Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ i MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 E 35 Sérkenni- legar „blóma- gardínur“ Blómagardínur eru vel þekktar en þessar eru öðruvísi, hér eru blómin lifandi og standa í glærum mjóum vösum sem saumaðir eru í lengjur sem svo eru hengdar fyrir glugg- ann. Gömul tækifæris- kort Það hefur lengi tíðkast að skrifa á kort með tækifærisgjöfum, t.d. sængurgjöfum. Hér má sjá nokkur slík í eldri kantinum, frönsk að gerð. Drengja- herbergi Hér má sjá teikningu af drengja- herbergi, plássið er hér sannarlega vel nýtt, svefnstæðið er upp við ioft en hillur og skápar undir. NYJAR IBUÐtR BAKKASTAÐIR ÍBÚÐIR M. SÉRINNG. 120 fm fbúðir með sér- inng. sem afhendast tilbúnar undir tréverk. V. 12,3 m. (41067) 2JA - 3JA HERBERGJA SEILUGRANDI 2JA. Nýkomin ( einkasölu sériega falieg og vönduð 52 fm á 3.hæð ásamt stæði f bil- aeymslu. Stórar svalir út af stofu. íbúðin afhendist 15.08.2000. Áhv. 1,9 m. Byggsj. V. 8,2 m. (21162) HÓLMGARÐUR 2-3JA. Ný komin í einkasölu sérlega skemmtileg 82 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi. Búið er að setja hurð úr stofu út í garð. ( dag er íbúöin 2-3 herb. en hægt er að hafa (búðina 3-4 ef vill (skráð 3ja). íbúðin er afhent 15. 06. 2000 V.10,2 m. (31163) LANGAMYRI - Gbæ. 3JA Vorum að fá I sölu stórglæsilega 95 fm íbúð á 2.hæð á þessum eftirsótta stað ásamt 23 fm bilsk. Glæsilegar innréttingar. Parket á gólf. Áhv. 6,5 m. Byggsj. V. 13,7 m. (31151) ar- L1 0 N ÍGVl [] K Fasteignasala ” Slðu m Ula 33 Félag Éi Fasteignasala OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-17 í SUMAR. V/VITASTIG 3JA 70 fm íbúð á 3. hæð. Merbau-parket á stofum og svefnherbergi. Áhv. 3,0 Byggsj. V. 7,4 m (31114) 4RA - 6 HERBERGJA LAUFENGI 4-5 HERB. Sér lega falleg og vönduð 112 fm endaíbúð á 2.hæð. Stórglæsileg eign. Nýtt parket úr rauðeik. Áhv. 4,4 m. (húsbréf) V. 11,9 m. (41156) www.lyngvlk.is sími: 588 9490 Ármann H. Benedíktsson, lögg. fasteignasali, GSM 897 8020 Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali, GSM 896 7090 Jón Guðmundsson, sölustjóri, GSM 897 3702. NYTT - ALFTANES Fokheld 209 fm hús á einni hæð með innb. 38 fm bílskúr. Fullfrágegnin að utan.Verð frá 13,7 m. (9H42) Dæmi um greiðslukjör : v/kaupsamn. 0,7 m. v/plötu 1,0 m. , v/fokh. 1,3 m. og húsbréf 7,7 m. v/afhend. 1,5 m. 3.mán eftir afhend. 1,5 m. SUÐURHÓLAR 4RA Vorum að fá í sölu mjög góða 98 fm íbúð á 3.hæð. Parket. Áhv. 4,5 m. (húsbréf | og byggsj) V. 11,0 m. (41161) FALKAHOFÐI MOS. 4RA + BILSK. Vorum að fá i sölu glæsi- lega 125 fm íbúð á 3.hæð ásamt 28 fm bíiskúr. Parket. Mikið útsýni. Áhv. 6,5 m. (húsbréf) V. 13,7 m. (41164) HVAMMABRAUT HF. 4 - 5 HERB. Vorum að fá I sölu stór- skemmtilega 5 herb. 128 fm íbúð á tveimur hæðum Parket á gólfum. Mikið útsýni. Garðsvalir. Ákv. 2,3 m. Byggsj. V. 11,7 m. (51153) SERBYLl VANTAR