarárangur sinn í þrautinni allnokkuð. Jón sagði bakmeiðslin sem plöguðu hann á EM á dögunum vera úr sögunni, eftir að hann fór í „still- ingu“ við heimkomuna. „Því miður sagði trassaskapurinn til sín á röng- um tíma - á miðju Evrópumeistara- móti.“ í hverju fólst trassaskapurinn? „Eg hlustaði einfaldlega ekki á líkamann, lét hjá líða að fara í nudd, slökun og til hnykkjara. Ég hef bara „keyrt“ á líkamann og þar kom að allt stöðvaðist og þrír hryggjarliðir voru orðnir skakkii- með þeim afleiðingum að taugar klemmdust." Burtséð frá vonbrigðunum með Evrópumótið sagði Jón jákvæða punkta á tímabilinu innanhúss. Hann hefði bætt met í langstökki og grinda- hlaupi og tekið framförum í kúluvarpi svo dæmi væru tekin. Það sýndi að hann væri enn í framför. Hins vegar hefði stangarstökkið ekki gengið sem skyldi, en hástökksæfingar aftur á móti lofað framfórum, sem því miður hefði ekki orðið raunin á EM. „Ég hef verið að stökkva hátt þannig að ég hef fulla trú á að ég sé að sækja í mig veðrið á ný. Hraðinn hef- ur einnig aukist og snerpan,“ segir Jón, sem þrátt fyrir aukinn hraða og snerpu segist vera nokkurn veginn jafn þungur og á sama tíma fyrir ári.“ Ertu búinn að jafna þig af meiðsl- unum sem plöguðu þig í fyrra? „Já, það má segja það. Hnéð er orðið gott þótt hnéskelin verði alltaf löskuð. Ég veit alltaf af nárameiðsl- unum, það er rof í honum, en við Gísli Guðrún Arnardóttir segir árangurinn í vetur veita sér aukið sjálfstraust Ég þarf ýmis- legt að sanna „ÞAÐ var einkar mikilvægt að standa sig vel þar sem þetta er síð- asta mót mitt á vetrartímabilinu og síðasta skipti sem ég keppi á þessum tíma árs,“ sagði glaðbeitt Guðrún Arnardóttir, Armanni, eftir að hún hafði tryggt sér sigur í tveimur greinum, 50 m grinda- hlaupi og 50 m hlaupi, á Stórmóti ÍR. í grindahlaupinu bætti Guð- rún rúmlega ársgamalt íslandsmet sitt um 12/100 úrsekúndu og hljóp á 6,89 sekúndum. Eftir Ivar Benediktsson Það var það stutt á milli greina að ég fann að það var ekkert púður eftir í mér þegar kom að 50 metra hlaupinu. Því var tíminn ekkert sér- stakur,“ sagði Guð- rún, sem var tíu hundraðshlutum úr sekúndu frá íslandsmeti Geirlaugar B. Geirlaugsdóttur, Armanni, 6,44 sek. Þetta er þriðja Islandsmetið sem Guðrún setur innanhúss í vetur, en hún sló tvö met á Evrópumeist- aramótinu í Gent á dögunum, í 60 m grindahlaupi og 400 m hlaupi. Ljóst er því að Guðrún er í framför og inn- anhússkeppnistímabilið hefur gert henni gott og aukið sjálfstraust hennar. „Það er enginn vafi á að árangur minn í vetur hefur hjálpað mér mikið. Eftir það sem gekk á síðastliðið sum- ar varð eitthvað jákvætt að eiga sér stað nú í vetur og það hefur sem bet- ur fer gerst. Þetta er hins vegar að- eins byijunin á árinu, framundan er mikið keppnisár með hápunkti á Ól- ympíuleikunum í Sydney í septem- berlok.“ Hvað tekurnú við? „Ég fer út til Bandaríkjanna eftir viku og þá tekur við áframhaldandi uppbygging. Ég stefni að því að taka þátt í mínu fyrsta utanhússmóti 29. apríl ytra í 400 m grindahlaupi. Ég hef ekki náð Ólympíulágmarkinu ennþá en ég ætla mér að ná því sem fyrst á keppnistímabilinu þannig að það sé frá. Slíkt er alveg nauðsynlegt ef eitthvað kemur upp á, svo sem meiðsli, þá hefur maður tíma til þess að jafna sig án þess að vera í ein- hveiju stressi.