Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 16
ínéimt
FOLK
■ EYJOLFUR Sverrisson lék allan
leikinn í vörn Herthu Berlín þegar
liðið sigraði Unterhaching, 2:1, í
þýsku knattspyrnunni á laugardag-
inn. Eyjólfur fékk 4 í einkunn hjá
Kicker og var þar í meðallagi leik-
manna liðsins.
■ HELGI Kolviðsson lék allan leik-
inn með Mainz sem beið lægri hlut
fyrir Niirnberg, 2:0, í þýsku 2.
deildinni. Möguleikar Mainz á að
komast upp minnkuðu verulega við
þennan ósigur. Helgi fékk 3,5 í ein-
kunn hjá Kicker, þá næstbestu af
leikmönnum Mainz.
■ SIGURÐUR Jónsson lék á ný
með Dundee United á laugardag-
inn þegar liðið tapaði, 0:1, íyrir
Hearts í skosku úrvalsdeildinni.
Sigurður hafði verið frá í síðustu
leikjum vegna veikinda. Ólafur
Gottskálksson var varamarkvörður
Hibernian sem lagði Celtic.
■ JENS Martin Knudsen, þjálfari
Leifturs, hélt hreinu í marki Ayr
United sem gerði jafntefli, 0:0, við
Airdrie í skosku 1. deildinni.
■ TRYGGVI Guðmundsson skor-
aði bæði mörkin fyrir Tromsö þeg-
ar liðið sigraði annað norskt lið,
Odd Grenland, 2:0, í úrslitaleik á
æfingamóti á La Manga á Spáni á
föstudagskvöldið.
■ RUNAR Kristinsson skoraði síð-
ara mark Lilleström í sigri á Trel-
leborg frá Svíþjóð, 2:1, í leik um 5.
sætið á sama móti.
■ SIG URBJÖRN Hreiðarsson lék
ekkert með Trelieborg á mótinu
vegna meiðsla en hann hefur verið
frá í mánuð. Reiknað er með honum
aftur í næstu viku.
■ ÞÓRÐUR Guðjónsson lék allan
leikinn með Genk sem fékk enn
einn skellinn í Belgíu, nú 5:0 gegn
Lierse. Þórður fékk eitt gott færi
sem hann nýtti ekki. Bjarni Guð-
jónsson lék ekki með Genk.
■ ARNAR Þór Viðarsson lék allan
leikinn með Lokeren sem sigraði
Harelbeke, 2:0, í Belgíu, Guð-
mundur Benediktsson var ekki í
liði Geel sem tapaði, 1:2, fyrir
Aalst.
■ SAMI Hyypia, Finninn sterki í
vörn Liverpool, verður að öllu óbr-
eyttu með í næsta leik liðsins þótt
hann hafi meiðst gegn Manchester
United á laugardag. Hyypia fékk
slæman skurð á ökkla og var saum-
aður í hálfleik en gat ekki haldið
áfram vegna sársaukans.
■ VEGARD Heggem, varnarmað-
ur Liverpool sem einnig fór meidd-
ur af velli í fyrri hálfleik, verður
hins vegar frá keppni út þennan
mánuð vegna tognunar.
Búlgarski landsliðsmaðurinn Krasimir Balakov (no. 10), skorar fyrra mark Stuttgart beint úr aukaspyrnu.
Mattháus
kvaddi
með tapi
DORTMUND hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum sínum í þýsku
deildinni og um helgina varð liðið að gera sér að góðu að fara
með skarðan hlut frá borði gegn Frankfurt, 1:1. Bayern Múnchen
kvaddi Lothar Mattháus með tapi og Leverkusen færðist nær
Bayern á toppnum með 3:1 sigri á Kaiserslauteren.
Fyrrverandi Evrópumeistarar í
Borussia Dortmund hafa ekki
riðið feitum hesti í deildinni í vetur
undir stjóm þjálfarans Bemd Kraus.
Liðið er nú um miðja deild með 32 stig
og er 17 stigum á eftir efsta liðinu,
Bayem Múnchen. Heiko Herrlich
kom Dortmund yfir á fimmtu mínútu,
en Frankfurt, sem er í þriðja neðsta
‘sæti deildarinnar, jafnaði með marki
Norðmannsins Jan-Age Fjörtorft
þegar stundarfjórðungur var eftir.
