Morgunblaðið - 07.03.2000, Qupperneq 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK
Leeds gefur ekkert eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn
„Við spiluðum ynd-
islegan fótbolta“
Reuters
Lee Bowyer, leikmaður Leeds, leggst af fullum þunga ofan á John Eustace hjá Coventry. Úrslitin
voru í samræmi við þetta návígi því Leeds vann öruggan sigur, 3:0, og er áfram með í baráttunni
um enska meistaratitilinn.
■ GUÐNI Bergsson lék allan leik-
inn í vörn Bolton sem tapaði, 0:2,
fyrir Charlton í 1. deildinni. Eiður
Smári Guðjohnsen tók út annan
leik sinn í þriggja leikja banni og
fór heim til Islands í helgarfrí.
Charlton vann sinn 11. leik í röð í 1.
deild og sæti í úrvalsdeild blasir við
liðinu.
■ LÁRUS Orri Sigurðsson fékk að
+líta rauða spjaldið 14 mínútum fyrir
leikslok þegar WBA tapaði enn einu
sinni í 1. deildinni, nú 0:3 gegn
Birmingham á heimavelli. Hann
fékk þá sitt annað gula spjald fyrir
brot. Staðan var þá 0:2 eftir tvö
mörk frá Dele Adebola á íyrstu 8
mínútum leiksins. WBA er nú kom-
ið í fallsætiog útlitið er dökkt.
■ BJARNÓLFUR Lárusson lék
síðustu 6 mínútumar með Walsall
sem vann mikilvægan sigur á
Grimsby, 1:0. Líkumar á að Walsall
haldi sér í 1. deildinni aukast stöð-
ugt en liðinu var spáð ófömm og
falli í vetur.
■ GUNNAR Einarsson fékk loks
tækifæri í byrjunarliði Brentford
n sem gerði jafntefli, 1:1, við Cam-
bridge í 2. deild. Gunnari var skipt
út af á 50. mínútu og ívar Ingimars-
son fór sömu leið á 75. mínútu.
■ BJARKI Gunnlaugsson sat á
bekknum allan tímann þegar Prest-
on vann mikilvægan útisigur á
Bumley, 0:3. Áhorfendur á leiknum
vom 22.310 sem er met í 2. deild í
vetur. Ian Wright náði ekki að
skora fyrir Burnley og er ekki enn
kominn á blað fyrir félagið.
■ LUC Nilis, belgíski sóknarmað-
urinn hjá PSV Eindhoven, hefur
\ekið tilboði Aston Villa um tveggja
ára samning og kemur til enska fé-
lagsins í sumar. Nilis er 32 ára og
hefur skorað 12 mörk fyrir PSV í
vetur en hann er að ljúka sínu sjötta
tímabili með hollenska toppliðinu.
■ PAUL Scholes leikur ekki með
Manchester United gegn Bor-
deaux í meistaradeild Evrópu í
kvöld. Scholes, sem lék ekki gegn
Liverpool á laugardaginn, hefur
ekki náð sér af meiðslum í mjöðm.
■ EMMANUEL Petit, miðjumaður
Arsenal, gæti átt refsingu yfír höfði
sér fyrir að senda stuðningsmönn-
um Aston Villa „kveðju" þegar
honum var skipt af velli í leik lið-
anna á sunnudaginn.
t ■ RYAN Giggs er sagður í þann
veginn að skrifa undir nýjan fjög-
urra ára samning við Manchester
United sem gefi honum rúmar 20,5
milljónir króna í laun á mánuði.
■ JOHN Hartson er að öllum lík-
indum á leið frá Wimbledon til
Tottenham, sem hefur boðið rúmar
800 milljónir króna í þennan eitil-
harða sóknarmann.
■ JIM Smith, stjóri Derby, lofaði
því eftir 4:0 sigurinn á Wimbledon
að samið yrði við Georgíumanninn
snjalla Georgi Kinkladze til lengri
tíma. Hann er sem stendur í láni
hjá Derby frá Ajax og er orðinn
geysilega vinsæll hjá stuðnings-
mönnum félagsins.
i ■ HERMANN Hreiðarsson fékk
næsthæstu einkunn leikmanna
Wimbledon gegn Derby, eða 7, hjá
Sunday People.
■ ALEX Ferguson, stjóri Ma-
nchester United, segir að fréttir
um að David Beckham sé til sölu
séu úr lausu lofti gripnar. Beckham
sé tilbúinn til að leika með félaginu
næstu árin.
