Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUÖÁGUR 7. MARS 2000 B 13
KNATTSPYRNA
La Coruna
að missa
flugið
DEPORTIVO La Coruna, efsta lið spænsku knattspyrnunnar, tap-
aði öðrum leik sínum í röð á nokkrum dögum og nú fyrir Malaga
1:0 á útivelli í spænsku deildakeppninni um helgina. í síðustu
viku tapaði liðið 5:1 fyrir Arsenal í UEFA-keppninni. Sigurmark
Malaga gerði Argentínumaðurinn Dario Silva strax á þriðju mín-
útu leiksins. Deportivo hefur fjögurra stiga forskot á Alaves, sem
vann Rao Vallecano um helgina, 1:0.
Barcelona vann stórsigur á Num-
amcia 4:0 á sunnudag á meðan
Real Madrid gerði jafntefli, 1:1, við
Real Oviedo á útivelli. Börsungar og
Madridingar eru í þriðja og fjórða
sæti með 44 stig, fimm stigum á eftir
Deportivo.
Éani Garcia, fyrrum leikmaður
Real Mallorca, var í byrjunarliði
Barcelona fyrir Hollendinginn Patr-
ick Kluivert, sem tók út leikbann.
Hann þakkaði fyrir sig með því að
skora tvö mörk í síðari hálfleik, en
FOLK
■ JOHAN Neeskens, aðstoðar-
þjálfari hollenska landsliðsins, ætl-
ar að hætta eftir úrslitakeppni
Evrópumótsins í knattspyrnu í
sumar. Hann ætlar að taka við 1.
deildarliðinu NEC Nijmegen næsta
tímabil. Hann tekur við hollenska
félagsliðinu af Ron de Groot, sem
hefur aðeins verið í starfi þjálfara
síðan í nóvember. Neeskens lék á
sínum tíma 49 landsleiki fyrir Hol-
land.
■ GERRARD Gili, landsliðsþjálfari
Egypta í knattspsymu, hefur verið
sagt upp störfum.
■ ADOLFO Valencia, landsliðs-
framherji Colombíu og leikmaður
spænska liðsins Valencia, hefur
ákveðið að leika með bandaríska
liðinu New York-New Jersey
MetroStars. Hann er orðinn 32 ára
og hefur leikið 60 landsleiki.
■ INTER hefur í hyggju að fá ann-
aðhvort Frakkann Patrick Vieira
frá Arsenal eða Josep Guardiola
frá Barcleona til að styrkja miðj-
una hjá sér fyrir næsta vetur. Talið
er líklegra að Guardiola verði fyrir
valinu því Arsene Wenger sé ekki
tilbúinn að láta Vieira fara frá Ars-
enal.
■ INTER hefur augastað á Argen-
tínumanninum Mattias Almeyda,
miðvallarleikmanni Lazio, en Serg-
io Cragnotti, forseti Lazio, sagði að
hann færi hvergi og yrði áfram í
Róm næsta tímabil.
■ JUVENTUS hefur sýnt áhuga á
að kaupa Alan Smith, leikmanninn
unga frá Leeds. Utsendari ítalska
liðsins hefur fylgst með knatt-
spyrnumanninum að undanfömu,
en Smith gerði fimm ára samning
við Leeds síðasta suma r og hefur
skoraði sex mörk á tímabilinu. Tal-
ið að Juventus sé tilbúið að greiða
10 milljónir punda fyrir piltinn.
■ SKOTINN Ian Porterfield hefur
verið ráðinn landsliðsþjálfari Trini-
dad og Tobago í knattspyrnu.
Hann tekur við liðinu af Bertille St.
Clair, sem var rekinn í síðustu viku.
Porterfieid, sem er 54 ára, hefur
áður þjálfað Sambiu, Simbabwe og
Oman.
■ AJAX hefur gert rúmlega sex
ára samning við rúmenska mark-
vörðinn, Bogdan Lobont, sem kom
frá Rapid Búdapest. Hann er 22
ára og er varamarkvörður rúm-
enska landsliðsins.
hann hefur aðeins 12 sinnum verið í
byrjunarliðinu frá því hann kom á
Camp Nou-leikvanginn sl. sumar.
Annar varamaður, Gabri Garcia,
nýtti einnig tækifærið með því að
skora fyrsta mark leiksins. Portú-
galinn Luis Figo innsiglaði síðan
stórsigur liðsins með fjórða markinu
fimm mínútum fyrir leikslok. Barcel-
ona hafði mikla yfirburði þrátt fyrir
að stór nöfn hafi vantað í liðið eins og
Rivaldo, Luis Enrique
Martinez og Patrick Kluivert.
Miðvallarleikmaðurinn hollenski,
Ronald de Boer, lagði upp íyrstu tvö
mörk Barcelona.
Real Madrid komst yfir gegn Real
Oviedo með marki Raul Gonzalez á
75. mínútu eftir íyrirgjöf frá Steve
McManaman. Juan Sanchez jafnaði
síðan fyrir Oviedo, sem er í mikilli
botnbaráttu, þegar sjö mínútur lifðu
afleik.
Nýráðinn þjálfari Radomir Antic
náði ekki að töfra fram neinn stórleik
hjá Atletico Madrid sem gerði
markalaust jafntefli við Real Betis á
heimavelli sínum og er því enn í
fallbaráttu.
Real Zaragoza átti möguleika á að
sigra Real Mallorca þrátt fyrir að
vera aðeins níu inni á vellinum. And-
er Garitano, sem jafnaði fyrir Zara-
goza úr víti á lokamínútu fyrri hálf-
leiks, átti skot í slá á lokamínútu
leiksins úr vítaspymu. Juanmi
Garcia, markvörður Zaragoza, var
rekinn út af strax á fjórðu mínútu
Reuters
Jose Guardioia, fyririiði Barcelona, faðmar Gabriel Garcia að
sér, eftir að hann hafði skorað gegn Numancia um helgina.