VANTAR 2JA MIÐSVÆÐIS Bráðvantar 2ja herbergja (búð I Þingholtum eða Vesturbæ fyrir ákveðna unga konu VANTAR 2JA í GRAFARVOGI Bráðvantar 2ja herbergja íbúð I Veghúsum, einnig kemur til greina önnur staðsetning í Grafarvogi, ákveðnir kaupendur. VANTAR 3 - 4RA HERB. í ÁRBÆ Vantar 3ja eða 4ra herb. íbúð í Árbæ fyr- ir ákveðin kaupanda, möguleg eignaskipti á 2ja herb. íbúð f Hraunbæ. VANTAR 4RA HERB. íráðvantar 4. herb. ibúðir á skrá , mjög mikil sala og eft- irspurn eftir 4.herb. íbúðum. VANTAR í VESTURBÆ Vantar sérbýli í vesturborginni fyrir ákveðinn kaup- anda verðhugmynd u.þ.b. 20 m. möguleg eignaskipti á minni eign í Vesturbæ. VANTAR SÉRBÝLI SMÁRAHVERFI - KÓP. , VESTURBÆR - RVK EÐA SELTJARNARNES Leitum logandi Ijósi að sérbýli fyrir ákveðin kaupanda, verðhugmynd 15 - 25 m. VANTAR RAÐHÚS EÐA PARHÚS í BREIÐHOLTI STRAX vantar fyrir ákveðin kaupanda sem vantar strax eign, Seljahverfi kemur sterklega til greina. VANTAR SERBYLI Vantar einb. par- eða raðhús á verðbilinu 19-24 m. fyrir ákveðin kaupanda , möguleg eignaskipti á hæð í Grænuhlíð en ekki skilyrði. VANTAR NUTIMA EIGN Erum með ákveðin kaupanda sem gerir miklar kröf- ur. Hann leitar að sérbýli sem þarf að vera nýlegt og nýtlskulegt, stærð og staðsetning opin. Verð aukaatriði. LEIRUTANGI EINBYLI Ný komið í einkasölu sérlega fallegt 165 fm timburhús á einni hæð með inn- byggðum 28 fm bílskúr. 4.svefnher- bergi. Parket og flísar. Sólpallur. Verð 16,9 m. (91148) HEIÐARAS EINBYLI í einka- sölu 330 fm einbýli á eftirsóttum stað í Árbæ, vandað hús með frábæru útsýni. V. 24 m. (91102) Húsbyggingar og hugar- far vinnuseminnar Til sjávar jafnt sem sveita um gervallt land- ið slógu menn sjálfír upp steypumótum og óku steypunni í sínum eigin hjólbörum. Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur rekur hér tengslin milli vinnusemi Islendinga og húsbygginga þeirra. SAMKVÆMT fregnum fjölmiðla í síðastliðinni viku er meðalvinnu- tímafjöldi Islendinga, bæði karla og kvenna, aftur að aukast, þrátt fyrir að við höfum fyrir þó nokkrum árum undirgengist að hlýða vinnutímaskip- an Evrópusambandsins. Þróunin hér á landi virðist reyndar vera þveröfug við það sem gerist á meginlandi Evrópu, þar styttist vinnutími fólks. Frakkar hafa t.a.m. nýlega lögleitt 35 stundavinnuviku. Hér eru líklega á ferð áhrif af mik- illi uppsveiflu íslenska hagkerfisins nú um stundir, ásamt þeirri vinnu- semi, sem á stundum jaðrar við of- dýrkun vinnunnar, sem lengi hefur einkennt okkur íslendinga. Vinnusemi íslendinga, þótt hún geti verið dýru verði keypt, hefur vit- anlega haft margvísleg jákvæð áhrif fyrir efnahagslega og þjóðfélagslega þróun. Ég mun hér á eftir fjalla um einn af mikilvægari áhrifaþáttunum; tengsl húsbygginga íslendinga og vinnusemi þeirra. Vinnusemi og húsbyggingar Þegar byggja þurfti yfir hina ört vaxandi íslensku þjóð eftirstríðsár- anna, völdu