Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SKIÐI/HEIMSBIKARINN Ég mun fagna vik- um saman Hermann Maier frá Austurríki tryggði sér á laugardaginn sigur í stigakeppni heimsbikarsins á skíðum í annað skiptið á þremur árum. Hann varð þá í þriðja sæti í stórsvigi í Hinterstoder í heima- landi sínu og kominn með 1.820 stig á tímabilinu og verður ekki velt úr toppsætinu héðan af. Kjetil Andre Aamodt frá Noregi er næst- ur með 1.400 stig. Maier hefur jafnframt forystu í stigakeppninni í stórsvigi og bruni og getur því sigrað þrefalt á tíma- bilinu. Maier hefur þegar slegið stigamet heimsbikarsins en Paul Accola hafði áður náð flestum stig- um á einu tímabili, 1.699 árið 1992. Maier stefnir að því að gera enn betur og ná 2.000 stigum. „Ég er útkeyrður og verð afar hamingjusamur þegar þessu tíma- bili lýkur. Ég er ekki farinn að fagna neinum titlum ennþá en ég mun fagna vikum saman þegar þessu er öllu lokið,“ sagði hinn 27 ára gamli fyrrverandi múrari eftir keppnina á laugardag. Christian Mayer, landi Maiers, sigraði í stórsviginu á laugardag og Sonja Nef frá Sviss sigraði í stórsvigi kvenna í Sestriere á Ital- íu. Þar kom 18 ára stúlka frá Spáni, Carolina Ruiz Castillo, geysilega á óvart með því að ná öðru sætinu. Tap hjá Fylki á Kýpur FYLKIRtapaði 5.1 fyrir rússneska 1. deildar félaginu Alania Vladikavkaz á Kýpur á mánudag. Fylkir, sem lék án Sverris Sverrissonar, Þórhalls Dans Jóhannssonar og Hrafnkels Helga- sonar, náði forystu í leiknum með marki frá Omari Valdimars- syni á 6. mínútu en staðan var 1:1 í hálfleik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, sagði að sitt lið hefði leikið vel í fyrri háifleik en siðan hefði það rússneska, sem var rússneskur meistari árið 1992, tekið öll völd í síðari hálfleik. Fylkir lék tvo leiki til viðbót- ar á Kýpur, tapaði 5:2 fyrir Landskrona en vann rússneska 2. deildar liðið Kamaz Chally 5:2. Reuters Skíðakappinn Herman Maier fagnar. Pylkir lagði niður vopnin Leikurinn minnti fremur á æfinga- leik heldur en leik á Is- landsmóti. Áhorfendur voru sárafáir og andrúmsloftið af- Gísli slappað. FH-ingar Þorste/nsson fóru sér rólega í upp- skrífar hafi, hvíldu lykilleik- menn, en náðu engu að síður forystu, sem þeir létu ekki af hendi. Þegar nær dró hálfleik voru FH-ingar komnir með fjögurra marka forystu, 11:7, en þá tók Orvar Rúdolfsson markvörður Fylkis til sinna ráða, lokaði markinu í nokkrar mínútur en það gaf Fylkismönnum færi á að komast aftur inn í leikinn og minnka muninn lítillega. Sóknar- leikur Fylkis var aðallega borinn uppi af þremur mönnum: Þorvarði Tjörva Olafssyni, David Kekelia og Eymari Krúger, en þeir gerðu 16 af 20 mörkum liðsins. Aðrir útileik- menn liðsins virðast ekki eiga erindi í 1. deild, ef marka má leikinn gegn FH. Það er því ekki hægt að segja að liðið hafi yfir breiðum hópi leik- manna að ráða, enda langt um liðið síðan ljóst var, að liðið yrði í 2. deild næsta haust. Leikmenn gerðu sér vel grein fyrir stöðu liðsins og kipptu margir þeirra sér ekkert upp við það þótt sífellt syrti í álinn. Það var því ekki við því að búast að Fylkir héldi leikinn út og eftir að liðið misnotaði sex sóknir í röð í upphafi síðari hálf- leiks voru úrslitin ráðin. FH skoraði á sama tíma fjögur mörk og komst í 19:12. Guðmundur Pedersen, með níu mörk, og Knútur Sigurðsson, með átta mörk, voru óstöðvandi í leiknum og virtust skora að vild. Minna fór fyrir öðrum leikmönnum. Með sigri er FH nær því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en mjótt er á mununum í neðri hluta deildar- innar og liðið þarf því á öllum stigum að halda í síðustu leikjum í deildar- keppninni, enda verður mótstaðan í næstu leikjum talsvert meiri heldur en gegn Fylki á sunnudag. ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 B 3 Vilt þú starfa við eitthvað skemmtilegt í sumar? Fjölbreytt störf í boði - létt og lifandi ÍTR Hver dagur hefur ný og skemmtileg ævintýri upp á að bjóða. Með frábærum samstarfsmönnum lærir þú að takast á við spennandi og stundum erfiðar aðstæður en ert samt hlæjandi allan tímann. útilegur - siglingar - íþróttir - klettaklifur - sund - hjólreiðar - sig - kvöldvökur - hellaferðir - ratleikir - gönguferðir Við leitum að kraftmiklum og jákvæðum starfsmönnum. Áhugasamir hafi samband við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í síma 551-5799 á skrifstofutíma til að fá nánari upplýsingar. Einnig er hægt að kynna sér ýmis störf hjá ÍTR á http://storf.hitthusid.is. Hjá okkur finnur þú starf við þitt hæfi. hress eins og hross.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.