Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 E 23 .. <©41^ TÖLVUTEIKNUÐ þrívíddarmynd af skipulagssvæðinu, eins og það horfir við á hægri hönd, þegar ekið er norður Reykjanesbraut. Neðst til hægri eru lóðir fyrir verzlunar- og þjónustubyggingar. Rauði hringurinn til vinstri á teikningunni sýnir alhliða íþróttavöll. Morgunblaðið/Golli Þórarinn Þórarinsson arkitekt, höfundur skipulagsins í Suður-Mjódd. Mynd þessi er tekin á svölum félagsheimilis ÍR í Suður-Mjódd. svæðisins. Gert er ráð fyrir, að bíl- astæðin geti jafnframt þjónað sem malbikaðir íþróttavellir fyrir tenn- is o.fl. Nýtt íþróttahús? A núverandi byggingarreit fyrir vestan ÍR-húsið er gert ráð fyrir lóðum fyrir íþróttahús og tengda stayfsemi. Á núverandi malarvelli komi byggingarreitur, hugsanlega fyrir stórt íþróttahús. Gert er ráð fyrir, að slíkt hús verði niðurgraflð að hluta til að minnka umfang þess. „Stækkunin á íþrótta- og úti- vistarsvæðinu er í samræmi við þær hugmyndir, sem urðu til í upphafi fyrir þetta svæði,“ segir Þórarinn. „Möguleikarnir verða fjölbreyttari. Þarna verði bæði íþróttavellir, skokkbrautir og al- menn útivistarsvæði. Áherzla verð- ur lögð á tengsl við Seljahverfið. Á svæðinu verður líka meiri og betri aðstaða fyrir boltaíþróttir og frjálsar íþróttir. Sá möguleiki að byggja stórt fjölnota íþróttahús á núverandi malarvelli skiptir líka máli. En húsið má ekki verða of hátt gagnvart öðrum húsum í ná- grenninu og því þyrfti það að vera aðeins niðurgrafið.“ Syðst og vestast á svæðinu eru hólar, sem eru alláberandi. Lagt er til, að þar verði grænt svæði og al- mennt útivistarsvæði, en hólarnir endurmótaðir. Tjörnin nyrzt á svæðinu yrði mótuð að nýju og gróðursett í kringum hana. Hún yrði hluti af útivistarsvæðinu. Lóðir fyrir atvinnuhúsnæði Ein aðalbreytingin samkvæmt skipulagstillögunni felst í því, að gert er ráð fyrir lóðum fyrir verzl- un, þjónustu og skylda starfsemi vestast á svæðinu næst Reykjan- esbraut. Aðkoma verði frá tengi- brautinni, sem koma á sem fram- hald af Álfabakka og tengja saman byggðina í Reykjavík og Kópavogi. „Lóðarstærðir á þessu svæði verða sveigjanlegar eftir óskum umsækjenda og svæðið hefur þann stóra kost, að það gæti tengzt Smárahverfinu í Kópavogi um und- irgöng auk þess sem það liggur í þjóðbraut með tilliti til Reykjan- esbrautar,“ segir Þórarinn Þórar- insson. Þess yrði gætt, að húsin yrðu ekki of há, til þess að þau tækju ekki útsýnið frá íbúðarhúsunum í hverfinu fyrir ofan svæðið. Vænt- anlega yrðu húsin ein til tvær hæð- ir en gætu orðið hærri að hluta. Þórarinn kvaðst eiga von á mik- illi ásókn í þessar lóðir vegna legu þeirra. „Það er samt ekkert hægt að segja um að svo komnu, hvenær þær verða hæfar til út- hlutunar og gerðar byggingarhæf- ar,“ sagði hann að lokum. „Fyrst verður landmótunin á þessu svæði að eiga sér stað. Hól- arnir verða endurmótaðir og þeir munu mynda eins konar skjólgarð milli þessa nýja verzlunar- og þjónustusvæðis annars vegar og hins vegar íbúðarhúsanna í Selja- hverfi í brekkunum fyrir ofan skipulagssvæðið. þær vonir sem við hana voru bundn- ar. Stundum virkar hún alls ekki. Og hvers vegna skyldi það vera? Vegna þess að