Morgunblaðið - 31.05.2000, Page 1

Morgunblaðið - 31.05.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 124. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Framtíðin sýnd á Expo 2000 RISAVAXIN líkneski úr pappa- massa sem ijá framtíðarsýn lista- manna og töivufræðinga verða til sýnis á heimssýningunni Expo 2000 í Hannover í Þýskalandi sem verður opnuð á morgun. Ein sýningarhöll- in er tileinkuð framtfðinni en fjöl- mörg ríki hafa reist sýningarskála á svæðinu, þeirra á meðal ísland. OECD spáir 4,3% liag’vexti í heiminum París. Reuters. EFNAHAGS- og framfarastofnun- in (OECD) spáði því í gær að hag- vöxturinn í heiminum yrði rúm 4% í ár og litlu minni á næsta ári. Stofnunin telur að efnahagur heimsins hafí batnað verulega frá því í efnahagskreppunni í Asíu og víðar í heiminum á árunum 1997-98 og þróunin í efnahagsmálum hafí ekki verið hagstæðari í rúman ára- tug. OECD spáir 4,3% hagvexti í heiminum í ár og 3,8% á næsta ári, en hann var 3,1% í fyrra. í spánni er gert ráð fyrir að hag- vöxturinn í Bandaríkjunum verði 4,9% í ár en minnki í 3% á næsta ári. Horfur á viðvarandi hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á evru- svæðinu séu nú þær bestu í áratug. Stofnunin spáir 3,5% hagvexti á svæðinu í ár og 3,3% á næsta ári, en hann var 2,3% í fyrra. Stofnunin bendir á að mikill efnahagsvöxtur og óhófleg bjart- sýni fjárfesta á hlutabréfamörkuð- um hafí stundum valdið verðbólgu og umróti á fjármálamörkuðum og að lokum víðtækum efnahagssam- drætti. ■ Hætta á/20 Rússar ósáttir við um- mæli forseta Lettlands Riga, Moskva. Reuters. RÚSSAR hafa brugðist ókvæða við ummælum Vairu Vike-Freiberga, forseta Lettlands, í tímaritsviðtali sem birtist um síðustu helgi. Vike- Freiberga sagði m.a. í viðtali við þýska fréttatímaritið Der Spiegel að óstöðugleikinn í Rússlandi gerði sig taugaóstyrka og að hún gæti aldrei útilokað að Lettland yrði hernumið á nýjan leik af Rússum. I yfirlýsingu sem rússneska utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gær segir að rússnesk stjórnvöld álíti „árásargjarnan" tón forsetans í garð Rússa vera út í hött. „Við erum þess fullvissir að ekki deili margir íbúar Lettlands né ann- arra landa og fjölþjóðasamtaka, sem hafa að markmiði að skapa lýðræði í Evrópu án tvöfeldni og nýrra átaka- lína, afstöðu forsetans," segir i yfir- lýsingunni. Grunnt hefur verið á því góða í samskiptum Rússlands og Lett- lands frá því að Lettland varð sjálf- stætt ríki fyrir réttum tíu árum. Rússar hafa t.d. lengi haft áhyggjur af stöðu rússneska minnihlutans í Lettlandi, sem er um þriðjungur hinna 2,5 milljóna íbúa landsins. I viðtalinu við Der Spiegel kvart- aði Vike-Freiberga undan því að tengsl landanna eftir að Vladimír Pútín varð forseti Rússlands hefðu ekki batnað líkt og hún hefði vonast til. „Rússland verður að átta sig á þeirri staðreynd að við erum ekki lengur Sovétlýðveldi. Lettland er fullvalda ríki.