íslendingar, eins og ég hef áður lýst á þessum vettvangi, öðru fremur þá leið að „styðja fólk til sjálfshjálpar". Ráðamenn þekktu og treystu - með kannski enn betri ára- ngri en þeir höfðu reiknað með - á það hugarfar vinnusemi sem íslend- ingar höfðu ræktað með sér um aldir. Til sjávar jafnt sem sveita um gervallt landið slógu menn sjálfir upp steypu- mótum og óku steypunni í sínum eigin hjólbörum, sem á þessum tíma voru almenningseign. „Hundruð manna, konur, böm og unglingar, voru að störfum inni í Sogamýri meðan Smáíbúðahverfið var í byggingu. Um helgar flykktust að vinir og kunningjar, nágrannar og systkini og hjálpuðu tíl. Ríkur sam- hugur einkenndi byggingarfram- kvæmdimar og oft var glatt á hjaila.“ Þannig lýsir Eggert Þór Bem- harðsson, sagnfræðingur, stemmn- ingunni í Smáíbúðahverfinu er það reis af gmnni snemma á sjötta áratug þessarar aldar, í „Sögu Reykjavíkur" (Borgin 1940-1990. Fyrri hluti, bls. 314). Auk þess sem menn unnu sjálfir hörðum höndum að því að „koma sér upp þaki yfir höfuðið“ - sem stundum gat reyndar orðið mönnum „hurðarás um öxl“ - öfluðu menn sér fjár með því að komast í góða „uppgripa- vinnu“, svo sem að vinna hjá banda- ríska hemum, ráða sig í vinnu við virkj unarframkvæmdir eða einfald- lega skella sér á síld. Grundvöllur hinnar fslensku vinnusemi Eitthvert þekktasta rit félagsfræð- innar er án efa rit Þjóðverjans Max Webers um siðfræði mótmælenda og anda kapítalismans, þar sem hann rekur áherslu mótmælenda í Norður- og Vestur-Evrópu á vinnusemi og auðsöfnun tíl ýmissa þátta í þeirri nýju siðfræði sem siðbótarmenn á borð við Jóhann Kalvín og Martein Lúther innleiddu. Við íslendingar tókum á 16. öld - með nokkrum semingi þó - við siðbót Lúthers og ætti því, samkvæmt Weber, að einhverju leyti að vera hægt að rekja vinnusemi okkar til þessa mæta munks. Það er hins vegar enginn vafi á því, að hér á landi hafa einnig verið fyrir hendi sérstakar að- stæður, sem hafa ýtt enn frekar undir vinnusemi þjóðarinnar en siðaboð- skapurinn í kreddu Lúthers gaf tíl- efnitil. Vinnan í íslenska bændasamfélag- inu einkenndist af árstíðabundnu risi og hnigi. Heyskapartíminn var þann- ig tími mikillar vinnu, bændur og búalið kepptust við að „bjarga heyj- um“ og menn hömuðust við heyskap- inn langt frameftir björtum sumar- kvöldunum. Skammdegið og veturinn voru hins vegar tími minni vinnu en hinar björtu árstíðir. Fyrir vinnumenn sem „sendir voru í verið“ var síðvetrartíminn og vorið hins vegar tími gífurlegrar átakav- innu, svo sem frásagnir af vertíðum og verbúðalífi bera skýrt vitni um. Þegar togaraútgerð hófst á íslandi upp úr síðustu aldamótum, sóttust úgerðarmenn þeirra - samkvæmt frásögn fræðimannsins Finns Magn- ússonar í rití um mannfræði Islands (Gísli Pálsson og E. Paul Durrenber- ger, The Anthropology of Iceland, 1989) - sérstaklega eftir sjómönnum frá Eyrarbakka