“ Þess má geta að A-lágmarkið í 400 m grindahlaupi er 56,14, en B-lág- markið er 57,14. íslandsmet Guðrún- ar er hins vegar 54,59. Þrátt fyrir að Ólympíuleikarnir séu á árinu en stórmót í frjálsíþrótt- um eru alla jafna segist Guðrún ekki ætla að vera með tvö uppbyggingar- tímabil. „Takist mér að ná lágmarkinu snemma ætla ég að hvíla mig á þeirri grein um tíma og skipta yfir í 200 og 400 m hlaup og byija síðan að hlaupa grindahlaupið í júní þannig að tíma- bililið verði svipað og undanfarin ár. Það er gott að bijóta upp keppnis- tímabilið og keppa í öðrum greinum. Auk þess er ég að æfa með nokkrum stúlkum og í sameiningu höfum við áhuga á að keppa svolítið í 4x400 m boðhlaupi. Þótt leikarnir séu seint á árinu er ég þeirrar skoðunar að maður megi ekki gera of miklar breytingar á und- irbúningnum, ekki gera hlutina á allt annan hátt en undanfarin ár. í haust ákvað ég að haga undirbúningi mín- um fyrir Ólympíuleikana á svipaðan hátt og fyrir leikana 1996 og mér sýn- ist ég vera á góðu róli miðað við það ár, - heldur hraðari ef eitthvað er. Ég held því sátt til æfinga í Banda- ríkjunum og horfi mjög ákveðin til sumarsins. Mér finnst ég hafa að miklu að stefna því ég þarf að sanna svo margt fyrir sjálfri mér eftir það sem gekk á síðasta sumar.“ Er það raunsær draumur sem þú átt um sæti í úrsiitum 400 m grinda- hiaupsins á Óiympíuleikunum? „Eg tel svo vera. Það var það sem stefnt var að þegar samningurinn við Afreksmannasjóð var gerður eftir síðustu leika. Mér finnst það vera já- kvæð og góð krafa og ég ætla að gera allt sem ég get til að sá draumur minn megi rætast. Við skulum bara sjá til.“ þjálfari höfum breytt æfingum vegna þess og því vonast ég til þess að hann verði til friðs.“ Hafið þið Gísli unnið vel í vetur? „Það höfum við gert. Einnig höfum við breytt áherslum í æfingum sem ég vonast til að skili sér og í raun hef- ur sumt sannað sig strax.“ Hveijar eru þessar breyttu áhersl- ur? „Einkum felast þær í minni áherslu á grunnþol, um leið og meiri vinna hefur verið lögð í að bæta tækni og aukin grimmd er uppi á æfingum. Þetta hefur gengið mjög vel og ég er jákvæður á framhaldið. Um leið hef ég þroskast og lært að skynja betur hvað ég geri vel og hvað miður.“ Jón Amar stendur í sömu sporum og margir íslenskir íþróttamenn; hann ætlar sér á Ólympíuleika en þarf hins vegar að ná tilskildu lág- marki sem fyrst. „Ég fer á alþjóðlega tugþrautarmótið í Götzis í Austm-ríki í lok maí í þeim tilgangi að ná lágmar- kinu. Takist það þá taka bara við æf- ingar í framhaldinu. Það má vera að ég verði með á mótinu í Talence í Frakklandi, sem að þessu sinni verð- ur í lok júlí en ekki um miðjan sept- ember vegna Ólympíuleikanna. Mig langar til þess að vera með í Talence upp á að geta verið þátttakandi í stigakeppni Alþjóðíifrjálsíþrótta- sambandsins, þá yrðu Ólympíuleik- arnir þriðja mótið, en það er sá móta- fjöldi sem þarf til þess að vera með í stigakeppninni. Annars verður þetta