Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 B 3
REYKJAVÍK- MENNINGARBORG EVRÓPU 2000
í KRINGUM LÁNDIÐ
19.05 Mannlíf við opið haf
Jörundur Svavarsson - Fyrir-
lestur: Hvað leynist í íslenskum
undirdjúpum? Fræðasetrið í
Sandgerði kl. 20:30.
www.sandgerdi.is
Sjávarlist á Akranesi - meðal
fjölmargra viðburða
20.05 - 04.06 Sýning í Kirkju-
hvoli á verkum nemenda í Grund-
arskóla.
24.05- 28.05 írskir dagar á
Akranesi.
28.05 Umhverfislistaverk af-
hjúpuð á Langasandi.
29.05 Sögubrot úr sjávarþorpi.
Sýning í bæjar- og héraðsbóka-
safninu.
03.06 Akraneshlaupið.
www.akranes.is
15.05- 20.08 Hveragerði -
blómstrandi bær
Þungamiðja dagskrárinnar er
Hverasvæðið þar sem gestum og
gangandi er boðið í vettvangsferð-
ir og að bragða á framleiðslunni og
þeim sagt frá líf- og jarðfræði
svæðisins.
20.05-20.09 Vatnajökull - nátt-
úra, saga, menning
Einstök jöklasýning í Sindrabæ
Höfn í Hornafirði þar sem visindi,
listir og alþýðufróðleikur blandast
saman. Stefnt er að því að sýningin
verði vísir að Jöklasafni í sveitarfé-
laginu þar sem fram fer öflug miðl-
un upplýsinga um jökla í tengslum
við rannsóknir á þeim. Sýningin
tengist Gestastofu Náttúruvernd-
ar ríkisins í Skaftafelli og teygir
reyndar anga sína um alla sýsluna
þar sem sjónum er beint að náttúr-
unni sjálfri. Jöklasýningin stendur
til 20. september.
www.homafjordur.is
31.05 Söguveisla í Sögusetrinu
á Hvolsvelli
Sögusetrið á Hvolsvelli er
brautryðjandi í að tengja saman
sögu og atvinnulíf og hefur byggt
upp menningarlega ferðaþjónustu
með Njáls sögu í öndvegi. Nú verð-
ur sett upp sérstök sýning um
menningarsögu þjóðarinnar í 1000
ár í máli og myndum. Sýningunni
er m.a. ætlað að bregða ljósi á það
hvers vegna ísland hefur stundum
verið nefnt „Sögueyjan". Sögu-
veislan hefst i Söguskálanum kl.
20:00 og verður í sýningu út ágúst.
02.06 - 04.06 Þorláksvaka í
sveitarfélaginu Olfusi
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla
fjölskylduna með tónlistaratriðum,
leikjum, fjölskyldugrilli og dans-
leik. Dagskráin hefst með tónleik-
um Dixielandhljómsveitar Ama
Isleifs og Blúsmanna Andreu.
04.06 Minningarsafn Jóns úr
Vör
Safn um æfi og starf skáldsins
Jóns úr Vör verður opnað á Pat-
reksfirði á sjómannadaginn.
04.06-17.06 Tengsl menningar
og náttúruauðæfa
Þetta samstarfsverkefni
Grindavíkur og Bláa lónsins og
Menningarborgarinnar leggur út
af náttúruauðæfum staðarins -
jarðhita og sjávarútvegi. Fjöl-
breytt dagskrá með tónleikum,
myndlistarsýningum, upplestmm
og fræðslu sem endurspeglar
kröftugt atvinnu- og menningarlíf í
Grindavík og nágrenni.
www.bluelagoon.is
Sýn í heiðna
goðafræði
Leikbrúðuhefð Tékka er aldagömu!
Don Giovanni eftir Mozart
Leikbrúðusýningin Don Giovanni er heimsfræg upp-
færsla frá Národní Divadlo Marionet, Þjóðarbrúðu-
leikhúsi Tékklands í Prag. Hér er á ferðinni hin al-
þekkta ópera Mozarts, þar sem um eins metra háar
og skrautlegar leikbrúður leika öll hlutverkin
TÉKKNESKA Þjóðarbrúðuleik-
húsið í Prag hóf starfsemi árið
1991 í kjölfar þeirra miklu breyt-
inga sem áttu sér stað í Tékklandi
á þeim tíma. Með stofnun þess var
blásið nýju lífi í aldagamla brúðu-
leikhúshefð Tékka; hefð sem á sér
ríka og glæsilega sögu en hafði leg-
ið í dvala um áratuga skeið. Þjóðar-
brúðuleikhúsið varð liður í mikilli
endurfæðingu tékknesks leikhús-
lífs, þar sem stefnt var að þvl að
hægt væri að hefja að nýju til vegs
og virðingar þjóðlega en jafnframt
framsækna leikhúshefð í sjálfstæð-
um, einkareknum leikhúsum.