“ Fyrr í þessum mán- uði sagði hún að yfirlýsingar Rússa vegna þeirrar stefnu Letta að fá að- ild að NATO væru í anda „kalda stríðsins". Ríkisstjórn Póllands riðar til falls vegna deilna milli stjórnarflokkanna Stj órnarkreppa yfírvofandi Varsjá. AP. Hagfræðingurinn Bog- uslaw Grabowski, sem var álitinn líklegastur til að verða næsti for- sætisráðherra Pól- lands, kvaðst í gær ekki vilja taka við em- bættinu og dregur það úr líkunum á því að hægt verði að bjarga ríkisstjórninni sem rið- ar til falls vegna deilna stj ómarflokkanna, Samstöðu og Frelsis- bandalagsins (UW). Grabowski kvaðst ekki vilja taka við for- jerzy Buzek sætisráðherraembætt- inu af Jerzy Buzek, sem nýtur ekki lengur stuðnings Frelsisbandalags- ins, vegna þess að hann teldi að öfl- ugri stjórnmálamann þyrfti til að binda enda á óeining- una innan Samstöðu. Rúmlega 20 þingmenn Samstöðu hafa hindrað mörg frumvörp stjórn- arinnar um markaðs- umbætur sem era nauðsynlegar til að búa Pólland undir aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þetta varð til þess að allir ráðherrar Frelsisbandalagsins báðust lausnar vegna óánægju með að Buzek skyldi ekki hafa taum- hald á þingflokki Sam- stöðu, Forsætisráð- herrann hafnaði afsagnarbeiðni ráðherranna í von um að hægt yrði að bjarga stjóminni. Frelsisbandalagið féllst á að hefja samningaviðræður um áframhaldandi stjórnarsamstarf en krafðist þess að forsætisráðherr- ann segði af sér. Leiðtogar flokkanna sögðust í gær gefa sér hálfan mánuð til að leysa deiluna. Formaður Samstöðu vill ekki stól Buzeks Marian Krzaklewski, formaður Samstöðu, lagði til að Grabowski tæki við forsætisráðherraembættinu og leiðtogi Frelsisbandalagsins, Leszek Balcerowicz fjármálaráð- herra, virtist styðja þá tillögu. Krafa Frelsisbandalagsins um að næsti for- sætisráðherra tryggði nægan stuðn- ing á þinginu við stefnu stjórnarinnar virðist hins vegar hafa orðið til þess að Grabowski hafnaði embættinu. Hann er hagfræðingur pólska seðla- bankans en hefur litla reynslu af stjórnmálum. Krzaklewski hefur oft verið nefnd- ur sem hugsanlegur eftirmaður Buzeks en mun ekki hafa hug á að taka við embættinu þar sem hann hyggst gefa kost á sér í forsetakosn- ingunum síðar á árinu. Hann stendur frammi fyrir mjög erfiðri baráttu við Aleksander Kwasniewski forseta sem er nú vinsælasti stjórnmálamað- ur Póllands. Náist ekki samkomulag um nýjan forsætisráðherra getur Buzek reynt að stjórna landinu með stuðningi minnihluta þingsins en líklegt er að stjórnarandstaðan felli stjórnina við fyrsta tækifæri til að knýja fram kosningar. Skoðanakannanir benda til þess að Lýðræðislega vinstri- bandalagið, flokkur fyrrverandi kommúnista, vinni stórsigur í kosn- ingunum vegna óvinsælda stjórnar- Norður-Irland DUP á ný í héraðs- sljórnina Bclfast. AFP. FLOKKUR eindreginna sam- bandssinna á Norður-írlandi ákvað í gærkvöld að taka þátt í endurreistri héraðsstjórn N- írlands sem bresk stjómvöld leystu frá völdum í febrúar sl. Lýðræðislegi sambandsflokk- urinn (DUP), sem lýtur forystu Ian Paisley, hafði tvo ráðherra í héraðsstjórninni og munu þeir samkvæmt ákvörðun flokksins snúa aftur til starfa. Varafor- maður DUP, Peter Robinson, varaði þó við því í gær að ráð- herrar flokksins myndu segja af sér ef ekki tækist að fá þing N-írlands til að samþykkja að víkja Sinn Fein, pólitískum armi írska lýðveldishersins (IRA), úr héraðsstjórninni. Ef mistækist að bola Sinn Fein burt úr héraðsstjórninni myndu ráðherrarnir hætta við þátttöku en flokkurinn útnefna nýja fulltrúa í þeirra stað. Lýðræðislegi sambands- flokkurinn hefur lengi verið andvígur friðarsamkomulaginu á N-írlandi frá 1998 sem kennt hefur verið við föstudaginn langa. Flokkurinn samþykkti að eiga aðild að héraðsstjórn- inni en ráðherrar hans neituðu ávallt að sitja á fundum með ráðherrum Sinn Fein. MORGUNBLAÐIO 31. MAI 2000 5 690900 090000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.