meira og minna ein ströng töm héðan í frá og fram að Ólympíuleikunum í Sydney í lok september. Fyi-st og fremst er að ná Ólympíulágmarkinu, á því veltur framhaldið, án þess verða engir Ól- ympíuleikar." Dragila bætti- heims- metið BANDARISKA frjálsíþrótta- konan, Stacy Dragila, bætti eigið heimsmet í stangar- stökki á bandaríska meist- aramótinu innanhúss sem fram fór í Atlanta um helg- ina. Hún flaug yfir 4,62 metra og bætti eldra metið um einn sentímetra, en það setti hún í febrúar. Melissa Miiller varð önnur með 4,42. Dragila, sem er 28 ára, fékk 50 þúsund dollara í bón- us fyrir metið. Hún reyndi þrisvar við 4,70 metra, en felldi í öll skiptin. „Það var auðvitað ágætt að næla sér í bónusinn, en ég hefði viljað fara hærra. Ég ætla mér að fara yfir 16 fetin, 4,88 metra, og ætli það takist ekki í júní eða júlí í sumar,“ sagði hún. Vala Flosadóttir fagnar eftir að hún hafði stokkið 4,38 m. Hún reyndi síðan við nýtt íslands- og Norðurlandamet - var hársbreidd að stökkva yfir 4,50 m. Morgunblaðið/Sverrir Hársbreidd hjá Völu ikil eftirvænting var fyrir keppninni í stangarstökki kvenna, enda þrír úr hópi tíu bestu kvenna í þessari grein í heiminum um þessar mundir mættar til leiks, þar á meðal Evrópumeistarinn, Pavla Hamackova, Tékklandi. Fjórði keppandinn var Svíinn Maria Redin, en hún blandaði sér ekki í baráttuna frekar en fyrirfram var búist við. Redin stökk yfir 3,78 m, en felldi 3,98 í þrígang og var þar með úr leik. Þá var að hefjast keppni þeirra bestu. Allra augu beindust að Völu Flosadóttur, ÍR, sem aldrei hefur átt eins jafn gott tímabil og nú í vetur. Vala byijaði keppnina á því að stökkva örugglega 4,08 í fyrstu til- raun og síðan 4,28 einnig umsvifa- laust í fyrstu atrennu. Daniela Bar- tova, Tékklandi, hóf keppni með því að stökka 3,98, sleppti 4,08 en fór síð- an yfir 4,18 í þriðju tilraun eftir basl í tveimur fyrstu tilraununum. Hama- ckova stökk, eins og Vala, 4,08 fyrst hiklaust í fyrstu tilraun og síðan 4,28, einnig í fyrsta stökki. Hún lenti síðan í misskilningi við dómara, stökk yfir 4,38, en taldi sig vera að stökkva 4,33. Ráin rétt hékk uppi eftir stökk- ið en féll síðan þegar Hamackova hafði fagnað og var komin niður af dýnunni. Stökkið var dæmt ógilt og Hamackova lenti í þrefi við starfs- menn og náði sér ekki á strik eftir það í keppninni og felldi 4,38 m og var þar með úr leik. Atvikið setti leiðinlegan svip á keppnina. Vala og Bartova létu það hins veg- ar engin áhi-if á sig hafa. Bartova lyfti sér yfir 4,38 m í fyrstu tilraun, og bætti eigið þriggja ára gamalt mótsmet um 7 sentímetra og vallar- met Þóreyjar Eddu Elísdóttur, FH, um einn sentímetra. Vala sýndi síðan mikið öryggi í annarri tilraun við 4,38 m. Þar með var hækkað um 12 sentí- metra, upp í 4,50 sem var tilraun við íslands- og Norðurlandamet hjá Völu, en núverandi met hennar er 4,45. Bartova á best 4,51 m innan- húss. Skemmst er frá því að segja að Bartova átti aldrei möguleika á að komast yfir þessa hæð. Vala lenti í vanda í fyrstu tilraun, fór skakkt upp og felldi. Önnur tilraun hennar var mun betri, en tókt ekki. Þriðja til- raunin var síðan best