LEEDS hefur ekki gefið upp
vonina um að skáka Manchest-
er United í baráttunni um enska
meistaratitilinn. Leeds nýtti sér
stórmeistarajafntefli United
gegn Liverpool á laugardaginn,
1:1, með því að sigra Coventry
sannfærandi, 3:0, á sunnudag.
Þar með skilja nú fjögur stig lið-
in að þegar í hönd fer erfiður
kafli hjá Manchester United þar
sem skiptast á ieikir í úrvals-
deildinni og meistaradeild
Evrópu.
Eftir þrjá markalausa leiki og hót-
un stjórnarformannsins um
kaup á nýjum sóknarmönnum tók
framlína Leeds vel við sér gegn Cov-
entry. Harry Kewell skoraði strax í
byrjun leiks og Michael Bridges
bætti öðru marki við rétt fýrir hlé.
Jason Wilcox innsiglaði síðan sigur-
inn skömmu fyrir leikslok.
„Við spiluðum yndislegan fótbolta
og ég gæti helst gagnrýnt mína
menn fyrir að taka lífið of rólega í
seinni hálfleik þegar við gátum bætt
við mörkum. Menn hafa sagt að við
séum að fara á taugum en það er
fjarri sanni. Við eigum 11 leiki eftir,
reynum að vinna þá alla og sjáum til
hvað það gefur okkur,“ sagði David
O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds.
Gordon Strachan, kollegi hans hjá
Coventry, sagði fréttamönnum hins-
vegar að það hefði verið tímasóun
fyrir þá að koma á leikinn. „Þið hefð-
uð getað skrifað þetta heima og kíkt
á textavarpið til að sjá hverjir skor-
uðu. Ég vona bara að leikmenn mínir
séu jafn vonsviknir með leikinn og
ég,“ sagði hinn líflegi Strachan en
Coventry hefur eitt liða í deilda-
keppninni enn ekki unnið leik á úti-
velli.
Áhætta Houlliers
reyndist dýrkeypt
Gerhard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, getur kennt sjálfum
sér um að hafa ekki innbyrt öll stigin
á Old Trafford, sem hefði verið fyrsti
sigur Liverpool þar í 10 ár. Hann tók
þá áhættu að leika manni færri síð-
ustu 10 mínútur fyrri hálfleiks eftir
að vamarjaxlinn Sami Hyypia fór
meiddur af velli, í þeirri von að Finn-
inn sterki gæti leikið síðari hálfleik-
inn. Mistök í miðri vörn Liverpool
leiddu til þess að Ole Gunnar Sol-
skjær jafnaði metin fyrir Manchest-
er United með síðustu spymu fyrri
hálfleiksins. Patrick Berger hafði
áður komið Liverpool yfir með
glæsimarki, beint úr aukaspyrnu.
„Þeir nýta færin betur en við. Þeir
fengu eitt færi og jöfnuðu. Þess
vegna em þeir betri en við,“ sagði
Houllier, vonsvikinn eftir leikinn.
Dixon bjargaði
Arsenal
Bakvörðurinn reyndi Lee Dixon
var bjargvættur Arsenal gegn Aston
Villa á Villa Park á sunnudaginn.
Allt stefndi í sigur hjá Villa sem
komst yfir með marki frá Richard
Walker en Dixon náði að jafna metin
þegar 6 mínútur vom til leiksloka,
1:1.
Stan Collymore komst loksins í
fréttirnar fyrir annað en vandræði
þegar Leicester vann stórsigur á
Sunderland, 5:2. Collymore sýndi
taktana sem komu honum í fremstu
röð á sínum tíma og hann skoraði
þrjú mörk fyrir Leicester, tvö þau
fyrri hreint stórglæsileg.
Ensk blöð fluttu nýjar svallsögur
af Collymore á sunnudag en hann
svaraði þeim með stórleik. „Það hef-
ur gengið á ýmsu hjá Stan Collym-
ore en stuðningsmenn Leicester
tóku frábærlega á móti mér og leik-
mennirnir hafa verið stórkostlegir.
Mitt markmið er að skora mörk og
ég þakka Martin O’Neill knatt-
spyrnustjóra fyrir traustið sem hann
hefur sýnt mér,“ sagði Collymore
eftir leikinn.
Strákurinn úr
stórmarkaðnum stendur sig
Malcolm Christie, maðurinn sem
Jim Smith, stjóri Derby, fann við
störf í stórmarkaði og spilandi utan
deilda, heldur áfram að gera það
gott. Hann átti stóran þátt í góðum
sigri Derby á Wimbledon á laugar-
daginn, 4:0, en hann lagði upp fyrsta
markið fyrir Georgi Kinkladze og
bætti öðru við tveimur mínútum síð-
ar. Þar með var mótspyrna Her-
manns Hreiðarssonar og félaga
brotin á bak aftur og Derby lagaði
stöðu sína í fallbaráttunni til muna.