Don Giovanni var fyrsta sýning-
in sem fór á fjalir Þjóðarbrúðuleik-
hússins. Sýningin hefur gengið þar
meira eða minna síðan og er nú
orðin eitt af kennileitum Prag. Hún
hefur einnig verið sýnd víða um
heim. Alls hefur sýningin verði
flutt nær 1.800 sinnum. Islending-
ur kemur við sögu í tónlistarþætti
sýningarinnar, sem er fluttur af
bandi, en þar syngur Kristinn Sig-
mundsson hlutverk II Commend-
atore.
Sýningin er jafnt við hæfi barna
og fullorðinna og lítil þekking á
ítölsku eða á söguþræði óperunnar
er engin fyrirstaða. Uppsetning
þessarar sýningar er samvinnu-
verkefni Islensku óperunnar,
Listahátíðar í Reykjavík og
Reykjavíkur - menningarborgar
Evrópu árið 2000.
Sýningar verða í íslenska óper-
unni 3. og 4. júní, kl. 15:00 og 20:00.
Norsk-íslenska síldin
Möguleikhúsiö leggur sitt af mörkum til menningar-
ársins meö frumsýningu á Völuspá, nýju leikriti fyrir
börn eftir Þórarin Eldjárn
„VÖLUSPÁ er leiksýning fyrir
áhorfendur frá tíu ára aldri. Eins og
titillinn gefur til kynna er hér um að
ræða sýningu sem byggist á hinni
fornu Völuspá," segir Pétur Eggerz,
stjórnandi Möguleikhússins og eini
leikari sýningarinnar.
„Kvæðið er notað sem grunnur til
að veita áhorfendum sýn inn í hug-
myndaheim heiðinnar goðafræði og
sjá hvernig menn sáu fyrir sér sköp-
unarsögu heimsins. Textinn hefur
löngum þótt heldur torskilinn, en í
sýningunni verður leitast við að færa
hann nær áhorfendum og nýta hann
til að leikgera þætti og sögur úr nor-
rænni goðafræði. Þórarinn Eldjárn
hefur áður unnið með texta Völuspár
er hann „þýddi“ texta kvæðisins yfir
á nútíma íslensku," segir Pétur Egg-
erz. Þetta er sýning með einum leik-
ara og tónlistarmanni. Leikarinn
gegnir í senn hlutverki sögumanns
og leikur allar persónurnar með
dyggri aðstoð sellóleikarans Stefáns
Arnar Arnarsonar.
Leikstjóri sýningarinnar er
danski leikarinn Peter Holst, en
Pétur Eggerz leikari og Stefán Örn
Arnarson sellóleikari flytja Völuspá.
hann hefur um margra ára skeið
rekið sitt eigið leikhús í Danmörku,
Det lille turnéteater, sem er barna-
og unglingaleikhús sem lagt hefur
sérstaka áherslu á frásagnarleikhús
af sama toga og hér er um að ræða.
Þess má geta að Det lille turnéteater
kom hingað til lands fyrir nokkru
með sýninguna Ódysseif.
Frumsýning verður laugardaginn
27. maí kl. 17:00. Sýningin er á dag-
skrá bæði Reykjavíkur menningar-
borgar og Listahátíðar í Reykjavík.
BOKMENNTIR/KVIKMYNDIR
06.05-08.05 Silfrið salta
Ný heimildarmynd um söguna
á bak við 100 ára eltingaleik ís-
lendinga og Norðmanna við hið
eftirsótta silfur hafsins. Myndin
er framleidd í samvinnu íslenskra
og norskra aðila og varpar nýju
ljósi á merkilegt tímabil í sögu og
samskiptum þjóðanna. Frum-
sýnd í Háskólabíói kl. 18:00.
14.05 Reykjavík vorra daga
Frumsýning á endurgerðri
kvikmynd Oskars Gíslasonar.
Myndin var fyrst sýnd í tveimur
hlutum árið 1947 og hefur því
ómetanlegt heimildargildi um
sögu og menningu Reykjavíkur.
Háskólabíó kl. 15:30.
19.05 Leiðsögurit um íslenska
byggingarlist
Arkitektafélag íslands stendur
fyrir útgáfu tímamótarits um ís-
lenska byggingarlist og sögu, en
þetta er í fyrsta sinn sem slíkt
heildarrit er gefið út.