og þá var Vala aðeins hársbreidd frá því að fara yf- ir, vantaði aðeins að sveigja brjóst- kassann meira aftur eftir að hafa sleppt stönginni. Vala straukst við rána og það nægði til þess að hún tók hana niður með sér í fallinu. „Þarna munaði litlu en hún var enn nær því að fara yfir þessa hæð í Þýskalandi á föstudaginn,“ sagði þjálfari Völu, Stanislav Szczyrba, eftir keppnina. Já, Vala var nærri og enginn var sár- ari yfir því að þetta mistókst en Vala sjálf sem vildi sýna löndum sínum allar sínar bestu hliðar á sínu síðasta innanhússmóti á keppnistímabilinu. Vala er greinilega í afar góðri æf- ingu um þessar mundir, enda hefur hún ekki stokkið jafn vel á ferli sín- um og síðustu tæpa tvo mánuði. Greinilegt er að hún hefur mikla ánægju af því sem hún er að gera, keppnisgleðin og ánægjan skín af henni auk þess sem greinilegt er að líkamlega hefur hún vart verið í betra ásigkomulagi á þessum tíma árs og allt annað að sjá til hennar en í fyrra. Það er því óhætt að bíða spenntur eftir hvað Vala gerir utan- húss í sumar. Hún hefur a.m.k. alla burði til þess að ná enn hærra í sentí- metrum talið en nokkru sinni fyrr. Vala hafnaði því í öðru sæti og Bartova sigraði, sem sagt sama nið- urstaða og á Stórmótinu 1997 og 1998. Vala Flosadóttir hefur aldrei verið í eins góðri æfingu Hefði viljað fara hærra „SVONA er þessi íþrótt, það er ekki nóg að vera nærri, það þarf að kom- ast yfir til þess að það gildi,“ sagði Vala Flosadóttir, eftir stangar- stökkskeppni Stórmótsins. Þar varð Vala í öðru sæti, stökk 4,38 m og felldi naumlega 4,50. Þetta var síðasta mót Völu á innanhússtímabilinu þannig aðhún ætlar sér ekki annað tækifæri til að bæta eigið Norður- landa- og íslandsmet innanhúss, 4,45. Árangur Völu nú er sá fimmti besti sem hún hefur náð á ferlinum. Eftir Ivar Benediktsson Það gefur mér visst öryggi að vita til þess að þessi hæð er innan seilingar og að ég geti farið yfir. Það sem ég er ánægðust með á keppn- istímabilinu er hvað ég hef verið jöfn. Nú hef ég stokkið átta eða níu sinn- um yfir 4,30 en í fyrra- sumar komst ég aðeins einu sinni yfir þessa hæð. Þetta ætti því að nokkru leyti að létta mér sumarið." Hefur þú e.t.v. ekki verið í betri æfingu í annan tíma? „Ég er sterkari og hraðari auk þess sem ég hef breytt tækni nokkuð sem ég tel að eigi enn frekar eftir að skila sér í framtíðinni. Ég er sífellt að vinna í því að bæta mig á sem flestum sviðum. Arang- urinn í vetur undirstrikar að ég er á réttri leið og hef verið að gera rétta hluti á æf- ingum. Auðvitað hefði ég viljað stökkva yfir 4,50 að þessu sinni, en það þýðir ekki að gráta það, margt er mikilvægt í lífinu og mikilvægara en þetta. Stemmningin var góð og það var gam- an í Höllinni en ég hefði samt gjarnan viljað sjá fleiri áhorfendur mæta til leiks.“ Vala segir að nú fái hún viku vetrar- leyfi frá æfingum áður en farið verði að huga að næsta keppnistímabili. „Ég ætla að heimsækja ömmu og afa á Egilsstöð- um og slaka aðeins á. Síðan byija æfing- ar á ný þegar til Svíþjóðar verður komið. Um miðjan april verða árlegar tveggja vikna æfingabúðir í Póllandi og strax að þeim loknum förum við Stanislav þjálfari til Athens í Bandaríkjunum og þar verð- ur dvalið við æfingar mest allan maí. Þar reikna ég með því að hefja keppnistíma- bilið ef allt gengur að óskum.