Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 9

Morgunblaðið - 28.04.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000 C 9 BÍÓBLAÐIÐ Frumsýning Stjörnubíó, Laugar- ásbíó og Borgarbíó Akureyri frumsýna nýjustu mynd Juliu ^ Roberts, „Erin Brockovich“ Erin Brockovich (Jul- ia Roberts) er kona sem ekki á sjö dag- ana sæla. Hún lendir í bílslysi sem hún á enga sök á en lög- fræðingnum hennar tekst ekki að semja um neinar bætur henni til handa. Hún endar á því að biðja lögfræðinginn, Ed Masry (Albert Finn- ey), um vinnu á skrifstofunni hans. Hann sér aumur á henni og brátt er hún tekin að starfa fyrir hann og rekst þá á læknaskýrslur innan í skýrslum um fasteignaviðskipti á skrifstofunni. Hún áttar sig ekki á tengslunum þarna á milli og fær lögfræðinginn til þess að leyfa henni að rannsaka málið nánar. Hún kemst þá að því að orðið hefur mengunarslys í nágrenninu sem valdið hefur óbætanlegu tjóni. Þannig er söguþráðurinn að hluta í þessari nýjustu mynd Julia Roberts, Erin Brockovich, sem Steven Soderbergh leikstýrir. í öðrum hlutverkum eru Albert Finn- ey, Aaron Eckhard, Peter Coyote, Kurt Potter, Marg Helgenberger og Cherry Jones en handritið gerir Susannah Grant. Einn af framleið- endum myndarinnar er leikarinn Danny DeVito. Tildrög myndarinnar má rekja til þess þegar einn framleiðandi henn- ar, Carla Santon Shamberg, fór til hnykklæknis. Á meðan hnykklækn- irinn vann sitt verk sagði hann henni frá ungri vinkonu sinni sem hét Erin. „Ég trúði ekki því sem hann sagði mér um Erin Brockovich. Það virtist ótrúlegt að þessi kona, sem átti tvo skilnaði að baki og hafði tvö ung börn á framfæri sínu, ómenn- tuð og átti enga peninga, hefði kom- ið þessu máli heim og saman. Mér fannst hún strax vera hin fullkomna fyrirmynd á nýju árþúsundi." Carla sagði eiginmanni sínum Michael Shamberg söguna af Erin, en Shamberg á kvikmyndafyrir- tækið Jersey Films ásamt DeVito og Stacey Sher. Þeim fannst sagan af Erin henta einstaklega vel í bíó- mynd og fengu Susannah Grant hana í hendur, sem tók þegar til við að skrifa handrit. Leikstjórinn Steven Soderbergh hafði leikstýrt „Out of Sight“ fyrir fyrirtækið árið Erin Brockovich: Julia Roberts í titilhlutverkinu. Albert Finney og Roberts taka upp gamalt mengunarmál og fara með það fyrir rétt. Erin Brockovich Leikarar:_____________________ Julia Roberts, Albert Finney, Aaron Eckhard, PeterCoyote, Kurt Potter, Marg Helgenberger og Cherry Jones. Leikstióri:___________________ Steven Soderbergh („Sex, Lies and Videotape“, „The Kingof the Hiir, „Out ofSight", „The Limey“). áður og var nú fenginn til þess að leikstýra þessari mynd. Soderbergh leist vel á handritið og myndina í heild. „Hún reiddi sig mikið á leikinn og það var kven- maður í hverri einustu senu. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áð- ur,“ er haft eftir leikstjóranum. „Sagan um Erin er mjög átakamikil. Ég vissi ekkert um málið áður, en* þeir hjá Jersey Films höfðu reynt að fá mig til að lesa handritið í heilt ár. Svo þegar ég lauk við „The Li- mey“ fór ég að leita að einhverju sem var gersamlega ólíkt henni og Erin varð fyrir valinu." Tvær myndir Soderbergh verða frumsýndar um helgina, „The Lim- ey “ og „Erin Brockovich“. Frumsýning Háskólabíófrumsýnirfrönsku heimildarmynd- ina Microcosmos, sem skoöar pöddulífið meö smásjáraugum. VI rei sjaum Franska heimildar- myndin „Microcosm- os“ sem Háskólabíó frumsýnir um helgina, lýsir einskonar ferða- lagi um skordýrahéim- inn og er unnin með sérstakri tækni sem gerir kleift að mynda atferli og hegðun smæstu dýra jarðar- innar. Leikstjórar hennar eru Claude Nuridsany og Marie Perennou en framleiðendur Galatee Films, Jacques Perrin, Christophe Barratier og Yvette Mallet en kvikmyndatökuna önnuðust Nur- idsany, Perennou, Hughes Ryffel °g Thierry Machado. Myndin er tæpar áttatíu mínútur að lengd. Ékki er mikið talað í „Microcosmos“ heldur er mynd- málið ráðandi í bland við tónlist og áhrifshljóð. Það tók framleiðend- urna fimmtán ár að undirbúa kvik- myndagerðina, kynna sér viðfangs- efnið og koma sér niður á byggingu myndarinnar. Það tók meira en