þar hefur verið kast- að til höndum og „hent niður slöhg- um“ - frasi sem oft heyrist slegið fram af einhverjum úr hópi þeirra spekinga sem vaðið hafa út í að ger- ast verktakar og leggja snjóbræðsl- ur án nokkurrar þekkingar á eðli þess kerfis eða öðrum þeim þáttum sem skera úr um hvort vel tekst til eða ekki. Mikilvæg atriði Það er sjálfsagt að gera nokkra grein fyrir þeim höfuðatriðum sem verða að vera í lagi ef snjóbræðsl- ukerfið á að gegna hlutverki sínu. Fyrst af öllu skulum við þó gera okkur grein fyrir því að ekkert snjóbræðslukerfi er svo öflugt að það hafi við að bræða snjó í hvaða veðri sem er. Slíkt kerfi er svo ork- ufrekt að engu tali tekur, það er eðlilegt að stundum þurfi að moka, annaðhvort með skóflu eða vél, allt eftir stærð og umfangi. í blindbyl, ofankomu og hífandi roki er kæling og snjósöfnun slík að ekki er möguleiki að snjóbræðsluk- erfi hafi við að bræða. En við mokstur eftir áhlaupið kemur í ljós að enginn snjór er fros- inn við flötinn, þar er bræðsla í gangi og planið verður autt og tand- urhreint. En það var ætlunin að fjalla um minni snjóbræðslukerfin, þau stærri eru yfirleitt hönnuð af hæf- um mönnum og einnig lögð af hæf- um mönnum. En þau minni eru mjög oft ekki teiknuð, ekki sett strik á blað og mjög oft lögð af mönnum sem vita ekkert hvað þeir eru að gera og við skulum bara leyfa okkur að kalla þá fúskara. Sá sem leggur snjóbræðslukerfi á einnig að geta teiknað kerfið, það sýnir að hann skilur lögmálin. Hann á að geta lagt mat á það hve mikið vatnsmagn og varma hitakerfi hússins gefur af sér til snjóbræðslu. Ut frá því getur hann metið hve stór svæði hægt er að leggja snjó- bræðslu í ef einungis á að nýta af- rennslisvatnið. Og ef það er einlæg ósk húseig- anda að leggja í heldur stærra svæði á sá sem leggur að geta reiknað út hve mikið þarf að bæta við af beinu rennsli, en það kostar peninga. Afrennslið af hitakerfinu kostar ekkert og það er öllum frjálst að nýta sér eins og hægt er. Sá sem leggur á einnig að geta reiknað út hve margar slöngurnar þurfa að vera, ef um lítið kerfi við stórt hús er að ræða. Það verður að tryggja að flutningsgeta snjó- bræðslukerfisins á afrennslisvatni hússins sé nægilega mikil. Snjó- bræðslukerfið má ekki hindra að hitakerfi hússins vinni eðlilega. Dýpt og lega Eitt mikilvægasta atriðið er dýpt röranna, ekki síst undir hellum, og það er alltof algengt að rörin séu of djúpt við þær aðstæður. Einnig er millibil mikilvægt og hvernig rörum er fléttað saman því það verður að tryggja að bræðslugeta sé næstum sú sama hvarvetna á svæðinu. Það gilda önnur lögmál ef lagt er undir eða í steypt plan eða undir malbik. Allt þarf að taka með í reikninginn strax í upphafi. Ef einhver segir þér að þú eigir að setja millihitara og frostlög á kerfið skaltu segja honum að kasta sínum eigin peningum út um glugg- ann, því það er ótrúlegt hvað svo einfeldningsleg fyrirmæli, sem virð- ast sett fram í bestu meiningu, auka útgjöldin og það algjörlega að óþörfu. Nýjar og gamlar tröppur Það eru engar tæknilegar hindr- anir í því að leggja snjóbræðslu í hvort sem er nýjar eða gamlar tröppur. Séu þær nýjar verður lögnin að koma í