“ Vala segist hafa náð að halda líkaman- um nær því heilum í vetur og það eigi ekki síst þátt í að árangurinn hefur verið svo jafn góður sem raun ber vitni um. „Eg snéri reyndar á mér ökklann í janúar og gat ekki stokkið í nærri því tvær vik- ur. Þá hafði ég nýlokið móti í Þýskalandi og stokkið 4,30 m. Vissulega brá mér en sem betur fer jafnaði þetta sig fljótt og það hefur ekki valdið mér óþægindum.“ Vala segir ljóst að sumarið verði langt og strangt. Ekkert megi bera út af. Vala ætlar að brjóta upp keppnistímabilið með því að hafa tvö undirbúningstímabil. Það fyrra hefst í næstu viku og lýkur í lok maí þegar hún fer að keppa og verður að fram í júnílok er uppbygging hefst á ný. „Síðan byrja ég að keppa aftur í ágúst og verð að fram yfir Ólympíuleikana, í síðari hluta september," segir Vala. Vala segist ekki hafa lengt keppnis- tímabilið í fyrrahaust með Ólympíuárið í huga. „Ég tók mér frí strax eftir HM, langt og gott frí sem ég þurfti á að halda. Það var mjög gott og síðan mætti ég fersk til leiks aftur og tók til við að æfa. Þær æfingar hafa gengið vel og ég er sterkari en áður. Það hefði verið gaman að stökkva hærra á síðustu vikum, en á móti kemur að ég hef átt jafngott tímabil og þess vegna get ég verið þokkalega sátt við sjálfa mig. Það hefur margt verið já- kvætt,“ sagði Vala Flosadóttir stangar- stökkvari. Sumaríð tekiðaf krafti „ÞAÐ vantaði svolítið upp á ólympíulágmarkið að þessu sinni,“ sagði Einar Karl Hjartarson, íslandsmethafi í hástökki, sem felldi naumlega 2,25 m, en ef hann hefði farið yfir hefði hann ekki ein- att bætt íslandsmetið heldur einnig tryggt sér farseðil á Ólymp- íuleikana í Sydney (haust. Ef allt gengur að óskum hef ég marga mánuði til þess að ná því,“ bætir Einar Karl við. Fram- undan hjá honum er að ljúka stúd- entsprófi í vor og að því loknu seg- ir hann að allt verði sett á fullt. „Sumarið verður tekið með þvílík- um krafti að það kemur ^ ekkert annað til greina en að slá íslands- metið og ná Ólympíulágmarkinu um leið. Ég bara nenni ekki að standa í einhverri hálfvelgju lengur heþdur vil gera þetta almennilega. Ég kom hingað til leiks, taldi mig geta náð tilsettu lágmarki og um leið haft gaman að því sem ég var að gera og skemmta áhorfend- um. Utlendingarnir voru mjög ánægðir með stemmninguna." Verður það ekki taugastríð hjá þér að ná ólympíulágmarkinu nú vantar aðeins einn sentímetra upp á? „Auðvitað verður það, en ég veit að ég get náð því. Það hef ég sann- að fyrir sjálfum mér og öðrum með því að vera nærri. Nú er bara spurningin hvenær það næst, ég verð bara að halda áfram að leggja mig fram og æfa vel.“ Hvernig líkar þér við nýja þjálfarann, Alberto Borges Mor- eno? „Hann hefur komið með nýjar áherslur í æfingarnar. Hann er í raun langbesti þjálfari sem ég hef kynnst. Eftir aðeins þrjá mánuði í starfi hjá ÍR fóru flestir sem hjá honum æfa að taka framförum sem segiiy að hann kann margt fyrir sér. Ég hef mikla trú á Alberto og vonast til þess að hann geti verið þjálfari minn næstu árin. Ég ætla mér langt í hástökki og hef tekið ákvörðun um að taka mér hlé frá námi að loknu stúdentsprófi og ein- beita mér að æfingum og keppni í hástökki undir stjórn Albertos, það mikla trú hef ég á honum.