tvö ár að hanna og þróa þá tækni sem gerði þeim kleift að skoða skor- dýralífið í nærmynd og það tók um þrjú ár að taka þær myndir sem til þurfti. Alls voru teknir sem samsvarar 80 kílómetrum af filmu eða næstum fjörutíu sinnum meira en myndin sjálf hefur að geyma. Einn af aðalleikurunum: Ferðalag um skordýraheiminn. Tökubúnaðurinn: Tók meira en tvö árað þróa tæknina. Sálm Sigurður Flosason Gunnar Gunnarsson „Það atriði sem án efa kom mest á óvart á Jazzhátíð Reykjavíkur og hefur verið mikið talað um síðan voru tónleikar Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar í Hallgrímskirkju, sem báru yfirskriftina Sálmar iífsins ... Margir tónleikagesta voru greinilega mjög hrærðir." Lana Kolbrún Eddudóttir, Rás 1 „Með eindæmum hrífandi. Bravó!" Ingvi Þór Kormáksson, DV. „Tónleikarnir heilluðu áhorfendur gersamlega." Silja Aöaisteinsdóttir, DV jar i Frumsýning Kringlubíó og Borgarbíó Akureyri, frumsýna spennumyndina „Reindeer Games“r Háskaleiki meö Ben _Nýr tryllir Frankenheimers Affleck í leikstjórn Johns Frankenheimers Rudy Duncan (Ben Affleck) hefur nýlega verið látinn laus úr fangelsi og hann langar að byrja nýtt líf með stúlku drauma sinna, Ashley (Charlize Ther- on), sem hann kynntist í gegnum bréfaskrif úr fangelsinu. En á milli þeirra og eilífrar hamingju stend- ur brjálaður bróðir hennar, Gabriel (Gary Sinise). Hann og krimmarnir vinir hans halda að Rudy búi yfir upp- lýsingum um spilavíti sem þeir eru að hugsa um að ræna en hann starf- aði þar einu sinni. Þannig lendir Rudy í hinum verstu málum og verður að slá nýja lífinu á frest. Þetta er söguþráðurinn í spennu- myndinni „Reindeer Games“ sem frumsýnd er í Sambíóunum Álfa- bakka en hún er með Ben Affieck og Charlize Theron í aðalhlutverk- um. Með önnur hlutverk fara Gary Sinise, Clarence Williams III og Dennis Farina en leikstjóri er John Frankenheimer, maður gamall í hettunni, þekktur fyrir að hafa gert "The Manchurian Candidate" í upp- hafi sjöunda áratugarins. Frankenheimer segist ætíð hafa haft mikið yndi af spennumyndum og leist vel á handritið eftir Ehrcn Kruger. Kruger fékk hugmyndina að myndinni vetur nokkurn fyrir stuttu en myndin gerist einmitt um Affleck og Theron á harðahlaupum undan óþokkunum í Reindeer Games. Ben Affleck fer með aðalhlutverkið í nýrri spennumynd Johns Franken- heimers. vetur. „Mig langaði til þess að búa til eitthvað fyndið úr spennumynda- forminu," er haft eftir honum. Hann var mjög ánægður að heyra að Frankenheimer hefði áhuga á að stýra myndinni. „Allir þeir sem skrifa kvikmyndahandrit vita hvað John Frankenheimer hefur gert fyrir spennumyndirnar svo ég leit á það sem mikinn heiður,“ segir hand- ritshöfundurinn. „Mér fannst hann einmitt rétti maðurinn fyrir svona sögu með flóknum karakterum og mörgum óvæntum uppákomum. Við þurftum Ieikara sem auðvelt er að finna til samkenndar með í hlutverk Rudys og Ben Affleck smellpassaði í hlutverkið," segir Frankenheimer. „Hann er líkt og James Stewart á undan honum einn af okkur, hversdagslegur, venjuleg- ur strákur. Og að auki er hann virkilega hæfileikaríkur leikari." Affleck hafði gaman af að leika í myndinni. „Þetta er virkilega skemmtilegur tryllir,“ segir leikar- inn, „sem er sífellt að koma áhorf- endum á óvart, en það er líka í hon- um alvarlegur undirtónn sem ég kann vel við.“ Frankenheimer tekur undir þau orð og segir: „Það sem vakti helst áhuga minn á handritinu var þroskasaga aðalpersónunnar, hvernig hún breytist í gegnum sög- una og þær raunir sem hún gengur í gegnum. I byrjun er hann fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig og allt það sem er honum fyrir bestu en þegar á líður tekur hann að líta á hlutina í stærra samhengi. Hann gengur fram á brún hengiflugsins bæði andlega og líkamlega og það fannst mér athyglisvert að skoða.“ Reindeer Games Leikarar: Ben Affleck, Charlize Theron, Gary Sinise, Clarence Williams III og Dennis Farina. Leikstjóri:____________________ John Frankenheimer („ The Ma- nchurian Candidate “, „Seven Days in May“, „Black Sunday“, „52 Pick Up“, ,,Ronin“).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.