Bayern Múnchen, sem átti stórleik
gegn Real Madrid í meistaradeildinni
í síðustu viku, náði sér ekki á strik um
helgina og varð að sætta sig við 2:0
tap fyrir Stuttgart í kveðjuleik Lot-
hars Mattháus, sem lék 464. leik sinn í
deildinni. Mattháus gerði mistök er
hann braut á Krisztian Lisztes og
Balakov skoraði síðan fyrra mark
Stuttgart úr aukaspymunni á 50.
mínútu. Fimm mínútum síðar var hin-
um 38 ára Mattháus skipt út af og var
klappað lof í lófa af 46 þúsund áhorf-
endum sem fylltu leikvanginn í
Stuttgart. Hann leikur síðasta leik
sinn með Bayem gegn Real Madrid í
meistaradeildinni annað kvöld, en eft-
ir það flytur hann til Bandaríkjanna
OPEl
Lothar Mattháus, 28 ára, lék sinn 464. deildarleik með Bayern
og jafnframt þann síðasta, en hann er á leiðinni til bandaríska
liðsins New York Metro Stars.
kom frá Bayern Múnchen. Hann
markið beint úr aukaspymu á 21.
mínútu. Za Roberto jafnaði og
markavélin Ulf Kirsten kom
Leverkusen yfir í 2:1 og Robert Ko-
vac gulltryggði sigurinn með því að
gera þriðja mark liðsins um miðjan
síðari hálfleik.
þar sem hann mun leika með New
York-New Jersey MetroStar. Hann
sagði um helgina að hann gæti vel
hugsað sér að koma aftur til Bayern
eftir fimm til tíu ár sem þjálfari.
Bayer Leverkusen, sem er í öðra
sæti, minnkaði bilið á Bayern niður í
tvö stig með því að vinna Kaiserslaut-
em 3:1. Mario Basler skoraði fyrst
fyrir Kaiserslautern og var það jafn-
framt fyrsta mark hans frá því hann
Tvö mörk
Jóhannesar
JÓHANNES Karl Guðjónsson
skoraði bæði mörk MVV Maas-
tricht þegar liðið gerði jafntefli,
2:2, við Cambuur í fallslag í hol-
lensku úrvalsdeildinni í knatt-
spymu á laugardaginn.
Jóhannes kom MVV tvívegis yfir
í leiknum, á 31. og 63. mínútu, og í
bæði skiptin beint úr aukaspyrnu.
Heimaliðinu, sem er neðst í deild-
inni, tókst að jafna í bæði skiptin.
Frá Kosta Ríka í Þrótt
German Castillo Villalobos,
knattspyrnumaður frá Kosta
Ríka, hefur skrifað undir þriggja
ára samning við 1. deildarlið
Þróttar úr Reykjavík. Hann skor-
aði í fyrsta mótsleik Þróttara þeg-
ar þeir lögðu Aftureldingu, 4:1, í
deildabikarnum um helgina.
Villalobos, sem er 21 árs, hefur
dvalið meira og minna hér á landi
síðan á síðasta ári en þá munaði
ekki miklu að hann gengi til liðs
við ÍA.
„Villalobos kom mjög óvænt til
okkar og hann virðist ætla að
reynast okkur happafengur. Þetta
er góður leikmaður og hann hefur
skorað í öllum þeim þremur leikj-
um sem hann hefur spilað með
okkur til þessa,“ sagði Axel Gomes
hjá knattspyrnudeild Þróttar í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Einar Þór aftur til KR
EINAR Þór Daníelsson, leikmaður KR, sem leigður var til enska
2. deildarliðsins Stoke City, er kominn aftur til vesturbæjarliðs-
ins. Einar og Sigursteinn Gíslason, félagi hans hjá KR, fóru til
Stoke í nóvember og hugðust leika með liðinu til 18. apríl. Einar
hefur lítið fengið að spreyta sig með Stoke að undanförnu og úr
varð að hann kom til landsins um helgina. Von er á Sigursteini
til landsins 18. aprfl en KR heldur í æfingaferð til Hollands 22.
aprfl. Þá gera forráðamenn liðsins ráð fyrir að leikmannahópur-
inn verði nær fullskipaður.
fSjötta
mark
Helga
HELGI Sigurðsson skoraði
I fjórða og síðasta mark Pana-
; thinaikos þegar liðið vann
stórsigur á Ethnikos Asteras,
4:0, í grísku deildakeppninni
í knattspyrnu á sunnudaginn.
\ Markið gerði Helgi á 82. mín-
; útu og þar með hefur hann
; skorað sex mörk í deildinni í
vetur. Hann kom inn á sem
varamaður á 66. mínútu
! leiksins.
Panathinaikos er áfram í
öðru sæti deildarinnar,
þremur stigum á eftir meist-
urum Olympiakos.