“ Þrjúlið vilja Valdimar ÞRJIJ lið, Valur, Stjarnan og Haukar, hafa lýst áhuga á að fá Valdimar Grímsson, leik- mann þýska liðsins Wupper- tal, til liðs við sig fyrir næsta leiktímabil. Valdimar hefur leikið hjá þýska liðinu und- anfarin tvö ár en hann hafn- aði nýjum samningi félags- ins fyrr í vetur og hyggst flytja með fjölskyldu sína aftur til landsins. Valdimar, sem hóf ferilinn hjá Val, lék síðast með Stjömunni áður en hann gekk til liðs við Wuppertal. Hann leikur með fslenska landsliðinu gegn Svíum í tveimur leikjum í þessari viku. Morgunblaðið/Sverrir Einar Karl Hjartarson fagnar eftir að hafa stokkið yfir 2,21 m. Aldrei verið stokkið hærra Irinn Brenan Reilly stökk yfir 2^28 m og sigraði í hástökki karla. Ar- angur hans er sá besti sem náðst hef- ur í hástökkskeppni hér á landi. Áður hafði Svíinn Patrick Sjöberg stokkið hæst 2,26 m utanhúss í Evrópubikar- keppninni sem fram fór á Valbjarn- arvelli sumarið 1985. í keppni innan- húss þá hafði hæst verið farið 2,24 m. Þá hæð vippaði Norðmaðurinn Steinar Hoen sér yfir á stórmóti ÍR í fyrra og síðan jafnaði Einar Karl Hjartarson þann árangur er hann setti íslandsmet sitt í janúar sl. Ólafur varð ekki þriðji RUGLINGUR varð í út- reikningi í þríþraut karla með þeim afleiðingum að afhenda varð verðlaun um þriðja sætið í tvígang. Við fyrstu verðlaunaafhendingu var Ólafur Guðmundsson kallaður fram og hlaut verðlaun fyrir þriðja sætið, næst á eftir Jóni Araari Magnússyni og Roman Sebrle. Sfðar um kvöldið þegar afhent voru verðlaun fyrir hástökk karla var til- kynnt að útreikningar væru rangir í þríþrautinni og Ól- afur hefði orðið fjórði en Norðmaðurinn Tom Erik Olsson hefði hlotið þriðja sætið og verið 78 stigum á undan Olafi. Var Norðmað- * urinn því kallaður fram eft- ir að verðlaunaafhendingu í hástökki lauk og fékk verð- laun sín og var um leið beð- inn afsökunar á mistökun- um. Hringlandahátt- ur í þríþraut ÞAÐ vakti nokkra athygli þeirra sem fylgdust grannt með þríþrautinni á ÍR-mótinu að þrátt fyrir að Jón Arnar Magnússon næði betri árangri nú í öllum greinum en i fyrra þá var hann 125 stigum lægri þegar dæmið var gert upp. Ástæðan er sú að önnur stigatafla var notuð við útreikning á árangri í 50 m grinda- hlaupi en í fyrra. Enginn hafði hins vegar fyrir því að kynna áhorfendum og öðrum þetta breytta fyrirkomulag og reyndar er það ekki í fyrsta skipti sem það gerist. Voru menn fyrir vikið eitt spurningarmerki og þeir sem fylgdust með útsendingu RÚV urðu varir við að fréttamenn rak í vörðurnar. Á fyrsta mótinu, 1997, var öðrum reikningsaðferðum beitt en 1998 og 1999 og or- sakaði svipaðan rugling og nú. Þetta er rnjög bagalegt og skemmir nokkuð spennu og ruglar verulega allan samanburð, ekki síst þegar mótshaldarar einir vita eftir hvaða regium er farið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.