Hollendingurinn Philippe Cocu er á hlaupum til þeirra.
leiksins fyrir að brjóta af sér utan
vítateigs. Þá fékk félagi hans, Xavier
Aguardo, rauða spjaldið fyrir aðra
áminningu sína í leiknum í upphafi
síðari hálfleiks. Miðvallarleikmaður
Mallorca, Vicente Engonga, fékk
síðan þriðju brottvísunina í leiknum
fyrir gróft brot sem færði Zaragoza
síðara vítið mínútu fyrir leikslok.
Þrír fengu að líta rauða spjaldið
hjá Athletic Bilbao sem tapaði fyrir
Valencia á útivelli, 2:0. Leilanennim-
ir Tiko Martinez og Carlos Garica
sáu rautt hjá dómaranum og þjálfari
þeirra, Frakkinn Luis Femandez,
fékk sömu meðferð.
Juventus tryggir
enn stöðu sína
JUVENTUS hefur fjögurra stiga
forskot á Lazio í ítölsku deild-
inni eftir leiki helgarinnar. Juve
vann Bari 2:0 og tryggði stöðu
sína enn frekar, Lazio lagði
Lecce á útivelli 1:0 og Inter fór
upp í þriðja sætið eftir 2:1 sigur
í nágrannslagnum við AC Milan.
Antonio Conte og Alessandro Del
Piero skoruðu íyrir Juventus
gegn Bari. Conte gerði fyrra markið
undir lok fyrri hálfleiks eftir undir-
búning Del Pieros, sem gerði það síð-
ara úr vítaspymu eftir að brotið hafði
verið á Filippo Inzagi. Þetta var
sjötta mark hans í vetur og öll hafa
þau komið eftir vítaspyrnur.
Sigur Inter á AC Milan var sann-
gjam. Chilemaðurinn Ivan Zamor-
ano kom Inter yfir tveimur mínútum
fyrir leikhlé eftir fyrirgjöf frá Alvaro
Recoba, sem var í byrjunarliðinu í
stað Christians Vieri. Recoba átti
mjög góðan leik og m.a. skot í stöng í
upphafi síðari hálfleiks eftir
skemmtileg tilþrif. Annað markið
kom síðan á 63. mínútu eftir
skemmtilegan samleik Clarence
Seedorf og Zamorano, sem Luigi Di
Biagio batt endahnútinn á með því að
skora með góðu skoti. Inter átti að
bæta þriðja markinu við skömmu síð-
ar, en Roberto Baggio misnotaði þá
dauðafæri eftir góðan undirbúning
Adrian Mutu. Andriy Shevchenko
minnkaði síðan muninn fyrir AC Mil-
an á lokamínútu leiksins úr víta-
spymu.
Marco Delvecchio gerði sigurmark
Roma í 1:0 sigri á Tórínó. Roma hafði
mikla yfirburði á vellinum og fékk
fjölda marktækifæra sem ekki tókst
að nýta fyrr en Delvecchio gerði það
á 63. mínútu.
Tékkinn Pavel Nedved gerði eina
mark leiksins í fyrri hálfleik er Lazio
vann Lecce á útivelli. Juan Veron,
leikmaður Lazio, átti þrumuskot í
stöng beint úr aukaspymu af 30
metra færi á sjöttu mínútu leiksins og
aftur skot í tréverkið í síðari hálfleik.
Parma náði loks að sigra eftir átta
leiki í röð án sigurs. Liðið vann Regg-
ina örugglega 3:0 á heimavelli. Arg-
entínumaðurinn Heman Crespo
gerði tvö mörk eftir að Digeo Fuser
hafði komið liðinu á bragðið á þriðju
mínútu leiksins. Crespo er nú marka-
hæstur í deildinni með 16 mörk
ásamt Andriy Shevchenko hjá AC
Milan.
Lizarazu til Liverpool?
ENSKIR fjölmiölar sögöu frá því um helgina að Frakkinn Bix-
ente Lizarazu, sem leikur með Bayem Munchen og franska
landsliðinu, muni ganga til liðs við Liverpool í sumar. Enska lið-
ið mun væntanlega greiða um 3 milljónir punda fyrir ieikmann-
inn sem er þrftugur.
Lizarazu er að margra mati einn besti vinstri bakvörður í
heimi og kemur til með styrkja lið Liverpool mikið. Hann til-
kynnti félögum sínum í Bayem í vikunni að hann myndi ekki
tala annað tungumál við þá en ensku og þótti það gefa ákveðna
vísbendingu um að hann væri á fömm frá liðinu til Englands.
JÓKER
Jókertölur vikunnar
3 7 4 4 6
Vinnlngar Fjöldi vinninga Upphœð á mann
5 tölur 0 1.000.000
4 síðustu 1 100.000
3 sfðustu 10 10.000
2 sfðustu 139 1.000
■w ■ ■
VINNINGSTÖLUR
MIÐVIKUDAGINN
| 01.03.2000 |!
AÐAL1
(2(7 (24
(34 MM I
Lottó 5/38
Bðnuninniagurkom á miía sem seldur var í
SSIutuminum Pðlls, Skipholti, Reyklavlk.
Þrefaidur 1. vinningur
nk. laugardag!
Jóker
2. vlnningur kom á miða sem seldur var f
Bónusvideó, Mávahlíð, Reykjavík.
Víkingalottó
1. vlnnlngur fór úskiptur til Danmerkur.
Upplýsingar f sfma
580 2525
Taxtavarp
ÍÚ110-113
RÚV 281, 283 og 284
í þigu öryrkja, ungmenna og íþrótta