og Stokkseyri, sem vanist höfðu gamla íslenska vertíðar- vinnulaginu. Vinnuharkan á togurunum hefur kannski tekið öllu fram sem hér á landi hefur sést í þeim efnum, þó reynt væri að koma böndum á óhóf- legan vinnutíma með setningu vöku- laganna árið 1922. Atvinnuleysisárin á fjórða ártugn- um voru á hinn bóginn tími niðurlægj- andi atvinnubótavinnu eða aðgerðar- leysis fyrir vinnufúsa íslendinga. Seinni heimsstyijöldin og hemámið reyndist því nokkur happafengur, því þá bauðst öllum sem vildu ótakmörk- uð vinna. Finnur Magnússon telur hins vegar í áður nefndu riti að „Bretavinnan" hafi reynst mjög tví- eggjuð fyrir hið íslenska vinnusemis- hugarfar, þar sem í henni kynntust íslendingar fyrst mjög óöguðu og slöþpu vinnulagi og vinnusiðferði. A' Vinnusemin og dugnaðurinn höfðu verið helstu uppsprettur sjálfsmynd- ar og stéttarstolts íslenskra verka- manna; verklagið í Bretavinnunni gekk - samkvæmt ótal frásögnum - þvert á hinar aldagömlu vinnusiðferð- ishugmyndir íslendinga. Eftir 1960 hljóp mikill fjörkippur í íbúðabyggingar, sem að töluverðu leyti má rekja til eflingar lánafyrir- greiðslu Húsnæðismálastofnunar rík- isins, sem hafði verið stofnsett árið 1957. Hitt var þó ekki síður mikil- vægt, að síldarárin miklu frá 1963- 1968 ollu gífurlegri uppsveiflu í þjóð- arbúskapnum og áttu lfldega stóran þátt í að gera Viðreisnarstjómina að langlífustu rfldsstjóm á þessari ölþ. Dagar hennar vom reyndar taldfr þegar sfldin hvarf 1968 og efnahag- skreppa skall á 1969-1970. Sá sem þetta ritar kynntíst sem 14 og 15 ára unglingur uppgripast- emmningu síldaráranna á sfldarsölt- unarstöð austur á Seyðisfirði, þar sem „venjulegur" vinnudagur hófst með ræsingu kl. 6 og heimkomu í sfld- arbraggann kl. 11 á kvöldin. Þyrftí að afgreiða bát, var ekki hætt fyrr en all- ar lestir voru tæmdar, eftir t.d. 36 klukkustunda „töm“ sem náði yfir heila nótt og fram að hádegi næsta dag. Seyðisfjörður var einn helstí sfldar- bær landsins á þessum ámm og síldin skildi eftir ótal spor á öllum sviðum bæjarlífsins, þar með talið í húsbygg- ingum. Svo vel vill til að um þetta em til góðar heimildir sem áhugavert er að vitna til: Fjögurra ára tímabilið 1960-1963 vom aðeins byggðar 13 nýjar íbúðir á Seyðisfirði. Frá 1964 til 1968, er sfld- arævintýrið mikla stóð sem hæst, bættust hins vegar hvorki meira né minna en 57 nýjar íbúðir við íbúða- eign Seyðfirðinga, sem var meira en 30% viðbót við íbúðafjöldann í kaupst- aðnum. Næstu 5 ár, þegar sfldin var horfin, duttu íbúðabyggingar á Seyðisfirðj niður í alls 15, þ.e. öll 5 árin, 1969 til 1973, samanlögð. (Heimild: Mann- íjöldi, mannafli og tekjur, útg. Fram- kvæmdastofnun rfldsins, 1982, bls. 60-61). Þessar tölur finnst mér að sýni betur en flest annað tengsl hús- bygginga, efnahagsþróunar og at- vinnuhefða okkar Islendinga. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.