20.05-08.06 íslands 1000 ljúð
Listahátíð stendur fyrir sýn-
ingu í Þjóðmenningarhúsinu,
upplestrum, ljóðadagskrá og
opnun ljóðavefjar þar sem ís-
lensk ljóðlist er hyllt. Markmiðið
er einnig að vekja áhuga almenn-
ings á ljóðum, fornum og nýjum.
www.artfest.is
hvarf á dularfullan hátt
Laugardaginn 6. maí,
morgun, veröur
frumsýnd í Háskólabíói
ný heimildarkvikmynd,
Silfriö salta, um norsk-
íslenska síldarævintýriö
á íslandi
ÞÓR Elís Pálsson er meðframleið-
andi myndarinnar og hann lýsir efni
hennar á þessa leið:,Á nítjándu öld
var síldin mikilvægasta fæðan við
Noregsstrendur. En um 1879 hvarf
hún á dularfullan hátt undan strönd-
um Noregs og neyddust þá norskir
sjómenn til að leita hennar á öðrum
miðum. Hafið við ísland var krökkt
af sfld og á stuttum tíma urðu Aust-
firðir sannkölluð sfldarparadís í
kringum 1880. Þessi matarkista við
Norðausturland hvarf á sama dular-
fulla háttinn um 1969. í gjörvallri
veiðisögu heimsins er ekkert tímabil
sveipað jafn mikilli dulúð og töfrum
sem þetta næstum þvi aldarlanga
síldarævintýri. í Noregi jafnt sem á
Islandi er þessi saga nánast óþekkt
meðal almennings. Við leggjum
metnað okkar í að segja norsku og
íslensku þjóðinni þessa sögu og von-
umst til að ná um leið til áheyrenda
annars staðar í veröldinni,“ segir
Þór Elís.
Viðtöl og persónulegar
frásagnir
„Myndin er þannig byggð upp að
fyrstu fimmtíu árin fram undir 1930
er sagan rakin með ljósmyndum,
gömlum kvikmyndum, viðtölum við
sérfræðinga og upplestri úr dagbók-
arbrotum. Tímabilið eftir 1930 not-
umst við einnig við safnaefni, en
jafnframt erum við svo heppin að
geta stuðst við frásagnir fólks sem
upplifði atburðina sjálft. Við leggj-
um megináherslu á að nota reynslu
fólks til að lýsa öllum hliðum norska
Síldarkíkir.
síldarævintýrsins á íslandi. Pers-
ónulegar frásagnir vefjast inn í at-
burðarásina, s.s. raunir fjölskyld-
unnar sem heima sat, fundum og
samskiptum Norðmanna og Islend-
inga. Með orðum sjómannanna
sjálfra beinum við athyglinni að lífs-
skilyrðum þeirra, harðræðinu um
borð, óbærilegri vinnuaðstöðunni á
úreltum skipum, draumum þeirra
um að hreppa þann stóra, sam-
keppninni milli báta, gálgahúmor
sjómannanna og því hvernig þeir
upplifðu ísland, Siglufjörð, Seyðis-
íjörð o. fl.
Heimsvaldasinnar og
arðræningjar
Þessi mynd fjallar um samskipti
tveggja ólíkra menningarheima. Til
að segja söguna einsog hún er mun-
um við ekki síst hlýða á sjónarmið
Islendinga. Hvað fannst Islending-
um jákvætt og hvað neikvætt við
innrás Norðmanna? Hvað er hæft í
því að Norðmenn hafi reist Siglu-
fjörð og Seyðisfjörðog síðar orðið að
réttum og sléttum íslendingum?
Eða voru Norðmennirnir bara
heimsvaldasinnar af verstu gerð
sem arðrændu ísland með sfldveið-
um við strendur þess og höfðu sig
síðan á brott ? Með því að sjá málin
frá sjónarhóli íslendinga jafnt sem
Norðmanna vonumst við auðvitað til
að auka þekkingu og skilning milli
þessara frændþjóða," segir Þór Elís
Pálsson meðframleiðandi myndar-
innar um Norska síldarævintýrið.
Leikstjóri myndarinnai* og hand-
ritshöfundur er Brynjar Stautland,
umsjónarmaður og handritshöfund-
ur er Karl Johan Paulsen. Kvik-
myndatökumaður var Knut Aas og
framleiðendur eru Per Christian
Magnus og Stig Andersen. Með-
framleiðandi er Þór Elís Pálsson og
framleiðslufyrirtæki er Nordis Film.
Tónlist er eftir Johan Leiva Modal
og Nanna Jónsdóttir sá um förðun.