Wimbledon dregst hinsvegar æ
lengra inn á hættusvæðið.
Bobby Robson mátti sætta sig við
sinn fyrsta ósigur á heimavelli sem
stjóri Newcastle þegar Chelsea,
mótherjarnir í undanúrslitum bikar-
sins, komu í heimsókn. Gustavo
Poyet skoraði markið sem skildi lið-
inað, 0:1.
Ungur íri, Alan Quinn, tryggði
Sheffield Wednesday óvænt stig
gegn Everton á Merseyside þegar
hann jafnaði, 1:1, og gerði þar sitt
fyrsta mark í úrvalsdeildinni.
Bradford kom líka á óvart með
jafntefli gegn Tottenham í London.
Jamie Lawrence jafnaði metin, 1:1,
en Tottenham hafði þá haft yfirburði
mestallan tímann.
Southampton og Middlesbrough
STOKE City hristi af sér slyðru-
orðið á heimavelli og malaði
botnlið Chesterfield, 5:1, í 2.
deildinni í fyrsta leik Arnars
Gunnlaugssonar með félaginu.
Það var Peter Thorne sem
var maður leiksins en hann
gerði fjögur fyrstu mörkin, þrjú
á fyrsta hálftímanum og annað
markið gerði hann eftir horn-
spyrnu Arnars. Varnarmaðurinn
Anders Jacobsen skoraði fimmta
markið á lokamínútu leiksins.
eru bæði áfram á hættusvæðinu eftir
jafntefli liðanna á suðurströndinni,
1:1.
Arnar lék allan leikinn með
Stoke og Brynjar Björn Gunn-
arsson fór af velli 5 mínútum
fyrir leikslok. Sigursteinn Gísla-
son var ekki í leikmannahópi
Stoke.
Stoke er áfram í 6. sæti deild-
arinnar en Gillingham er áfram
tveimur stigum á eftir og á
fjóra leiki til góða. Þrjú af fimm
efstu liðunum náðu ekki að
sigra þannig að hagur Stoke
vænkaðist að því leyti.
Sigurður Ragnar skoraði
SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson skoraði fyrra mark Chester sem
vann mikilvægan útisigur á Exeter, 2:0, i ensku 3. deildinni á
laugardaginn. Sigurður skoraði fyrra markið á 7. mínútu og það
er hans þriðja í deildinni með Chester en hann er þar í láni frá
Walsall. Chester komst með sigrinum úr neðsta sætinu í fyrsta
skipti í vetur, uppfyrir Carlisle, en neðsta lið 3. deildar missir
sæti sitt í deildakeppninni.
Þriðja mark Heiðars
HEIÐAR Helguson skoraði sitt
þriðja mark fyrir Watford í 6
leikjum í ensku úrvalsdeildinni
á laugardaginn. Hann minnkaði
þá muninn í seinni hálfleiknum
þegar Watford tapaði eina ferð-
ina enn, nú 1:2 á heimavelli
gegpi West Ham. Heiðar gerði
markið með laglegu, viðstöðu-
lausu skoti úr þröngu færi, í
markhornið fjær, eftir laglega
sókn.
Heiðar lék allan leikinn í
fremstu víglínu og stóð sig
ágætlega. Hann og Nordin
Wooter fengu hæstu einkunn
leikmanna Watford, 7, í Sunday
Mirror.
Watford situr eitt og yfir-
gefið á botni deildarinnar en
Graham Taylor, knattspymu-
stjóri, segist þó ekki búinn að
gefast upp í baráttunni um að
halda liðinu uppi. Hann var hins
vegar afar óhress með frammi-
stöðu liðsins í fyrri hálflcik og
lét það í Ijós með því að skipta
um þrjá leikmenn áður en síðari
hálfleikurinn hófst.
„Ég hefði getað eytt öllu leik-
hléinu í að benda leikmönnum
mi'num á það sem var að, en sá
ekki að það yrði að gagni. Ég
sparaði mér 15 mi'nútna reiði-
lestur með því að segjast ætla
að gera þrjár breytingar. Þegar
upp er staðið eru það leikmenn-
imir sjálfir sem þurfa að taka á
málunum til að betur gangi,“
sagði Taylor.
Fimm mörk
Stokemanna