réttri röð; áður en táborðin eru sett í uppsláttinn. Ef tröppurnar eru gamlar brýt- urðu þær burt og eftir er tröppu- bakið. Þar eru járnin og burðurinn, en engu því viðkomandi hefur verið raskað. Og til er þjóðráð sem gerir þér kleyft að fá snjóbræðslu í tröppurn- ar án þess að henda peningum í millihitara og frostlög og þó mun það engum skaða valda þó í snjó- bræðslukerfinu frjósi. Inni þarf að tengja á réttan hátt. Sérstaklega þarf að taka tillit til þrýstijafnarans, hvernig þreifirör hans eru tengd og ekki síður hvern- ig þreifirör slaufulokans er tengt. Það er margt að athuga, en samt engin ástæða til að missa móðinn. Tvöfaldir efri skápar Það eru ekki oft tvöfaldir efri skápar í eldhúsum nútímans, en það getur verið sniðugt eins og hér má sjá. Bylgju- hillur Þessar hillur eru mjög sérkennilegar, allar í bylgjum og borðið er líka allt í bylgjum, það er hannað af Ron Arad og hann er höfundur bylgju- hillunnar líka, hún er raunar hans þekktasta verk. (ol fol (ol H I B Y L I SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • VEFFANG HIBYLI@HIBYLI.IS SÍMI 585 8800 • FAX 585 8808 Ólafur Stefánsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali, Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Verðmetum eignlna þína samdægurs þér að kostnaðarlausu. tr Traust og áreiðanleg pjónusta. Sólvallagata 29 - OPIÐ HUS Mjög falleg 104 fm íbúð á 2. ha íbúðin er mikið endumýjuð m.a. Suðursvalir. Áhv. 1,8 millj. byggsj. til viðbóðtar byggsj. Laus strax. V sýnir íbúðina í dag, miðvikudag, eð fjórbhúsi. 3 svefnherb. 2 stofur. baðherb. Parket og flísar á gólfum. Hægt að taka allt að 6 millj. húsbréf srð 11,9 millj. Góð staðsetning. Ólöf milli kl. 17 og 21. Sérbýli Háalind - Kóp. Skemmtilegt 177 fm tvílyft parhús auk 30 fm bílsk. Afh. fokh. að innan, fullb. utan fljótl. Verð 14,0 millj. Miðbærinn Virðuleg 6 herb. 160 fm íb. á 2. hæð í góðu steinhúsi. Saml. stofur, 4 svefnherb. Gæti einnig hentað undir skrifstofur. Útsýni yfir sundin. Laus 01.07. nk. Verð 14,5 millj. Sogavegur Gott 128 fm parhús, hæð og ris. Góð stofa, parket. 3 svefn- herb. 17 fm skúr á lóð. Byggleyfi fyrir 45 fm skúr. Áhv. 6 millj. húsbréf. 4ra-7 herb. Bugðulækur Falleg 121 fm hæð (efsta) í fjórbhúsi. Saml. stofur, 3-4 svefnherb. Þvottahús í íb. Tvennar svalir. Hús (góðu standi. Grenimelur ---------—-----:----- Falleg 4ra herb. neðri sérhæð í þríbhúsi. Saml. stofur, 2 svefnh. Parket. Eikarinnr. Suðursvalir. Gróinn garður. Fábær stað- setning. Verð 12 millj. 3ja herb. Glaðheimar vorum að fá í söiu fallega 86 fm íb. á jarðhæð. 2 góð svefnherb. íbúðin er mikið endur- nýjuð. 27 fm bílskúr. Áhv. 4,7 millj. húsbréf. Verð 12.0 millj. Skipti á ódýrari fbúð. 2ja herb. Gamli vesturbærinn góö 56 fm . (b. á 1. hæð í þríbhúsi. Nýleg eldhúsinnr. Nýi. gler o.fl. Áhv. 4 millj. langtímalán. Verð 6,9 millj. Vesturborgin Björt og falleg 2ja herb. íbúð á 4. hæð i nýlegu fjölbhúsi. Parket. Tvennar svalir. Stórkostlegt útsýni. Stórt stæði í bílhýsi. Áhv. 3,7 millj. húsbréf. Laus strax. Lindargata Lftil 2ja herb. samþ. íbúð á 1. hæð. Parket. Sérinng. Hús í góðu standi. Verð 4,2 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.